Dagblaðið - 30.08.1978, Page 6

Dagblaðið - 30.08.1978, Page 6
6 DAGBLAÐIÐ. MIDVIKUDAGUR 30. ÁGÚST 1978. Garðhellur, gangstéttarhellur og kantsteinar í miklu úrvali. VÖNDUÐ VARA Bergiðjan, vinnustofa, Kleppsspítalanum, Reykjavík Sími 38160. Styrkur til háskólanáms í Japan Japönsk stjórnvöld bjóða fram styrk handa íslendingi til háskólanáms i Japan námsárið 1979—80 en til greina kemur að styrktimabil verði framlengt til 1981. Ætlast er til að styrkþegi hafi lokið háskólaprófi cða sé kominn nokkuð áleiðis i háskólanámi. Þar sem kennsla við jap- anska háskóla fer fram á japönsku er til þess ætlast að styrkþegi leggi stund á japanska tungu um a.m.k. sex mánaða skeið. Umsækjendur skulu ekki vera eldri en 35 ára. Styrkfjárhæðin er 146.000 yen á mán uði og styrkþegi er undanþeginn skólagjöldum. Auk þess fær styrk þegi 25.000 yen við upphaf styrktímabilsins og allt að 42.000 yen til kaupa á námsgögnum. Þá erog veittur ferðastyrkur. Umsóknir um styrk þennan, ásamt staðfestum afritum prófskirteina, meðmælum og heilbrigðisvottorði, skulu sendar menntamálaráðu neytinu Hverfisgötu 6 Reykjavik, fyrir 22. septentber nk. — Sérstök umsóknareyðublöð fást í ráðuneytinu. Menntamálaráóuneytið, 25. ágúst I978. Styrkur til háskólanáms í Sviss Svissnesk stjórnvöld hafa tilkynnt að þau bjóði fram i löndunt sem aðild eiga að Evrópu'áðinu sex styrki til háskálanáms í Sviss háskóla árið I979—80. — I kki er vitað fyrirfram hvort einhver þessara styrkja muni koma í hlut íslendinga. Styrkir þessir eru eingöngu ællaðir til framhald-.náms við háskóla og eru veittir til tíu mánaða námsdvalar. Styrkfjárhæðin er 950 svissncskir frankar á mánuði og auk þess fá styrkþcgar allt að 500 franka styrk til bókakaupa. — Þar sern kennsla i svissneskum háskólunt fer fram annaðhvort á frönsku eða þýsku er nauðsynlegt að umsækjendur hafi nægilega þekkingu á öðru hvoru þcssara lungumála. Þurfa þeir að vera undir það búnir. að á það verði reynt með prófi. Umsækjendur skulu eigi vera eldri en 35 ára ogskulu hafa lokið háskólaprófi áður en styrktimabil hefst. Umsóknir um styrki þessa skulu sendar mcnntamálaráðuneytinu Hvcrfisgötu 6 Rcykjavik. fyrir l. nóventber nk. á tilskildum eyðublöðum scm þar fást. Menntamálaráðuncvtið 25. ágúst I978. Styrkur til háskólanáms í Sviss Svissncsk sijórnvöld b|i'iða fram styrk handa Íslendingi til háskóla- nánts í Svis1 skólaárið 1979- 80. Ællast er lil að umsækjendur hafi lokið kandidatspróli eða scu koninir langt álciðis i háskólanánti. Þeir senr þegar hata verið mórg ár i starfi. eða eru eldri en 35 ára. koma að öðru jöfnu ekki til greina við styrkvcitingu. Styrkfjárhæðin nentur 800 svissneskum frönkum á mánuði l'yrir stúdenta, en allt að 950 frönskum fyrir kandiadata. Auk þess hlýtur styrkþegi nokkra fjárhæð til bókakaupa og er undanþeginn kennslugjöldunt. — Þar scnt kennsla í svissneskum háskólum fer fram annaðhvort á frönsku eða þýsku. er nauösynlegt að umsækjendur hafi nægilega kunnáttu i öðru hvoru þessara tungumála. Þurfa þeir að vera undir það búnir að á það verði reynt með prófi. Umsóknum um styrk þennan skal konrið lil ménntamálaráðu- neytisins, Hverfisgötu 6, Reykjavik, fyrir I. nóvcmber nk. — Sérstök umsóknareyðublöðfást i ráðuneytinu. Menntamálaráðuneytið 25. ágúst 1978. BILAPARTASALAN Höfum úrval notaöra varahluta íýmsar tegundir bifreiöa, til dæmis: I Land-Rover '65, Chevrolet Nova '67, Saab '68, Hillman Hunter '70, VW 1600 '69, Willys '54. Einnighöfum viö urval afkerruefni, til dæmis undir vélsleða. Sendum um allt land. BÍLAPARTASALAN Höltatúni 10-Simi 11397 Hua Kuo-f eng f ormaður í íran: Hörð gagnrýni á risaveldin — í kvöldverðarræðu kínverska formannsins Hua Kuo-feng, fyrsti leiðtogi Kín- verska alþýðulýðveldisins, sem heim- sækir riki utan kommúnistarikjanna, mun i dageiga viðræður við íranskeis- ara um heimsmálin. Hua formaður kom til Írans í gær í þriggja daga heimsókn. Hann mun fara með þyrlu til sumarseturs keisar- ans i dag, þar sem þeir munu ræðast við. Í ræðu sem Húa flutti í íran i gær gagnrýndi hann risaveldin Sovétrikin og Bandarikin fyrir útþenslustefnu og árásar og drottnunargirni. Hann gagnrýndi stórveldin þó án þess að nefna þau beint á nafn. Hua gagnrýndi það að stórveldin hefðu afskipti af innanríkismálum annarra rikja og virtu ekki þeirra yfir- ráðarétt og smánuðu önnur riki. Þess má geta að Íran á landamæri aðSovét- ríkjunum að sunnan og er auk þess bandamaður Bandarikjanna. Búizt er við því að Húa formaður hitti einnig að máli hinn nýja forsætis- ráðherra írans, Jaafar Sharif Emain, sem keisarinn útnefndi fyrir þremur dögum. Hann mun og ræða við Amir Khosrov Afshar utanrikisráðherra. Búizt er við því að utanríkisráðherr- ann og kinverski flokksformaðurinn undirriti menningarsamning á milli þjóðanna. För Hua formanns til Evrópu og írans hefur valdið miklum óróa meðal ráðamanna Sovétrikjanna. Sovétmenn líta för Hua formanns mjög óhýru auga. ^ > Leiðangurinn á jöklinum Eins og DB skýrði frá i fyradag, var japanska ofurhuganum Uemura bjargað af Grænlandsjökli, eftir að hann kom að óyfir- stiganlegri hindrun, um 80 km frá Narssarssuaq. Þá hafði kappinn lagt að baki sér um 3000 km leið með aðstoð 16 hraustra sleðahunda, sem sjást hér á myndinni ásamt sleða leiðangursins. Uemura tók þessa mynd sjálfur. Látlaus opin messa Jóhannes Páll páfi heldur hinum hóg- væra stil, sem hefur einkennt hann eftir að hann var kjörinn páfi á dögunum og hefur raunar einkennt prestsstörf hans. Hann hefur nú ákveðið að í stað iburðarmikillar krýningarathafnar á sunnudaginn, verði aðeins einföld opin messa. Vatikanið tilkynnti í gær að i fyrsta skipti í sögu kaþólsku kirkjunnar yrði leiðtogi 700 milljóna kaþólskra manna ekki krýndur á hinn hefðbundna hátt. Jóhannes páfi mun ekki bera páfa- kórónuna ogekki vera borinn á páfastóli heldur ganga frá athöfninni i Péturs- kirkjunni. Þessi hógværð hans er í samræmi við fyrri kirkjustörf hans, bæði sem biskup á Norður-Ítalíu og patriarki i Feneyjum. Og enda þótt hinn nýi páfi hafi tekið sér nöfn tveggja forvera sinna, Páls páfa 6. og Jóhannesar 23., þykir hann þó i at- höfnum sínum likjast Jóhannesi meira en Páli vegna óformlegrar framkomu. Hógværð páfa og tilgerðarlaus fram- koma þykir sýna óskir hans um að standa eins nærri almenningi og i tengslum við fólk og unnt er. Búizt er við því að krýningarathöfnin á sunnudaginn verði i miklu ósamræmi við athöfnina er Páll páfi var krýndur fyrir 15 árum. Sú athöfn tók þrjár klukkustundir. En þrátt fyrir það að Jóhannes Páll sé að þessu leyti nokkuð ólíkur Páli forvera sinum hefur hann þó lýst því yfir að liann rnuni halda á, lofti stefnumiðum hans. Hann er eins og Páll á móti fóstur- eyðingum og getnaðarvörnum og einnig stendur hann gegn þvi að konur taki að sér prestsstörf. En framkoma hins 65 ára gamla páfa, sem áður var svo til óþekktur, hefur valdið þvi að hann hefur unniðhugi og hjörtu fólksins.

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.