Dagblaðið - 29.07.1978, Side 13
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 29. JÚLÍ 1978.
13
Sandspyraukeppni kynnt:
Gæta veróur
sjávarfalla
þegarkeppter
— aldrei hefur orðið slys í sandspyrnu, hvorki
á ísiandi né í Bandaríkjunum
Eins og nafnið gefur til kynna er
sandspyrna spyrnukeppni milli farar-
taskja i sandi. í grundvallaratriðum
gilda sömu reglur um sandspyrnu og
kvartmiluspyrnu.
1 sandspyrnu er keppt á mun styttri
braut og er sandspyrnubrautin ein-
ungis 100 „jardar” eða 91.44 metrar
að lengd. 1 sandspymu spyrna tveir
bílar í einu og mega þeir hvorki fara
yfir miðlínu brautarinnar né hliðar-
línu hennar. Ef þeir gera það tapa þeir
spyrnunni. Takmarkið er að komast
brautina á sem stytztum tíma, og
sigrar sá er kemur í mark á undan.
Eins og i kvartmílukeppnum eru
gerðar strangar öryggiskröfur i sand-
spyrnu, enda er það svo að aldrei hefur
orðið alvarlegt slys í keppni, hvorki á
lslandi né í Bandaríkjunum þar sem
þessi bifreiðaíþróttagrein nýtur nú sí-
vaxandi vinsælda.
Á íslandi hafa verið haldnar fjórar
sandspyrnukeppnir á vegum Kvart-
míluklúbbsins og hafa þær allar verið
vel sóttar. Keppnir þessar hafa verið
haldnar í landi Hrauns í ölfusi á sönd-
unum við ósa ölfusár. Sú hugmynd
hefur komið fram að nota landsvæði
Kvartmíluklúbbsins við Geitháls
undir sandspyrnubraut til að byrja
með. Þar er búið að ýta moldinni upp
úr fjögur hundruð metra kafla og
þyrfti því einungis að keyra sand i
hann svo að hægt væri að halda þar
sandspyrnu. Væri nokkur bót að því
þar sem þá þyrfti ekki að fara eins
langt til að komast á keppnissvæðið.
Einnig væri Kvartmíluklúbburinn
ekki eins háður veðri, flóði og fjöru.
Sjórinn flæðir nefnilega yfir keppnis-
svæðið að Hrauni svo halda verður
keppnirnar þegar lágstreymt er og
fjara um miðjan daginn.
Nei, hann er ekki að taka upp kartöflur. Þessi bill er kallaður „Alpine Oakie” og
sést hann hér taka af stað I dæmigerðum sandspyrnustll.
Hér er „tslendingur” i einni af fjörum sandspyrnukeppnum sem kvartmilu-
klúbburinn hefur staðið fyrír.
Kvenfólkið lætur ekki sitt eftir liggja í sandspyrnunni. Hér er Janice Morgan
búin að taka forystuna i einni þrykkjunni.
Ekki likist þessi nú mikið gömlu jeppunum sem við erum svo vön. Bill Dial kom
Chevrolet vél fyrir þar sem ökumaðurinn er jafhan en situr sjálfur frammi I vélar-
húsi.
»
Hér sjáum við dekkjabúnaðinn sem
Chuck Neal notaði er hann setti heims-
metið. Sem sjá má eru það fjögur dekk
með risastórum skóflum.
Heimsmetið í sandspyrnu er 2.844 sek. og var það sett i sandspyrnukeppni sem haldin var nýlega á Santa Maria sand-
brautinni I Californiu. Það var Chuck Neal sem setti það og sést hann hér þeysast eftir brautinni.
ngaseðill
til samanburöar á heimiliskostnaði
Nafn áskrifanda
Heimili
Sími
Kostnaóur í júlímánudi 1978
Matur og hreínlætísvörur kr.
Annað kr,
Alls kr.
m iww
Fjöldí heímílisfólks
i