Dagblaðið - 03.08.1978, Blaðsíða 4

Dagblaðið - 03.08.1978, Blaðsíða 4
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 3. ÁGÚST 1978. DB á ne ytendamarkaði Viö fengum leyfi til þess aö mynda 1 verzl. Víði í Starmýri. Ekki er endilega vist að þarna séu pakkar - af sömu stærö og getiö er um í samanburöinum. DB-mynd Bjarnleifur. öllum matvælasérfræðingum kemur saman um að meirihluti íbúa hins vestræna heims sé alltof þungur. Því er haldið fram að þeir sem eru of þungir borði ekki rétt samansetta fæðu, — þeir fái m.a. of litið af svokölluðum trefjaefn- um. Þannig verði þeir bæði of þungir og þjáist oft á tíðum af harðlifi og hægðatregðu. Það vantar ekki að á markaðin- um eru til ótal tegundir af alls kyns morgunmat, sem lítiö þarf að hafa fyrir. Aðeins að opna pakka og morgunmaturinn er tilbúinn. Er hér átt við alls kyns kornmat, kornflakes o.fl., sem ýmsum fjör- efnum hefur verið bætt í. Sumt þekkjum við eftir aö hafa séð pakkana í verzlunum frá barn- æsku — á flestum heimilum er boröað eitthvað af þessum mat, en þá eru það líklega aðallega börn og unglingar sem gera það. Fullorðið fólk borðar minna af slíkri fæðu, nema þeir sem „kunna fótum sín- um forráð”. Fyrirtækið Matkaup, sem er samsteypa fjörutíu kaupmanna, boðaði blm. Neytendasíðunnar á sinn fund á dögunum. Þá var staddur hér á landi Tony Hunt, einn af útflutningsforstjórum BORÐUM VIÐ EKKINÓGU STAÐGÓÐAN MORGUNMAT? hve fjölbreytt úrval væri hér á markaðinum af alls kyns „morgun-mat” í pökkum. Kom honum mjög á óvart hve mikið af þessum pakkamat er með alls kyns sætindum, — sagði hann að slíkan mat kölluðu þeir „rusl-fæði” í Bret- landi (junk-food). Sumar tegund- irnar sagðist hann aldrei hafa aug- um litið. Hann sagðist jafnframt gera sér grein fyrir að erfitt væri að breyta ■ matarvenjum heillar þjóðar, en Weetabix nyti vaxandi vinsælda meðal nágranna okkar og frænda á Norðurlöndum. Var blm. gefið að smakka á Weetabixinu og verður að segjast eins og er, að það smakkaðist mjög_ vel, — og virtist staðgóð fæða því ekki bar á hungri í marga klukku- tíma. Við gerðum dálitla könnun á „hollum” morgunverði sem er á markaðinum hér. Tekið skal fram að farið var í átta verzlanir og tekið meðaltalsverð. Mun fleiri tegundir eru til á markaðinum heldur en hér eru tíndar til. Weetabix Ltd. í Bretlandi. Mat- kaup hyggst nú leggja mikla áherzlu á kynningu og sölu á Weetabix, en þaö er morgunmatur sem á miklum vinsældum að fagna víöa um heim. Weetabix er nú flutt út til sjötiu landa. Weetabix er framleitt úr heil- hveiti og malti og inniheldur hin eftirsóttu trefjaefni. Weetabix er mótað í „kökur”. Þar sem „kökurn ar” eru bakaðar tapast nokkuö af bætiefnum hveitisins en þeim er síðan bætt í aftur. — Enginn sykur er í Weetabixinu og tvær „kökur”, sem taldar eru vera fullkominn morgunverður fvrir einstakling. innihalda aðeins 120 hitaeiningar. Weetabix er hægt að snæða á marga vegu. 1 Bretlandi borða menn gjarnan aldinmauk út á og hella siðan mjólk í kringum kök- urnar. Margir nota svolítinn sykur út á. tsak Sigurjónsson forstjóri Matkaups sagðist jafnan borða Weetabix með mörðum bönönum og stundum stráir hann einnig morgungrjónunum Alpen út á allt saman. Mikið af sætum tegundum Tony Hunt sagðist undrandi á II til samanburöar á heimiliskostnaði Nafn áskrifanda Heimili Sími MUN HOLLARA AÐ BORÐA MINNA A KVÖLDIN OG VAKNA SVANGUR „Það er nú kannske varla hægt að segja að þorri lslendinga borði yfir- leitt ekki morgunmat, en það eru ótrúlega margir sem gera það ekki,” sagði dr. Jón Óttar Ragnarsson mat- vælasérfræðingur er Neytendasíðan spurði hann um morgunmatarvenjur tslendinga. „Hins vegar hef ég ekki handbærar neinar tölur um morgun- matarvenjur þjóðarinnar. Það er hins vegar mjög áberandi hve margir segjast ekki hafa neina matarlyst á morgnana. Það er kannske til eðlileg skýring á því,- Flestir borða aðalmáltið dagsins á kvöldin og eru þvi pakksaddir þegar gengiðer til náða. Það er miklu hollara fyrir likam- ann að borða vel á morgnana og ef fólk heldur i við sig á kvöldin vaknar það svangt á morgnana og hefur þá að sjálfsögðu góða matarlyst,” sagði Jón. Hann sagðist geta mælt með ýmsu „morgunkorni” sem hér er á boð- stólum og sagðist sjálfur jafnan borða slíkan morgunverð. „Weetabix og kornflex alls kon- ar er að mörgu leyti ágætt. Weetabix er algjörlega sykurlaust og hefur það framyfir ýmsar aðrar tegundir, t.d. morgunkornið sem er allsætt. Hins vegar eru hér á markaðinum margar tegundir af morgunmat sem er mjög sætur og er það ekki hollur matur,” sagði Jón Óttar. A.Bj. Franskt agúrkusalat 1 öllum æsingnum út af tómataverð- inu höfum við undanfarið látið eins og ekkert væri til á markaðinum annað en tómatar. Við megum ekki gleyma því að fleiri tegundir eru til. I upp- skriftabæklingi Sölufélagsins rákumst við á þessa uppskrift af frönsku agúrkusalati sem litur út fyrir að vera bæði ódýrt og gómsætt: 1/2 agúrka(um 120 kr.) 1 laukur(um 15 kr.) Kryddlögur 5 matsk. kryddedik, 1 1 /2 dl vatn, salt, pipar, sykur. Agúrkan er skorin í spæni eftir endi-' löngu með kartöfluhníf. Þeir eru lagðir í vatn með isteningum i ca 1 klst. Hellt á sigti og látið siga vel af þeim. Agúrkuspænirnir síðan lagðir í skál og þunnum laukhringjum stráð yfir. Kryddlögurinn er hristur saman og hellt yfir gúrkurnar i skálinni. Verð: um 155 kr. A.Bj. Kostnaóur í júlímánuói 1978 Matur og hreinlætisvörur kr. Annað kr. Alls kr. I DB IIKI V Fjöldi heimilisfólks

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.