Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 29.07.1978, Qupperneq 2

Dagblaðið - 29.07.1978, Qupperneq 2
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 29. JÚLt 1978. „Breytum klukkunni” „Enginn vinnur aukavinnu á sólardegi ótilneyddur.” Ágæti lesandi. Attu viö eitthvert vandamál að stríða? Þjáist þú af svefnleysi, streitu, offitu, þunglyndi eða innilokunarkennd? Ertu orðinn þreyttur á lífinu? Þráir þú útiveru og sólskin? Ertu kannski orðinn sjón- varpsleysingi eða ertu blaðaormur og liggur hálfsofandi undir blaðinu þínu á kvöldin? Eða eru vandamál þín e.t.v. af öðrum toga spunnin? Ertu alltaf að safna fyrir sólarferð eða er yfirvinnan aðdrepa þig? Lausn þessara vandamála er ofur- einföld, svo einföld, að þingmenn ættu Ökukennsla Kennslubifreiðin er Toyota Cressida '78 bgannað ekki Geir P. Þormar ökukannarL Sfcnar 19S96 og 21772 Uimsvaril. að geta fallizt á þessa smábreytingu. Við gerum bara breytingu á klukku- kerfinu eða breytum tímaskyninu. Við byrjum okkar vinnu eins og venjulega kl. 8 eða 9 á morgnana í nýja kerfinu en það yrði kl. 2 eða 3 að nóttu i gamla kerfinu og við hættum að vinna kl. 6 í nýja kerfinu en það er kl. 12 á hádegi í því gamla. Og hvað vinnum við með þessari breytingu? Jú, loksins höfum við bezta tíma dagsins útaf fyrir okkur. Við hættum vinnu þegar sól er hæst á lofti og breytingin nær til allra. Verzlanir loka þegar sól er hæst á lofti og verksmiðjuþrælarnir komast út í sólina eða birtu dagsins. Hver ætli yrði þá til þess að hlaupa inn í hús og opna fyrir sjónvarp þegar sól er hæst á lofti. Vínveitingastaðir yrðu hálftómir því að hver kærði sig um að eyða góð- viðrisdegi innanhúss. Auðvitað myndu þrælar núgildandi klukkukerfis fagna þessari breytingu og streitá minnka, um leið og óþarfa yfirvinna fellur niður því að enginn vinnur aukavinnu á sólardegi ótil- neyddur. Við fáum okkur göngutúr og njótum útiveru á hverjum degi og sofnum þreytt og ánægð á hverju kvöldi, höfum kannski tíma til þess að lesa bókina sem við fengum í jólagjöf I hittiðfyrra. Skammdegi vetrarins hvílir eins og mara á þjóðinni í núgildandi kerfi en í nýja kerfinu hættir fólk vinnu þegar dagur er bjartastur. Yftrvinna sem var unnin á hverjum degi til að geta nurlað saman fyrir sólarferð er ekki lengur unnin því nú skömmtum við okkur sjálfum bezta tíma dagsins i nýja kerfinu. Skepnur myndu með tímanum að- laga sig þessari breytingu sem yrði gerð í áföngum þeirra vegna. Þeir sem vinna útivinnu vita það að sumar- nætur í núgildandi kerfi eru dýrlegur tími oft á tíðum og vetrarnætur eru kannski kaldari en á móti kemur að fáir vinna útivinnu á vetrum og verk- takar myndu aðlaga sig nýja kerfinu fljótlega. Söguskýrendur framtiðarinn- ar myndu undrast kjánaskap fyrri kyn- slóða fyrir það að hafa verið þrælar úr- elts tímakerfis. Vörpum af okkur oki núgildandi klukkukerfis, seinkum klukkunni um sex tíma strax og hana nú. Valgaröur Stefánsson, Akureyri Freeport-sjúkrahósiö. FREERORT MXRspyn Ég get nú ekki stillt mig um að skrifa til ykkar, reiðin er svo gífurleg vegna þeirra frétta sem ég fékk ný- lega varðandi Freeport. Mig langar til að fá svar við því hvort það geti átt sér stað að ríkið borgi um og yftr 600 þúsund með hverjum manni (sjúkling) sem er fluttur yfir hafið í svokallaða lækn- ingu við alkóhólisma. Satt er það að margir hafa farið illa fyrir flöskunni og gott er ef hjálp er til fyrir þetta fólk, en hvort nauðsynlegt sé að flytja það yfir hafið er annað mál, og að við skattgreiðendur látnir borga snúðinn finnst mér fyrir neðan allar hellur. Væri nú ekki réttara að láta þessa menn borga sina lækningu sjálfa? (Þeir myndu ábyggilega leggja sig meira fram til að ná bata)!! Og fyrst ríkið hefur svona mikla peninga i sinum kassa má ég þá mæla með þvi að eitthvað verði gert fyrir sjúklinga sem eru með ólæknandi sjúkdóma, t.d. phsoriasis, hjartagalla, asma o.fl. Ég veit til þess að þessir raunveru- legu sjúklingar fá lítinn eða engan fjár- stuðning. Getur það átt sér stað að þeir menn sem ráða taki sjúklinga sem skapa sinn eigin sjúkdóm fram yfir þá sem reyna alla sína ævi (í mörgum til- vikum) að losna við sinn meðfædda sjúkdóm og þurfa í mörgum tilvikum að komast í annað loftslag en Island hefur upp á að bjóða? En þeir komast ekki vegna þess ja... kannski vegna þess að þeir eru ekki alkóhólistar. Ég veit ekki hver ræður þessu, en mér og fleirum þætti gaman að fá að vita það. Með von um birtingu. DB hafði samband við Gunnar Möller hjá Sjúkrasamlagi Reykjavíkur og spurðist fyrir um á hvern hátt ríkið tæki þátt í kostnaðinum við dvöl Is- lendinga á Freeport-sjúkrahúsinu. Gunnar sagði, að ríkið borgaði ekki neitt nema það sem það tæki þátt I gegnum sjúkrasamlagið. Gunnar sagði, að dvölin þarna á Freeport- sjúkrahúsinu væri ekki dýrari en það, að sjúkrasamlagið greiðir kostnaðinn að fullu þegar sjúklingurinn fer eftir tilvisun læknis. Sjúkrasamlagið tæki hins vegar ekki þátt í greiðslu ferða- kostnaðar. Gunnar sagði, aö kostnaðurinn færi vitaskuld eftir þvi hversu sjúklingurinn dveldist lengi. Sjúklingur, sem dvelst I sex vikur sem er með lengri dvölum þarna, á að greiða rúm 500 þús. Þá er um að ræða fjórtán daga dvöl á Freeport-sjúkra- húsinu sjálfu og helmingi lengri dvöl á endurhæfingarhæli i tengslum við sjúkrahúsið. Það má bæta því við vegna skrifa MXR um „raunverulega sjúkdóma” að frábær árangur Freeport-sjúkra- hússins i baráttunni gegn áfengissýk- inni er að verulegu leyti þakkaður því að þar hefur alltaf verið litið á áfengis- sýki sem raunverulegan sjúkdóm. FELAGISTAUN GLOTTIVIÐ Mörg íslensk skáld og hagyrðingar hafa lýst baðstofulifinu og kvöldvökunum, enginn þó betur en Jóhannes úr Kötlum I sínu alkunna kvæði um það efni. Úr því eru þessar vísur. Man ég fyrrum þyt á þökum, þreyta styr við éljadrög. Þá á kyrrum kveldavökum kveiktu hyrinn rimnalög. Birti um rann af fornum funa fljótt er annir leyfðu þaö. Gleði brann i mildum muna. Mamma spann, en pabbi kvað. Söng f eyrum sagan góða, sagði meir en orðin tóm. Rann af geirum refilþjóða rauður drcyrinn máls i hljóm. Blóði stokkið, eins og áður, óð í flokkum konungslið. Glóðu lokkar, lengdist þráður, Ijóðið rokkinn keppti við. Pabbi trauður hróðri hxtti, hetjum dauðum varð þá rótt. Rika og snauða svefninn sætti, sagan bauð þeim góða nótt. Geislarsvifu gisti bjarta gulli drifinn bragurinn. Mamma hrifin brosið bjarta breiddi yfir drenginn sinn. Þeir voru jafnaldrar vinirnir Jón Rafnsson og Jóhannes úr Kötlum, fæddir 1899. Þeir voru lika öll manndómsár sín samherjar I stjórn- málum og gustaði mjög um báða. Jón hefur gefið út minningabækur um ferðir sínar og reynslu úr verkalýðsbaráttunni, ennfremur Rósarímur, sem er gamansamur visnaflokkur um Rósinkrans ívarsson. Úr því riti hef ég áður hnuplað visum og birt í þessum þáttum. Á fimmtudagsafmæli Jóhannesar úr Kötlum 1949 sendi Jón honum afmælisvísur. Hér eru nokkrar þeirra, teknar traustataki. Fyrir mæta skjóðu skrafs, skrúða nætur vafinn, Kjalars læt ég kylli trafs kyssa dætur sónarhafe. Þó að kvika valdi vá, veðrabliku hækki, mun ég strikið stilla á, stiklu viki treysta má. Rétt er að taka fram að ofanritaðar vísur eru úr nokkurskonar mansöng, en það sem á eftir fer er úr Jóhannesarrímu: Fjalla varðar vegleg kvl: vænum arði búin bólin hjarða björt og hlý Breiðafiarðar dölum f. Kenndi ei ótta kempan slyng knúin þrótti glæstum, löngum sótti á laufaþing, lagðist skjótt 1 bolsviking. Vargar gróða geirs f þrá gistu hljóðir vali. Vísur og vísnaspjall ■fm Jön Gunnar Jonsson Vörmum slóðum viga á vopnið góða dugði þá. Benjaþiðurs þrumdi Ijóð, þá vas friður loginn. Fleinaviður valköst hlóð, veitti miður fjandaþjóð. Og svo eru lokaorð: Aldrei viðjast eyjan hrims, að þó hryðjum syrti, meðan iðju rækta ríms rauðir niðjar Skalla-Gríms. Ljúfan Griðar lægir vind, lengra skriður eigi Austra víðis — ölduhind undir hlið við þagnartind. Jóhannes úr Kötlum orti og afmælisvísur til Jóns. Hér er sýnishorn: Rekkur heitir Rafnsson Jón, rauðan skreytir bolsatrón. fhaldssveitar svarin flón segja ’ann eitrað bölvað grjón. Löngum sá á landi og sjó logum bláum um sig sló, og frá gráum hrammi hjó hvergi smáa arðránskló. Saup hann hveljur, svöldi blóð, sviptiéljum lundin hlóð, ef 1 heljar opinn sjóð átti að selja land og þjóð. Þess ber að minnast að þessar visur eru ortar fyrir tæpum þrjátíu árum. Hérekki í réttri röð: Sætan teyga Stuttungsmjöð, stefin eiga saman glöð, leggjamegaf Lofnarkvöð lótussveiga og ennishlöð. Slik er okkar aukaþrá, utanflokka maður þá sæll á stokkum henni hjá horfir lokkasafnið á. Þessi maður meginknár, mjög svo glaður, alltaf klár, vopnahraður, hvergi sár, hefur staðist fimmtfu ár. Fólkið: krakkar, kerlingar, karlar skakkir hér og þar, honum þakka að hann þeim var hlffðarstakkur þeýgi spar. Aðra hálfa öld hann skal auðvaldsbjálfum steypa i val, stinga kálfum krata f mal, kefla sjálfan Hannibal. Og loks skal þessi vlsa úr sama brag minna á liðna tíma: Hreint var valið hugarmið: hjartakalið þjófalið svart og galið fékk ei frið. Félagi Stalln glotti við. J.GJ.-S. 41046.

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.