Dagblaðið - 30.08.1978, Blaðsíða 8

Dagblaðið - 30.08.1978, Blaðsíða 8
8 DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 30. ÁGÚST 1978. Ispönskum Um sýningu Jónasar Guð- varðssonar í Norræna húsinu Jónas Guðvarðsson hefur ekki haft hátt um sig síðan hann hóf myndlistar l'eril sinn um 1968. Einkasýningu hefur hann ekki haldið síðan 1971 og það er aðeins með stöku myndverki á Haustsýningum FÍM að Jónas gefur til kynna að hann sé enn að starfi. Nú heldur hann hins vegar mikla sýningu i kjallara Norræna hússins og sýnir 55 verk alls. Jónas hefur farið aðra leið en margir samtima listantenn og jafnaldrar hans með þvi að ganga til náms i Barcelona á Spáni i tvo vetur eftir Myndlistarskólann hér og sú rcynsla hefur sett greinilegt mark á list hans. Spænskri list. i myndum og niáli. hefur verið lýst sem jarðbundinni og Ijóðrænni i senn. þar sem átakanlegt raunsæi og skáldlegur innblástur hald ast i hendur á sérstakan hátt. Rík efniskennd í nútímamyndlist Spánverja kemur þetla fram i rikri efniskennd. tilfinningu fyrirsamspili og samkennd ólíkra efna, sem meðhöndluð eru á ákaflega hugmyndaríkan hátt og nægir þar að nefna tvo meistara, Miró og svo Tapíes sem báðir eru ættaðir frá Barcelona. Næm tilfinning fyrir viði hefur einnig fylgt spænskri list gegnum aldirnar svo og ákveðin blæbrigði: dempaðir. jafnvel dapurlcgir litir. Þetta er likast til sú arfleifð sem Jónas hefur nærst á bæði á skólaárum sínum á Spáni og síðar i starfi sinu á sólarströndum í þvísa landi. Hingað til hefur mér ekki fundist Jónas vinna nægilega vel úr þcssari spænsku reynslu sinni — af þeini fáu verkum sem ég hef séð eftir hann. Litir hans hafa verið afar hráir og hin þrívíðu lágmynda-partar hafa einhvern veginn verið á skjön við af- ganginn í myndum hans —staðið út úr eins og brotnir lærleggir. Á þessari sýningu kemur Jónas hins vegar fram sem listamaður með sterk per- sónueinkenni, — þótt ekki sé ég að öllu leyti sáttur við yfirbragð niynda hans. Lágmyndir Verk hans eru nær öll í lágmynda stil eða upphleypt og efnisviður hans er fjölbreyttur: tré. kopar. járn. leður. strigi ásamt með málningu og hvað sem annars má uni þau segja eru þau listasmiði. Af þcini finnsl mcr l'igúratífu verkin sist. þ.e. andlit sem gjarnan er fyrir komið i pörunt á myndfletinum. Þar er litanotkun lians i sætara lagi og andlitin sjáll' án nokkurrar sálarlegrar innsýnar. Jónas er hins vegar mun snjallari i sam- setningu afstrakt flata. en þar er aðallega tvennt sem slævir kraft mynda hans. Hið fyrra er hin ..skematiska" uppröðun eða yfirvegað jafnvægið í myndum hans. sem gerir úr þeim sterkar heildir en sviptir þær þeirri spennu sem óregluleg uppröðun skapar. Þetta þýðir i reynd að þær svala ekki áhorfandanum til lcngdar. Hins vegarer þetla kostur á skreytilist. Bragarbót Siðari mótbára min varðar notkun Jónasar á hinum ýmsu efnum i myndum sínuni — en þar gerir hann svo mikið af þvi að nostra. pússa og yfirmála að kostir hins aðfengna efnis fara fyrir bi og verkin gera enn frekara tilkall tjl þess að vera skoðuð sem skreytilist. En Jónasi er vissulega ekki alls varnað i þeim efnurn og gerir bragarbót i nokkrum ílöngum myndum. eins og Sprenging Inr. II. Tenging (2). Byggðalína 1141. Orkubeislun (22). og Sigling |32). þar sem viður. kopar og málning ganga ekki á hlut hvers annars. heldur undir- strika þýðingu hvers annars og svo myndheildarinnar. Myndlist AÐALSTEINN INGÖLFSSON W >3 Borðbúnaður nýkominn Hinn vinsæli vestur-þýzki og sænskl boröbún- aöur nýkominn. 20 glæsilegar tegundir. Verö viö allra hæfi. SUfurbúðin Laugavegi55. Sími 11066. HREYFIU Simi 8 55 22 mtEBIADIB spjallarvið launafólk: Vísi- tölu- bætur r a lægstu laun, en hver eru þau? Marf’t þykir bcnda til að vœntanlefi sé 15% genfiis- fellinfi einh vern næstu daya ofi í kjolfar stjórnarmyndunar verði ákvcðið um 220 þúsund króna launaþak á vísitiilubætur. Af þessu tilefni fór DB á stúfana í fiærdafi og spjallaði við launafólk. í viðtölum kom fram almennur stuðningur við að greiða vísitölubætur á lægri laun en misjafnt var hvarmenn settu rnarkið. BSRB-fólk talaði um 350 þúsund krónur sem lágmarkslaun en verka- fólk nefndi oftar töluna 250— 300 þúsund krónur. C,M. Sigurður Kristinsson, Þörfin mest hjá láglauna- fólki ..Kjarábæturnar eiga fyrst og fremst að koma til láglaunafólks. Þar cr þörfin mest." sagði Sigurður Kristinsson tré smiðancmi. ..Ég held að rélt sé að miða visitölubætur við 300 þúsund króna mánaðarlaun. Það eru lágntarkslaun sem nicnn þurl'a til að lil'a af.” CíM. Ása Guðmundsdóttir. 350 þúsund lágmarks- laun ..Já. ég er sammála Snorra." sagði Ása Guðmundsdóttir. skrifstofumaður hjá Iramkvæmdastofnun. „Lágmarkslaun 'í dag æitu ekki að vera undir 350 þúsundum og við það ætti að miða visitölubælurnar." Undir þessi orð tók margt annað skrifstofufólk sem þarna var statt cn það er félagar i Bandalagi starfsmanna rikis og bæja. GM. Ilelgi Skúlason. Gera það sem gera þarf „Jú. það er eflaust sanngjarnt að þeir sem lægstu launin hal'a fái einkum hækkanir." sagði Helgi Skúlason byggingameistari. „Um þcssar ráðstafanir i el'nahags málum get ég lítið sagt. Það er bara verið að gcra það sem gcra þarf og ekki verður hjá komi/i.n c;m. Ráðherrar eiga ekki aðfá hækkun „Ég verð nú að viðurkenna að ég spái ekki mikið i svona hluti." sagði Dagntar Heiðdal afgreiðslustúlka. „Æili fólk þurfi ekki að minnsta kosti _250—300 þúsund krónur á mánuði til að lit'a. Áúðvitað vilja allir hækkanir en manni finnst sanngjarnt að þeir sern hafa lágu launin fái ntcst. Ráðherrar eiga ekki að fá hækkun. Þeir hal'a sko nóg." GM. Dagmar Hciðdal.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.