Dagblaðið - 09.10.1978, Blaðsíða 18

Dagblaðið - 09.10.1978, Blaðsíða 18
18 DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 9. OKTÓBER 1978. Staða skólastjóra Verzlunarskóla íslands Staða skólastjóra Verzlunarskóla íslands er laus til umsóknar. Ráðningartími er frá og með 1. júní 1979. Ráðgert er að væntanlegur skóla- stjóri kynni sér kennslu í viðskiptafræðum erlendis fyrir næsta skólaár er hefst 1. september 1979. Þá er einnig æskilegt að umsækandi geti annazt kennslu í viðskipta- greinum. Launakjör eru samkvæmt kjara- samningi Félags menntaskólakennara. Umsóknir með upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf, ásamt greinargerð um ritsmíðar og rannsóknir, skulu sendar skóla- nefnd Verzlunarskóla íslands, Laufásvegi 36, Reykjavík, fyrir 1. desember nk. Skólanefnd Verzlunarskóla Íslands. Bátalónsbátar Höfum til sölu 2 mjög vel útbúna 11 tonna Bátalónsbáta smíðaða árið 1972 og 1975. í eldri bátnum er m.a. 120 hestafla P.M. vél, keyrð 5 þús. tíma, radar, dýptarmæl- ir, fisksjá, sjálfstýring, línu- og netaspil ásamt tilheyr- andi. Trollspil ásamt gálgum og rúllum, 6 rafmagns- handfæravindum, 2 eignartalstöðvar. Bátnum fylgja 4 netatrossur ásamt tilheyrandi (með blýteinum) auk þess 60—70 net og blýteinn fyrir 20 net. Útb. 6—6 1/2 millj. Nánari uppl. um bátana gefur: EiGNAVAL SF. Suðurlandsbraut 10. Simi 85650. Heimasimi sölumanns 13542. Háskóla Val/artorgi —- Áusturstræti $ við Austurvöif imr,,r l Suðureyrarhreppur: Hagkvæmara að ráða útlendinga Hreppurinn tapar 9.4 millj. í útsvarsgjöldum til annarra sveitarfélaga Suðureyri. „Ég fékk fyrirtæki til að taka saman hvað aðkomumenn aðrir en útlendingar fengju mikil laun hér á Suðureyri sem þeir tækju svo með sér heim og greiddu af útsvar i sínu sveitarfélagi. Upphæðin nam 85 milljónum árið 1977 og með 11 % útsvari gerir það um 9,4 milljónir i útsvarsgjöld.” sagði Kristján Pálsson sveitarstjóri á Suðureyri við Súganda- fjörð i viðlali við DB fyrir skömmu. „Ef sveitarfélagið hér fengi þessi gjöld þá þýddi það 18% aukningu á útsvars- tekjum. Álagt útsvar hér á siðasta ári var 52 milljónir króna." En hefur Suðureyri einhverja sér- stöðu hvað þetta varðar? „Já, ég mundi segja að þetta væri dá- lítið sérstakt hér. Hingað kemur alltaf mikið af aðkomufólki einkum á sumrin. mest af Reykjavikursvæðinu og af Suðurnesjum. Það hefur komið fyrir að greiðslur til þessara aðila hafa verið allt að helmingur af öllum vikulaunum. Það er mikið hagstæðara fyrir sveitarfélögin að hafa útlendinga i vinnu þvi að þeir greiða af sínum laununi hér. Hér voru á síðasta ári 33 útlendingar. viðs vegar að úr heiminum. t.d. frá Nýja-Sjálandi. Ástraliu, Ródesíu og S-Afriku, og senni- legt er að svipaður fjöldi útlendinga verði hér i vetur." Hvað erumargir aðkomumenn þarna á sumrin? „Það cr voðalega breytilegt en ég er hér t.d. með tölur frá Fiskiðjunni Freyju, sem er eina fyrirtækið sem eitt- hvað kveður að hér. Það hefur á einni viku greitt laun til 127 launþega. Þar af eru 45 aðkomumcnn sem tóku í laun 4 milljónir af þeim 9 milljónum sem fyrir- tækið greiddi í laun þá vikuna. Hér eruni við að missa útsvarstekjur til annarra sveitarfélaga. Mér finnst ekki óeðlilegt að við njótum þess. að við erum að halda uppi atvinnu sem aðrir virðast ekki geta. Með staðgreiðslukerfi skatta væri mjög auðvelt að leiðrétta þetta á þann hátt, að sveitarfélögin fái alla út- svarsálagningu af þeini tekjum sem þaðan eru teknar. Ég skil vel að staðir eins og Seltjarnarnes og Garðabær séu ekki hrifnir af slikum hugmyndum. staðir sem veita nánast enga atvinnu. Ég teldi hins vegar eðlilegast að þessir staðir santeinuðust Reykjavík." Hafið þið eitthvað hreyft þessum mál- um? „Við höfum vakið niáls á þessu vandamáli á fundum Sambands ís- lenzkra sveitarfélaga, en það hefur ekki borið árangur. Þá hef ég einnig sótt um styrk út á þetta frá jöfnunarsjóði sveitar- félaga. og ég get aðeins sagt. að ég vona hið bezta," sagði Kristján Pálsson. sveitarstjóri á Suðureyri að lokum. - GAJ $ \ GM-Vetrarþjónusta CHEVROLET BUICK VAUXHALL OPEL 1. Mótorþvottur 2. Rafgeymasambönd hreinsuð 3. Mæling á rafgeymi og hleðslu 4. Skipt um loftsíu 5. Skipt um platínur 6. Skipt um kerti 7. Viftureim athuguð 8. Kúpling stillt 9. Kælikerfi þrýstiprófað 10. Skipt um bensínsíu í blöndungi 11. Frostþol mælt 12. Mótorstilling 13. Öll Ijós yfirfarin og aðalljós stillt 14. Hemlar reyndir 15. Stýrisbúnaður skoðaður 16. Rúðuþurrkur og sprauta athuguð Verð: 4 strokka vél kr. 20.549.— 6strokka vél kr. 22.488.— 8 strokka vél kr. 24.186.— Gildir9/10—1/12 Efni, sem innifalið er í verði: Kerti, platínur, frostvari, bensínsía og loftsía SAMBANDIÐ VELADEILD ÞJÓNUSTUMIÐSTÖÐ HÖFÐABAKKA 9. Simar: Verkst.: 85539

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.