Dagblaðið - 09.10.1978, Blaðsíða 14
14
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 9. OKTÓBER 1978.
Seljum í dag:
Saab 96
árg. ’74, ekinn 46 þús. km, bíll i sérflokki, verð 2200 þús.'
Pontiac LeMans
árg. ’73, ekinn 81 þús. km, 2ja dyra sjálfskiptur með öllu,
verð 3000 þús.
Toyota Corolla SL
árg. ’71, litað gler, ekin 78 þús. km, sportfelgur, verð 1000
þús., skipti möguleg á Saab 99 árg. ’74.
Auto Bianchi
árg. ’77, ekinn 34 þús. km, verð 1700 þús.
Saab 95
árg. ’72, ekinn 120 þús. km, verð 1400 þús.
Saab 96
árg. '12, ekinn 81 þús. km, verð 1100 þús.
Saab 96
árg. ’73, ekinn 74 þús. km, verð 1500 þús.
Saab 99
árg. '12, ekinn 100 þús. km, verð 1800 þús.
Saab 99
árg. ’74, ekinn 85 þús. km, verð 2300 þús.
Saab 99
4 dyra árg. ’74, ekinn 64 þús., km, verð 2500 þús.
Saab 99 EMS
árg. ’75, ekinn 47 þús. km, verð 3500 þús.
B3ÖRNSSON |
BiLDSHÖFÐA 16 SÍMI 81530 REYKJAVÍK
Akureyri
Umboðsmaður Dagblaðsins á Akureyri
CV -
Ásgeir R. Bjarnason
Kleifargerði 3, sími 22789.
mmiAÐm
Oska eftir
50—70 ferm húsnæði á leigu undir kaffistofu
við Grensásveg, Skemmuveg eða Smiðjuveg
Kópavogi.
Uppl. hjá auglþj. DB í síma 27022.
H-007
litla f ranska
TRÖLLIÐ
Höfum fengið 1979 árgerðina af þessum
eftirsóttu og margreyndu SIMCA 1100.
SIMCA 1100 sendibíllinn er lipurt og
þolmikið atvinnutæki, sem hefur marg-
sannað ágæti sitt á fslandi, enda er hann í
eigu fjölmargra fyrirtækja, stofnana og
sveitarfélaga.^
Við getum boðiðtværgerðiraf sendibílnum
og eina pick-up gerð.
Hafið samband við okkur strax í dag og
tryggið ykkur bíl.
Sölumenn Chrysler-sal
sími 83330 eða 03454
ð %ökull hf.
ÁRMÚLA 36, Símar 84366 - 84491
Sniðill hf., Óseyri 8 Akureyri. Sími 22255.
ÍLANDI
EINYRKJANS
Um yf irlitssýningu á verkum Snorra Arinbjarnar íListasafni íslands
Þennan mánuð stendur yfir
umfangsmikil yfirlitssýning á verkum
Snorra heitins Arinbjarnar i Listasafni
íslands og hefur þar verið safnað
saman alls 174 myndum, málverkum,
vatnslitamyndum, teikningum og
grafik. Hún opinberar fyrst ogfremst
óvenju heillegt og einkarlegt lífsstarf
og af henni hlýtur áhorfandi
ennfremur að draga þá ályktun að
listamaðurinn hafi verið
hamingjusamur maður, — eða þá
laginn við að dylja sorgir sínar og hug-
arangur. Það er jafnan bjart yfir
myndum Snorra og í þeim ríkir hóf-
stillt lifsgleði, jafnvægi og rósemi
blönduð innilegum gáska.
Enginn skuggi
Enginn skuggi fellur á verk hans og
þá lifssýn sem þar birtist og þótt finna
megi samúð og skilning á hlutskipti
vinnandi fólks í myndum Snorra þá
dregur hann ekki sömu ályktanir af
því hlutskipti og t.d. Jón Engilberts,
sem beindi skeytum gegn
þjóðfélaginu. Vinnan og þorpið var
höfuðviðfangsefni Snorra, en sú
veröld varð ætið að lúta lögmálum
myndlistarinnar og bjartsýni
málarans. Það er jafnvel eins og Snorri
forðist af ásettu ráði þau myndefni.
sent gefiðgætu vísbendingu um sálará-
stand hans, — efni eins og ástina,
dauðann, einmanaleikann. Eina
eiginlega konumyndin á sýningunni,
Sunnlensk stúlka, frá 1949 (92) er
formæfing í anda Þorvalds og ekkert
er þar sagt um kveneðli fyrirsætunnar
og i aðeins einni mynd annarri, 1
sólbaði (83) fjallar Snorri um samskipti
kynjanna. En það málverk er svo aftur
stílæfing í anda „pastorar’mynda
Cézannes.
Undirtónn
afbrýðisemi
1 hinni stórfenglegu Upp þrepin
frá 1942 (67) finnst mér ég ávallt
greina undirtón afbrýðisemi og
örvæntingar og sömuleiðis hef ég
freistast til að sjá i vatnslitamynd
Snorra, Einyrkinn frá 1942, táknræna
lýsingu á eigin högum. Þetta eru að
sjálfsögðu allt tilgátur, en nauðsynleg-
arsamt.
Myndir Snorra benda sem sagt ekki
til þess að höfundur þeirra hafi verið
heilsutæpur alla ævi og mjög veikur
hin síðari ár og sömuleiðis var hann
utan við allt venjulegt fjölskyldulíf
seinni hluta ævi sinnar og bjó með
bróður sínum, sem annaðist hann.
Snorri virðist einfaldlega hafa lifað
fyrir listina.
íslenska
þorpið
Fyrstu teikningar hans í skóla-
kompum bera ekki vott um neina sér-
staka hæfileika til lista, enda var
teikning. hrein og klár, ávallt veika
hliðin á Snorra. Þegar kemur út í
fyrstu málverk hans, frá ca 1915—20,
þá fer að bera á einhverjumneista. Þau
eru af landslagi og eru sérkennilegur
blendingur af formlegri nákvæmni
Þórarins Þorlákssonar og birtu
„effektum” Ásgríms og sýnt er að
hinn ungi listamaður leggur mikið upp
úr fastri byggingu mynda. Líklega
hefur það verið á Blönduósi þar sem
hann dvaldist gjarnan á sumrin hjá
ættingjum, að Snorri fór að sjá þá
myndrænu möguleika sem lágu í hinu
íslenska þorpi og smábæ. Þetta var
árin 1922—23 en frá árunum 1920 til
1929 eru vart til nema örfá verk eftir
Snorra enda var hann við nám á því
tímabili, í Kaupmannahöfn frá
1923—24 og 1927—29 í Osló.
Skrásetning
verður tjáning
En það er merkilegt að hann virðist
nokkurn veginn hafa gert upp við sig
hvert hugurinn stefndi áður en hann
hélt út i framhaldsnám, ef marka má
mynd eins og Frá Blönduósi frá 1922.
Þar hafa áhrif Þórarins horfið fyrir
expressjónisma Jóns Stefánssonar þar
sem litum er raðað saman i blökkum
eftir því sem hughrif málarans
krefjast. Skrásetning vikur fyrir
tjáningu eins og í verkum svo margra
annarra íslendinga á þessu tímabili.
Snorri er einnig farinn að nota talsvert
knappt sjónhom á þessum tima, sem
er annað merki um þroska. Enn leið
nokkur timi þangað til þessar hug-
ntyndir báru fullan ávöxt í myndurn
Snorra, þ.e. um og eftir 1928, þannig
Telpa með hest, 1944, olía.
f