Dagblaðið - 03.08.1978, Blaðsíða 14

Dagblaðið - 03.08.1978, Blaðsíða 14
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 3. ÁGÚST 1978. DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 3. ÁGÚST 1978. Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþrótt Iþróttir Iþróttir iþróttir Iþróttir STAÐAN Úrslit leikja í gærkvöld: FH — ValurO-2 Keflavik — Breiðablik 3-1 Vikingur— KA 1-0 ÍBV — Þróttur, frestað. Staðanernúi l.deild: Valur Akranes Vikingur Fram ÍBV Keflavik KA Þróttur FH Breiðablik Markhæstu leikmenn: Pótur Pétursson ÍA 15 Matthías Hallgrimsson í A 11 Ingi Björn Albertsson Val 11 Guðmundur Þorbjörnsson Val 8 Leik ÍBV og Þróttar er fram útti að fara í Eyjum í gærkvöld var frestað — Þróttarar komust ekki til Eyja þar sem ekki var flogið. Reyna á I kvöld að komast til Eyja. Úrslit lcikja i 2. deild: Völsungur — Fylkir 0-4 Þróttur — Austri 3-1 Staðan f 2. deild er nú: KR 118 2 1 29-3 18 Þór 13 6 4 3 12-10 16 Ísafjörður 13 5 5 3 19-14 15 Austri 13 5 3 5 11 — 13 13 Reýnir 14 5 3 6 15—18 13 Haukar 12 4 4 4 13—12 12 Þróttur 13 4 4 5 16—21 12 Fylkir 13 5 1 7 15—17 11 Ármann 12 4 2 6 14-17 10 Völsungur 12 2 2 8 10-28 6 Metaðsókn á Norðfirði er Þróttur sigraði Austra Þróttur forðaði sér af mesta hættu- svæði 2. deildar með öruggum sigri á Austra, 3-1 á Norðfirði í gærkvöld. Þróttarar höfðu yfirburði I fyrri hálfleik og komust 1 3-0 fyrir leikhlé. Magnús Magnússon skoraði fyrsta mark leiksins og kom Þrótti yfir 1-0 gegn nágrönnum sinum af Eskifirði. Það var greinilegt á Norðfirðingum að þeir ætluðu að sýna Eskfirðingum hvar Davíð keypti ölið og Björgúlfur Hall- dórsson bætti við öðru marki. Hafnfirð- ingurinn Andrés Kristjánsson skoraði síðan þriðja mark Þróttar fyrir leikhlé, 3-0. Leikurinn jafnaðist I síðari hálfleik en leikmenn Austra náðu sér þó aldrei á strik. Austri skoraði engu að siður eina mark síðari hálfleiks, Steinar Tómasson var þá að verki, lokatölur því 3-1. Metaðsókn var á Norðfirði, um 400 manns komu á leikinn sem gaf um 300 þúsund krónur I kassa. Lætur nærri að um metaðsókn i 2. deild i suinar, sé að ræða. y<- Rivelino til Saudi-Arabíu Landsliðsfyrirliðinn hjá Brasilfu i knattspyrnunni, Rivelino, skrifaði I gær undir samning til þriggja ára við knatt- spyrnufélag 1 Saudi-Arabiu. Fyrir samn- inginn fékk Rivelino fimm milljónir doll- ara — eða rúman milljarð islenzkra króna — og þar af fékk félag hans i Brasiliu eina milljón dollara. Aston Villa fékk skell í Júgóslavíu Félög I Evrópu undirbúa nú keppnis- timabilið af krafti. Nokkrir leikir fóru fram viðs vegar um Evrópu I gærkvöld og úrslit urðu: . AEK, Aþenu — Nottingham Forest Breda, llollandi — QPR NEC Nijmegen — Leeds Hadjuk Split, — Aston Villa 1-1 1-1 3- 5 4- 0 Friðrik Jónsson, markvörður EH, gómar knöttinn á undan hinum eldsnögga Valsmanni, Jóni Einarssyni. DB-mynd Bjarnleifur. Valssigur í Kaplakrika — Valur sigraði FH 2-01 Haf narfirði í 1. deild Valsmenn unnu finn fjórtánda sigur f 1. deild er þeir mættu FH I Kaplakrika I 1. deild I gærkvöld, fjórtándi sigur Vals, 2—0. Nú hefur Sigurður Haraldsosn, markvörður Vals staðið i markinu án þess að fá á sig mark I 746 mfnútur I 1. deild, 926 minútur I deild og bikar. Þess- ar tölur tala skýru máli um yfirburði Vals en meistarar Skagamanna fylgja Valsmönnum þó eins og skugginn og enn getur allt gerzt þrátt fyrir að Valsmenn óneitanlega séu sigurstranglegastir I 1. deild. Að Valur endurheimti Islandsbik- arinn úr höndum Skagamanna. Það stefnir í, að Valsmenn verði Íslands- meistarari 16. sinn. Já, hátt flýgur Valur nú og hin mikla velgengni er engin tilviljun. Valsmenn hafa haft meistaraheppnina í liði sínu í mörgum leikjum í sumar. í Kaplakrika þurftu Valsmenn enga meistaraheppni. Sigur þeirra var verðskuldaður, fyrir- hafnarlítill. Valsliðið í dag gengur eins og vel smurð vél, allt gengur snurðulaust og allir vinna vel saman. Leikmenn þekkja hver annan út og inn og sóknar- leikur liðsins oft stórskemmtilega út- færður. FH-ingar áttu sin augnablik, og Fylkir sigraði á Húsavík Fylkir vann þýðingarmikinn sigur I 2. I deild tslandsmótsins á Húsavik, 4-0, og þar með dvinuðu vonir Völsunga um að halda sæti sínu f 2. deild um leið og Fylkir hlaut sin fyrstu stig f 6 leikjum. Leikurinn á Húsavik var harður, mikið sparkaö en litið um knattspyrnu. Ómar Egilsson náði forustu fyrir Fylki i fyrri hálfleik — og i síðari hálfleik tryggði Fylkir sigur sinn með þremur mörkum. Hilmar Sighvatsson skoraðj. annað mark Fylkis um miðjan siðari hálfleik. Hilmar var aftur á ferðinni skömmu siðar og fjórða mark Fylkis skoraði Sigurður Bjarnason — stór sigur, nokkuð stór miðað við gang leiks- ins en sanngjarn sigur Fylkis þó. hefðu, ef gæfan hefði brosað við þeim, skorað. Sigurður Haraldsson, markvörður Vals var óöruggur i byrjun, og það hefði getað kostað mark, jafnvel mörk. Ólafur Danivalsson átti skot úr vítateignum, Sigurður missti knöttinn frá sér til Pálma Jónssonar, en Sigurður varði skot hans. 1 næstu sókn náðu Valsmenn svo forustu, á sömu minútu, 25. mínútu. Og eins og svo oft áður i sumar, þá var það vörn FH, sem brást, opnaðist illa og Guðmundur Þorbjörnsson var skyndi- léga á auðum sjó og skoraði af öryggi framhjá Friðriki Jónssyni, markverði' FH. Valur hafði náð forustu, það I sjálfu sér kom ekki á óvart, en FH-ingar hljóta að naga sig i handarbökin fyrir mistökin — og slík mistök hafa kostað mörg stig. 1 raun má segja að hin slæma staða FH á botni 1. deildar sé einmitt hve vörn FH hefur iðulega opnast illa, vegna mistaka og þess hve illa er oft dekkað upp. Hvað eftir annað I gærkvöld, sér í lagi i fyrri hálfleik, var engu líkara en FH-ingar svæfu á verðinum, illa dekkað. Á 36. mínútu munaði þó litlu að FH skoraði, knötturinn var gefinn fyrir, Janus Guð- laugsson skallaði að marki, Valsmenn náðu að hreinsa en ekki betur en svo að Leifur Helgason fékk knöttinn, skaut, og knötturinn stefndi i netmöskvana en Valsmenn björguðu og knötturinn féll beint i fang Sigurðar, þar sem hann lá — beinlínis ekki með. Sigurður varði síðan mark Vals hnökralaust en litill broddur var í sókn FH. Valsmenn hefðu getað og átt að bæta við mörkum fyrir leikhlé. Atli Eðvalds- son komst i gott færi en skot hans fór framhjá og Guðmundur Þorbjörnsson hitti ekki knöttinn í opnu færi — bæði skiptin eftir að vörn FH hafði opnast illa. Staðan i leikhléi var því 0— 1. Framan af síðari hálfleik sóttu Vals- menn mjög. Á 9. minútu björguðu FH- ingar hreint ævintýralega skoti frá Atla Eðvaldssyni á linu. Fjórum minútum siðar small knötturinn i samskeytum marks FH eftir þrumufleyg Magnúsar Bérgs. Valsmenn höfðu undirtökin en þrátt fyrir það sluppu þeir fyrir horn á 18. minútu er Pálma Jónssyni var brugð- ið innan vitateigs, virtist greinilegt viti, en Sævar Sigurðsson, dómari var illa staðsettur og veifaði áfram. Jafnvægi komst á leikinn, FH-ingar sóttu ivið meir en allan brodd vantaði í sóknar- lotur þeirra. Valsmenn juku hins vegar forustu sína á 43. minútu síðari hálfleiks. Hörður Hilmarsson lék upp að vítateig, varnarmenn hikuðu og markið blasti við Herði. Hann skaut föstu skoti, frá víta- teig og knötturinn hafnaði neðst í mark- horninu, án þess að Friðrik Jónsson kæmi vörnum við, 0—2 — sigur Vals var i höfn án þess þó að liðið næði sér nokkurn tíma verulega á strik. Þess þarf ef til vill ekki, slíkur munur er á efstu lið- um I. deildar og þeim er neðar eru. Það gekk allt svo snurðulaust hjá Val — FH einfaldlega mætti ofjörlum sínum. Sævar Sigurðsson dæmdi, og fórst honum það óhönduglega á köflum. Itrekað dæmdi hann þannig að liðið er braut af sér hagnaðist. H.Halls. Jón hljóp fyrstur Is- lendingainnan 1:50.0 Jón Diðriksson setti íslandsmet í Svíþjóð, hljóp á 1:49.3 — Hreinn varpaði 20.30 íkúlunni Borgfirðingurinn Jón Diöriksson setti nýtt íslandsmet I 800 metra hlaupi á frjáls iþróttamóti 1 Pitraa i Sviþjóð á þriðjudagskvöldið. Hann hnekkti 11 ára gömlu íslandsmeti Þorstcins Þorsteins- sonar, hljóp á 1:49.3 og varð þvi fyrstur tslendinga til að hlaupa innan 1:50.0 — glæsilegt hjá Jóni, gott veganesti á Reykjavikurleikana. Greinilegt er að hann á enn eftir að bæta sig i 800 og 1500 metrunum — en það er aðeins tímaspursmál hvenær það verður. Þriðji sigur Víkings í röð gaf 3. sætið — Víkingur vann þriðja sigurleik sinn í röð, sigraði KA1-0 Víkingar skutust upp i þriðja sætið f 1. deild, þegar þeir sigruðu KA 1-0 á Laugardalsvelli i gærkvöld. Þriðji sigur liðsins í röð — og eftir atvikum sann- gjarn sigur. Vikingar voru meira með boltann og fengu mun fleiri marktæki- færi. Hins vegar börðust KA-menn vel og mikill munur var nú að sjá til liðsins en J fyrri leikjum þess á Laugardalsvelli. Þetta var ekki leikur mikilla tilþrifa — en þó með betri leikjum Víkings á leik- tímabilinu. Vörnin í heild mjög sterk — og á stundum broddur í sókninni. KA byggði mjög á skyndisóknum — þéttir fyrir á miðjunni — þar sem Elmar Geirs- son átti að gera usla hjá Vikingum með hraða sinum og útsjónarsemi. Elmar var góður en það dugði ekki til. Lítið var um tækifæri i fyrri hálfleik. Gunnar Blöndal skaut langt framhjá Víkingsmarkinu í sæmilegu færi. Hinu megin komst Jóhann Torfason í gegn. Þorbergur Atlason, markvörður KA, langbezti leikmaður KA, varði með fæt- inum. Jóhann náði knettinum aftur og Þorbergur varði þá í horn. Þá átti Gunnar örn skot ofan á þverslá KA- marksins — en á lokamínútu hálfleiks- ins átti KA að skora. Eftir mikil mistök Heimis Karlssonar — hans einu i leikn- um — komst Gunnar Blöndal frír að marki Víkings. Diðrik Ólafsson varði skot hans en knötturinn barst til Óskars Ingimundarsonar, sem stóð einn fyrir opnu Víkingsmarkinu. Hann hikaði — og þegar hann loksins spyrnti komst Magnús Þorvaldsson fyrir knöttinn og bjargaði á marklínu. Þarna fóru KA- menn illa að ráði sínu. Raunverulega eina góða marktækifæri þeirra I leikn- um. 1 síðari hálfleiknum voru Vikingar mun sterkari framan af. Eftir að Þor- bergur hafði hirt knöttinn af tám Ragnars Gislasonar, sem lék skemmti- lega I gegn með Jóhanni, kom sigurmark Víkings á 63. min. Helgi Helgason tók innkast. Kastaði á Jóhann, sem skallaði aftur fyrir sig til Óskars Tómassonar. Hann tók knöttinn niður — gaf síðan á Jóhann, sem skoraði af stuttu færi. KA reyndi mjög að jafna á næstu mín. Það var kraftur i akureyrsku strákunum en þeim tókst ekki að skapa sér færi. Undir lokin náðu Víkingar aftur góðum tökum á leiknum. Óskar lék í gegn — en varnarmanni tókst að bjarga í horn. Þá arði Þorbergur mjög vel hörkuskot Gunnars Arnar frá vitateig. Róbert Agnarsson, miðvörður Vík- ings, var algjör yfirburðamaður í þessum leik. Hreint frábær leikmaður. Þá léku bakverðirnir Magnús og Ragnar sinn bezta leik i sumar — og tóku oft þátt í sóknarlotum Víkings. í framlínunni nálgast Óskar stöðugt sinn fyrri styrk- leika og það hefur mikið að segja fyrir Víking. Þorbergur lék í marki éins og hann gerði bezt á landsliðsárum sinum. Mjög öruggur — og Elmar frískari en oftast áður í sumar. Hins vegar var framlína KA bitlaus. Gunnar Blöndal mætti al- gjörum ofjarli sínum þar sem Róbert var. í vörninni var Haraldur Haraldsson beztur. Dómarinn, Eysteinn Guðmundsson, komst vel frá hlutverki sínu. — hsím Annar sigur ÍBK í röð —og Keflavík af mesta hættusvæði 1. deildar 1. deild, Keflavíkurvöllur, ÍBK-UBK, 3:1 (0:0). Keflvlkingar geta vissulega andaö létt- ara eftir aö hafa gengið meö sigur af hölmi gegn Breiöabliki, syöra í gær- kvöldi, meö þremur mörkum gegn einu. Fyrir lið sem var á barmi falls voru stigin tvö þvi dýrmæt og tryggja þeim svo tii al- veg veru i 1. deildinni aö ári. Fyrir Breiðablik var þetta raunastund, — önn- ur deildin blasir við þeim að ári. 1 rigningunni á flughálum grasvellin- um i Keflavík, sóttu Blikarnir fast fram- an af og gáfu heimamönnum engin grið, en sama ólánið elti þá sem fyrr. Hve opin sem færin eru, virðist þeim fyrir- munað að koma knettinum i netið. Sigurjón Randversson komst einn inn fyrir ÍBK-vörnina, lék á Þorstein Bjarna- son, en klúðraði tækifærinu á klaufaleg- an hátt. Þegar langt var liðið á hálfleikinn, fór heimamönnum ekkert að lítast á blikuna — eða öllu heldur Blikana og ógnuðu marki þeirra nokkrum sinnum fyrir hlé, en voru allt of ragir við að skjóta, enda kannski óhægt um vik á hálu grgsinu. Keflvikingar mættu mjög ákveðnir til seinni hálfleiks og þjörmuðu strax að gestunum, en úr einu skyndiupphlaupi Blikanna, var sóknarmanni brugðið inn- an vítateigs, svo Hreiðar Jónsson dóm- ari sá ekki annað ráð vænna en að dæma vitaspyrnu. Hinrik Þórhallsson miðherji átti ekki i neinum erfiðleikum, með að skora hjá Þorsteini og það áttu þeir Ein- ar Ásbjörn Ólafsson og Þórður Karlsson ekki heldur, nokkru síðar þegar þeir jöfnuðu og tóku forustuna fyrir ÍBK. Einar einlék í gegnum vörnina og skaut föstum jarðarknetti inn á marksúlu en Þórður fékk snjalla sendingu frá Steinari Jóhannssyni, sem var nýkominn inná — og ekki var að sökum að spyrja, — knötturinn hafnaði I netinu 2:1, án þess að Sveinn Skúlason, markvörður UBK, gæti nokkrum vörnum við komið, þrátt fyrir góða frammistöðu í leiknum. Þriðja mark ÍBK skoraði Rúnar Georgsson með sinni alkunnu seiglu. Knötturinn var á leiðinni í hendur Sveins en Rúnar tók á rás og tókst, með þvi að láta sig falla og teygja fram rist- ina, að verða broti úr sekúndu fyrri til og senda knöttinn i netið, 3:1. Blikarnir voru samt ekki af baki dottn- ir og börðust til síðasta blóðdropa en rétt eins og áður fundu þeir ekki leiðina fyrir knöttinn I markið. Hinrik slapp inn fyrir vörn ÍBK, en skotið hafnaði í þverslánni og Þorsteinn greip knöttinn í frákastinu. Litlu síðar brýzt Þór Hreiðarson í gegn en getur ekki komið knettinum fram hjá Þorsteini markverði, — beið um of með að skjóta, svo að Þorsteinn lokaði hann áf. Sigurður Björgvinsson var hinn sterki maður ÍBK-liðsins með gifurlegum dugnaði og fyrirferð. Guðjón Guðjóns- Son, vinstri bakvörður „stal senunni” ihvað eftir annað, þegar upphlaupin brotnuðu á honum. Einar Ásbjörn, er aftur að koma til eftir nokkra deyfð. Bræðurnir Einar og Hinrik Þórhalls- pynir voru að vanda lykilmenn UBK en iÞór Hreiðarsson átti einnig þokkalegan jleik. Þrátt fyrir slæmar aðstæður var leikurinn skemmtilegur og vel spilaður á köflum og bar ekki blæ botnliða, — hefði alveg eins getað verið leikur þeirra sem ofar eru á stigatöflunni, — en áhorf- endur voru sárafáir. Ágúst Asgeirsson varð þriðji á 1:54.2, Hafsteinn Óskarsson fjórði á 1:54.3. Hreinn Halldórsson náði sínum bezta árangri í sumar í kúluvarpinu er hann varpaði 20.30 — og verður gaman að sjá hann á Reykjavíkurleikunum. í kúlunni varpaðiÓskar Jakobsson 18.35. Lilja Guðmundsdóttir sigraði í 800 metra hlaupi á 2:11.8, Guðrún Árna- dóttir 2:20.11 og Thelma Björnsdóttir hljópá 2:23.7. Vilmundur Vilhjálmsson varð annar I 100 og 200 metra hlaupunum, á eftir Bandaríkjamanninum Rogers. Vilmund- ur hljóp 100 metrana á 11.02 — Rogers 10.87 og i 200 metrunum hljóp Rogers á 21.00 en Vilmundur á 21.07. Elías Sveinsson sigraði í 110 metra grinda- hlaupi á 15.7. Einar Vilhjálmsson kastaði spjótinu 66.69, Guðmundur Jóhannsson stökk 4.00 metra á stöng, sömu hæð og Elias Sveinsson. Stefán Friðleifsson stökk 1.90 í hástökki, sömu hæð stökk Guðmundur R. Guðmunds- son — þeir urðu I 3. og 4. sæti. Loks stökk María Guðnadóttir 1.71 i há- jstökki, sem er persónulegt met. Jón Diðriksson — aðeins timaspursmál hvenær met fylgja I kjölfarið eftir íslandsmet- ið I Svíþjóð. Frægir kappar vígja nýja tartanvöllinn — í Laugardal — Þeirra f remstur ólympíumeistarinn MacWilkins Það verða þekkt nöfn, sem vígja nýja tartanvöllinn I Laugardal i næstu viku. Langþráður draumur frjálsíþróttamanna rætist þá, fyrsta. iþróttamót á slikum velli hér á landi. Þekktasta nafnið á Reykjavikurleikunum i næstu viku verður ólympíuverðlaunahafinn og heimsmeistarinn I kringlukasti, Banda- ríkjamaðurinn Mac Wilkins en nokkrir ágætir iþróttamenn taka þátt i Reykja- víkurleikunum. Heljarmennið Mac Wilkins verður stjarna Reykjavíkurleikanna. hann á heimsmetið í kringlukasti, 70,86 m. Þá hefur hann kastað kúlu 20,84, spjóti hefur hann kastað 78,44 og sleggju 61,36 — fjölhæfur kastari, frábær iþróttamaður. Frá Finnlandi kemur Norðurlanda- methafinn í kúluvarpi, Reijo Stahlberg, en hann varð Evrópumeistari í kúlu- varpi í vetur. Stahlberg hefur náð aðeins' betri árangri I kúluvarpi, en hann hefur varpað lengst 21,26 og gengur næst Udo Bayer, heimsmeistaranum frá A- Þýzkalandi, I kúluvarpi í heiminum í dag. Finnski kringlukastarinn Knut Hjeltnes verður og á Reykjavíkurleikun- um en hann hefur kastað kringlunni lengst 65,66 — frábær iþróttamaður er hefur varpað kúlu lengst 20,04. Allir eru þessir kappar þekktir í kastgreinum, ein- mitt þar sem við erum sterkastir fyrir með þá Hrein Halldórsson, Óskar Jakobsson og Erlend Valdimarsson. Þá kemur enn einn kastarinn, frá Sovétríkj- unum Nikolai Walahanowitsch, en hann á lengst um 20 metra. Það verða ekki bara kastgreinar sem verða í sviðshósinu á Reykjavíkurleik- unum. Bandaríski spretthlauparinn Charlie Wells kemur en Vilmundur Vil- hjálmsson sigraði har.n einmitt í fyrra. Þá verður sovézkur hlaupari, Starowoi- tow Michail en hann á bezt 10.3. Þeir Vilmundur og Sigurður Sigurðsson mega hafa sig aila við. 1 millivegalengdum koma menn, er veita munu okkar mönnum góða keppni. Doug Brown, hann á 8:04.0 í 3000, og 13:40.6 í 5000 metra hlaupum. Jim Crawford, 3:40.2 i 1500, 8:01.2 i 3000 og 13:55.4 I 5000 metra hlaupum.’ Tiny Kane á 1:47.7 í 800 — þar ætti Jón Diðriksson að geta unnið sigur, 3:39.1 i 1500. George Malley á 3:40.2 i 1500 og 7:59.8 i 5000. Mike Manke á 1:48.5 í 800 og 3:37.1 í 1500. Loks má nefna Craig Virgin, hann á 3:46.1 í 1500, 7:54.9 í 3000 og 13:25.4 í 5000 metra hlaupum. Mac Wilkins, stjarna Keykjavikurleikanna hafi. heimsmethafi og ólvmpiuverðlauna- Öster hef ur náð Malmö — Teitur lék mjög vel, þegar Öster sigraði Gautaborg á útivelli Öster — liðið, sem Teitur Þórðarson leikur með i Allsvenskan — náði Malmö FF að stigum sl. sunnudag, þegar liöið van IFK Götaborg 2-1 i Gautaborg. Það var þýðingarmikili sigur og Öster hefur nú 17 stig. Hefur leikið einum leik meira en Malmö. Samkvæmt frásögn Dagsens Nyheter var Teitur Þórðarson bezti maður fram- linu öster ásamt Tommy Evesson. Þeir gerðu oft usla í vörn Gautaborgarliðsins með hraða sínum og dugnaði. Mörk Öster skoruðu Evesson á 14. min. og Mats Nordgren á 25. mín. Torbjörn Nilsson skoraði mark Gautaborgar á 24. mín. Staðan er nú þannig i Allsvenskan: Malmö FF 10 8 11 15—3 17 öster 116 5 0 19-8 17 Norrköping 10 5 3 2 18-9 13 IFK Göteb. 116 14 13-9 13 Halmstad 10 5 3 2 10-9 13 Kalmar 10 4 4 2 17-15 12 Djurgárden 113 4 4 16-13 10 Elfsborg 10 3 3 4 15-17 9 Landskrone 11 2. 5 4 7-12 9 AIK 112 4 5 7-12 8 örebro 112 4 3 15-21 8 Átvidaberg 113 17 12-17 7 Hammarby 10 2 3 5 9—14 7 Vásterás SK 1113 7 10-24 5 1 2. deild vann Jönköping stórsigur á Hassleholm á laugardag. 5-1 á heima- velli. Komst við sigurinn upp i miðja deild. Dagens Nyheder hælir Áma Stefánssyni mjög fyrir þann leik, sem hann sýndi I marki. Staðan I 2. deild: Halmia IFK Malmö Hácken Mjállby Alvesta Hássleholm Norrby Jönköping örgryte Helsingborg Trelleb. FF Kristianst. Gais Saab Ragnar Ólafsson íEM-lið unglinga Eftir Evrópumót unglinga á Spáni, þar sem ísland hafnaði í áttunda sæti, var valið úrvalslið unglinga, undir 21 árs. ís- lendingurinn Ragnar Ólafsson varð þess heiðurs aðnjótandi vcgna frábærs árang- urs á Spáni að verða valinn, fyrstur ís- lendinga. Liðið er: Acutes, Ítalia. Bernardo, Spánn. ,Farry, Frakkland. Gabarda, Spánn. Gayon, Frakkland. Nilson, Sviþjóð. Perreau, Frakkland. Plachine, Frakkland. Ragnar Ólafsson, Ísland. Scllberg, Sviþjóð. Vidaor, Spánn. Varamenn: Mauhica, Frakkiand. Durante, ttalia. Boillate, Sviss. Árangur I einstaklingskeppninni: l.Mayoral, Spánn högg .... 149 2. Canessa, Ítalía .... 149 3. Bernardo, Spánn .... 149 4. Antevik, Svlþjóð .... 150 5. Durante, ítalia .... 151 6. Ragnar Ólafsson, ísland .... 151 7. Boillate, Sviss .... 152 8. Jakobsen, Danmörk ... .... 153 9. Vidaor, Spánn .... 153 10. Tinning, Danmörk .... .... 153 11. Fossbrand, Svíþjóð .... .... 153

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.