Dagblaðið - 21.07.1978, Blaðsíða 24

Dagblaðið - 21.07.1978, Blaðsíða 24
Kátir rússneskir haf rannsóknamenn í Reykjavíkurhöf n: Rufu innsigli að vín- birgðum og voru ekki ferðafærirí hálfan sólarhring — Tollgæzlustjóri sneri skipinu aftur vegna ábendinga DB Nastarovia, Nastarovia, hrópuöu rússnesku skipverjarnir um borði haf- rannsóknaskipinu Akhil i fyrrakvöld eftir eftir að hafa rofið innsigli islenzku tollgæzlunnar á vingeymslum skipsins og kannað birgðirnar til hlýtar með þvi að innbyrða þær. Varð gleðskapur mikill um borð i Reykjavíkurhöfn þótt ekki sé vitað um nein vandræði í kjölfar hans. Starfs- menn skipadeildar SÍS, en sú deild hefur með afgreiðslu rússneskra skipa að gera hér, urðu varir við innsiglis- V brotið og tilkynntu tollgæzlunni um það. í gærmorgun var tollgæzlustjóra hins vegar ekki kunnugt um það og héldu Rússarnir timbraðir úr höfn án nokkurra athugasemda. Eftir samtal DB og tollgæzlustjóra fór hann að kanna málið til hlýtar og sá þá ástæðu til að snúa skipinu aftur til Reykjavíkur til frekari rannsóknar, enda reyndist þetta á rökum reyst, 25 flöskur voru horfnar úr geymslu sem innsigli hafði verið rofiðað. Ekki bendir þó neitt til að því víni hafi verið smyglað í land heldur var mikill drykkjuskapur stöðugt um borð að sögn hafnsögumanns. Átti skipið að fara héðan í fyrrakvöld en þá var áhöfnin ekki ferðafær og var brottför frestað þar til snemma í gærmorgun. Þá var liðið heldur ekki ferðafært og ekkert fararsnið á íslenzkri hjásvæfu skipstjórans. Um kl. 11 var skipinu svo komið út til að rýma bryggjuplássið. Eftir yftrheyrslur í gær hélt skipið aftur út í gærkvöldi, eftir að hafa legið alla leið úti við sjöbauju. GS. Þeir lágu svo langt úti á ytri höfn, eftir að þeim hafði verið snúið aftur til Reykjavikur, að aðdráttarlinsa Ijós- myndarans náði ekki skýrari mynd. DB-mynd: H V Fyrsti kaþólski djákninn á íslandi síðanásextánduöld: SETUR EIN- LÍFIÐ EKKI FYRIR SIG Nk. sunnudag á sér stað sögulegur at- burður í Landakotskirkju. Þá verður Ágúst K. Eyjólfsson 27 ára Reykvik- ingur vígður til djákna af kaþólska biskupnum á Islandi. Slik vigsla mun ekki hafa átt sér stað í íslenzkri kirkju frá því fyrir siðaskipti. DB hafði samband við Ágúst og spurði í hverju starf. djáknans væri fólgið. Ágúst sagði, að djáknavígslan væri siðasta vigsla fyrir prestsvigslu. Djákninn er aðstoðarmaður presta og biskupa, og hann má gefa saman í hjónaband. skíra og jarða. Við spurðum Ágúst um skólagöngu hans. Hann sagðist hafa gengið i Landa- kotsskóla. Hagaskóla og lokið prófi frá Verzlúnarskólanum. Ágúst sagði að áhugi hans á að læra til prests hafi komið smám saman. Hann hafi alizt upp i kaþólskri fjölskyldu og verið messu- þjónn i Landakotskirkju. Þar hafi áhugi hans vaknað fyrir alvöru. Ágúst hefur nú lagt stund á guðfræðinám í Þýzka- landi í 3 1/2 ár í kaþólskum prestaskóla i Lantershofen, sem er litill bær skammt fyrir sunnan Bonn. Ágúst sagði okkur. að í kaþólska söfnuðinum á lslandi væru 1200—1300 manns. Prestar safnaðarins væru fimm talsins auk biskupsins. Eng- inn þeirra er íslendingur. Ágúst mun starfa sem djákni í eitt ár áður en hann heldur náminu áfram og tekur prestsvígslu. Um það hver væri helzti munurinn á lútherskum sið og kaþólsknm srgði Agúst að erfitt væri að gera grein fyrir þvi i stullu ntáli en nefna mætti afstöðuna til páfans. Kaþólskir líta á hann sem staðgengil Krists á jörð- inni. Einnig mætti nefna gjörbreyting- una í messunni. En kaþólskir kenna að við helgun kvöldmáltíðarefnanna breyt- ist eðli hinna jarðnesku efna í líkama Krists og blóð, þótt þau haldi ytri ein- kennum sinum. Ágúst vildi taka það fram að þrátt fyrir ýmsan ágreining þá væri vitaskuld fleira sem sameinaði kristna menn en það sem sundraði. Kaþólskir prestar mega ekki kvænast sem kunnugt er og við spurðum Ágúst, hvort það atriði hefði ekkert vaf- izt fyrir honum. Hann sagði, að það væri vissulega mikil afneitun og hann hefði mikið hugsað um það. Nú hefði hann hins vegar gert þetta alveg upp við sig og ákveðið að láta það ekki hindra sig i að gerast prestur. Um það hvaða erindi kristinn boð- skapur ætti til íslendinga á 20. öld sagði Ágúst, að hann ætti sizt minna erindi en áður og benti á allt hið illa sem væri að gerast i heiminum. Eina lausnins væri að trúa á Krist og biðjahann um hjálp til aðstandast freistingar. -GAJ Formaður sjómannasambands íslands: Færist í vöxt að samningar séu þverbrotnirá sjómönnum Jú, það er rétt að ég var að sinna sjómanna hjá þvi. einu sliku máli í gær og náði fram Sagði hann nú færast mjög i vöxt að bráðabirgðalausn. aðrar lausnir fást samningar væru þverbrotnir á sjó- ekki þessa dagana nema með örfáum mönnum þeim til mikilla erfiðleika þvi undantekningum.” sagði Óskar Vig- ekki tækju lánardrottnar þeirra,' fússon. formaður Sjómannasambands- þvorki opinberir né einstaklingar. ins er DB spurði hann í morgun hvort mark á þeim er þeir segðust hreinlega hann hafi þurft að leysa deilu út- ekki fá laun sin. gerðarfyrirtækis eins skuttogara og -G.S. Ágúst K. Eyjólfsson, sem tekur djáknavígslu I Kristskirkju á sunnudag. Hillir undir sigur neytenda í „tómatastríðinu” „Það er rétt að Sölufélag garðyrkju- manna hefur fallizt á verðlækkun á tómötum en þó með ákveðnum skil- yrðum,” sagði formaður Neytendasam- takanna, Reynir Ármannsson, í samtali við DB í morgun. „Skilyrðin sem Sölufélagið setur er að við skipum menn i nefnd með þeim til þess að fylgjast daglega með sölunni og gefa síðan skýrslu um hana til fjöl- miðla. Neytendasamtökin eiga þannig að koma inn í rekstur Sölufélagsins og fylgjast með hve mikil tómataneyzlan er. Viðræðunefnd hefur þegar verið skipuð. Af okkar hálfu eiga sæti i henni Árni Bergur Eiríksson framkvæmda- stjóri, Jón Magnússon lögfræðingur og dr. Jónas Bjarnason efnaverkfræðingur, en þeir eru allir i stjórn Neytendasam- takanna. Það er greinilegt að Sölufélagið er að gefa sig og þetta er i fyrsta sinn sem við heyrum frá stjórn þess og við teljum það stórsigur fyrir NS og neytendur. Ég er að ganga frá svari til Sölufélags- ins þar sem við segjum að við séum reiðubúnir til viðræðna, en persónu- lega finnst mér ekki að grundvöllur sé fyrir skilyrðum þess,” sagði Reynir Ármannsson. Til mála hefur komið að lækka heild- söluverð á tómötum úr 750 kr. í 500 kr„ en með vissum skilyrðum þó. A.Bj. frjálst, úháð dagblað FÖSTUDAGUR 21. JÚLÍ1978 Nýrborgarstjóri: Samkomu- lagum EgilSkúla Átta umsækjendur eru urn stöðu borgarstjórans i Reykjavík. Verða umsóknirnar lagðar fram á fundi borgar- ráðs i dag. Fulltrúar meirihlutaflokkanna í borgarstjóm gera þá jafnframt sameigin- lega tillögu um ráðningu eins manns i starfið. Verður henni beint til borgar- stjórnar, sem tekur hana fyrir til af- greiðslu á aukafundi borgarstjórnar i næstu viku. Samkomulag er um að mæla með ráðningu Egils Skúla lngibergssonar, verkfræðings. Hann fæddist í Vest- mannaeyjum hinn 23. marz 1926 og er hann því 52 ára gamall. Foreldrar hans eru Ingibergur Jónsson verkamaður Jóngeirssonar bónda i Króktúni, Hvol- hreppi í Rangárvallasýslu. og Margrét Þorsteinsdóttir bónda i Dalhúsum á Fljótsdalshéraði. Kona Egils Skúla er Ólöf Elin Davíðs- dóttir trésmiðs i Reykjavik og konu hans Kristjönu Árnadóttur skósmiðs á Hofsósi. Eiga þau hjón 4 börn. Egill Skúli lauk prófi í raforkuverk- fræði i Kaupmannahöfn 1954 — 58 og vann þá m.a. að uppsetningu rafbúnaðar í Mjólkárvirkjun og ReiðhjallavirWjun á Vestfjörðum. Hann var síðan rafveitu stjóri Rafmagnsveitna ríkisins á Vest- fjörðum til 1963 og síðan verkfræðingur hjá Raforkumálastjóra við skipulagn- ingu ýmissa verka. Hann undirbjó byrjunarnámskeið i skipulags- og áætlanagerð fyrir Stjórnunarfélag Íslands 1965. Undanfarin ár hefur hann rekið eigið fyrirtæki ásamt öðrum. Hann var meðal annars yfireftirlitsverk- fræðingur við Sigöldu. Hann er nú formaður Verkfræðingafélags íslands. Nöfn annarra umsækjenda um stöðu borgarstjóra fengust ekki uppgefin í morgun. Egill Skúli er nú erlendis i brýnum persónulegum erindagjörðum. BS f KaupiðV TÖLVUR V*. OGTÖLyUUR “ BAIMKASTRÆTI8

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.