Dagblaðið - 30.08.1978, Blaðsíða 1
I
/
J
4. ÁRG. — MIÐVIKUDAGUR 30. ÁGÚST1978 — Í89. TBL. RITSTJÓRN SÍÐUMÚLA 12. AUGLÝSINGAR OG AFGREIÐSLA ÞVERHOLTI 11.— AÐALSÍMI 27022.
Ráðherrastólarnir:
VIII. HANN DOMSMAUN
JA, ÞVÍ EKKIÞAД
„Nú — vill hann dómsmálin — ja,
því ekki þaö?” sagði Ólafur Jóhannes-
son, þegar Alþýðuflokkurinn lagði
fram ráðherralista sinn í gær. Það var
Benedikt Gröndal ætlað utanríkis-
ráðuneytið, Kjartani Jóhannssyni
sjávarútvegsráðuneytið og Vilmundi
Gylfasyni dómsmálaráðuneytið. „Nú,
ef blessaður drengurinn vill dóms-
málin eru þau mér ekki föst i hendi,”
sagði Ólafur og sá honum enginn
bregða.
Sagt er að Lúðvík hafi sprottið upp
og spurt Benedikt hvað þetta ætti
eiginlega að þýða. Benedikt er sagður
hafa svarað því þannig: „Hann getur
fengið góða lögfræðinga sér til aðstoð-
ar, ef þörf gerist á því.” Enn bætti
Ólafur við: „Það er mikið af góðum
mönnum í dómsmálaráðuneytinu."
Þegar mætt var til næsta fundar í
gærkvöldi var annað hljóð i strokkn-
um hjá báðum flokkunum, Alþýðu-
flokknum og Framsóknarflokki.
Leyndi þá Ólafur því ekki að dóms-
málaráðuneytið lægi ekki alveg á
lausu. Munu þá mestar líkur hafa
verið taldar á því að Tómas Árnason
yrði dómsmálaráðherra.
Þannig hafa viðræður um skiptingu
ráðuneyta milli stjómarmyndunar-
flokkanna gengið.
Gert er ráð fyrir að Alþýðubanda-
lagið fái fjármálaráðherra. Sennilegir
ráðherrar Alþýðubandalagsins, a.m.k.
fram að kvöldmat í gær, voru þessir
menn: Ragnar Arnalds, Helgi Seljan
og Svavar Gestsson. Fast á eftir þeim
fylgdu svo Hjörleifur Guttormsson og
Ólafur Ragnar Grimsson.
Geir Gunnarsson hefur oft verið
nefndur væntanlegur fjármálaráð-
herra Alþýðubandalagsins. Var enn á
hann knúið i gær að setjast í það emb-
ætti. Ennfremur var skorað á Lúðvík
Jósepsson að fara i ráðherrastól. Eins
og sakir standa hefur hvorugur þeirra
fengizt til þess.
Steingrimur Hermannsson er
nefndur sem iðnaðar- og orkumálaráð-
herra. Þá er talið sennilegt að Ingvsr
Gislason bjóðist til að fara i mennta-
málin, ef þau koma í hlut Framsóknar-
flokksins. Einar Ágústsson hefur látið
í það skina að hann geti vel hugsað sér
að gegna starfi utanríkisráðherra
áfram.
Hvað sem þessu liður er alveg Ijóst
að verði mynduð sú vinstri stjóm sem
hér er nú sagt frá. verður Ólafur
Ólafur J óhannesson
Jóhannesson forsætisráðherra. Skipun
i önnur ráðherrasæti er mörgum svo
mikið tillfinningamál að vandinn
virðist ærinn að ná samkomulagi um
hana. jafnvel þótt málefnalegur
ágreiningur sé settur til hliðar unt
stund.
BS/HH
Réó sér og eigin
konu sinni bana
Grænmeti
íkroppinn
— sjá bls. 4
Sá voveiflegi atburður varð i gær-
morgun á bænum Þormóðsdal. að
bóndinn þar, Gísli Kristinsson, réð konu
sinni, Sólveigu Jórunni Jóhannsdóttur
bana. Síðan hringdi hann i lögreglu og
tilkynnti um atburðinn og réð sér siðan
bana.
Samkvæmt upplýsingum Njarðar
Snæhólm rannsóknarlögreglumanns i
morgun fundu lögreglumenn hjónin
bæði látin af skotsárum er þeir komu að
bænum skömmu siðar. Atburður þessi
átti sér stað um kl. 6 i gærmorgun.
Gísli var á sextugsaldri en Sólveig
Jórunn var um fertugt. Hjónin voru
bamlaus. Þau hjón bjuggu að Þormóðs-
dal. þar sem Gísli hafði umsjón með
hundum sem eru í eigu embættis
Veiðistjóra ríkisins. Þormóðsdalur er i
eigu Rannsóknarstofnunar land-
búnaðarins, en embætti veiðistjóra
hafði þaraðstöðu.
Ekki er nánar vitað um tildrög þessa
hörmulega atburðar.
JH.
Lækjartorgsmótið í skák:
Guðmundur færði Dagblaðinu
bikar — hvað annað?
„t siðustu umferð keppa Dagblaðið og
Landsbankinn,” sagði Jóhann Þórir í
magnarann, þegar blásið var til siðustu
umferðar i f> rirtækjakeppni í skák sem
háð var undir berum himni á Lækjar-
torgi í gser.
Guðmundur Siguriónsson stórmeist-
ari fór með sigur af hólmi fyrir Dag-
blaðið. Keppt var eftir Monrad-kerfi og
voru þátttakendur 36. Guðmundur hlaut
8 vinninga af 9 mögulegum.
Einn af skákmótafréttamönnum DB,
Bragi Sigurðsson, tekur við forkunnar-
fögrum farandbikar úr hendi Guð-
mundar á ritstjórn Dagblaðsins í
morgun.
Haraldur Blöndal var einnig við-
staddur afhendinguna. Hann var einn af
framkvæmdastjórum keppninnar og
tefldi sjálfur fyrir Tímann.
DB-mvnd Ari
DB-m.vntk Ari Kristinsson.
Ung og atvinnulaus vann
ferð til Grikklands
Ung og atvinnulaus stúlka á Eyrar-
bakka vann Grikklandsferðina í
Sumargetraun Dagblaðsins. Dregið var i
gærdag. Á myndinni dregur Karl Pétur
Jónsson (8 ára i gær, 9 ára i dag) og réttir
Hrafnhildi Sveinsdóttur umslagið. Þegar
hún opnaði umslagið kom i Ijós nafn
Ragnheiðar Markúsdóttur á Eyrar-
bakka. Hún ogeiginmaður hennar halda
utan til Grikklands á þriðjudaginn og
fær hann þá fri úr loðnunni um tveggja
vikna skeið.