Dagblaðið - 09.10.1978, Page 15

Dagblaðið - 09.10.1978, Page 15
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 9. OKTÓBER 1978. 15 að hann getur varla talist sérlega bráðþroska listamaður. Ljóðabálkur En eftir Noreg byrjar Snorri að blómstra, fyrst í vatnslitamyndum og svo i málverkum eins og Póstskipið kemur (18), sem er nokkurs konar upphaf ljóðabáks Snorra um mannlíf í íslenska þorpinu. 1 því efni slær honum enginn við.a.m.k. ekki innan málaralistar okkar, en finna má ákveðna samsvörun við islenska Ijóðlist milli stríða. Eins og flestum er Ijóst og tíundað hefur verið hér að ofan þá var umfjöllun Snorra á aðstæðum öllum ekki raunsæ, heldur í hæsta máta rómantísk. Þvi mætti e.t.v. segja að fátækt og örbirgð þessara ára komi ekki fram i verkum Snorra og sé hann ekki eins marktækur fyrir vikið. Slik sjónar- mið eiga að sjálfsögðu rétt á sér út frá vissum forsendum. En var í raun hægt að ætlast til þess af draumlyndum og næmum listamanni eins og Snorra, að hann gerðist skrásetjari? Ég held ekki. aðrar, — safameiri, ef nota má það orð. Næsta skref Snorra var svo sér- staklega athyglisvert og sýnir hve vel hann var með á nótunum. Þá voru Septemsýningarnar að hefjast og afstraktið í loftinu og verk Snorra sjálfs verða æ einfaldari frá ca 1947— 8. Við fylgjumst með því hvernig hann hreinsar myndflötinn þangað til næstum ekkert er eftir nema sterkir, litaðir fletir. Þessar myndir bera hlut- læg nöfn og sýna að hlutveruleikinn var málaranum enn i huga, en þegar kemur að myndum eins og Múrverk 1948 (87), Við sjóinn 1948-50 og loks Málverk 1947—49 (98), þá er ómögulegt annað en ætla að Snorri sé á valdi hins óhlutbundna. Afneitun afstraktsins Síðustu ár sín varð Snorra ekki mikið úr verki sökum veikinda, en það sem hann gerði var með sömu Sjálfsmynd, olfa. Einyrkinn, 1945, vatnsl. Einstök innsýn 1 staðinn litur hann á líf og starf í þorpinu sem eina heild, samfléttaða og Ijóðræna og miðast öll list hans að því að festa á léreft þá lífssýn. Öll niðurröðun litflata og samstilling lit- anna sjálfra þjónar henni dyggilega. Slíkt er kannski hægt að gera eftir reglum, en öll vinna Snorra var tilfinningaleg og hjálpaði það einnig að hann hafði einstaka innsýn í eðli lita. Litrænt séð er varla til slæm mynd eftir hann. Þegar liður á þriðja áratuginn verða litir hans dýpri og hreinni og formskipunin einfaldari, bæði i málverkunum og vatnslita- myndunum og þegar kemur fram yfir 1940 verður túlkun hans á nánasta umhverfi sínu allt að því episk: Telpur með brúðu 1943, Þvottaborð málarans 1944 og Guli glugginn 1944-45. Yfirí afstraktið í þessum myndum eru einhver tengsl við vin Snorra, Þorvald Skúla- son, en litaáherslur Snorra eru allt einkennum og eldri verkin, hlutbundin og rómantisk, þannig að hann afneitar afstraktinu endanlega. Þessi yfirlitssýning er mikill viðburðursérstaklega fyrir okkur yngri kynslóðina, því ekki hafa svo mörg verk eftir Snorra sést saman um árabil og er upphengingin sjálf nokkuð góð þótt skelfing sé ankannalegt að lenda allt í einu inni í einu herbergi með úr- vali verka eftir aðra málara svona á miðri sýningunni. Og hvenær skyldi Listasafninu lærast að gera lista- mönnum verðug skil? Vantar ræki- lega úttekt Það er einfaldlega ekki nóg að safna saman myndum þrem vikum fyrir sýningu og hengja þær upp í snarhasti. Safninu ber að gera rækilega úttekt á lífsstarfi og skoðunum listamanna í sýningarskrá i stað þess að prenta í sifellu smábæklinga með almennum athugasemdum og nokkrum myndum. Hefði það t.d. ekki verið gagnleg og góð lesning að fá lýsingar Þorvalds Skúlasonar á námsárum þeirra Snorra og persónuleika hans? Þessar handa- hófssýningar safnsins eru að verða óþolandi. í-roS'l Hæsti vinningurinn í desember verða hæstu vinningarnir dregnir út. 9 fimm milljón króna vinningar eóa samtals 45 milljón krónur á eitt númer. Endurnýjaðu strax í dag til að glata ekki vinnings- möguleikum þínum. 10. flokkur 18 @ 1.000.000.- 18.000.000,- 18 — 500.000- 9.000.000- 324 — 100.000- 32.400.000,- 693 — 50.000,- 34.650.000,- 9.279 — 15.000- 139.185.000- 10.332 233.235.000- 36 — 75.000,- 2.700.000,- 10.368 235.935.000,- Við drögum 10. október. / Myndlist AÐALSTEINN INGÓLFSSON HAPPDRÆTTI HÁSKÓLA ÍSLANDS Hæsta vinningshlutfall í heimi!

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.