Dagblaðið - 09.10.1978, Síða 7

Dagblaðið - 09.10.1978, Síða 7
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 9. OKTÓBER 1978. 1 i Dæmt í Alþýðu- bankamálinu í vetur Dóms i Alþýðubankamálinu er að vænta i vetur, hugsanlega fyrir áramót verði ekki af verjenda hálfu krafizt framhaldsrannsóknar á einhverjum at- riðum málsins. Það var 10. april i vor, sem ákæra var gefin út á hendur tveimur fyrrver- andi bankastjórum Alþýðubankans, þeim Jóni Hallssyni og Óskari K. Hallgrimssyni, svo og fyrrverandi skrifstofustjóra bankans, Gísla Jóns- syni. Er þeim gefið að sök að hafa farið óvarlega með fé bankans, svo hann tapaði tugum milljóna. Þeir eru einnig ákærðir fyrir að hafa látið geyma innistæðulausa tékka í bankanum mánuðum saman og loks eru tveir ákærðir fyrir að hafa gefið út fjölda innistæðulausra tékka og látið geyma þá i bánkanum i langan tíma. Gerðistalltþettaáárinu 1975. Málið kom upp i kringum áramót 1975/76 og stóð-rannsókn yfir í rúm tvö ár. Sl. vor var málið þingfest í sakadómi en þvi síðan frestað til hausts. Sverrir Einarsson, sakadómari fer með málið nú eins og á rannsóknar- stigi. Falska skeytið til DB: Ákvörðun ríkissak- sóknara næstu daga Eins og lesendur DB rekur minni til birti blaðið i sumar frétt um fjárhags- stuðning erlendis frá við Alþýðuflokkinn á lslandi, og var sú frétt byggðá fréttaskeyti, sem blaðinu hafði borizt. Síðar kom í ljós að skeytið hafði verið skáldað af einum starfsmanni ritsímans í þeim tilgangi að striða vinnufélaga hans. Póstur og simi kærði málið og hefur það síðan gengið sína leið i gegnum kerfið og er nú á afgreiðslustigi hjá embætti ríkissaksóknara. Verður1 tekin ákvörðun þar alveg á næstunni um hvort höfðað verður mál á hendur höfundi skeytisins. Honum var strax er málið kom upp vikið úr starfi og hefur sam- gönguráðuneytið nýlega staðfest að frávikningin skuli vera endanleg. Guðbjartsmálið: Hæstiréttur fjallar um kæru ríkis- saksóknara — sem vill láta rannsaka málið fyrir sakadómi Revkiavíkur Hæstiréttur hefur nú til meðferð- ar kæru ríkissaksóknara vegna Guðbjartsmálsins svonefnda, sem varðar fjármálaumsvif Guðbjarts heitins Pálssonar. Þegar Guðbjartur lézt á síðasta ári, skömmu eftir að rannsókn málsins hófst i kjölfar handtöku hans i Vogum, var málið sent ríkissak- sóknara. Þar var málið þar til í haust, að rikissaksóknari sendi málið í saka- dóm Reykjavíkur með kröfu um opin- bera rannsókn þess. Kröfunni var visað frá, enda taldi sakadómur ekki vera skilyrði fyrir hendi til að hefja slika rannsókn. Ríkissaksóknari kærði sakadómsúr- skurðinn til hæstaréttar og er úr- skurðar nú beðið þaðan. Sá úrskurður er væntanlegur á næstu dögum. Dómur kveðinn uppá næstunni Eins og skýrt var frá í Dagblaðinu í siðustu viku er nú nokkur biðstaða í Grjótjötunsmálinu svonefnda, á meðan framhaldsrannsókn fer fram í Noregi. Þegar þau gögn berast til landsins verður lögð síðast hönd á málið fyrir dómi og verður þess vart langt að biða að dómur verði kveðinn upp. Tveir menn eru ákærðir i Grjótjötunsmálinu og hljóðar ákæran upp á fjárdrátt, umboðssvik og falska skýrslugjöf. Þessir tveir menn eru hæstaréttarlögmennirnir Þorfinnur Egilsson og Knútur Bruun. Þess er og krafizt að þeir verði sviptir málflutningsréttindum sínum. Því er haldið fram af ákæruvaldsins hálfu, að þeir félagar hafi keypt skipið Grjótjötun í 'Noregi fyrir 2.4 milljónir norskra króna, en gefið upp hér heima 2.8 milljónir og þannig m.a. fengiðaukna lánafyrirgreiðslu. Dómari í Grjótjötunsmálinu er Haraldur Henrysson, sakadómari. Rannsóknin hefur tekið rúm tvö ár. Rannsókn Pundsmálsins hefur staðið Í3ár Siðustu yfirheyrslur í Pundsmálinu svonefnda standa yfir þessa dagana, Handtökumálið: að sögn Hallvarðs Einvarðssonar, rannsóknarlögreglustjóra rikisins. Rannsóknin hefur staðið yfir siðan í nóvember 1975, en hefur dregizt úr hömlu m.a. vegna veikinda hins kærða og mikilla anna þess rannsóknardómara sem fór með málið i upphafi. í upphafi rannsóknarinnar voru tveir menn handteknir og var annar þeirra forstöðumaður Sparisjóðsins Pundið. Kæra hafði borizt á þá frá viðskiptamanni sparisjóðsins, sem kvaðst hafa orðið að greiða okurvexti til að njóta víxilkaupa hjá sparisjóðnum. Hefði hann einnig þurft að greiða háar fjárhæðir til milligöngumanns, sem átti innistæður í Pundinu. <- Mikill fjöldi manna hefur verið yfir- heyrður vegna málsins og er rannsókninni nú um það bil að ljúka. Verður málið þá sent ríkissaksóknara til fyrirsagnar. Dómsmeðf erð f restað um óákveðinn tíma — frekari framhaldsrannsókn ekki útilokuð „Meðferð málsins fyrir dómi er á frumstigi. Það var þingfest um miðjan september en siðan frestað um óákveðinn tima á meðan verjendur athuga gögn málsins, en þau eru mikill stafli,” sagði Ólafur St. Sigurðsson, skipaður setudómari i hand- tökumálinu svonefnda, í samtali við fréttamann DB í gær. Ólafur kvað hugsanlegt að einhverjir verjendur sakbommganna sex myndu óska eftir framhaldsrannsókn á tilteknum atriðum málsins, þótt saka- dómsrannsóknin væri mjög itarleg. Treysti setudómarinn sér þvi engan veginn til að spá um hvenær hand- tökumálið yrði dómtekið. Ákæra í málinu var gefin út 26. júli sl. á hendur Hauki Guðmundssyni, fyrrum rannsóknarlögreglumanni í Keflavík og fimm öðrum vegna ólög- legrar handtöku Guðbjarts heitins Pálssonar og Karls Guðmundssonar í Vogum á Vatnsleysuströnd 6. desember 1976. Aðrir ákærðir eru Viðar Á. Olsen, fyrrum fulltrúi bæjarfógetans i Kefla- vik, Viðar Pétursson, fyrrum lög- reglumaður, Ragnheiður S. Ragnars- dóttir og „huldumeyjar.nar” Svanfríð- ur Kjartansdóttir og Kolbrún E. Einarsdóttir. Fjárdrátturinn hjá Rannsóknarlögreglunni: Rannsókn setudómarans um það bil að Ijúka „Ég bið nú eftir lokaskýrslu frá ríkisendurskoðun og þar með má segja að rannsókninni sé lokið. Það verður alveg á næstu dögum,” sagði Ásgeir Friðjónsson, setudómari í fjárdráttar- máli Baldvins Erlingssonar, fyrrum skrifstofustjóra Rannsóknarlögreglu ríkisins, i samtali við fréttamann DB. Það var i sumar, sem upp komst um fjárdrátt skrifstofustjórans, sem þá var í sumarleyfi. Var hann handtekinn við heimkomuna og játaði hann brot sitt. Þegar rannsókn lýkur verður málið sent ríkissaksóknara, sem siðan gefur út opinbera ákæru. Þaðan fer málið væntanlega til sakadóms Reykjavíkur, og þar verður dómur kveðinn upp. Fjárdráttur flokkast undir 247. grein hegningarlaga. Hámarksrefsing er 6 ára fangelsi. Finansbankamálið: Skattayfirvöld afgreiða flest málin Flest mál reikningseigendanna í Finansbanken í Kaupmannahöfn hafa verið afgreidd af skattyfirvöldum. Einstök mál verða send til skattsekta- nefndar og væntanlega einhver til ríkissaksóknara. Þórður Björnsson rikissaksóknari sagði í samtali við fréttamann blaðsins að Seðlabankinn hefði sent embætti sinu skýrslur um afgreiðslu nokkurra mála og fleiri slíkar skýrslur væru væntanlegar. Ríkissaksóknari kvaðst bíða með af- greiðslu þessara mála frá embætti sínu þar til allt væri komið, þannig að hægt yrði að afgréiða allt nokkurn veginn á sama tíma. Allt er óvíst með hvort opinber mál verða höfðuð á hendur þeim einstaklingum, sem sl. vetur reyndust eiga verulegar fjárhæðir i erlendri mynt í Finansbanken, enda er á valdi rikissaksóknara að taka ákvörðun um» það. Kaupin á Guðmundi RE: Dæmt í skipakaupa- máli síðla vetrar Væntanlega verður dæmt í málinu, sem spratt af kaupunum á togskipinu Guðmundi RE, í sakadómi Reykja- víkur seinni partinn í vetur. Málið var þingfest í sumar og ákæra birt þremur mönnum, eigendunum Páli Guðmundssyni og Hrólfi Gunnarssyni og skipamiðlaranum Þorfinni Egilssyni hrl., sem sætir sams konar ákæru i Grjótjötunsmálinu. Þetta mál er áþekkt Grjótjötuns- málinu, talið eraðkaupverð í Noregi hafi verið lægra en gefið var upp hér. Getur því brotið verið margháttað. Skjöl málsins eru komin til verjenda þeirra þremenninganna, Jóhanns Finnssonar, hrl., og bíður Gunnlaugur Briem saksóknari nú eftir vörnum. Antíkmálið: Ákærður fyrir skjalafals Antík-málið svonefnda var þingfest i byrjun þessa mánaðar og hefur gögnum málsins verið komið í hendur verjanda ákærða, Björns Vilmundar- sonar. Sjái verjandi ekki ástæðu til aö óska eftir frekari rannsókn á einhverjum at- riðum málsins, þá skilar hann vörn sinni áður en langt um liður og má vænta þess, að dómur verði kveðinn |tipp í vetur. Antík-málið varðar innflutning og sölu á antík-húsgögnum. en ákærnn hljóðar upp á skjalafals. Hántarks- refsing fyrir skjalafals er átta ára lang- elsi. Björn Vilmundarson var forstjóri Ferðaskrifstofu ríkisins þegar málið kom upp. Hann neyddist til aðsegja af sérembættinu. Rannsókn málsins stóð i um tvö ár. Dómari í Antík-málinu er Gunnlaugur Briem, sakadómari. Lífeyrissjóður verzlunarmanna: Fjárdráttur- inn enn til rannsóknar Rannsókn á meintum fjárdrætti fyrrrum forstöðumanns Lífeyrissjóðs verzlunarmanna tekur væntanlega til allmargra ára. Talið er að fjár- drátturinn sé upp á allt að tug milljóna króna. Forstöðumaðurinn fyrrverandi vék úr starfi sl. vor þegar grunur vaknaði um fjárdráttinn. Kæruefnið er umfangsmikið og að því er virðist er málið nokkuð umfangsmeira en virtist i upphafi, nær til dæmis alllangt aftur í timann. Rannsókn málsins er í höndum Rannsóknarlögreglu ríkisins.

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.