Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 09.10.1978, Qupperneq 23

Dagblaðið - 09.10.1978, Qupperneq 23
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 9. OKTÓBER 1978. 23 Kortsnojvannaftur: Rafmögnuð spenna í Baguio Kortsnoj sVndi enn á ný að enda- taflstækni hanseru engin takmörk sett, er hann sigraði Karpov í 29. einvigis- skákinni setn lauk i gær. Þegar skákin fór í bið á laugardag var staðan mjög óijós, þó flestir hafi hallast að því að Kortsnoj hcföi betri möguleika. Kortsnoj sjálfur var fullur sjálfstrausts og þegar aðstoðarmenn hans spurðu hann hvor hefði betri stöðu, svaraði hann: „Auðvitað ég!” Þegar tekið var til við skákina að nýju kom i ijós að hann hafði lög að mæla! Hann jók stöðugt yfirburði sína og tefldi snilldarvel þrátt fyrir geigvænlegt timahrak. Eftir 79 leiki mátti Karpov síðan gefast upp og Kortsnoj hafði náð að minnka muninn niður í 5—4. Kortsnoj hefur þá unnið tvær síðustu skákir og spennan í einviginu eykst stöðugt. Sá hlýtur heims- meistaratitilinn, sem fyrr vinnur 6 skákir. 29. einvígisskákina átti upphaflega að tefla á þriðjud, en var frestað vegna raf- magnsleysis. Þá átti að tefla hana á fimmtud. en Korlsnoj frestaði því hann hafði krækt sér í kvef ogaðaukisól brunnið á nefninu. Skákin hófst síðan á laugardag og fór rólega af stað. Kortsnoj tefldi hægfara byrjun, sem ekki er talin mjög hættuleg svörtum. Engu að síður náði hann rýmri stöðu og beindi spjótum sínum að veikleika svarts á c5. Karpov varðist þó vel og um tima var allt útlit fyrir jafntefli. í 34. leik lék Kortsnoj hins vegar til skarar skríða og hóf kröftuga sókn, en á kostnað peða- stöðu sinnar. Eftir bið tefldi hann síðan snilldarvel og yfirspilaði heimsmeist- arann á sannfærandi hátt. 29. einvigisskákin Knskur leikur. Hvítt: V. Kortsnoj Svart: A. Karpov 1. c4 Rfó 2. Rc3e6 3. e4 Þessi leikur hefur ekki skotið upp kollinum ieinviginu fyrr. Kortsnoj hefur ávallt leikið 3. d4 eða 3. Rf3, eftir því hvort hann hefur viljað tefla Nimzoind- verska vörn eða drottningarbragð. 3. — c5. í skák sinni við Farago, Hastings 1976—77, náði Smyslov mun betri stöðu eftir 3. — d5 4. e5 Rfd7 5. exd5 exd5 6. d4 c5 7. Rf3 Rc6 8. Bb5! 4. e5 Rg8 Það litur svo sannarlega ekki gæfulega út fyrir svartan að þurfa að bakka með riddarann upp i borð aftur. Hann telur sig hins vegar hafa lokkað e- peðið fram og hyggst ráðast gegn þvi seinna meir, með...d6 o.s.frv. 5. d4 Nú í seinni tið hefur peðsfórnin 5. Rf3 Rc6 6. d4?! cxd4 7. Rxd4 Rxd5 verið mjög i tísku. Hvítur fær álitleg færi fyrir peðið eftir 8. Rdb5, en þannig tefldist m.a. 11. einvígisskákin milli Spassky og Hort hér i Reykjavík, eða eftir 8. Bf4!? en þannig hefur Kortsnoj teflt með góðum árangri. Afbrigðið sem Kortsnoj velur nú hefur löngum verið talið bitlaust. Enski stórmeistarinn Keene, helsti aðstoðarmaður hans, sagði hins vegar, að áskorandinn hefði fundið nýja áætlun í stöðunni, sem gerði honum kleift að tefla til vinnings. 5. —cxd4 6. Dxd4 Rc6 7. De4 d6 8. Rf3 dxe5 Hér hafði Karpov notað hálftíma, Kortsnoj tvær minútur. 9. Rxe5 Rf6 Bækurnar mæla með 9. — Bd7, en Karpov vill ekki gefa biskupaparið baráttulaust. 10. Rxc6 Db6! Eftir 10. — Rxe4 11. Rxd8 Rxc3 12. Rxf7 Kxf7 13. bxc3 b6 14. Be3 Ba6 er ekki að sjá annað en svartur hafi ágætt tafl. Framhaldið í bréfskákinni Cafferty-Callaghan, 1972, sýndi þó annað: 15. 0—0—0 Be7 16. c5! Bxfl 17. Hhxfl Bxc5 18. Bxc5 bxc5 19. Hd7 + og hvítur stendur betur. 11. Df3 bxc6 12. Be2 Bb7 13. 0—0 c5 14. Dh3 Be7 15. Bf3. Eftir uppskiptia hvítreita biskupunum koma veilurnar i peðastöðu svarts á drottningarvæng betur i ljós. 15. _ 0—0 16. b3 Hfd8 17.Be3 Bc6. Hvitur hótaði að vinna peð með 18. Ra4 Dc7 19. Bxb7 Dxb7 20. Bxc5 o.s.frv. 18. Ra4 Dc7 19. Bxc6 Dxc6 20. Hadl Hac8 21. Dg3 Bd6 22. Dh4 Be7 23. f3 Kf8 ikl mk 'y* m íi Ikie JB|w fSI i ij Bjmj m Æ j 'M Sigurvegarar Flugleiða. Flugleiðir sigruðu í f irmakeppni KR Leikið var til úrslita í firmakeppni KR sl. laugardag. Til úrslita léku þau 9 lið, sem um sl. helgi unnu hvert sinn riðil í undankeppni. Úrslit leikja í úrslita- keppninni urðu sem hér segir: Ásfell — SláturfélagSuöurlands Undanúrslit: Kristján ó. Skagfjörð — Ásfell Flugleiðir — Shell Leikur um 3. sæti: Kristján Ó. Skagfjörð — Shcll Úrslitaleikur: 4-3 2- 3 3- 0 4- 2 Forkeppni: Ásfell — Endursk. skrifst. Bjöms E. Ámas. 1—0 8 liöa úrslit: Kristján Ó. Skagfjörð — Trésm. Reykjav.borgar 5—0 Flugleiðir — Sementsverksmiðjan 4—0 Málun — Shell 0—1 Flugleiðir — Ásfell 3—0 Sigurvegari var þvi Flugleiðir og hlutu farandbikar þann. sem um var keppt og litinn bikar til eignar. Liðin i 2. og 3. sæti hlutu einnig bikara og leikmenn i tveimurefstu liðunum hlutu verðlaunapeninga. Að sjálfsögðu ekki 23. — Rd5?? 24. cxd5 og drottning svarts er einnig í uppnámi. 24. Df2 Hxdl 25. Hxdl Dc7 Hvitur stendur greinilega betur vegna veikleika svarta peðsins á c5. Hann getur hins vegar vart bætt stöðu sína öllu meira og kýs því að freista gæfunnar i endatafli. Þegar hér var komið sögu áttu báðir keppendur um 50 minútur eftir af umhugsunartima sin- um til að ljúka 40. leiknum. 26. Dg3! Dxg3 27. hxg3 h5! 28.KÍ2 Kc8 29. Ke2 g6 30. Rc3 a6 31. Ra4 Ilc6 32. Hhl Bd6 33. Bf2 Rd7 Svo er að sjá sem skákin sigli nú hraðbyri í jafnteflishöfn, því hvorugur virðist geta aðhafst nokkuð af viti. Með næsta leik sinum tekur Kortsnoj hins vegar af skarið. 34. g4!? Djarflega leikið — sérstaklega ef tekið er tillit til þess, að aðeins ein mistök gætu kostað áskorandann heimsmeist- aratitilinn, H-linan opnast nú hvitum i hag, en á móti kemur að peðastaða hans veikist mjög. 34. — hxg4 35. Hh8+ Kc7 36. fxg4 g5 37. Be3 f6 38. Rc3. Hvitur hefur fengið aukið athafna- frelsi fyrir menn sína og nú bætir hann stöðu riddarans. 38. — Kf7 39. Hh7 + Ke8 40. Re4 Be7 Hér fór skákin i bið. Nokkuð skiptar skoðanir voru meðal „sérfræðinganna" í Baguio um það hvor stæði betur. Þó voru flestir á því að hvitur hefði betra tafl, því menn hans eru mun virkari og veikleikinn á g4 hefur ekki það mikið að segja. 41. Hh6 Kortsnoj hugsaði í 36 mínútur um biðleikinn og var því þegar kominn i tímahrak! 41. — Kf7 42. Hh7+ Kf8 43. Hh8 + KI7 44. Bd2. Þessi leikur kom „sérfræðingunum” mjög á óvart, sem frekar höfðu búist við 44. Ha8. Kortsnoj finnst aftur á móti mikilvægara að koma biskupnum i betri stöðu. 44. -RÍ8 44. — Re5 er svarað með 45. Rf2 ásamt46. Bc3 o.s.frv. 45. Hhl Kg646. Hdl f5 Karpov reynir að gera sér mat úr peðameirihluta sinum á kóngsvæng, en leikurinn hefur hins vegar þann ókost að hvitur losnar við veikleikann á g4. 47. Rf2 Bd6 48. Bc3 Rd7 49. gxf5 + exf5 50. g4! Rh6 51. KD Be7. Biskup svarts er hálfgerður vand- ræðagripur. því hann hefur ekkert til að bíta á nema sín eigin peð. Þar að auki er peðastaða svarts ekki mjög traust- vekjandi, hviti hrókurinn ræður yfir d-linunni og menn hvíts standa að öllu leyti betur. Hvitur hefur því greinilega undirtökin. 52. Ba5 Hf6 53. Kg2fxg4 Leikið eftir 15 minútna umhugsun. Karpov álti nú um 20 minútur til að ljúka þremur leikjum. en Kortsnoj átti 4 mínútur. 54. Rxg4 He6 55. Kf3 Bf6 56. Rxf6 Biskup svarts hefði orðið mjög sterkur ád4. 56. — Hxf6 57. Kg4 Rc8 58. Bd8 Svartur á erfitt lif fyrir höndum. Riddari hans er mun verri maður en biskup hvits og peðastaða hans er jafn sundruðsem fyrr. 58.—Hf4+ 59. Kg3 Hf5. Ekki 59. — Hd4? 60. Hxd4 cxd4 61. Kg4ogpeðfellurfyrir borð. 60. a4! Eftir 29 minútna umhugsun komst Kortsnoj að þvi að þetta væri besta vinningstilraunin. Svartur getur sig nú vart hrært. Hrókurinn er bundinn á 5. reitaröðinni til að vama 61. Hd5 og ridd- arinn er fastur á c8 til að hindra 61. Hd6 +. 60. — Kf7 61.Hd3 He5. Nú fór leikurinn að æsast. Kortsnoj átti nefnilega ekki eftir nema II minútur til að Ijúka 72. leiknum. Karpov átli hins vegar um 40 mínútur eftir. 62. Kg4 Kg6 63. a5 He4+ 64. KB Hf4+ 65. Ke3 Hh4. Ef 65. - Hf5 þá 66. Ke4 Hf4+ 67. Kd5 og hvíti kóngurinn ryðst inn fyrir víglinuna. 66. Hd5! Þrátt fyrir að Kortsnoj hafi nú aðeins átt eftir 2 minútur á næstu 8 leiki teflir hann snilldarvel. Heimsmeistarinn á bókstaflega ekkert svar við markvissri taflmennsku hans. 66. — Hh3+ 67. Kd2 Hxb3 68. Hxc5 Hb8. Eini leikurinn til að bjarga riddar- anum. Ef 68. — Ra7, þá 69. Bb6 og ridd- arinn fellur, og sú verður einnig raunin á eftir 68. — Rd6 69. Hc6. 69. Hc6+ Kf5 70. Hxa6. Þar með hefur hvitur unnið peð og vinningslikur hans aukast stöðugt. Svartur hefur hins vegar nokkurt mót- vægi i frelsingjanum á g-línunni. 70. — g4 71. Hf6+ Ke4 72. Bc7! Auðvitað ekki 72. Hf4 + ? Kxf4 73. Bc7 + Ke4! 74. Bxb8 Kd4 og nær auðveldlega jafntefli. Nú hótar hvitur hins vegar máti i einum leik, og það sem meira er — hann er sloppinn yfir tima- mörkin! 72. — Hb2+ 73. Kc3 Hb7 74. Bh2 Hh7 75. Bb8 Hb7 76. Bg3 Hbl 77. Hf4 + Ke3 78. Hf8. Einfaldast. 78. Hxg4 var að sjálf- sögðu einnig mögulegt. en til hvers? 78. — Re7 79. a6! — og svartur gafst upp. Ef 79. — Rc6, þá 80. a7! Rxa7 81. Bf2+ og Heimsmeistaramót í MASTERMIND GRÆNT SVART blAtt RAUTT S S . . blAtt SVART HVÍTT GULT H S . . blAtt SVART BLATT GRÆNT S • , • • blAtt GULT blAtt GULT H H ,. . GULT GRÆNT GULT RAUTT s s s . s s s s Hér að ofan er sýnishorn af tölvuröðuðu spili, eins og þeim sem keppendur koma til með að fá. Raðið þessu spili upp á ykkar eigið MASTER MINDogfinnið rétta lausn. Réttar lausnir getið þið séð í gluggum PENNANS, HALLARMÚLA og FRÍMERKJAMIÐSTÖÐV- ARINNAR, SKÓLAVÖRÐUSTÍG. Komið og takið þátt i þessari nýstár- legu keppni um heimsmeistaratitilinn i MASTER MIND sem hefst laugar- daginn 14. október kl. 10.00 i PENNANUM, HALLARMÚLA og FRÍMERKJAMIÐSTÖÐINNI, SKÓLAVÖRÐUSTÍG. V Frímerkjamiðstöðin Master Mind-umboflið á íslandi David Pitt & Co.

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.