Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 09.10.1978, Qupperneq 3

Dagblaðið - 09.10.1978, Qupperneq 3
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 9. OKTÓBER 1978. Spurning dagsins 3 Dularfull fyrirsögn — Þú ert ekki í rétti — þó þú sértírétti 1 „Dagblaðinu" hinn 25. sept. sl. las ég feitletraða fyrirsögn, svohljóðandi: „Þú ert ekki i rétti — þó þú sért i rétti”. Heimilis- læknir svarar Raddir lesenda taka við skilaboðum til umsjónar- manns þáttarins „Heim- ilislæknir svarar" í síma 27022, kl. 13-15 alla virka daga. Mig furðaði, að slik þversögn skyldi sjást á prenti, en þarf nokkurn, nokkuð að furða á þeim tima, sem allt er að kafna í alvísindalegum vaðli um allt, sem menn þykjast vita, þó að þeir viti, að þeir vaða heimskuna upp að öxlum. Vitnað er til 67. gr. umferðarlaga varðandi þessa fyrirsögn. Ég tel að hver sá, sem lætur frá sér fara slíka fyrirsögn, hafi ekki kynnt sér umgetna grein, né aðrar greinar umferðalaganna, sem geta um skyldur og réttindi vegfaranda, bæði til or- sakar og afleiðinga. í 67. gr. segir: „Lækka má fébætur og jafnvel fella þær niður, ef sá. sem Raddir lesenda fyrir tjóni eða slysi verður, telst meðvaldur þess.” í 68. gr. er getið um skiptingu á greiðslu vegna tjóns, með hliðsjón af öllum aðstæðum og þannig má finna tengsl milli ákvæða laganna i heild, sem ætlast er til að gæti réttar beggja, tjónvalds og tjónþola, til alls jafn- ræðis. Það er ekki sök laganna, heldur þvi, hvernig úr þeim vinnst, fari svo að augljóst virðist að niðurstaða rannsóknar og dóms sé röng. Lögin benda á skyldur og réttindi allra, sem um vegi fara, en svo kemur almannarómurinn, og fjölmiðlar, sem stundum gera tilraun til að afskrænta lögin, í stað þess, að styðja réttarfars- legan tilgang þeirra. ídagvilég segja þetta: Mikið er talað um skyldur bifreiðar- stjóra og framferði þeirra i umferðinni, og vissulega er þörf að brýna fyrir þeim fyllstu aðgæzlu, en hvernig haga sumir vegfarendur sér, sem ekki eru á vélknúnum tækjum? Umferðamenning gangandi fólks er svo ömurleg, að ekki er sýnilegt annað, en að því sé alveg sama um líf og limi, og þvi miður sker yngsta fólkið sig úr hvað þetta snertir, með auðsýnu tillitsleysi til annarar umferðar, eins og það eitt eigi fullan umferðarrétt. Sá háttur virðist lika orðinn upptekinn, að stöðva bifreiðar fyrir gangandi fólki í tima og ótíma, en einmitt þessi umferðarþróun er og verður, orsök margra tjóna og slysa. Vegna þeirrar, þó nauðsynlegu brýnslu til bifreiðarstjóra, um fyllstu aðgæzlu og tillitssemi til annarar umferðar, hefur þróast, einkuin i hugum yngra fólks. að þvi er. irðist, sú hugsun, að það þurfi enga gát að hafa á sjálfu sér, sern kemur fram í þvi, að það flanar þverl um vegi hvar sern er, án þess að virða aðra urnferð. Það sjást ekki langar greinar i fjölmiðlum um óvarkárni gangandi fólks, en jafnan er það bílstjórinn, sem vitanlega má gæta sin, sem er dómfelldur af almenningi, hendi hann nteira eða minna umferðarslys. Mér er það vel Ijóst að fjölntargir, sem sitja undir stýri á bifreið,'ættu ekki að hafa leyfi til þess, og þetta vita yfirvöld lögreglumála, en mér er einnig vel kunnugt unt, að erfitt vandamál er að útrýma slikum mönn- um frá því að stýra bil, en vitanlega er það gert, náist til þeirra. Kristinn Hákonarson. Hvað viltu vita? Hvernig leggst vetur- inn í þig? Jón Guðnason, atvinnulaus múrari: Veturinn hlýtur að verða góður. Það er búið að vera svo gott veður undanfarið að veturinn leggst bara reglulega vel í mig. Loftur Magnússon húsvörður Vals- heimilisins: Hann leggst mjög vel í mig. Ég held að það verði lítið um snjó. Veðrið hefur verið indælt og staðviðrasamt. Vonandi er að það haldi áfram á þeirri braut. Fever er einhver FALKIN N Sími 84670 Laugavegi24 Sími 18670 Vesturveri Sími 12110 Þorleifur Guðjónsson sjómaður: Vet- urinn leggst ágætlega í mig. Vonandi verður hann eins góður, og veðrið hefur verið undanfarna daga. Eg held að það verðiekki mikill snjór. Lesandi spyr: Hvar er hægt að fá limmiðana Á eftir bolta kemur barn . . . ? Svar: Þessum límmiðum Junior Chamber kvenna er farið að fækka, þær hafa út- býtt þeim til almennings undanfarna daga. En svolitið er eftir og getur hver sá er vill fengið þá fáu sem eftir eru, hérá Dagblaðinu, Síðumúla 12. Maria Sigurðardóttir húsmóðir: Hann leggst sæmilega í mig, ef hann verður eins góður og haustið hefur verið. Ég vona bara að það verði ekki mikið um óveður. • Ólafúr Ásgrimsson nemi: Ég vona að hann verði ágætur. Mér leiðist svo snjór og rigning. Þegar snjórinn er fer ég á skíði í Bláfjöll og stundum í Kerlingar- fjöll. Suðurlandsbraut 8 MNrt. Jónsson fyrrverandi mat- MhNt Veturinn leggst illa í mig. Ég er Dutftn að vera tiu ár á sjó. Hefur mig dreymt óvenju mikið kvenfólk á þeim tima. Það hefur aldrei þótt gott að dreyma þær, blessaðar. 'll# Alá*-.!-.#- mest selda, athyglis- verðasta og albezta plata allra tfma. Vilj- um við eindregið benda á þessa ein- stöku plötu sem tekur öllu fram hvað varðar diskótónlist A EFTIR BOLTA KENUR BARN JUNIOR CHAMBER ..EFLUM ÖRYGGI ÆSKUNNAR'

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.