Dagblaðið - 31.08.1978, Page 15
Pálmi „Bimbó” við stjórnborðið.
Nýtthljóðupp-
tökustúdíó
áAkureyrí
Um árabil hafa Norðlendingar
skemmt sér á diskótekinu Bimbó i
Sjálfstæðishúsinu á Akureyri. Sá
sem smíðaði það diskótek er Pálmi
Guðmundsson og nú hafa
Norðlendingar fengið annað
skilgetið afkvæmi frá honum; Stúdió
Bimbó, — hljóðupptökustúdíó að
Tryggvabraut 22.
Stúdíó Bimbó er búið
hljóðupptökutækjum, amerískum,
japönskum og þýzkum. Meðal
annars tækjabúnaðar má nefna tvo
DB-mynd Fax
STUDIO BIMBO ER
TEKIÐ TIL STARFA
MXR tónjafnara (equalizers), sem
mun nýlunda hér á landi.
Stúdíóinu er skipt í þrjá
hljóðeinangraða klefa auk stjómher-
bergis. Stjórnherbergið er glugga-
laust og fylgist upptökumaðurinn
með þeim sem að störfum eru á
sjónvarpsskermum. Þau hljóðupp-
tökustúdió, sem starfrækt eru sunn-
anlands eru öll með glugga milli
stjórnherbergja og upptökusalar.
Pálmi Guðmundsson hefur að
mestu innréttað húsnæði Stúdíós
Bimbó sjálfur og unnið að því síðan I
febrúar. Tilraunaupptökur hófust
seinni hlutann I ágúst og hafa tekizt
vel. Þegar fréttaritari DB á Akureyri
leit inn hjá Pálma var hljómsveitin
Hver að taka upp. Margar hljóm-
sveitir eru á biðlista, bæði
sunnlenzkar og norðlenzkar, að
sögn Pálma.
Næsti áfangi hjá Bimbó er eflaust
hljómplötuútgáfa enda hafa
aðstæður nyrðra gjörbreytzt með
tilkomu upptökusalarins nýja.
F.Ax. — Akureyri.
WM&HS
Hl.lOMDlllU
^KARNABÆR
TILBOÐ í TÍU DAGA!
Dagblaðið og Karnabœr vilja auðvelda þér að auka við
plötusafnið. Gegn framvísun þessa miða veita verzlanir
Karnabæjar þér 25%, JÁ, FJÓRÐUNGSAFSLÁTT, af
verði hljómplötunnar
Buddy Holly & The Críckets
20 Golden Greats
á næstu 10 dögum. Móttaka erí verzlunum Karnabœjarað
Laugavegi 66, Austurstrœti 22 og í Glœsibœ. Einnig hjá
Cesar á Akureyri, Fatavali í Keflavík, Eplinu ó Akranesi
og Eyjabœ í Vestmannaeyjum: Íbíiar annars staðar á land-
inu geta eignast þessa góðu plötu með því að póstsenda
miðann. Allar upplýsingar ísíma 91-28155.
Nafh
Heimilisfang (Aðeins fyrir póstkröfur)
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 31. ÁGÚST 1978.
Hljómsveitin Reykiavík er kom-
ma
stjá
að
nýju
Hljómsveitin Reykjavík er tekin
til starfa eftir nokkurt hlé. Tals-
verðar mannabreytingar hafa orðið
frá því að síðast heyrðist í hljóm-
sveitinni. Aðeins tveir gamlir
meðlimireru eftir.
„Við sem nú leikum i Reykjavik
erum búnir að halda hópinn talsvert
lengi. Ætli við höfum ekki byrjað að
æfa saman fljótlega eftir að slitnaði
Reykjavfk leikur i síðasta skipti i
upp að nýju.
upp úr samstarfinu I gömlu Reykja-
'vík,” sagði Pétur kapteinn Kristjáns-
Klúbbnum i kvöld áður en hún tekur sér
þriggja til fjögurra vikna frí frá störfum. 1 haust verður þráðurínn siðan tckinn
DB-mynd Ragnar Th. Sigurðsson
NYIOCCPLATAA
NÆSTU GRÖSUM
Ný breiðskífa er væntanleg frá
hljómsveitinni lOcc í næsta mánuði.
Sú mun bera nafnið Bloddy
Tourists. Eitt lag af henni hefur þeg-
ar verið gefið út á lítilli plötu, lagið
Dreadlock Holiday. Það hefur hlotið
sérdeilis góðar viðtökur og var
númer sjö á vinsældalista Melody
Maker um síðustu helgi.
Nákvæm dagsetning á útkomu
Bloddy Tourists er 8. september.
Búast má við plötunni í verzlanir
hérlendis um það bil viku siðar. lOcc
er um þessar mundir á hljómleika-
ferðlagi um England til að kynna
lögin á nýju plötunni.
ÚrSOUNDS.
son píanóleikari Reykjavíkur er
hann var spurður um málefni hljóm-
sveitarinnar. „Við vorum því orðnir
vel æfðir eftir mánaða spilamennsku
í æfingahúsnæðinu okkar þegar við
byrjuðum að leika opinberlega fyrir
um hálfum mánuði.”
Reykjavík leikur í Klúbbnum í
kvöld en fer svo í frí í þrjár til fjórar
vikur. Ástæðan er sú að þrír
Reykvíkingar eru á förum til Banda-
ríkjanna, þeir Björn Thoroddsen gít-
arleikari og bræðurnir Eyjólfur og
Einar Jónssynir. Þeir fara til
Kaliforníu þar sem bræðurnir
bjuggu um skeið og stendur jafnvel
til að þeir taki lagið með þarlendri
hljómsveit, að sögn Péturs.
„Við tökum upp þráðinn aftur um
leið og þremenningarnir eru komnir
að utan,” sagði Pétur. „Við erum að
undirbúa prufuupptöku á nokkrum
lögum sem við erum með og
hljóðritum þau við fyrsta tækifæri.
Um það bil fjórðungur laganna sem
við leikum er eftir okkur Björn
Thoroddsen og það eru þau sem við
tökum upp.”
Þeir sem skipa Reykjavík um þess-
ar mundir eru Pétur Kristjánsson,
Björn Thoroddsen, Einar og
Eyjólfur Jónssynir, Ævar Kvaran og
Ólafur Ástgeirsson söngvari, sem er
nýliði í hópnum. Ævar lék áður með
Logum í Vestmannaeyjum.
-ÁT-
Lesendur þurfa
aðeins að fylla út
pöntunarseðilinn
Lesendur virðast ekki hafa áttað
sig fyllilega á tilboði því, sem Dag-
blaðið og hljómdeild Karnabæjar
buðu þeim. Siðastliðinn fimmtudag
var tilkynnt um samvinnu þessara
tveggja aðila um að gefa lesendum
kost á að kaupa vissar plötur með
25% afslætti. Fyrstu tíu dagana var
boðið upp á safn beztu laga Buddy
Holly heitins, — bandarisks
rokksöngvara.
Að sögn afgreiðslufólks í Karna-
bæjarverzlunum hefur mikið verið
hringt og spurzt fyrir. Aðallega
hefur fólk viljað fá.að vita hvað það
þyrfti að gera til að hreppa hinn
auglýsta afslátt. Svarið er það að
aðeins þarf að fylla út pöntunar-
seðilinn, sem fylgir hér með og koma
honum með einhverjum ráðum til
einhverrar af Karnabæjarverzlunun-
um sjö.
Hljómplatan Buddy Holly & The
Crickets 20 Golden Greats kostar út
úr búð 4.350 krónur. Með af-
slættinum, sem lesendum er boðinn
er söluverð plötunnar 3.260 krónur.
Tilboðið á plötu Buddy Hollys
stendur til laugardags. Á
mánudaginn kemur verður siðan ný
plata kynnt. —Lesendur þurfa
aðeins að fylla pöntunarseðilinn út
með nafni sinu og heimilisfangi til að
fá 25% afslátt. -ÁT-
KLIPPIÐ