Dagblaðið - 30.08.1978, Síða 10

Dagblaðið - 30.08.1978, Síða 10
10 DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 30. ÁGÚST 1978. frýálst, úháð dagblað Útgefandi: Dagbladtðhf. Framkvnmdastjóri: Svoinn R. Eyjólfsson. Rkstjórí: Jónas Krístjftnsson. Fróttastjórí: Jón Birgir Pótursson. Ritstjómarfultrúi: Haukur Helgason. Skrifstofustjóri rttstjómar Jóhannes ReykdaL íþróttir: Hallur Simonarson. Aöstofl .rfróttastjórar Atli Steinarsson og Ómar Valdimarsson. Handrít- Asgrímur Pólsson. 'Blaflamenn: Anría Bjaríiason, Ásgeir TÓmasson, Bragi Sigurflsson, Dóra Stefánsdóttir, Gissur Sigurfls- son, Guflmundur Magnússon, Halur Halsson, Helgi Pótursson, Jónqs Haraldsson, Ólafur Geirsson, Ólafur Jónsson( Ragnar L&r., Ragnheiflur Kristjénsdóttir. Hönnun: Gufljón H. P&isson. Ljósmyndir Ari Krístinison Ámi P&H Jóhannsson, Bjamleifur Bjamleifsson, Hörflur VHhj&lmsson,- Ragnar Th. Sigurflsson, Sveinn Þormóflsson. Skrífstofustjórí: Ólafur EyjóHssorí. Gjaldkerí: Þr&inn ÞoríeHsson. Sölustjóri: Ingvar Sveinsson. DreHíng- arstjórí: M&r E.M. HaHdórsson. Ritstjóm Síflumúla 12. Afgreiflsla, áskríftadeHd, auglýslngar og skríf stófur Þverhohi 11. Aflalsimi blaflsins er 27022 (10 línuri. Áskríft 2000 kr. & m&nufli innanlands. í lausasölu 100 kr. eintakifl. Setning og umbrot Dagblaðifl hf. Slðumúla 12. Mynda- og plötugerfl: HHmir hf. Siflumúla 12. Prentun: Áp/qVur hf. Skeifunni 10. Umboðslaun á svörtum Verzlunarráð viðurkennir, að lengi hafi tíðkazt, að innkaupsverð vissra vörutegunda hafi verið hækkað um 5%- 10% erlendis, þegar leyfileg álagning hér heima hafi ekki verið í samræmi við innlendan dreifingarkostnað. Þetta hafi stjórnvöldum lengi verið kunnugt. Með þessu eru „stjórnvöld” beinlínis sökuð um aðild að svikamyllu innflytjenda. Stjórnmálamönnum hafi annað veifið þótt lækkun álagningar á pappírnum hafa pólitískt gildi, svo sem í tengslum við efnahags- ráðstafanir, þegar álögur hafa verið lagðar á almenning. Þetta hefur verið blekking. Jafnóðum hafa innflytjendur bætt sér upp skerðingu álagningar með því að keyra upp innkaupsverðið, svo að fleiri krónur komi í þeirra hlut, þótt álagningarprósentan hafi verið lækkuð. Pólitiskir ráðamenn hafa séð sér annan hag í þessum svikum. Því hærra sem innkaupsverðið erlendis hefur orðið þeim mun meira hefur komið inn til ríkisins í aðflutningsgjöldum. Landsfeðrum hefur þótt þetta ómaksins vert. Þeir gátu haft innflytjendur góða. Þeir gátu sefað kjósendur. Þeir gátu aukið ríkistekjurnar, svo að meira yrði til úthlutunar á jötuna. Uppkeyrsla innkaupsverðsins í þessu skyni hefur á hinn bóginn verið stuldur úr vösum neytenda, sem hafa greitt miklu hærra verð en ástæða var til. Verzlunarráð segir einnig, að umboðslaunin hafi síðan verið flutt heim og þeim skilað til banka. Það er hins veg- ar „opinbert leyndarmál”, að mikið af þessum umboðs- launum hefur ekki verið flutt heim. Margir innflytjendur setja á stofn leynilega reikninga erlendis. Finans- bankamálin munu reynast mörg, ef skyggnzt væri. í fjölmörgum öðrum tilvikum hafa innflytjendur ekki talið sig hafa efni á að láta stórar fúlgur liggja á slíkum reikningum til að standa undir eigin eyðslu á ferðalögum og þess háttar. Þeir hafa flutt umboðslaunin heim í blóra við gjaldeyrisyfirvöld og einfaldlega selt þau á svörtum markaði. Mikið af slíku fé er stöðugt á markaðnum. Hver ferðamaður veit, að þorri fólks í ferðamanna- hópum hefur meiri gjaldeyri en þá lús, sem gjaldeyris- yfirvöld skammta. Alls staðar sjást dæmin um lengri dvöl og meiri eyðslu manna á ferðalögum erlendis en þessu nemur. Mikill hluti þessa fjár er vafalaust kominn frá innflytjendum, sem hafa komið gjaldeyristekjum sín- um í verð. Engin ástæða er til að þakka, þótt Verzlunarráð geti nefnt stórar upphæðir af umboðslaunum, sem skilað hefur verið með eðlilegum hætti. Undantekningar frá þeirri reglu eru hins vegar alltof margar. Eigi að ráðast á rót meinsins, þarf þó meirá til en að fletta ofan af einum og einum, sem brotið hefur lög. Undirrótin er í kerfinu sjálfu og ristir dýpra en aðild stjórnvalda að svika- myllunni í uppkeyrslu umboðslauna og innkaupsverðs. Gjaldeyrishöftin hafa rekið tugþúsundir venjulegs ferðafólks út á svarta markaðinn. Menn una ekki að vera gerðir að þriðja flokks borgurum í samanburði við aðra, þegar þeir nýta þau sjálfsögðu mannréttindi að bregða sér út fyrir landsteinanna, þegar tekjur leyfa. Gjald- eyrisviðskipti af þessu tagi þarf að gera frjáls. Fólk, sem hefur unnið fyrir nægum farareyri og sparað til þess, hefur fullan rétt til að fá þá gjaldeyrisyfirfærslu, sem það þarfnast. Forréttindamenn, sem eiga nú aðgang að gjald- eyri, eiga ekki að þrífast. „íEdens fínum rann” Við rætur fjallsins stendur fagurt einbýlishús. í þessu húsi býr hamingjusamt fólk. Þetta fólk hefur verið duglegt og athafnasamt um æfina og fyrir þessa eiginleika hefur það hlotið ríkulega uppskeru. Fjölskyldan er miðaldra hjón, tveir uppkomnir synir og dæturnar, 16 og 18 ára gamlar. Húsbóndinn á heimilinu er aðalat- vinnurekandinn í plássinu. Hann á tvo báta, ishús og saltfiskverkun. Auk þess á hann hlut í ýmsum fyrirtækjum öðrum. Húsið stendur við rætur fjallsins og umhverfis það er fagur garður. Móðir hússins á þennan garð. I garðinum hafa verið unnin ýmis kraftaverk. Þar grær ekki aðeins íslenska birkið heldur hefur heppnast að hlúa að ýmsum viðkvæmari plöntum utan íslensku flórunnar. Þessi garður er stolt heimilisins. Synirnireru uppkomnir. Þeir giftust og komu vel undir sig fótunum. Það var einróma álit fjölskyldunnar að þeir ættu ekki að bíða eftir væntanlegum arfi foreldra sinna, heldur yrði stutt við bakið á þeim þegar mest á reyndi. Þeir eignuðust strax eigið húsnæði og komu í gang atvinnurekstri og verslun sem blómstrar vel. Dæturnar tvær eru ennþá í skóla og biða sinna tækifæra. Þegar við áttum leið hjá þessu fallega einbýlishúsi var enginn heima. Um síðustu áramót hafði öll fjölskyldan mælt sér mót á Kanari. Þarna var verið að efna gamall heit. Eins og móðir hússins orðaði það, „þá var þetta ekki nein fórn frá okkar hálfu þó að við borguðum ferðina. Að vera saman og hafa barnabörnin hjá okkur er meira virði en nokkrir peningaseðlar.” Um áramótin voru engir flugeldar í garðinum en nú i sumar stóð húsið aftur autt. Enn höfðu óvæntir atburðirgerst. Húsbóndinn var langdvölum suður i Reykjavík að syngja i grátkór at- vinnurekenda og móðir hússins hafði út úr leiðindum tekið dæturnar með sér til dvalarerlendis. Þegar hjónin skildu í vor rifjuðu þau upp gamla tíma og breytta aðstöðu i atvinnurekstrinum. Þau minntust þess þegar fyrsta húsið þeirra var i smíðum og aflaleysi var á ver- tiðinni og húsið var selt á nauðungar- uppboði. Þau höfðu þá rætt um hvort selja ætti bátinn eða húsið. Þá var rétt ákvörðun tekin, guði sé lof. Síðan breyttust tímarnir, og ára- tugir eru liðnir frá þeirri martröð að eiga á hættu að missa eigur sinar á þennan hátt. Þjappazt saman áflótta Hér skal játað að þessi stutta frásögn er skáldskapur. Húsið stendur ekki nákvæmlega við rætur fjallsins og fjölskyldan er ekki nákvæmlega eins samsett. Engu að síður er „skáld skapurinn” byggður á nokkuð staðgóðri þekkingu á aðstæðum „í Edens fínum rann”. Og ekki kæmi það á óvart, að lesendur Dagblaðsins úti á landsbyggð þekktu einhverja hliðstæðu. Það er allsstaðar hægt að þreifa á þessum „skáldskap” ef farin er lítil gönguferð á fögru haustkvöldi um plássið. Þetta hús og þessa fjölskyldu þekkja allir. í Reykjavík og nágrenni er einnig hægt að gera vettvangskönnun. Þar nær múgmennskan einnig til peninga- mannanna. Þeir safnast gjarnan saman i hverfi. En þar hefur auðurinn i stærra mæli hlaðist upp af braski og verðbólgugróða. Þar hafa gömul gildi misst vægi sitt. Komin er sú kynslóð peningamanna, sem aldrei hefur staðið' baujuvaktina en er fædd með silfurskeið i munni eða hefur tileinkað sér siðlaust og kalt peningamat á öllum hlutum. Það er til þessara aðila beggja, sem nú í sumar er verið að færa fjármuni í þjóðfélaginu. Fjármuni sem nema mörgum milljörðum króna. Eftir alþingiskosningarnar veltu menn því fyrir sér hvernig þessi tilfærsla færi fram. Maður sagði við mann: Verður nú beitt hefðbundnum aðferðum eða sótt á ný mið? Svarið við þessari spurningu er smám saman að renna upp fyrir fólki. Smám saman hefur óttinn við eigin kosningaloforð þjappað vinstri flokkunum saman á flóttanum und- an þeim. Sýndarráðstafanir Þegar þessar línur birtast verður ef til vill koniin til valda vinstri stjórn i landinu. „Vinstri” eða „hægri” stjórn verður að skilgreina út frá málvitund manna fremur en stjórnmálalegum for- sendum. Það verður að gera saman- burð og viðmiðun til þess að fá einhvern botn í hugtökin. Þegar „hægri” stjórn var í burðarliðnum var rætt um málefna- samning sem fólst meðal annars i því að afhenda „almenningi” bifreiða- eftirlitiðog Álafoss. Þeasar hugleiðing- ar áttu sér stað um það bil hálfum mánuði áður en stór hluti atvinnulifs landsmanna átti að stöðvast endanlega. Þetta mætti kalla pólitíska heiðríkju. Mat þeirra manna sem ekki hafa lengi komið út úr húsi og eru ennþá að borða með silfurskeiðum sín- um. I stuttu máli sagt eru slíkar hug- leiðingar um efnahagsvanda íslendinga i dag utan við þau mörk sem venjulegri almennri skynsemi eru sett. Á hinn bóginn eru þær hugmyndir sem vinstri flokkarnir eru með á sinni könnu. Þær hugmyndir eru byggðar á miklu meira rænsæi en hinar. Þarna eru aðilar að verki sem vita hvað þeir eru að gera. En hvað eru þeir að gera? Þeir ætla að færa til fjármuni í þjóðfélaginu og það eru tvær leiðir til þess. önnur er sú að taka peningana þar sem þeir raunverulega eru. Taka til baka verðbólgugróðann og milliliða- gróðann og borga með þessum fjár- munurn niður verðbólguna. Að loka götunum sem stærri hluti gróðans fer eftir til einkabraskara i ýmsum myndum. Þessi leið kostar töluvert pólitiskt hugrekki. Og hún er ekki auðfarin. Til þess að ná þessum peningum eða stöðva streymi þeirra þarf að komast yfir ótalmargar hindranir. Þar standa á varðbergi hörð kerfisljón sem einskis svifast til að verja hagsmuni sina. Valdakerfi braskaranna og afætanna hefur verið byggt upp und- anfarin ár. Múrinn utan um það hefur stöðugt verið styrktur. Þó að lögleg stjórnvöld vildu, þá er þaðekki einfalt mál að vinna þetta virki. Það er þessvegna að vinstri flokkarnir eru að velja aðra auðveldari leið. Þessi leið felst i þvi að færa til fjár- muni nær eingöngu innan þeirra sviða i efnahagskerfinu sem lög og reglur ná yfir. Það á að flytja peninga frá þeim löglega betur settur til hinna verr settu. Þessi liður tilfærslunnar er mál sem flestir heiðarlegir menn með eðlilega siðgæðisvitund eru sammála um að sé réttlátt. Þegar þessari millifærslu er lokið en hún er fyrst og fremst gerð til að tryggja vinnufriðinn þá er réttlætinu einnig lokið. Grátkórinn heldur glaður heim úr velheppnaðri söngför. Honum hefur verið færð gengislækkun á silfurfati og svo vaxtalækkun í eftirrétt. Þeir sem reka fyrirtæki undir- stöðuatvinnuveganna rogast með fulla poka af peningum heim til sín. Ekkert Kjallarinn Hrafn Sæmundsson eftirlit verður haft með því hvernig þessum skattpeningum verður varið og hvernig fyrirtækin verða rekin. Ekki er fyrirsjáanlegt, að nokkrum götum verði lokað. Það verða gerðar sýndarráðstafamr til að slá ryki i augu fólksins. Það er trúlegt, að ráðherrar fái ekki lengur að braska með bifreiðar þegar vinstri stjórn hefur verið mynduð. Þessir ráðherrabílar verða hugsanlega niu. Fjölskyldan sem um var talað í upphafi á tvo „ráðherrabila”, sem báðir eru keyptir og reknir fyrir millifærslupeninga og gróða fyrir- tækjanna á góðu árunum. Aðrir „ráðherrabilar" af sömu tegund eru þúsundir í ótal fyrirtækjum. Svokallaðir eigendur fyrirtækjanna munu áfram fá frjálsar hendur um að draga á ýmsan hátt endalausa fjár- muni út úr þeim þegar vel gengur en fá svo viðstöðulaust þjóðnýtingu á tapinu þegar illa gengur. Litblindur við umferðarljós Þó ekki sé enn séð fyrir endann á þvi þá virðist það vera að gerast í islenskum stjórnmálum að þeir vinstri flokkar sem fengu umboð til þess að hræra upp í þjóðfélaginu séu að gefast upp. Það á að framkvæma enn eina hrossalækninguna. Það á að segja plástra hér og þar á kaun þjóðarlíkamans. Verkalýðsflokkarnir ætla að lappa upp á þetta rotnandi hræ og dæla i það vitamíni til þess eins að þegar aftur styttir upp komi frumskógarlögmálið sjálfkrafa í gildi. Verkalýðsflokkarnir fengu grænt Ijós í kosningunum. Beinagrindin sem birtist þegar Alþýðubandalagið lauk sínum þætti í stjórnarmyndunartilraununum sýnir að það á að keyra gætilega yfir gatna- mótin og lita bæði til hægri og vinstri. Þrátt fyrir þetta pólitíska hugleysi gengur Alþýðubandalagið þó lengst. En þvi væri óhætt að leggja rneiri áherslu og skýrari á uppskurð efna- hagslífsins. Alþýðuflokkurinn er i stórum meiri vanda. Vestræn „lýðræðishugsjón" heftir hann. Kjósendur sem þeir þekkja ekki hefta hann. Sundurlaus þingflokkur heftir hann. Og almenningur er ekki lengur viss um hver er forusta flokksins. Stöðu Alþýðuflokksins má líkja við~ litblindan ungling, sem fyrir slysni hefur fengið bilpróf og biður á umferðarljósum án þess að vita hvort hann á að fara yfir eða ekki. Af einhverjum óútskýrðum or- sökúm hefur þriðji aðilinn rumskað. Það er verkalýðshreyfingin. Það virðist nú vera að koma i Ijós að þessi aðili sem hefur raunverulega mest vald á bak við sig byltir sér í svefn- rofunum og býr sig undir að snúa sér til veggjar og sófna aftur. Engu að síður er þetta vitræna lifs- mark hjá verkalýðshreyfingunni einu gleðilegu pólitísku atburðirnir eftir kosningar. Hvað myndi gerast ef verkalýðshreyfingin hristi af sér drungann og minnimáttarkenndina og vaknaði alveg? Hrafn Sæmundsson prentari.

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.