Dagblaðið - 09.10.1978, Síða 9
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 9. OKTÓBER 1978.
9
Gífurleg aðsókn á „Laugardagskvöldsfárið”
og „Náin kynni af þriðju gráðu”
Á laugardaginn hóf Háskólabíó
sýningar á bandarísku kvikmyndinni
Saturday Night Fever en myndin hefur
farið mikla sigurför um Bandarikin og
viðar eftir að hún var frumsýnd fyrir
tíu mánuðum. Aðalleikari myndarinnar,
John Travolta, hefur á svipstundu orðið
heimsþekktur og átrúnaðargoð unglinga
um allan hinn vestræna heim.
Það fór heldur ekki framhjá þeim er
áttu leið fram hjá Háskólabíói eftir kl.
tvö á laugardaginr. að eitthvað stórkost-
legt stóð til þar. Blaðamaður Dag-
olaðsins átti leið þarna framhjá kl. 2.15
og hafði þá myndast a.m.k. 30 metra
löng biðröð þrátt fytrir að miðasala ætti
skki að hefjast fyrr en kl. 3.00. Flestir
bíógestirnir voru á aldrinum 12—14 ára
og minnti þetta ónertanlega á bítlaæðið
hérumárið.
Myndin Saturday Night Fever fjallar
í sem allra stytztu máli um ungu
kynslóðina í dag og skemmtanalíf
hennar. John Travolta leikur ungan pilt,
sem er hetja diskótekanna og nýtur
mikillar kvenhylli. Það er hin góðkunna
hljómsveit Bee Gees, sem flytur tónlist-
ina i myndinni og á hún ekki minnstan
þátt í velgengni myndarinnar.
En það er ekki bara Háskólabíó sem
hefur tekið heimsfræga mynd til sýning-
ar. Stjörnubíó hefur nú hafið sýningar á
kvikmyndinni Close Encounters of the
Third Kind, sem fjallar um fljúgandi
furðuhluti og fleira í þeim dúr. Við gerð
kvikmyndarinnar hefur ekkert verið
sparað og standa að myndinni helztu
kunnáttumenn á sviði ýmissa þátta kvik-
myndalistarinnar. Fór enda
kostnaðurinn við gerð myndarinnar upp
úr öllu valdi en slík hefur aðsóknin að
myndinni verið að framleiðendur þurfa
ekki að hafa minnstu áhyggjur af
peningahliðinni.
Og eftir fyrstu viðbrögðin við þessum
myndum að dæma virðist svo sem
íslendingar ætli ekki að láta sitt éftir
liggja. Langar biðraðir að fyrstu
sýningunum, en uppselt var á allar
sýningar helgarinnar i báðum kvik-
myndahúsunum.
-GAJ-
Hafnarfjörður:
Banaslys í umferðinni
Banaslys varð i umferðinni í
Hafnarfirði aðfaranótt laugardagsins.
Slysið varð viö Hörðuvelli á mótum
Lækjargötu og Hringbrautar. Þar valt
jeppabifreið og lenti út í lækinn. Við
veltuna kastaðist ökumaðurinn út úr
bifreiðinni. Ekkert vitni varð að
slysinu en maður sem býr á
Hörðuvöllum sá einhvern Ijósagang
og fór út. Ekkert lífsmark var með
ökumanninum þegar að var komið.
Tilkynnt var um slysið kl. 00.02, en
ekki er vitað um tildrög þess en svo
virðist sem ökumaðurinn hafi ekki náð
beygjunni af einhverjum ástæðum.
Maðurinn sem fórst hét Jóhann E.
Sigurjónsson, 35 ára, að aldri óg til
heimilis að Hringbraut 58, í Hafnar-
firði.
-GAJ-
Bflvelta á Þingvallavegi
Siðdegis á laugardag varð bilvelta á
Þingvallavegi við Seljabrekku.
Bílstjórinn missti skyndilega vald á
bilnum með þeim afleiðingum að hann
valt. Þrir farþegar i bílnum slösuðust
en enginn þeirra alvarlega. Að sögn
lögreglunnar I Hafnarfirði hefur verið
mikið um slík minni háttar slys og
árekstra í umferðinni að undanförnu.
-GAJ-
BIABh
"jálst
ahái
Hluti biðraðarinnar við Háskólabió á laugardag. Ung stúlka tekur létt dansspor fyrir
Ijósmyndara DB. DB-mynd Hörður.
ÚRVflL/ KJÖTVÖRUR
QG ÞJÓflU/Tfl
/Vallteitthvaó
gott í matinn
ur
STIGAHLIÐ 45-47 SÍMI 35645
daga
’^Liindúnaferð
6.-11. nóvember. íslenskur fararstjóri
Brottför 6. nóv. kl. 7 f.h.
og komið til baka á mið-
nætti 11. nóvember.
Gist verður á
Hótel Cumberland,
Stratford Court og
Hotel Y
Knattspyrnn-
áhugamenn
missið ekki af
einstöku 'tækifæri til að
sjá leik í 4. umferð enska
deildarbikarsins 8. nóv-
ember.
Einnig eru tveir leikir 11.
nóvember: QPR — Liv-
erpool og Tottenham —
Nottingham Forest.
Jólin nálgast
Tryggið yður í tíma frá-
bæra ferð á hagstæðu
tækifærisverði.
Leitið nánari upplýs-
inga í tíma.
iSamvínnu-
w LANIIji N
W&lUir %/lll# SKÓLAVÖRÐUSTÍG16
AUSTURSTRÆT112 SÍMI27077
SÍMI 28899
Bíræfn-
ir bíl-
þjófar
Snemma I gærmorgun varð
árekstur á Suðurlandsvegi ofan við
Lækjarbotna. Lögreglunni var
tilkynnt um slysið kl. 5.12.
Reyndist önnur bifreiðin vera
stolin og var ökumaður þeirrar bif-
reiðar grunaður um ölvun. Hann
var fluttur á slysavarðstofuna
eitthvað meiddur og einnig annar
piltur sem með honum var.
Að sögn Selfosslögreglunnar
munu þessir sömu piltar sem voru
frá Reykjavík hafa stolið bifreið á
Selfossi. Grunur leikur á að þeir
hafi upphaflega stolið bifreið við
Stjörnubíó og keyrt á henni austur
fyrir fjall. Virðist sem þeir hafi
orðið að skilja bilinn eftir við
Ingólfsfjall þar scm hann hafði
gefið sig. Síðan hafi þeir á
einhvern hátt komizt niður á
Selfoss og stolið öðrum bíl þar. Á
honum fóru þeir að írafossi þar
sem þeir veltu honum. Þeir létu þó
ekki þar við sitja heldur stálu þar
enn einum bílnum og héldu til
Reykjavíkur. Viðburðarikri ferð
þeirra mun svo hafa lokið við
Lækjarbotna þar sem þeir' lentu I
árekstri eins og áður sagði.
-GAJ-