Dagblaðið - 03.08.1978, Blaðsíða 2
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 3. ÁGÚST 1978.
Bann við afborgunarskilmálum
kæmi sér mjög illa fyrir öryrkja
segir bréfritari
Öryrki skrifar:
Ég las nýlega í bréfi, að nýkjörinn
alþingismaður og ritsijóri .AJþý^u-
blaðsins Árni Gumiarsson'hefði' iagt
til, að verzlunum yrði baTinað áð selja
vörur með afborgunarskilmálum. Sá
góði maður hefur greinilega ekki at-
hugað, að í okkar velferðarþjóðfélagi
er stór hópur fólks, sem nefnist öryrkj-
ar og hefur mjög takmarkaðar tekjur.
Þetta fólk á mjög erfitt með að kaupa
hluti öðruvisi en með afborgunum og
gæti sennilega aldrei eignast neina
dýrari hluti nema með afborgunum.
Þeir sem ekkert geta unnið hafa
samanlagt í örorkubætur, tekjutrygg-
ingu og heimilisuppbót 95.870 kr. á
mánuði til allra sinna þarfa.
Hvað ætli það tæki Árna Gunnars-
son langan tima að vinna fyrir ísskáp
eða sófasetti með þessar tekjur svo
dæmisé tekið?
Það er eðlilegt, að fólk haldi, að við
séum tekjuhá stétt í þjóðfélaginu þar
sem Matthías Bjarnason hafði gert því
svo góð skil i Mbl., hvað þeir hefðu
hækkað mikið viö okkur. En honum
láðist að geta þess um leið. hvað vörur
bg öll þjónusta hefði hækkað á sama
tíma.
Mér hefur yfirleitt fundizt á þessum
ráðamönnum, að heilsulítið fólk væri
bara sálarlaust kjötstykki, sem einskis
þyrfti með, nema að éta og sofa. Ekki
er reiknað með neinum mannlegum
tilfinningum eða löngunum til að
breyta eitthvað út af hversdagsleikan-
um eins og annað fólk.
Mér hefur alltaf fundizt það nóg
álag á hvern einstakling að missa heils-
una, sem er dýrmætasta eign hvers
manns, þó eilífar fjárhagsáhyggjur
bætist ekki við. Maður má sem sagt
þakka fyrir að fá að vera til.
• Það er varla von, að menn sem hafa
.milljón í tekjur á mánuði og alls kyns
fríðindi að auki skilji afstöðu þeirra,
sem þurfa að vera upp á aðra komnir.
Öll vildum við vera heilbrigð og geta
unniðeinsogaðrir.
Mig langar að lolumi ti! að biðja þá
heilbrigðu, sem treyjta sér ti! að lifa á
rúmum 95.000 kr. á r»;'nuði i þessari
dýrtíð að sencia nöfn ,, :il Dagblaðs-
ins.
Bréfritari er ekkl hrifinn af hugmynd
Árna Gunnarssonar alþingismanns um
aö bannað veröi með lögum að selja
vörur með afborgunarskilmálum.
PÓSTSENDUM.
L-eugavegi 69
Miðbaejarmarkaði
simi 168bO
simi 19494
Litir: Ljóst, svart
og rauðbrúnt.
Kr. 12.840.-
AÐ FEIGÐARÓSI
Munar Framkvæmda-
nefnd ekkert um
eitt íbúðarverð?
Áhugamaður um hagkvæmar
byggingar hringdi:
Þegar Framkvæmdanefnd opnaði
nýlega tilboð í smíði 30 íbúða í I5
parhúsum, sá hún ekki ástæðu til að
taka lægsta tilboðinu frá Reyni hf. upp
á I56 milljónir króna, heldur tók
tilboði Ármannsfells upp á 163
milljónir. Það tilboð var sem sagt um
einu íbúðarverði hærra en tilboð
Reynis.
í blaðaviðtali við Morgunblaðið,
sagði formaður stjórnar
Framkvæmdarnefndar, Eyjólfur K.
Sigurjónsson að Reynir hf. væri svo
ungt fyrirtæki og hefði auk þess ekki
reynslu í stórverkefnum á borð við
Ármannsfell.
Rétt er að Reynir hf. er ungt fyrir-
tæki og verður líklegast ekki gamalt ef
viðleitni þeirra til sparnaðar er virt að
vettugi. Hins vegar er rangt hjá
formanni nefndarinnar að það hafi
ekki reynslu í stórverkum. Reynir hf.
byggði nýja húsið á Hlemmi og stóð
við þann samning með ágætum og
einnig er fyrirtækið að reisa grunn
hins nýja fangelsis í Reykjavík.
Vaknar sú spurning hvort
opinberum embættismönnum leyfist
að ákveða á kontórum sinum hvaða
verktakafyrirtæki eiga að fá að þrífast
i landinu og hver ekki, án tillits til
upphæðar tilboða þeirra.
Með þessum skrifum er ekki verið
að rýra Ármannsfell hf., heldur að
varpa fram í fullri alvöru þeirri
spurningu til Eyjólfs hvernig slíkt sé
réttlætanlegt.
Útvarpshlustandi skrifar:
Einhvern tíma þóttu það tíðindi til
næsta bæjar, þegar ágætur stjórnandi
þáttar I Ríkisútvarpinu tók sig til og
braut hljómplötu fyrir eyrum lands-
Þessi framtakssemi stjórnandans,
(sem mér skilst að'-sé búinn að eyða
dýrmætum tíma sínum í barning við
Ökukennsla
Kennslubifrektín er
Toyota Cressida ’78
ogannaðekki
Geir P. Þormar
ökukannan.
Sknar 19896 og 21772 Isbnsvari).
myndun ríkisstjórnar fyrir þetta vol-
aða land). vakti að vonum verðskuld-
aða athygli.
Ástæðan fyrir því, að plöturnar
voru brotnar var sú, að hlustendum
líkaði ekki við flytjendur. Lögunum
sjálfum var ekki um að kenna, né
heldur textunum. Hlustendum líkaði
ekki rödd flytjenda.
I dag er hins vegar svo komið, að
hlustendur hafa lítið eða ekkert við
það að athuga, þótt yfir þá sé dembt
hverri „lágkúrunni” á fætur annarri.
Ríkisútvarpið sjálft var hér áður
fyrr svo kröfuhart, að ungir „tónsnill-
ingar” máttu ekki túlka lög liðinna
snillinga á sinn eiginn hátt.
Nú er hins vegar svo komið fyrir
stofnuninni, að dag hvern glymnur
fyrir eyrum hlustenda hvilík lágkúra,
að fáu verður við jafnað.
Þessi gífuryrði eiga svo til eingöngu
við um textana, en er ekki mál að
linni?
Sá leirburður sem boðið er uppá í
„íslenzkum” textum flestra þeirra
hljómplatna sem út hafa verið gefnar
undanfarin ár, er svo skemmandi og
beinlínis hættulegur hlustendum (sér í
lagi ungum), að hann ætti að banna
nú þegar.
— Hvar eru nú málverndarmenn?
— Fljótum ekki sofandi að feigðar-
ósi!
Framkvæmdir I fullum gangi.
DB-mynd: Ari.
„Verð einnar bfldruslu”
Gestur Auðunsson hringdi og var
óánægður með ummæli Svarthöfða i
Vísi i gær, þar sem hann talar um verð
einnarbildruslu.
„Greinilegt er, að Svarthöfða þykir
ekki mikið til þessara aura koma,”
sagði Gestur. „Hann virðist ekki hafa
þurft að vinna fyrir sér maðurinn sá, á
launum almenns verkamanns. Ég get
sagt Svarthöfða það, að okkur hinum
almennu verkamönnum finnst þó
nokkuð til þessara aura koma. Við
erum eitt og hálft ár að vinna fyrir
andvirði einnar bíldruslu og það þótt
við vinnum 10 klst á dag allt árið um
kring.”
Sér/ega dömu/eg
ÖKKLASTÍGVÉL
NÝKOMIN
Léleg læknaþjónusta
í Gríndavík
Bryndís Eggertsdóttir ór Grindavík
hringdi og sagði, að læknaþjónusta í
Grindavík væri fyrir neöan allar
hellur. Hún sagði, að enginn læknir
væri búsettur í Grindavík en iæknir
ætti að koma úr Keflavík eina klst. á
dag og væri jafnvel nokkur misbrestur
á því. Ekki væri heidur nein lyfjabúðá
staðnum en lyf væru send frá Keflavik
kl. 6.00 á daginn. Viðtalstími
læknisins væri á fimmtudögum milli
kl. 5—6 og það þýddi, að þeir
lyfseðlar, sem hann skrifaði út þá
fengjust ekki afgreiddir fyrr en eftir kl.
6 daginn eftir.
Bryndís sagði, að á föstudögum
væri ungbarnaeftirlitið á sama tima og
læknirinn er með viðtalstima og væru
þá mikil þrengsli á biðstofunni enda
aðstaða öll heldur bágborin.
Bryndís sagðist vilja vekja athygli á
þessum málum í von um að yrði til
þess að flýta því að Grindvíkingar
fengju eigin lækni og lyfjabúð. Annað
væri ekki sæmandi jafn stórum stað og
Grindavík væri orðin.