Dagblaðið - 29.07.1978, Qupperneq 1
I
I
f
f
i
5
i
5
l
I
)
4. ÁRG. — LAUGARDAGUR 29. JÚLÍ 1978— 163. TBL. RITSTJÓRN SÍÐUMÚLA 12. AÚGLÝSINGAR OG AFGREIÐSLA ÞVERHOLTl 11. - AÐALSÍMI 27022„
Benedikt Gröndal:
„Þessari tilraun
formlega lokið
í dag eða á
morgun”
„Það fer eftir atvikum, hvort þessari
tilraun er formlega lokið í dag eða á
morgun,” sagði Benedikt Gröndal i
viðtali við fréttamann DB síðdegis í
gaer.
Eins og DB skýrði frá i gær voru
stjórnarmyndunarviðræðurnar í raun
komnar í strand áður en síðasti við-
ræðufundurinn hófst, nema eitthvað
alveg óvænt hefði komið upp. Það
varð ekki. Um hádegið slitnaði upp úr
tilraunum til stjórnarmyndunar. Af-
lýst var fundum viðræðunefndanna
með fulltrúum ASÍ, BSRB og Stéttar-
sambands bænda. Þeir voru áður fyrir-
hugaðir í dag.
Staðan var þannig að mati Bene-
dikts, „nema einhver bylgja rísi i
Alþýðubandalaginu”, eins og hann
orðaði það. Hennar var þó ekki von.
Ósættanlegur ágreiningur var um
nokkur meginatriði. „Við beygjum
okkur ekki fyrir kröfu Alþýðubanda-
lagsins um að fara út i uppbótakerfi,
eins og þeir vilja,” sagði Benedikt.
„Það hefur verið reynt. Við förum
ekki út í það fen aftur.”
Allar líkur benda til þess, að enn
komi til kasta forseta ísiands að
ákveða hvort þessi tilraun til stjórnar-
myndunar þyki fullreynd og aðrar
leiðir kannaðar og þá hver hafi forystu
um það.
Benedikt gaf forsetanum skýrslu um
stöðuna í gær. Ekki var vitað seint í
gærkvöldi, hvort forsetinn myndi óska
eftir lokafundi viðræðunefndanna i
dag, laugardag, eða á mánudag.
BS/HH.
Umhverfis jörðina á 30 dögum:
Nú segir frá San Francisco—þar sem
enginn verður feitur
sjá grein á bls. 7
Hvað segja þingmenn og launþegafor-
ingjar um stjórnarmyndun? sjá bis. 5
Greinilega borgarsig að fara á þing
— sjá um skatta nýrra og „gamalla” þingmanna á bls. 15
Þingmannskynning DB: Eggert Haukdal
— sjá bls. 15
Islenzki hesturinn stöðugt vinsælli í Evrópu:
344 þúsund krónur meðal-
verð fyrir hest í Noregi
og fyrir þá hafa fengizt 94 milljónir
króna.
— í 33 hrossa sendingu þangað á dögunum
íslenzkir hestar hafa mjög hækkað í
verði að undanförnu, og sérstaklega
þó ef þeir eru fluttir út tamdir. Fyrir
fáum dögum voru 33 slíkir sendir til
Noregs í flugvél og fékkst 344 þúsund
króna meðalverð fyrir þessa hesta.
Frá áramótum til júníloka hefur Bú-
vörudeild SÍS flutt úr landi 274 hesta
Frá þessu segir í nýútkomnum Sam-
bandsfréttum og það haft eftir Agnari
Tryggvasyni framkvæmdastjóra deild-
arinnar að mjög mikill áhugi sé á ís-
lenzkum hestum í Evrópu. Til marks
um þennan áhuga segir hann, að á
Landsmót hestamanna á Þingvöllum
fyrir skömmu hafi komið að minnsta
kosti 1500 útlendingar frá ýmsum
löndum Evrópu. Þar af komu um 900
frá Þýzkalandi, en þar í landi er áhug-
inn mestur fyrir íslenzka hestinum.
—ASt.
MIKIL
ÞÁTTTAKA
Ljósmyndir i DB-kcppnina um Sumarmyndina 78 strcyma inn tii rit-
stjórnar biaðsins. Grcinilcya cr mikill úhuyi ú kcppninni og cru lcscndur
hvattir til að senda inn myndir sinar. Skilajrestur er til loka scptcmhcr oy
vcrða beztu myndirnar valdar úr oy hirtar jajhóðum. Scndið litmyndir cða
svart/hvitar — eina skilyrðið crað myndirnarscu ú pappir, þ.e. ckkiskyfign-
ur. Vcrðlaunin eruglœsileg — Canon A-I myndavél.
Efrimvndina tók Valpeir Bcncdiktsson cnþú ncðriFriðrik Á. Brckkan.
—ÓV.