Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 09.10.1978, Qupperneq 16

Dagblaðið - 09.10.1978, Qupperneq 16
OPIÐHÚS Bahá’í-kynning Kynning verður á eftirtöldum stöðum á Bahá’í-trúnni: Kópavogi: Miðvikudaga kl. 20 að Hrauntungu 60 (neðri hæð). Hveragerði: Þriðjudaga kl. 20 að Varmahlíð 38. Kefiavik: Fimmtudaga kl. 20 að Túngötu 11. Ólafsvík: Mánudaga kl. 20 að Hjallabrekku 2. Reykjavík: Föstudaga kl. 20.30 að Óðinsgötu 20. Hafnarfirði: Mánudaga kl. 20.30 að Gunnarssundi 8. Njarðvík: Mánudaga kl. 20.30 að Kirkjubraut 32,1-Njarðvík. Frá lífeyrissjóóum opinberra starfsmanna Hinn 1. janúar 1979 munu taka gildi nýjar reglur um ákvörðun iðgjalda, er sjóðfélagar í Lífeyrissjóði starfs- manna ríkisins, Lífeyrissjóði barnakennara og Lífeyris- sjóði hjúkrunarkvenna greiða vegna réttindakaupa í nefndum sjóðum fyrir starfstíma, sem iðgjöld hafa ekki verið greidd fyrir áður, en fullnægja skilyrðum um rétt- indakaup í sjóðunum. Iðgjöld verða ákvörðuð þannig: a. Þcgar um cr að ræða starfstfma fyrir 1. janúar 1970, reiknast ið- fijöld cins og sjóðftlagi hcfði allan tímann haft sömu laun og hann hcfur, þcgar réttindakaup cru gcrð og greidd. Ekki rciknast vextir á iðgjöldin. b. Fyrir starfstíma frá 1. janúar 1970 og síðar rciknast iðgjöld af launum sjóðfclaga eins og þau hafa verið á hverjum tíma á því tima- bili, scm réttindakaupin varða. Á iðgjöld reiknast vcxtir til grciðsludags. Reykjavik 3. október 1978 Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins Lifeyrissjóður barnakennara Lífeyrissjóður hjúkrunarkvenna Tryggingastofnun rikisins Þurrkur alla daga — jafnvel þótt rigni — Creda tauþurrkari er nauðsynlegt hjálpartæki á nútima heimili. 20 ára farsæl reynsla sannar gæðin. Um 4 gerðir er að ræða af TD 300 og TD 400. Góð ábyrgðar-, viðgerðar og varahlutaþjónusta. Fæsthíá RAFHA, Háleitisbraut 68, sími rU\.VetÖ 84445, og hjá okkur á Ægisgötu 7. VV'\ref'9'"s^T Sími sölumanns 18785. Raftækjaverslun íslands h.f. Ægisgötu 7 — Símar 17975 — 17976. DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 9. OKTÓBER 1978. Ánauð Svo er bókin lesin i einum rykk og á eftirerhugsað: Kallhlúnkurinn hann Guðmundur skipstjóri á ekki sjö dagana sæla. Lif hans er ánauð. Þrútinn af svefnleysi keniur hann heim eftir margra sólar- hringa 'eltingarleik við fiskinn á miðunum, staðráðinn i að halda afla- meti sinu. Hann hefur kannski skvett i sig úr einu glasi áður en hann skundar á heimamið — til Önnu Dóru — og veiðinni þarf að ná á mettíma, þvi að stoppið er stutt. Þvi fer sem fer. Bók menntir RannveigG. Andlegt volæði Aðalpersónan, Anna Dóra. er ákaf- lega sannfærandi og á vissulega margar stallsystur. Það er hreint ótrú- legt hve vel höfundi tekst að lýsa kven- legum hugsanagangi hennar. öryggis- leysi mitt i velmegun, andúð á hrotta- fengnum eiginmanni, löngun eftir að einhver þarfnist hennar og þeirri breytingu sem hún tekur i gegnum söguna frá andlegu volæði að meira sjálfsöryggiogfestu. Aukapersónur eru eftirminnnilegar og athyglisverðar. í fáum orðum lýsir höfundur heilli mannsævi. Dóri bóki, sem vann sér til óbóta og var settur á Klepp. Siðar kemur fram að þetta var allt út af kvenmanni. Gestur keila, sem hafður var að háði meðal þorps- búa allra, fyrirfer sér vegna þess að kona (Fanney) hlustar á hann eina nótt. Stefán gamli blindi þurfti að ala upp hórbarn konu sinnar (Guðmund skipstjóra) en þetta gefur höfundur i skyn i tveimursetningum (bls. 136). Feministabók Og lestur hefst. — Seyðisfjörður: ....grá regnský sem héngu niður i miðjar fjallshlíðarnar og mynduðu samfellt þak yfir fjörðinn. Úlpu- klæddur maður gekk hálfboginn i átt- ina að frystihúsinu, eins og hann væri hræddur um að rcka sig upp undir þetta litlausa lofl.” (6). Þetta er um- hverfi höfuðpersónunnar, Önnu Dóru. sem vaknar i byrjun bókar i einu svitakófi með ákafan hjartslátl og verk í móðurlífi . . . töflurnar hættar að verka. — En brátt snarast skipstjór- inn inn. eiginmaðurinn. og vill hafa sitt. í viðureign þeirra verður Önnu Dóru að orði: ,.Þú ert kannski kominn heini til þess að landa í mig einu sinni enn . . . hvort sem mér líkar betur eða verr?” (15). „Kúgunt konuna." eins og Eyvindur sagði. Ekki ber á öðru. þetta verður feministabók af fyrstu gráðu. púngQrinn hennar (væri) leiðinlegri en heill togarafarmur... og svo niskur að hann tínidi ekki einu sinni að fara á sjómannadagsballið i vor” (82). Eða þá hún Sigga, sem var svo feit og skemmtileg en spurði þegar hún var orðin vel hífuð af hverju hún gæti ekki verið eins falleg og þessar stelpur í dönsku blöðunum með mjóu lærin og stinnu brjóstin. Eða þá hún Ása. sem var leynilega skotin í manninum hennar Jónu. þessunt hrútleiðinlega: „Já . .. Vitiði það, að þegar ég mæti honum úti á' götu, get ég ekki stillt mig- um að reyna að ímynda mér hvernig hann liti út þegar hann er ber. .. ” Selflutningur Það á við um allar þessar konur sem Fanney segir við Önnu Dóru: „Þú ert alin upp eftir hugmyndum karlmanns- ins og þér er ætlað að lifa sem kona í auðvaldsþjóðfélagi þar sem karlmenn ráða öllu" (139). Anna Dóra orðar sömu hugsun þannig: „Maur var alinn upp til þess að verða eldhúsmella og ekkert annað, og ég veit það, að á mínu heimili kom aldrei til greina að ég menntaði mig eitthvað” (138). Fanney vill losa Önnu Dóru undan kúgun eiginmanns sins og fá hana með sér suður. þar sem þær geti búið saman i kommúnu. Anna Dóra hugsar málið og segir við Fanneyju: „En hvað get ég gert ef ég fer með þér? Verður það ekki bara selflutningur frá einum vaskanum til annars?” 1141). Nei, lausn Guðlaugs er auðsjáan- lega ekki sú að konur flytji saman og fari að búa eins og hjón, það verður sama hjónabandsmunstrið: Annar hvor aðilinn kúgar hinn. Listavel skrifuð Miklu nær er að taka orð Önnu Dóru sem endurspeglun á afstöðu höf- undar: „Ég held að við getum ekki enda- laust skellt skuldinni á karlmennina, ... Þetta er ekki svona auðvelt. Mér finnst það fyrst og fremst vera sjálfum okkur að kenna hvernig við erum. ekki síst eftir að við höfum gert okkur grein fyrir óréttlætinu. Það erum við kon- urnar sem kúgum hvor aðra með því að geta ekki staðið saman... Ef ein- hverjum finnst hann vera kúgaður, þá á hann að berjast á móti því, alveg sama hvort það er karlmaður eða kvenrhaður.”(l39). Þessi saga leynir á sér. Hún er skrifuð frá sjónarhóli konu og til full- tingis konum i jafnréttisbaráttunni. Hún sýnir lika að konur verða aldrei frjálsar einar og sér. Þvi aðeins verða þær frjálsar að mennirnir þeirra, ást- menn, eiginmenn, synir, verði frjálsir undan ofurþunga þeirra væntinga sem kapitalískt samfélag gerir til þeirra. Hér er ekki á ferðinni neinn femin- ismi. Þetta er jafnréttisbók. spennandi. litrik samfélagslýsing, listavel skrifuð og timabær. Rannveig G. Ágústsdóttir AÐ LANDA í KONUNA SÍNA Guðlaugur Arason: ELDHÚSMELLUR, skáldsaga. Mól og menning, Reykjavik 1978. Þula útvarpsins les kvöldfréttir: Dómnefnd var sammála um að veita skáldsögunni Eldhús .. . (þögn, siðan hvisl) MELLUR . . . verðlaunin. Hlustandi sperrir eyrun. Hvað er kon an að segja sem hún þó varla þorir að segja? EldhúsMELLUR? Er það nenia von hún stami. Þetta var þriðjudaginn 20. septem- ber 1978 og strax daginn eftir fer maður og kaupir sér nýju verðlauna- söguna hans Guðlaugs. Eins og venjulega gerir maður sér hugmyndir um ólesna bók: Jafnréttis- bók — skrifuð af ungum manni sem verið hefur i Danmörku undanfarið innan uni flóð kvennabóka á borð við „Fri os fra kærligheden" eftir Suzanne Brögger og „Creme Fraiche” eða „Brud" eftir Bente Clod, allar þessar sjokkerandi bækur sem neyða mann til að horfa öðruvisi á heiminn. Hvernig skyldi íslendingnunt takast til? fólks verða átök sem varpa skýru Ijósi á lifið í litlu sjávarplássi á íslandi — á það hvernig vinnuþrælkunin leikur þelta fólk og rænir það allri lifsgleði, á það — hvernig „Að peningar skipta ekki máli fyrir þá manneskju sem þarf að berjast fyrir tilveru sinni allt sitt líf” (Anna Dóra bls. 97). og ennfremur á það að „Það er viðar óréttlætið en á milli karla og kvenna” (84). Fanney er flókin persóna og vissu- lega hefur höfundur ást á henni. En hún er verkfæri hans til að kryfja þjóð- félagið. Þess vegna verður hún að segja óþægilega hluti. Hún hegðar sér einnig eins og litill kúgari og á margt sammerkt með Guðmundi skipstjóra. Bæði dragast þau að Önnu Dóru, bæði vilja þau beygja hana undir sinn vilja þótt með nokkuð ólikum hætti sé. Sitt i hvoru lagi koma þau t.d. að auðu húsi og verða gröm yfir að Anna Dóra er ekki heima, ekki til reiðu. Agústsdóttir Fanney er hreyfiafl sögunnar. Hún kemur eins og sviptivindur að sunnan og setur allt á hreyfingu. Hún er ung, 29 ára, kommi (ekki Alþýðubandalags- bleyða), hefur lesbískar tilhneigingar, er fráskilin móðir. Lítill kúgari Gegnum hana fær lesandi kennslu- stund i stéttarlegum og kynferðisleg- um jafnréttishugsjónum, því þetta tvennt verður ekki aðskilið eins og Fanney segir. Milli hennar og heima- Óborganlegar lýsingar Lýsingu kvennanna hagar hann öðruvisi. Hann stefnir þeim saman i frystihúsinu eða saumaklúbbnum. Þessar aukapersónur Guðlaugs eru óborganlegar, hann hefur samúð með þeim og lýsir þeim af glettni um leið og hann dregur fram kosti þeirra og galla. T.d. Jóna hans Tona, sem var „ein af þessum trúuðu frystihúsakellingum sem ýmist kölluðu á guð eða andskot- ann til fylgis við sig, allt eftir þvi hvernig stóð i bólið hjá þeim” (81) sem sagði um Tona sinn að „helvítis kall

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.