Dagblaðið - 09.10.1978, Blaðsíða 11

Dagblaðið - 09.10.1978, Blaðsíða 11
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 9. OKTÓBER 1978. 11 Danmörk: LÆKNAR GEFA PENÍSILLÍNIÐ BLINDANDI Forstöðumaður danska heilbrigðis- ráðuneytisins, Sören K. Sörensen, hefur lýst undrun sinni og vonbrigðum vegna þcss hve margir danskir læknar virðast tilbúnir til að gefa fólki. sem þeir ekki þekkja. penisillin eftir símaviðtal. Sörensen lýsti yfir vonbrigðum vegna þáttar um heilbrigðismál i danska sjónvarpinu. Stjórnandi þáttarins sýndi þar fram á hve létt er að fá penísillin frá læknum. Starfsfólk sjónvarpsins hringdi til 25 lækna víðs vegar í Danmörku og hver og einn sagðist vera slæmur í hálsi og með hita. Fjórtán læknanna gáfu penísillin án þess að hafa séð sjúklingana. Hinir ellefu óskuðu eftir að sjá sjúklingana áður en þeir segðu til um meðalagjafir. Sörensen sagði: „Það vekur undrun mína hve auðvelt var fyrir fólk úti í bæ að fá lyfseðil upp á penisillin fyrir fólk, sem læknarnir þekktu ekkerl til. Það hefði gegnt öðru máli ef hér hefði verið um að ræða fólk, sem læknarnir þekktu áður til og vissu um sjúkrasögu þess." „Ég hef fengið upplýsingar hjá sjón- varpinu,” sagði Sörensen,, og þar kom i Ijós, að aðeins einn læknanna spurði viðkomandi hvort hann hefði fengið þetta lyf áður. Fyrsta skilyrði fyrir penísillín gjöf hlýtur- að vera að sjá sjúklinginn og vita hvað að honum gengur. Menn geta fengið slæmsku í hálsinn af ýmsum orsökum, án þess að það þurfi penisilín til þess að bæta þar úr. Það er alltaf áhætta viðpenisillin- gjafir. Bakteriur mynda mótefni gegn lyfinu og verða smám saman ónæmari fyrir penísillíngjöf. Sé penísillin notað í óþörfum tilfellum kann það að hafa alvarlegar afleiðingar ef lyfsins verður verulega þörf síðar meir. Það hefur ekki verið upplýst um hvaða lækna er að ræða, en Ijóst er að þeir hafa ekki sýnt þá aðgát, sem þeim ber að sýna,” sagði Sörensen. Skýfall i Róm Miklar rigningar hafa verið 1 Róm að undanförnu, nánast skýfall. Margar götur eru eins og árfarvegir og kljúfa bílarnir vatnið eins og fjöldi smábáta. Þessi mynd var tekin i miðborg Rómar og sýnir ástandið. Kirkjan í baksýn er Kirkja vorrar frúar frá Loreto. Sex daga glasa- barni lidur vel — heitir Durga eftir trúargyöju Hindúa Hinu sex daga gamla stúlkubami sem getið var i tilraunaglasi í Kalkútta á Indlandi heilsast vel og hefur verið nefnt Durga eftir trúargyðju Hindúa, sem vann bug á óvætti í nautslíki. Var það afi hennar sem skýrði frá þessu, en að sögn dvelst hún á sjúkrahúsi þar sem hún sýgur brjóst móður sinnar eins og hvert annað venjulegt barn. Tvisvar áður höfðu læknar reynt að valda þungun hjá móðurinni áður en það heppnaðist. Móðirin er þrjátiu og eins árs. Læknarnir tveir, sem stóðu fyrir aðgerðinni, hafa ekkert viljað láta hafa eftir sér um málið en segjast ntunu gefa skýrslu til vísindaráðs lands síns. Þeir hafa þó tekið fram að engin ástæða sé til að efast um réttmæti frásagna af getnaði glasabarnsins. Móðurinni leið ekki vel i gær og var haldin ógleði, sem læknar sögðu að ekki væri óeðlilegt fyrir konu sem gengizt hefði undir keisaraskurð. Bandaríkin: SPILLA NÆRINGAR- EFNIN HEILSUNNI? Niðurstöður opinberrar rann- sóknarnefndar hafa ekki fært sönnur á, að neyzla bandarískra borgara á óþarflega næringarrikri fæðu hafi i för með sér aukna tiðni sjúkdóma eins og hjartasjúkdóma, krabbamein, krans- æðasjúkdóma, sykursýki og lifrarsjúk- dóma. Þeirri skoðun vex þó mjög fylgi að þarna séu einhver tengsl á milli. Hefur ráðgjafaraðili öldungadeildar Banda- ríkjaþings komizt að þeirri niðurstöðu að svo sé. Hefur verið bent á, að þeim fjármunum sem varið sé til rannsókna á næringargildi matar sé ekki rétt varið. Of mikil áherzla sé lögð á að kanna næringargildið 'einvörðungu. Ekki sé eins mikil þörf á því og fyrir fimmtiu árum. Nú sé svo komið, að reglur um næringarinnihald matar og drykkjar séu orðnar of kreddubundn ar. Er því haldið fram að kröfum unt næringargildi matar sé haldið fram án þess að taka tillit til að ofneyzla nær ingarríkrar fæðu geti haft slæmar af leiðingar er til lengri tima sé litið. Segir ráðgjafaraðili öldungadeildarinnar að ofneyzla næringarefna í fæðunni geti haft varanleg áhrif til ills á lif margra þeirra sem nú eru að alast upp og næstu kynslóða. Snnna býðnr allt það besta á Kanaríeyinm NJOTIÐ SOLRIKRA SOLSKINSDAGA í VETRARSKAMMDEGINU Gran Canaria, Playa del Ingles Eftirsóttustu gististaðirnir: Kóka, Roca Verde, Corona Roja, Eguenia Victoria o.fl. Las Palmas Don Carlos, eftirsóttustu íbúðirnar, alveg við bað- ströndina. Tenerife, blómaeyjan fagra íbúðir og smáhýsi í Puerto de la Cruz og á Playa de las Americas á suðurströnd Tenerife, þar sem vetrar- sólin er svo örugg að fólk fær endurgreidda þá ferða- daga sem sólin ekki skín. Nú er rétti tíminn að panta sólarferðina, hafið sam- band við okkur strax, þvi mikið hefur bókazt undan- farið. Brottfarar- 13. 28. október, 17. nóvermber. dagar: 1.8.15. 22. 29. desember. 5., 12. 19. 26.janúar. 2. 9. 16. 23.febrúar. 2. 9. 16. 23. 30. marz. 6. 13. 20. 27. apríl. SVNNA BANKASTRÆTI10, SÍMI29322.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.