Dagblaðið - 25.08.1978, Page 12
12
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 25. ÁGUST 1978.
I
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 25. ÁGÚST 1978.
Iþróttir
Iþróttir
Iþróttir
Iþróttir
Iþróttir
Iþróttir
Iþróttir
Iþróttir
Iþróttir
I
Hcimsmcthafinn 1 kúluvarpi — Udo Beycr, A-Þýzkalandi.
Algjör úrslitaleikur
og Víkings um UEFA-
Víkingur sigraði FH í 1. deild á
Laugardalsvellinum í gærkvöld. Það
veröur því hreinn úrslitaleikur um
UEFA-sætið þegar Keflavik og Víkingur
leika í Kcflavik laugardaginn 9. septem-
ber. Önnur lið hafa ekki lcngur mögu-
leika á að komast í þá keppni eftir úrslit-
in í gær. Vestmannaeyingar geta náð 19
stigum — en það er sama hvcr úrslit
verða i leik Vikings og Keflavikur. Ann-
að hvort liðið fer upp fyrir þá stigatölu.
Víkingur hefur nú 19 stig — Keflavik 18
stig. Eftir úrslitin i gær er staða FH
mjög alvarieg í 1. deild. Liðið hcfur
aðeins 10 stig — KA 11 og Þröttur 12.
FH á einn leik eftir — við Brciðablik í
Kaplakrika 9. september — og sama dag
leika Þröttur og KA á Laugardalsvelli.
Þróttur á hins vegar einnig eftir að leika
í Vestmannaeyjum.
Leikurinn i gærkvöld var mikill bar-
áttuleikur — Víkingar áberandi skarpari
í fyrri hálfleik og greinilegt að Youri
landsliðsþjálfari hefur breytt Vikingslið-
inu mjög til hi.ns betra. En FH-ingar
börðust grimmilega allan timann án þess
þó að uppskera stig. Lengi vel virtist
Víkingum fyrirmunað að koma knettin-
um í mark FH — enda áttu þeir í höggi
við frábæran markvörð. Friðrik Jónsson
lék sinn bezta leik á ævinni og fjórum
sinnum bjargaði hann svo snilldarlega
að beztu markverðir heims hefðu mátt
vera stoltir af þeirri markvörzlu. en það
hlaut að koma að því að hann yrði
einnig að láta i minni pokann. Heimir
Karlsson skoraði sigurmark Víkings á
66. mín. með skalla eftir vel tekna auka-
spymu Gunnars Arnars Kristjánssonar.
Víkingur vann því sanngjarnan sigur. I-
0.
Vikingar léku undan vestangolu i
fyrri hálfleik og voru ^trax ágengir við
mark FH. Jóhann Torfason átti hörku-
skot, sem rétt fór fram hjá stöng, Heimir
annað, sem fór í stöngina og út aftur.
Gunnari Erni tókst að spyrna yfir FH-
markið af metra færi — og Friðrik varði
þrivegis meistaralega. Fyrst þegar hann
lyfti knettinum rétt yfir þverslá eftir
þrumufleyg Jóhanns. Siðan tókst
honum að verja skalla Óskars Tómas-
sonar af örstuttu færi neðst í hornið —
og strax á eftir fast skot Heimis. Sóknar-
lotur FH voru ekki margar í hálfleikn-
um — en liðið fékk þó opið færi á 27.
min. Jóhannesi Bárðarsyni. sem lék vel i
Vikingsliðinu. urðu þá á óskiljanleg mis-
tök, lagði knöttinn fyrir fætur Ásgeirs
Arnbjörnssonar rétt utan markteigs.
Ásgeir spyrnti knettinum hins vegar
beint i Jóhannes — ekki markið. FH
varð fyrir áfalli þegar Logi Ólafsson. sá
sterki leikmaður. varð að yfirgefa völl-
inn vegna meiðsla.
I s.h. sóttu FH-ingar í sig veðrið og
fengu strax gott færi. Leifur Helgason
komst einn inn fyrir Víkingsvörnina en
Diðrik Ólafsson kom fingurgómunum á
knöttinn og varði i horn. Jafnræði var
með liðunum. Janus Guðlaugsson var
ákaflega sterkur i FH-liðinu. Tækifæri
voru þó ekki mörg — og svo kom sigur-
mark Vikings um miðjan hálfleikinn,
sem Heimir skoraði. Rétt á eftir átti
hann einnig hörkuskot á FH-markið en
Friðrik varði á hreint ótrúlegan hátt.
Þreyta gerði vart við sig í lokin — eink-
um hjá Víkingum — en FH tókst ekki
að bjarga stigi. sem þó hefði verið svo
þýðingarmikið fyrirliðin.
Þokkalegur leikur — einkum hjá Vík-
ingi í f.h., Diðrik, Róbert og Magnús
öryggið sjálft í Vikingsvörninni — og
Gunnlaugur Kristfinnsson. sem lék sinn
fvrsta leik með Víkingi í sumar. gerði
fallega hluti eins og honum er lagið. Út-
haldið brást honum hins vegar eins og
svo mörgum öðrum. í framlínunni er
Óskar kominn I sinn gamla ham og
Heimir, 17 ára, er bráðefnilegur leik-
maður.
sæti
Hjá FH var Friðrik stórkostlegur —
Janus einnig frábær. En heildarsvipinn
vantar — liðsheild — þrátt fyrir góða
einstaklinga: Gunnar Bjarnason. Viðar
Halldórsson og Ólaf Danivalsson.
Dómarinn, Magnús Pétursson. flaut
aði meira en flautuleikari i sinfóniu
hljómsveit á þriggja klukkustunda kons
ert. Þó var engin þreytumerki að sjá á
honum i leikslok. - hsíni
Staöan í 1. deild er nú þannig:
Valur 17 16 1 0 i t -S ■> 1
Akranes 17 13 3 1 47- -12 29
Víkingur 17 9 1 7 2t>- -28 19
Keflavík 17 7 4 6 28- -24 18
Fram 17 7 2 8 21 - -28 10
ÍBV 16 6 3 7 23- -22 15
Þróttur 16 3 6 7 21- -24 12
KA 17 3 5 9 14- -37 11
FH 17 2 6 9 21- -34 10
Breiðáblik 17 2 1 14 16- -44 5
ÍBV og Þróttur eiga að ieika i Eyjum
á laugardag.
HEIMSMETIOLLUM SUNDUMIGÆR
Sex heimsmet voru sett á heims-
meistaramótinu í sundi i Vestur-Berlín í
gær. Keppt var til úrslita í fimm greinum
og nú dreifðust gullverðlaunin mcira en
áður. USA hlaut aðeins tvenn; 16 í allt
cða mun fleiri en í siðustu heims-
meistarakeppni í Cali. Mest kom á óvart
i gær að bandaríska sunddrottningin,
Caulkins, sem hlotið hefur þrenn gull-
verðlaun, komst ekki i úrslit í 200 m
bringusundi í gær. Hún hlýtur að hafa
verið mjög illa fyrirkölluð.
Strax i gærmorgun var sett nýtt
heimsmet í þeirri grein, Lina Kachusite,
Sovét, og hún bætti siðan heimsmetið
um sekúndu í úrslitasundinu. Hin 15 ára
Tracy Wickham, Ástralíu, sigraði í 400
m skriðsundi eftir hörkukeppni, bætti
heimsmet Kim Lineham. USA. úr
4:07.66 i 4:06.28 mín. Graham Smith,
Kanada. bætti heimsmet í 200 m fjór-
sundi í 2:03.65 min. Steve Lundquist,
sem átti gamla heimsmetið, 2:04.39 mín.
varð fjórði. Linda Jezek, USA, bætti
heimsmetið í 200 m baksundi kvenna I
2:11.93 mín., bætti met Birgit Treiber,
A-Þýzkalandi, um 0.54 sek. Það var
elzta kvennametið i sundi, frá 1976! 1
4x200 m skriðsundi karla var banda-
ríska sveitin í algjörum sérflokki, bætti
met' USA-sveitar frá Montreal-leikunum
um 2.6 sek. Aðeins einn sundmaður var
úr Montreal-sveitinni, Bruce Furniss, og
hann náði strax góðri forustu á fyrsta
spretti. synti á 1:51.18 min. Urslit I gær
urðu þessi. Ellefu heimsmet hafa fallið á
HM.
400 m skriósund kvenna:
1. Tracy Wickham, Ástralíu, 4:06.28
2. Cynthia Woodhead, USA. 4:07.15
3. Kimberley Lineham, USA, 4:07.77
4. Barbara Krause, A-Þýzk., 4:12.08
5. Michelle Ford, Ástraliu. 4:13.16
6. Annelies Maas, Hollandi, 4:14.39
7. lrine Aksenova.Sovét, 4:16.28
8. Enith Brigitha, Hollandi, 4:18.60
200 m bringusund kvenna:
1. Lina Kachushite, Sovét, 2:31.42
2. Yulia Bogdanova. Sovét, 2:32.69
3. Susanne Nielsen, Danmörku, 2:33.60
4. Irena Fleissnerova, Tékk., 2:36.09
5. Margaret Kelly. Bretlandi. 2:37.24
6. Annick deSusini, Frakkl., 2:37.58
7. Dagmar Rehak, V-Þýzkal. 2:37.68
Debbie Rudd. Bretlandi, sem einnig
tók þátt I úrslitasundinu, var dæmd úr
leik, snerti bakkann ekki rétt.
200 m fjórsund karla:
1. Graham Smith. Kanada. 2:03.65
2. Jesse Vassallo, USA, 2:04.99
3. Alexander Sidorenko, Sov.. 2:05.29
4. Steve Lundquist, USA. 2:05.80
5. Bill Sawchuk, Kanada, 2:06.65
6. Sergei Fesenko, Sovét, 2:06.96
7. Arne Borgström, Noregi, 2:08.18
8. Miloslav Rolko, Tékk., 2:09.26
200 m baksund kvenna:
1. Linda Jezek, USA. 2:11.93
2. Birgit Treiber. A-Þýzk. 2:14.07
3. Cheryk Gibson, Kanada, 2:14.23
4. Carmen Bunaciu, Rúmeniu, 2:16.65
5. Margaret Browne, USA. 2:17.19
6. Antje Stille, A-Þýzkal., 2:18.79
7. Elena Kruglova, Sovét. 2:18.99
8. Gabriella Verraszto, Ung.. 2:19.63
4 X 200 m skriðsund karla:
I.Bandarikin 7:20.82
2.Sovétríkin 7:28.41
3. V Þýzkaland 7:33.29
4.Sviþjóð 7:33.48
5. Ítalía 7:34.89
6. A-Þýzkaland 7:38.53
7. Frakkland 7:39.87
8. Ástralla 7:39.94
GuðmundurÞórarinsson: EvrópumótiðíPrag
Aðeins Udo Beyer sem allir spá sigri
Hástökk
EM sigurvegari: Rolf Seilschmidt, A-
Þýzkalandi. EM—’74: 1) Törring, Dan-
mörku 225, 2) Shapka, Rússi. 225, 3)
Maly, Tckkóslóv. 219.
OL—’76: 1) Wszola, Póllandi 225, 4)
Budalov, Rússl., 218, 6) Bcrgamo, Italiu
218.
Beztur 1977: Beilschmidt, sem sigraði i
heimsbikarnum á 230 og á
Fvrópubikarnum á 231 Hatin var einnig
valinn bezti hástökkvarinn 1977 þótt
liann ætti aðeins næstbezta árangur
ársins. Hæst stökk Jasjtsjenko frá .Rússl.
2,33.
Það er rétt, að rússneska undrabarnið
Jasjtjenko á bæði heimsmetin inni 235 og
úti 234 og hefur sett bæði i ár. En hann
hefur lítið keppt í stærri mótum og er lítt
reyndur.
Því vel ég Beilschmidt (231), sem er
alveg frábær keppnismaður og hefur þá
eiginleika að geta alltaf, þegar á þarf að
halda, náð sínu persónulega bezta eða
bætt sig.
En það verður mikil keppni og það eru
margir skæðir hástökkvarar sem ntæta til
keppni, svo sem Vestur-Þjóðverjarnir
Lauterbach (228) og Thránhardt (226) og
auðvitað Pólverjinn Wszola, sem í ár
hefur að vísu ekki stokkið hærra en 220.
Þá verður einnig gaman að sjá hvað Hol-
lendingurinn Wielart (227) getur á stór-
móti.
Stangarstökk
EM sigurvegari: Wladyslaw Kozakiewicz,
Póllandi.
EM—’74: 1) Kishkun, Rússlandi 535, 2)
Kozakiewicz 535, 3) lsakov, Rússlandi
530.
OL—’76: 1) Slusarski, Póllandi 550,
2)Kalliomáki, Finnlandi 550, 4) Abada,
Frakklandi 545.
Beztur 1977: Kozakiewicz. sent sigraði
í Evrópubikamum á 560. Varð annar í
heimsbikarkeppninni á 555, auk þess sem
hann stökk hæst allra. eða 566.
Eftir að hafa tapað tveim siðustu stór-
mótum EM 74 og OL 76 veðja ég á að nú
sé komið að Kozakiewicz (562) og að
helzti keppinautur hans muni Kalliomáki
hinn finnski (558) verða.
En þeir eru líka hættulegir þeir
Slusarski (560) og Rússinn TrofimenKo
(561) og mætti búast við árangri um
heimsmet, sem ekki er víst að standist
þessi átök.
Langstökk
EM sigurvcgari: Jacques Rousseau,
Frakklandi.
EM—’74: 1) Podlusnij, Rússlandi 812, 2)
Stekic, Júgóslaviu 805, 3) Shubin,
Rússlandi 798.
OL—’76: 3) Wartenbcrg, DDR 802, 4)
Rousseau 800,6) Stekic 789.
Beztur 1977: Rousseau, sem sigraði í
Evrópubikarkeppninni með 805. Átti
annan bezta árangur heimsins 825 og var
valinn bezti langstökkvari ársins. Sá sem
stökk lengra var Stekic 827
Það er óhemju erfitt að gera sér glögga
grein fyrir stöðunni í langstökkinu. Ég trúi
þó á að Rousseau (811) muni sigra, enda
þótt hann sé nokkuð þekktur fyrir að hafa
um of spilandi franskar taugar í keppnum.
Þetta verður þó mjög spennandi keppni og
gaman verður að sjá hvað Pólverjinn
Cybulski (811) og Rússinn Podlusnij (802)
gera eða þá 17 ára stjörnuskot Spánverja,
Cervantes (805).
Hér gæti Sviinn Ulf Jarfelt (794) komið
á óvart og blandað sér i toppbaráttuna.
Hann er nú í mikilli framför. Þá er heldur
ekki ómögulegt að gamli Stekic geti sýnt
keppinautum sínum hvar gullverðlaunin
eiga að hanga.
Þrístökk
EM sigurvegari: Anatolij Piskulin,
Rússlandi.
EM—’74: 1) Sanejev, Rússland 17,23, 2)
Corbu, Rúmeníu 16,68, 3) Sontag,
Póllandi 16,61.
OL—’76: 1) Sanajev 17,29 6) Kolmsee,
Vestur-Þýzkal. 16,68, 7) Biskupski,
Póllandi 16,49.
Beztur 1977: Piskulin með sigur í
Evrópubikarnum á 17,09 og 2. sætið í
heimsbikarnum (16,61), auk þess sem
hann átti 2. bezta árangur ársins 17,04.
Piskulin (1709) er manna líklegastur til
að vinna gullið í þrístökkinu. Annars eiga
Rússar fjölda góðra þrístökkvara, svo sem
Valjukevitj (1702), Jakoljev. (16,89),
Kovtunov (16,87) og Sanejev (16,83). Það
er næstum ótrúlegt annáð en að hinn
síungi Sanejev verði meðal keppenda í
Prag, og þá verður hann áreiðanlega í
baráttunni um gullið.
Sá eini sem mér sýnist hafa möguleika á
verðlaunum auk Rússanna, er Frakkinn
Lamitie (16,92).
Kringlukast
EM sigurvegari: Wolfagang Schmidt,
DDR.
EM — ’74: 1) Kahma, Finnlandi 63,62,
2) Danek, Tékkóslóv. 62,76, 3) Bruch,
Svíþjóð 62,00
OL — ’76: 2) Schmidt 66,22, 4) Thiede,
DDR 64,30,5) Pachale, DDR 62,24.
Beztur 1977: Schmidt. Hann sigraði i
heimsbikarkeppninni á 67,14, en varð 2. i
Evrópubikarnum á eftir Finnanum
Tuokko með 66,86 á móti 67,06. Hann
átti næstbeztan árangur ársins 68,26, og
var þó talinn beztur. Betri en Wilkins
sjálfur.
Það verður lítið að gera fyrir kringlu-
kastarana annað en að skipta næstu sæt-
unum á milli sín. Það munu allir vera sam-
mála um eftir að Schmidt bættf fyrst
Evrópumet sitt i 68,92 og sló síðan heims-
metið jafnrækilega og hann gerði. 71,16
En það geta krosstré brugðizt sem önn-
ur tré, og það er alveg vist að þrátt fyrir
hin löngu köst Schmidt verður hann að
taka á honum stóra sínum til þess að
vinna. Það munu þeir Klimenko, Rúss-
landi (65,70), Farago, Ungverjal. (64,90),
Vestur-Þjóðverjinn Wagner (64,60), Tékk-
amir Bugar (64,54) og Danek (64,00) auk
Svians Gardenkrans (64,00) sjá um.
Hvað getur Tuokko hinn finnski eftir
sitt árslanga bann frá keppni, og getur
Danek 41 árs nú blandað sér enn i verð-
launastriðið?
Óskar Jakobsson verður meðal kepp-
enda og eftir þvi sem hann hefur sýnt
undanfarnar vikur ætti hann að geta
staðið sig mjög vel og komizt áfram i aðal-
keppnina. Óska ég honum góðs gengis.
Kúluvarp
EM sigurvegari: Udo Beyer, Austur-
Þýzkalandi.
EM—’74: 1) Briesenick, DDR 20,50, 2)
Reichenbach, Vestur-Þýzkalandi 20,38, 3)
Capes, Bretlandi 20,21.
OL—’76: 1) Beyer 21,05 2) Mironov,
Rússlandi 21,03, 3) Baryschnikov, Rúss-
landi 21,00.
Beztur 1977: Það var án efa Bayer, sem
sigraði í heimsbikarkeppninni með 21,74
og i Evrópubikarnum 21,65 og átti beztan
árangur í kúluvarpinu á árinu.
Það er varla nokkur keppandi, sem allir
hljóta að spá sigri i grein sinni, nema þá
Beyer. Hann virðist bera höfuð og herðar
yfir mótherja sina, og þá sérstaklega eftir
hið nýja heimsmet sitt 22,15, sem hann
setti i Gautaborg í sumar. Það verða stór
undur að ske til að koma i veg fyrir sigur
hans.
En það verður hart barizt og taugarnar
eiga sjálfsagt eftir að gera sitt til að auka á
spennuna. Hverjir aðrir komast á pallinn
verður erfitt að segja. Meðal keppenda
verða finnska vonin Stalberg 20,96, hring-
stilskastarinn rússneski Baryschnikov
20,95, Mironov hinn rússneski 20,82,
enski lögregluþjónninn Oapes 20,62, auk
Strandamannsins sterka, Hreins Halldórs-
sonar, sem við öll óskum að blandi sér i
keppni hinnaallrafremstu og hreppi eitt af
fremstu sætunum. Til þess held ég að
Hreinn verði að bæta met sitt og ég trúi
þvi að hann geri það.
Sleggjukast.
EM sigurvegari: Boris Sajtjuk, Rfiss-
landi.
EM — ’74 1) Spiridonov, Rússl. 74,20
2) Sachse, DDR 74,00, 3) Theimer, DDR
71,62 m.
OL — ’76: 1) Sedych, Rússlandi 77,52,
2) Spiridonov 76,08, 3) Bondartchuk,
Rússlandi, 75,48 m.
Beztúr 1977: Riehm, VesturÞjóðverj-
inn, sem sigraði í heimsbikarnum á 75,64
og í Evrópubikarnum á 75,98, auk þess
sem hann átti beztan árangur heimsins
77,60 m.
Það verður geysihörð keppni milli
Sajtjuk (80,14) og Riehm (80,32) sem
hefur kaslað í ár ekki sjaldnar en 7 sinnum
yfir 77 metrana i keppni.
En ég vel þó Rússann, sem öruggara
kort. Rússar eiga liklega um helming allra
beztu sleggjukastara heimsins og hafa átt
lengi, svo það verður gaman að sjá hverja
þeir senda: Maljukov (78,32), Sedych
(77,44), Litwinov (76,22), Dmitrenko
(75,86) eða Spirodonow (75,02). Vestur-
Þjóðverjar eiga annan ágætan kastara,
Húning (76,52) og Austur-Þjóðverjar eiga
þrjá frábæra kastara. eða þá: Steuk með
nýtt heimsmet unglinga eða 78,14, Sachse
75,22 og Gertsenberg með 75,04 sem bezt
i ár.
Sajtjuk og Riehm eru hinir einu i heim-
inum, sem kastað hafa yfir 80 metra.
Báðir i sumar,— og heimsmet þess
sovézka stóð aðeins i nokkra daga. Þá
bætti Riehm það eftir miklar æfingar í
Svörtuskógum.
Spjótkast
EM sigurvegari: Wolfgang Hanisch,
DDR.
EM — ’74: 1) Siitonen, Finnlandi,
89,58, 2) Hanisch DDR 85,46, 3) Thors-
lund, Noregi, 83,68 m.
OL — ’76: 1) Nemeth Ungverjal. 94,58,
2) Siitonen 87,92, 3) Megelea, Rúmeníu,
87,16 m.
Beztur 1977: Trúlega Nemeth, sem
kastaði lengst 9^,10 og var talinn beztur.
Þó varð hann aðeins þriðji í heimsbikarn-
um, sem vannst af Wessing, Vestur-Þjóð-
verja, á 87,46, en Hanisch varð annar með
84,28 m kast. f Evrópubikarnum vann svo
Rússinn Grebnjev á 87,18 m.
Ég er í miklum vafa þegar ég vel
Hanisch sem sigurvegara, en hann hefur
nú kastað 91,04 auk 90,32
Þetta er líklega sú grein frjálsíþrótta,
sem fram koma hvað mestar sveiflur I ár-
angri keppenda, samanber úrslit síðustu
stórmóta, og líklega verða þeir Wessing
(90,34) ogGrebnjev (88,82) hættulegastir.
Norðurlöndin hafa átt fjölda góðra
spjótkastara og eru Finnar þar fremstir i
flokki. Núna hefur Puranen kastað 88,64
og Hárkönen 85,70. og þá verður einnig
gaman að sjá hvað Hovinen kastar nú
eftir sitt árslanga bann. Úr þvi losnaði
hann 14. ágúst. Norðmaðurinn Grimnes á
87,20 og Svíinn Pihl 86,88, svo þeir geta
blandaðsér i stríðið.
Én það má heldur ekki gleyma ung-
verska trióinu, sem er alltaf hættulegt eða
þeim Nemeth (83,58), Boros (85,36) og
Paragi (84.80).
Spurningin er: Fær Ingi Björn blóm á ný eða verða það Akurnesingar, sem veita þeim viðtöku? Myndin að <>f n var tekin á
Akureyri á þriðjudag, þegar Ingi Björn Albertsson, fyrirliði Vals, tók á móti hlómvendi frá Elmari Geirssvn' _f'rirtiða KA
eftir leikinn.
DB-mvnd Jim Smart.
Fær IA bikarinn
í níundu tilraun!
— eða verður Valur bikarmeistari í fimmta sinn?
„Nú kemur það—þetta er ekki hægt
lengur,” sagði Hans Nielsen, einn trygg-
asti vallargesturinn, þegar hann spáði
því að Akurnesingar vrðu i fyrsta sinn
bikarmeistarar á sunnudag. Valsmenn
eru áreiöanlega á annarri skoöun en kl.
14.00 mætast þessir risar íslenzkrar
knattspyrnu i úrslitaleik bikarsins á
Laugardalsvelli. Valur hefur fjórum sinn-
Selfoss-Víðir
íkvöld
Úrslitaleik urinn í A-riðli 3. deildar
verður háður í kvöld á Kópavogsvelli
kl. sjö. Þá leika Selfoss og Víðir, Garði,
aukaleik um efsta sætið i riðlinum.
Þýðingarmikill leikur því liðinu, sem
sigrar, er spáð sæti í 2. deild næsta
keppnistimabil.
um orðið hikarmcistari — þar af tvö
síðustu árin — en Akurnesingar hafa
aldrei sigrað. Þeir lcika þó sinn níunda
úrslitaleik í keppninni á sunnudag.
Valur og Akranes hafa þrivegis áður
leikið til úrslita i bikarnum. Valur hefur
alltaf sigrað, fyrst 1965 með 5-3, þá
1974 með 4—1 og 1976 með 3—0. Eins
og áður segir varð Valur einnig bikar-
meistari i fyrrahaust og vann þá Frani
2—1 í úrslitaleiknum.
Leikurinn á sunnudag ætti að geta
orðið mjög skemmtilegur. Bæði lið geta
á góðum degi leikið stórgóða knatt-
spyrnu — og eitt er vist. það liðið, sem
skorar á undan á sunnudag, hefur góða
sigurmöguleika. Það verður þvi hart'
barizt frá fyrstu mínútu. Bæði lið munu
stilla upp sinum beztu leikmönnum —
og í leikslok mun Einar Ágústsson utan-
rikisráðherra, fyrrum markvörður i
Vikingi. afhenda sigurvegaranum
bikarinn.
GOLF
Um næstu helgi fer fram hjá Golf-
klúbbi Suðurnesja hin árlega Víkur-
bæjark'eppni, sem hatdin er á vegum
verzlunarinnar \ ikurbær í Kcflavík.
Keppni þessi verður síðasta stórmótið í
Leirunni en undanfarin ár hefur hún ætíð
verið mjög fjölmenn.
Keppt verður fjórum lokkum karla.
kvennaflokki og uuglingaflokki. Keppni
i meistaraflokki gefur ekki stig til lands-
liðs. í meistarafiokki eru leiknar 36
holur en i öðrum flokkum 18 holur.
Leikmönnum úr fyrsta flokki er heimilt
að taka þátt í stigakcppninni.
Keppni hefst á laugardag kl. 9.00 <■
Landslið Póllands gegn Islandi
Pólverjar hafa valið landsliðshópinn í
Evrópuleikinn gegn íslandi á Laugar-
dalsvelli 6. september. Mikla athygli
vekur, að markvörðurinn heimsfrægi,
Tomaszewski, komst ekki í liðið. Fyrir-
Skiptingverð
launaáHM
Skipting verðlauna á HM í sundi er nú
þannig:
Bandarikin
Sovétríkin
Kanada
V-Þýzkaland
Ástralia
A-Þýzkaland
N-Sjáland
Ungverjal.
Danmörk
Bretland
Ítalía
Japan
Svíþjóð
G S B
16 10 3
4 5
1 3
1 3
0 0
7 3
1 0
0 2
0 1
0 1
liði Pólverja á HM — Deyna — er
heldur ekki í liöinu vegna samninga hans
við Man. City. Hins vegar koma aörir
þekktustu leikmenn Póllands — þó ekki
Lubanski, sem ekki er valinn. Liðið er
þannig: Vlarkvcrðir Kukla og Mowlik.
Aðrir Teikmcnn Rudy, Maculewicz,
Wojcicki, Majewski, S/vmanowski,
Boniek, Blanchno, Kupcewicz,
Nawalka, Masztaler, Kusto, l.ato, Ter-
lecki, Dworczyk, Mazur og Ogaze.
Öster vann Malmö
Öster vann ákaflega þýðingar-
mikinn sigur I Allsvenskan í gær. Lék
þá í Málmey gegn Malmö FF og
sigraöi 2—1. Tommy Evesson og
Teitur Þórðarson skoruðu mörk Öster
í f.h. Tore Cervin skoraði mark
Malmö undir lokin.
Um síðustu helgi náði Ö.ster forustu
I Allsvenskan með sigri á Norrköping
4—1. Markaskorar Öster í þeim
leik sjást hér að neðan — frá vinsfri
Mats Nordgren, Teitur og Tommy
Evesson, tvö. Eftir sigurinn í gær hefur
Öster aukið forustu sina í tvö stig.
Hefur 23 stig en Malmö FF 21 stig.
Jönköping, liðið, sem Árni
Stcfánsson og Jón Pétursson leika
með I 2. deild i Sviþjóð, hefur sótt sig
mjög siðustu vikurnar eftir slæma
hyrjun! í 17. umferðinni i vikunni
gerði Jönköping jafntefli við Halmia
i llalmstad I —I. Halmia var lengi i
efsta sæti en hefur nú 19 stig.
Jönköping 18. IFK Malmö efst mcð
23 stig, Hacken og Mjallhy 20 stig.