Dagblaðið - 29.07.1978, Qupperneq 10
10
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 29. JÚLÍ 1978.
WBIABIB
frfálst, úháð dagblað
Útgefandi: DagblaðiöVf.
Framkvœmdastjórí: Sveinn R. Eyjótfeson. RKstjórí: Jónas Kristjónsson.
Fréttastjóir Jón Birgir Pétursson. Ritstjómarfultrúi: Haukur Helgason. Skrífstofustjórí ritstjómar.
Jóhannes Reykdal. íþróttir: Hallur Simonarson. Aöstoöarfréttastjó^ar Atii Steinarsson og Ómar
•Valdimarsson, Handrít: Ásgrímur Pólsson. * ___
'Blaðamenn: Anna Bjamason, Ásgeir Tómasson, Bragi Sigurösson, Dóra Stefónsdóttir, Gissur Sigurðs-^
son, Guðmundur Magnússon, Hallur HaHsson, Helgi Pétursson, Jónas Haraldsson, Ólafur Geirsson, ,
Ólafur Jónsson^ Ragnar Lér., Ragnhbiöur Krístjénsdóttir. Hönnun: Guðjón H. Pélsson.
Ljósmyndir: Arí Krístinsson Ámi Péll Jóhannsson, Bjamleifur Bjamleifsson, Hörður VHhjélmsson,-
Ragnar Th. Sigurösson, Sveinn ÞormóðssOn.
Skrífstofustjórí: Ölafur Eyjólfsson. Gjaldkerí: Þréinn Þorieifsson. Sölustjórí: Ingvar Sveinsson. Drorfing- ■
arstjórí: Mér E.M. Halldórsson. /
Ritstjórn Síðumúla 12. Afgreiösla, óskríftadeild, auglýsingar og-ekrífstofur Þverhohi 11.
Aðalsimi blaðsins er 27022 (10 linur). Áskríft 2000 kr. é ménuði innanlands. í lausasölu 100 kr. eintakið.
Setning og umbrot Dagblaðið hf. Síðumúla 12. Mynda- og plötugerð: Hilmir hf. Siðumúla 12. Prentun: ]
Árvakur hf. Skeifunni 10.
Hnefínnsteyttur
Viðræður um vinstri stjórn hafa siglt í /
strand. Fulltrúar flokkanna þriggja
gengu til þeirra með hangandi hendi. Núi
steyta þeir hnefann hver framan í annan.
Hver sakar annan um svik.
Með hverjum deginum hefur bilið
breikkað milli andstæðra tillagna í efnahagsmálum.
Alþýðubandalagið hefur hert ágreininginn með því að
standa óbifanlega á sínum ýtrustu tillögum. Alþýðu-
flokkurinn hefur einnig magnað sundrunguna með
áherzlu á skerðingu verðbóta.
Vonir um, að slík stjórnarmyndun heppnaðist, voru
bundnar við hugmyndir um sáttfýsi flokkanna. Augljóst
var, að ágreiningur var mikill bæði um lausn efnahags-
vanda og varnarmál. Talsmenn flokkanna fullyrtu
ítrekað, að þeim væri full alvara með viðræðunum. Þeir
vildu í rauninni vinstri stjórn. Um það er nú ástæða til
að efast.
Alþýðubandalagið hefur brugðið fæti fyrir stjórnar-
myndun með því að líta á andstöðu við gengisfellingu
sem trúaratriði. Þetta mun hafa komið viðsemjendum
bandalagsins á óvart þrátt fyrir yfirlýsingar alþýðu-
bandalagsmanna í kosningabaráttu.
í viðtölum við Dagblaðið sagði einn forystumaður
Alþýðubandalagsins, að andstaða við gengislækkun gæti
ekki verið „trúaratriði”, og annar viðurkenndi, að líta
mætti svo á, að gengið væri þegar fallið. Lúðvík
Jósepsson, formaður Alþýðubandalagsins, hefur fyrrum
staðið að mörgum gengisfellingum, svo og aðrir forystu-
menn þess. I
Andstaða við gengisfellingarstefnu fyrri tíma kann að
vera rökrétt, en ekki má gleyma því grundvallaratriði, að
fall gengis krónunnar er afleiðing en ekki orsök. Fallið er
til komið vegna breytinga á öðrum forsendum. Eigi að
hverfa frá gengisfellingarstefnu, eins og alþýðubanda-
lagsmenn komast að orði, verður það vart gert á svip-
stundu. Til að halda genginu stöðugu þarf umbreytingu
allrar efnahagsstefnu. Slíkt væri unnt á lengri tíma en
vart þýðir neinum stjórnmálaforingjum að setjast nú í
ríkisstjórn og neita því,að gengið er í reyndinni fallið.
Aðeins er eftir að viðurkenna þá staðreynd í bókhaldinu.
Ekki bætir úr skák, að fram kom við nákvæmari
reikning á efnahagsdæminu, að úrræði Alþýðubanda-
lagsins gengu ekki upp. Þar vantar milljarða, sennilega
eina tíu.
Óbilgirni alþýðubandalagsmanna í þessum efnum
hleypti illu blóði í alþýðuflokks- og framsóknarmenn.
Alþýðuflokksmenn brugðu einnig fæti fyrir stjórnar-
myndun með því að standa fast á og jafnvel herða
tillögur um skerðingu verðbóta. í fyrsta lagi vildu þeir
að kjarasamningarnir taki gildi í áföngum. í öðru lagi
hafa þeir bætt við tillögum um, að verðhækkanir, sem
gengisfelling leiddi af sér, yrðu ekki bættar með
kauphækkunum.
Það er einkum síðarnefnd tillagan, sem er eitur i
beinum forystumanna launþega. Alþýðuflokksforystan
veit mætavel, að verkalýðshreyfingin hefur síðan í
febrúar staðið í hörðu áróðurstríði til þess að staðið sé
við ákvæði kjarasamninganna um vísitölubætur.
Slíkar tillögur eru þvi ekki fallnar til eflingar samstarfs
við forystu launþega eða árangursríkra viðræðna um
stjórnarmyndun með Alþýðubandalaginu.
Viðbrögð fulltrúa Alþýðubandalags og Alþýðuflokks
síðustu daga benda til orrustu en ekki sáttfýsi.
Við svo búið fóru viðræður um vinstri stjórn út um
þúfur. ;
Herlandsins lét
Baska ekki ögra
sér með morðum
— Suarez f orsætisráðherra þakkar hernum fyrir aðstoð
við að byggja upp traust lýðræði í landinu
Með því athæfi sínu að ráða tvo
herforingja af dögum í fyrri viku sneru
Baskar sér að einum viðkvæmasta
bletti spænsks þjóðlífs í dag. Þrátt fyrir
að Spánn hafi óðfluga og örugglega
stefnt í lýðræðisátt undanfarna mán-
uði þá er her landsins enn mjög
öflugur og ráðamenn hans ihaldssamir
enda um að ræða sömu menn og
Franco studdist við í sinni tíð.
Morðin á Juan Sanchez Ramon og
aðstoðarmanni hans, Juan Perez
Rodriguez, boða kaflaskipti i baráttu
öfgasinnaðra Baska gegn stjórninni í
Madrid.
Ekki þykir nokkur vafi á að morðin
voru framin að undirlagi Baska. Sú til-
kynning sem send var til fjölmiðla i
Bilbao daginn eftir verknaðinn er
örugglega talin ófölsuð. ETA hreyf-
ingin — samtök Baska — hefur heldur
ekki lagt það í vana sinn að hrósa sér
af verknuðum, sem aðrir framkvæma.
Er talið að verknaðurinn hafi verið
framinn i samvinnu við mjög vinstri
sinnaða skæruliðahreyfingu sem hag-
vanari er í Madrid heldur en skærulið-
ar Baska. ETA hreyfing Baska hefur
hingað til ráðið af dögum nokkra lög-
reglumenn, sem hafið höfðu feril sinn í
her landsins. Síðan þarf að ieita aftur
til desembermánaðar 1973. Þá stóð
hreyfing Baska fyrir því að sprengja
var sett í bifreið hershöfðingjans og
þáverandi forsætisráðherra Luis Carr-
ero Blanco. Síðan hefur Baskahreyf-
ingin ekki ráðizt beint gegn neinum fé-
laga í her landsins. Þegar Blanco for-
sætisráðherra var ráðinn af dögum var
fremur litið þannig á málið, að Baskar
væru að ná sér niðri á hægri hönd
Francos sjálfs en ekki hershöfðingja.
Lokatakmark Baskahreyfingarinnar
er að öll landsvæði sem Baskar byggja
verði eitt frjálst riki. Er þar um að
ræða fjögur héruð á Norður-Spáni og
þrjú héruð í Frakklandi. Þó er talið að
þeir mundu sætta sig við sjálfstætt
ríki, sem aðeins næði yfir spánskt
landsvæði til að byrja með.
Talið er að ástæðurnar sem liggi að
baki morðunum á hershöfðingjunum
tveimur séu þær að ETA hreyfingin
vilji freista þess að fá herinn til að hafa
bein afskipti af átökunum í Baskahér-
uðunum. Þá mundi almenningur þar
rísa upp af fullum krafti og krafan um
frjálst ríki Baska fá aukinn byr í seglin.
ETA hreyfingin stefnir einmitt að
þessu og hafa liðsmenn þar verið
áhyggjufullir vegna þess að svo virðist
sem mikill hluti Baska væri tilbúinn til
að sætta sig við heimastjórn þá sem
Madrid stjórnin hefur boðið Baskahér-
uðunum eins og fleiri hlutum Spánar.
Svo virðist sem forusta hersins hafi
ekki fallið í þá gildru sem ETA hreyf-
ingin er talin hafa lagt fyrir hana með
morðunum. Ríkisstjórnin gerði sér
strax grein fyrir þeim háska sem staf-
aði afslíku.
Forsætisráðherrann Adolfo Suarez
sagði í ávarpi til þingsins að ETA
hreyftngin væri með morðunum að
reyna að skapa misklíð og ósætti milli
rikisstjórnarinnar og klekkja á lýðræð-
inu á Spáni. Hann sagði ennfremur að
þetta mundi þeim ekki takast.
Nú höfum við Ijóst dæmi um, að
herinn var trúr ríkisstjórninni og við
höfum enn eina sönnunina fyrir því að
Spánn hefur snúið frá einræði yfir í
Ef allt væri með felldu i íslenzku
þjóðfélagi, sem byggt er upp sam-
kvæmt lýðræðislegum stjómarháttum
og lýðræðisflokkarnir þrir, eða hinir
svokölluðu „borgaraflokkar”, hafa
milli 70 og 80% fylgi kjósenda, hefði
Kommúnistaflokkur íslands, siðar
'Sameiningarflokkur alþýðu Sósialista-
•flokkurinn, nú Alþýðubandalagið
aldrei átt að eiga aðild að ríkisstjórn á
’íslandi.
Lýðræði og sósíalismi eru ósam-
rýmanlegar andstæður og eiga ekkert
sameiginlegt, nema orðið Jöfnuð”,
þar sem munurinn er þó sá, að lýðræð-
ið leitar jöfnuðar í frelsinu, en sósíal-
isminn leitar hans í þvingun og þræl-
dómi. Þetta eru alkunn sannindi, eins
og dæmin sanna, þar sem alræðis-
flokkarfara með völd.
Ótrygg lýðræðis-
forysta
Það er sorgleg staðreynd, að þeir
sem nú standa í forsvari fyrir hinum
þremur lýðræðisflokkum hér á landi
vaða í þeirri villu að halda, að með þvi
að svipta einstaklinga því valdi, sem
þeir hafa i þjóðfélagi einkarekstursins
og flytja það vald til hins opinbera, séu
þeir að útrýma „valdinu”. — Þeir éru
ekki víðsýnni en svo, að þeim sést yfir
það, að þegar valdið er þannig fært á
færri hendur er það ekki aðeins fengið
i hendur öðrum aðilum, heldur er það
aukið og eflt að miklum mun.
Forystumönnum íslenzkra lýð-
ræðisflokka virðist vera fyrirmunaðað
skilja, að með því að takast á hendur
þá ábyrgð að vera í forsvari fyrir hópi
fólks sem kýs þessa flokka, eru þeir um
leið ábyrgir fyrir hver fyrir sig, að
bægja frá því alræðisskipulagi, sem
kommúnistar boða, m.a. með því að
ijá aldrei máls á samningum eða sam-
starfi við þá af neinu tagi.
Sá „hægfara sósíalismi”, sem verið
hefur óopinber stjórnmálastefna hér á
landi undanfarin ár, án tillits til þess,
hvaða stjórnmálaflokkar hafa setið í
ríkisstjórn, er meira og minna á
ábyrgð þeirra stjórnmálamanna, sem
hafa verið i forsvari fyrir lýðræðis-
flokkunum þremur.
En eitt er þó vist. Þótt þeir menn
sem valizt hafa til forráða i lýðræðis-
flokkunum íslenzku telji, að meirihluti
kjósenda þessara flokka trúi þvi enn-
þá, að sósíalismi og lýðræði geti sam-
rýmzt, hafa kjósendur, núna a.m.k.,
vaknað upp við þá ömurlegu stað'-
reynd.að forystumenn þessara flokka
eru ekki traustari en spýtur, sem fljót-
andi á vatni er stjakað til og frá.
Svik við kjósendur
Það má til sanns vegar færa, að lýð-
ræðisflokkarnir þrír hafi í eina tíð átt
lífsskoðun, hver fyrir sig, ekki sízt
Sjálfstæðisflokkurinn, sem háði sína
valdabaráttu og tilveru á grunni fast-
mótaðrar stefnu.
Kjallarinn
Geir R. Andersen
Lýðræðisflokkarnir töldu, að Al-
þingi bæri óskert löggjafarvald. Nú
hafa þeir ekkert að athuga við það, að
lög séu sett með verkföllum, útflutn-
ingsbanni eða jafnvei aðeins hótun um
verkföll. Einkum voru það sjálfstæðis-
menn sem álitu ríkis- og bæjarrekstur
atvinnufyrirtækja til hins mesta tjóns.
Nú taka þeir höndum saman við
sósialista og hafa ekkert að athuga við
það, að atvinnurekendum sé settur
stóllinn fyrir dyrnar af örfámennum
hópi öfgamanna og það svo, að flest-
um atvinnurekendum og þar með öll-
um frjálsum atvinnurekstri i landinu
er I raun fyrirmunað að standa á eigin
fótum um ókomin ár.
Lýðræðisflokkarnir tveir eða fór-
ystumenn þeirra (Sjálfstæðis- og
Framsókn) hlaupa við fót, þegar útrétt
hönd færir þeim skilaboð um, að nú
eigi að reyna að mynda ríkisstjórn
með kommúnistum. Og kommúnistar
áttu valið. „Ekki þennan flokk, —
heldur hinn,” sögðu þeir og bentu á
Framsóknarflokkinn. En forysta þess
flokks hafði grunsemdir af eigin
reynslu, og formaður og aðrir, sem
mesta reynslu höfðu haft af kommún-
istum, frábáðu sig öllum viðræðum
augliti til auglitis við þá, en sendu
„varalið” á vettvang til söfnunar upp-
lýsinga um, hvað „barnið ætti nú að
heita".
Auðvitað er forystu Framsóknar-
flokksins vel Ijóst, hvað í húfi er, þegar
Alþýðubandalagið vill komast í
stjórnaraðstöðu með framsóknar-
mönnum, og það er forystu Alþýðu-
flokksins og Sjálfstæðisflokksins
einnig ljóst. Framfærslusveit komm-
únismans á íslandi finnst, að nú sé sú
stund upprunnin, að stofna eigi
vinstra ríki í landinu og með tögl og
hagldir á atvinnulífi og útflutningi
landsmanna hljóti lýðræðisflokkarnir
að telja það skyldu sína að ganga til
samstarfs um að létta þessum þving-
unum — þeir eigi engan annan kost.
Og það er sem sýnist. Forsvars-
menn allra lýðrræðisflokkanna þriggja
hafa tjáð sig reiðubúna til viðræðna
um málið, á mismunandi hátt þó, eins
og kunnugt er, og minnzt er á hér að
framan, varðandi afstöðu formanns
F ramsóknarflokksins.
En ekki er hægt annað en að flokka
það undir svik við þá kjósendur, sem
lýðræðisflokkana kusu, að forystu-
menn . þessara flokka skuli yfirleitt
taka það í mál að ijá máls á viðræðum
um stjórnarmyndun með alþýðu-
bandalagsmönnum, sem á svo augljós-
an hátt eru að blekkja lýðræðisöflin til
þess að bregða snörunni um hálsinn á
sjálfstæði þjóðarinnar.
Barnalegar ögranir
Nú skyldu menn varast að skella
skuldinni alfarið á vanhæfa forystu
lýðræðisflokkanna og hugsunarlaust
þinglið. Því undir því stjórnskipulagi,
sem við höfum búið við, hinum „hæg-
fara sósíalisma”, sem við höfum látið
okkur lynda (þótt einhverjir beri það
við að tauta máttlaust ofan i bringuna)