Dagblaðið - 03.08.1978, Blaðsíða 16
16
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 3. ÁGÚST1978.
„Þegar ég hlusta á
tónlist sé ég
blóm ogþegar
éghorfíáblóm
heyri ég tónlist”
— spjallað við garðeiganda í Breiðagerði
„Ég held aö það sé alveg óhætt að
setja að ég eigi hvert einasta handtak í
þessum garði,” sagði Kristín Þórarins-
jdóttir (Árna prófasts) þegar viö hittum
hana í undurfögrum garði viö Breiða-
gerði 25. Kristín og maður hennar
Einar Nikulásson eiga þann garð þó
Kristín eigi allan heiðurinn ein.
„Blómarækt á íslandi er ákaflega
erfið,” segir Kristín. „Svo erfið að ég
held að fólk verði að hafa brennandi
áhuga ef það á að endast til þess að
standa í henni þannig að hún beri ein-
hvern árangur. Þetta hefur verið sér-
lega erfitt sumar þvi gróðurinn kom
svo seint til. Bæði var vorið og kalt og
veturinn erfiður. Það er svo slæmt
þegar frýs svona á auða jörð. Snjórinn
hlífir strax og hann kemur. Þess vegna
er miklu auðveldara að rækta garða til
dæmis norður á Akureyri."
Stolin hugmynd
frá Kanarí
Kristín hefur safnað að sér mörgum
ólikum hugmyndum sem hún notar i
garðinn sinn. Til dæmis er í honum
stór grænn bolti með neti utan á. 1 net-
ið festir sig vafningsviður. „Þetta sá ég
úti á Kanaríeyjum og skildi sízt í þvi
hvernig menn fóru að þvi að klippa
viðinn til svo hann varð alveg eins og
bolti. Þegar ég komst að hinu sanna
„stal” ég hugmyndinni.”
Kristin hefur komið sér upp gróður-
húsi þar sem hún kemur upp blómum
áður en hún færir þau út i sjálfan
garðinn. „Ég er nýbyrjuð með gróður-
húsið, ég er svona að fikra mig áfram
með þetta hægt og hægt. Ég hef ekkert
lært sérstaklega um garðyrkju nema á
þvi að þreifa mig áfram og kíkja I
bækur. Ég held líka að það sé bezta
leiðin.
Út við götuna eru þrep hlaðin úr,
steini þar sem blóm vaxa í beðum.
„Þessi þrep eru komin til vegna þess
að gatan var lækkuð svo mikið. Það
var ekki nema tvennt til, að slétta úr
garðinum og lækka hann lika eða hafa
þessi þrep. Ég teiknaði þau og þykir
mörgum þetta góð lausn eftir að þau
eru komin upp.”
í einu homi garðsins er litill kassi
með salati, spínati og grænkáli. „Þetta
er svona „eldhúsgarður” eins og Dan-
irnirsegja.”
Nánust snerting
við náttúruna
„Ég held að það sé ekki hægt að
komast I nánari snertingu við náttúr-
una en með garðrækt. Að sjá lítið fræ
vaxa upp og verða að blómi er ævin-
týralegt. Það að sjá fjölæru blómin
koma upp ár eftir ár, fær mig næstum
því til að trúa á endurholdgun.
Ef tíminn sem ég hef farið með i
garðræktina, þessi tuttugu ár sem við
höfum búið hérna, væri reiknaður til
kaups er ég hrædd um að upphæðin
væri talsvert há. Ég er alltaf að breyta
til og reyna að finna eitthvað sem fara
mætti betur.”
Valdi Fantasíu
„Á veturna bæti ég mér upp blóma-
leysið með því að hlusta á góða tónlist.
í huga mínum hafa tónlist og gróður
verið nátengd. Þegar ég hlusta á
fallega tónlist sé ég fyrir mér blóm og
þegar ég horfi á falleg blóm heyri ég
tónlist innra með mér.
í gamla daga vann ég hjá Garðari
heitnum Þorsteinssyni sem var einn af
eigendum Gamla Bíós. Hann fékk mér
einu sinni bunka af sýningarskrám og
bað mig að velja eina mynd úr til sýn-
inga. Ég valdi Fantasíu Walt Disneys
út af tónlistinni. Þegar ég sá myndina
og hin nánu tengsl blóma og tónlistar
hafði hún svo mikil áhrif á mig að ég
hef aldrei getað gleymt þeim.”
DS.
1 slntim undurfagra garði. Lengst til hægri á myndinni eru þrepin úti við
götuna.
o
4Þegar gatan var lækkuð teiknaði Kristin þrepin þau arna og lét gera. Þykir mörg-
lum þetta afar hagkvæm lausn.
ar. Garðyrkja er ekki fyrir aðra en þá
sem hafa öbilandi áhuga.
grafar, heitir þessi hnyðja.
Stolna hugmyndin frá Kanarieyjum.
X
„Bakgarðurinn er mitt stolt þvi fólki hættir svo til þess að vanrækja að rækta
bakhluta garðanna upp,” segir Kristin. Hún situr við gosbrunn sem hún bjó til og
i baksýn er nýjasta stoltið, gróðurhúsið.
Blómafuglinn i bakgarðinum. „Hann er svohtið of mikið fiðraður núna,”
segir Kristin. DB-myndir Ari.
,Það likist ævintýri að sjá lítið fræ vaxa upp og verða að blómi.