Dagblaðið - 30.08.1978, Page 7

Dagblaðið - 30.08.1978, Page 7
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 30. ÁGÚST 1978. 7 Erlendar fréttir — Hotumn skrif uð með sapu a spegil veitingahuss—þar stoð „forsetinn deyja á f immtudag” — Málið þegar rannsakað af leyniþjónustunni aríkjaforseti slappaði af Samkvæmt upplýsingum yfirvalda mun Carter Bandarikjaforseti slappaði af í gær og reið hrossi i villta vestrinu, nánar tiltekið i Wyoming. Carter notaði fri sitt til þess að búa sig undir átök, er hann kemur aftur til Washington, þar sem hann mun væntanlega eiga í baráttu við þingið vegna orkustefnu sinnar. Á meðan forsetinn naut lifsins í vestrinu voru leyniþjónustumenn á þönum að kanna hvað lægi á bak við morðhótun, þar sem sagði að for- setinn yrði myrtur áður en frii hans lyki. Forsetahjónin hafa dvalið i Wyoming síðan á fimmtudag, en hafa stytt fri sitt um tvo daga vegna anna i Washington. Leyniþjónustan hefur slegizt i lið með lögreglunni i Wyoming í leit að manni sem skrifaði á spegil i hóteli nokkru, „Forsetinn mun deyja á fimmtudag.” Þetta var skrifað á gististað í Idaho Falls. skammt vestur af Jackson Hole, þar sem for- setinn hefur dvalizt. Gert er ráð fyrir því að Carter fari frá Idaho Falls í dag áleiðis til Washington. Samkvæmt upplýsingum yfirvalda hefur enginn verið handtekinn vegna þessa máls og enginn ákærður. Leyniþjónustan hóf þegar rannsókn á málinu eftir að starfsstúlka á gististaðnum tilkynnti að maður nokkur hefði skrifað hótunina á spegil með sápu og límt mynd af forsetanum með. Starfsstúlkan sagði að maðurinn hefði slegið hana í höfuðið með byssu og flúið siðan af staðnum. Carter mun nú fara til Washington, þar sem hann mun reyna að koma í veg fyrir að þingið stoppi orkumála- frumvarp Carters. Þá mun forsetinn einnig vinna að undirbúningi heimsóknar Begins og Sadats til Camp David hinn 5. september nk. Það er ekki alltaf auðvelt að vera for- seti Bandaríkjanna. Carter fær ekki einu sinni frið i stuttu fríi sínu í villta vestrinu. Þar er honum hótað lífláti og getur ekki hreyft sig nema í strangri gæzlu öryggisvarða. Þýzkaland: Rúmeni játar njósnir Rúmenskur embættismaður sem hvarf i Vestur-Þýzkalandi fyrir nokkru hefur gefið sig fram og skýrt frá þvi að kommúnistar stundi öflugar njósnir í Þýzkalandi, jafnvel á hæstu stigum valdakerfisins. Sagði maðurinn, sem heitir Roman Ion Pacepa, þetta í viðtali viðblaðið Bild. Pacepa, sem hvarf frá hóteli sinu snemma i ágúst, sagðist hafa veitt bandarisku leyniþjónustunni upplýsing- ar um þetta mál og fengið henni skjöl i hendur. REUTER Ný stjóm í Danmörku Ný stjórn hefur verið mynduð í Dan- mörku, stjóm jafnaðarmanna og Vinstri flokksins. Samkomulag hefur náðst um ráðherraembætti og verður Anker Jörgensen formaður Jafnaðarmanna- flokksins forsætisráðherra og formaður Vinstri flokksins, Henning Christopher- sen, verður utanríkisráðherra. Töluverð andstaða var gegn þessari stjórnarmyndun innan danska alþýðu- sambandsins, en Vinstri flokkurinn er hægri sinnaður flokkur. M.a. hótaði al- þýðusambandið að slita tengsl sin við Jafnaðarmannaflokkinn en til þess kom þó ekki og tekur einn helzti verkalýðs- foringinn i fráfarandi stjórn, Erling Jensen, nú við embætti varnarmálaráð- herra. Jensen var dómsmálaráðherra i minnihlutastjóm jafnaðarmanna. í málefnasamningi hinna nýju stjórnarflokka er ákveðið að verðstöðv- un skuli standa næsta árið. Þá er og slegið á frest smiði kjarnorkuvers í Dan- mörku og smiði brúar yfir Stórabelti. Kaupgjald mun ekki hækka á meðan verðstöðvunarlögin standa. Anker Jörgensen forsætisráöherra heilsar hinum nýja utanríkisráóherra, Henning Christophersen, formanni Vinstri flokksins. Korsíka: Skotið á þýzka fjölskyldu Þýzkur ferðamaður, Horst Babl, var i nótt skotinn til bana i Babtista á Kor- síku. Kona Babls var særð og tveim börnum þeirra hjóna rænt. Skotárásin var gerð á sumarhús fjölskyldunnar. Frú Babl var flutt alvarlega særð á sjúkrahús til uppskurðar. Læknar á sjúkrahúsinu sögðu þá að ómögulegt væri að segja um það hvort hún lifði að- gerðina af. Skipta umgeimfar ígeimnum Geimfarar þeir sem skruppu i heimsókn út í geimstöðina Salyut 6. eru væntanlegir heim alveg á næstunni. Geimfararnir, sem eru austur-þýzkur og sovézkur, lögðu upp í ferð sína fyrir fjórum dögum á Soyuz geimfari. Úti í geimnum fá þeir hins vegar nýtt geimfar sem þeir koma í heim. Samferða þeim verða tveir Sovétmenn úr Salyut 6. Hafa þeir haldið þar til siðan 15. júní. SEM ÞU GETUR EKKI HAFNAÐ NÚ BJÖÐUM VIÐ FLAUELSBUXUR ^YERD KR. 6.000.-

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.