Dagblaðið - 09.10.1978, Page 24
24
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 9. OKTÓBER 1978.
Bifreiðir til sölu
Land Rover jeppi árg. ’66, dísil (ónýt grind),
Ford Trader, 3 1/2 tonn, árg. ’66, dísil, með
krana (lélegt hús), Saab árg. ’66, góð vél, nýr
gírkassi (lélegt boddí).
Bifreiðirnar eru til sýnis að Vesturbraut lOa
Keflavík og er óskað að tilboðum sé skilað
þangað fyrir 15. þessa mánaðar.
Heimilt er að taka hvaða tilboði sem er eða
hafna öllum.
Rafveita Keflavíkur.
—Danskennsla-----------------------------
í Reykjavík, Kópavogi, og Hafnarfirði.
Innritun daglega kl. 10—12 og 1—7. Börn, unglingar,
fullorðnir (pör eða einstaklingar). Kennt m.a. eftir
alþjóðadanskerfinu, einnig fyrir brons, silfur og gull.
Nýútskrifaöir kennarar við skólann:
Niels Einarsson
Rakel Guðmundsdóttir
Athugið: Ef þópar, svo sem félög eða klúbbar, hafa
áhuga á að vera saman í tímum þá vinsamlega hafið
samband sem allra fyrst. — Góð kennsla.
Allar nánari upplýsingar í síma 41557.
Allra síðasti innritunardagur
Dansskóli
Sigurðar Hákonarsonar
DANSKENNARASAMBAND ÍSLANDS
Hraðhreinsun Kópavogs
auglýsir:
Frá 9. október er opið frá kl. 9—12 og
13—18 mánudaga til fimmtudaga,
föstudaga frá kl. 9—12 og 13—19.
Hraðhreinsun og pressun, kílóhreinsun
ogþvottur.
Hraðhreinsun Kópavogs
Borgarholtsbraut 71, sími 43290.
Sauna ofnar
Hinir vinsælu finnsku saunaofnar komnir
aftur.
Einnig tréfötur og ausur.
Hagstætt verð.
Benco,
Bolholti4,
sími21945.
DÓTTIR
SKÓARANS
OG SONUR
LEIGUBÍL-
STJÓRANS
..Undirsiaðan aösönnum kúltúrcru
vandaðir skór." segir Jói. sonur
skóarans. í bráðfyndnu og þó um leið
sorglegu leikriti Jökuls i
Þjóðleikhúsinu. Hann segir þetta
þegar hann cr búinn að flækjast unt
hálfan hnöttinn i ákafri löngun til að
drýgja dáðir i nafni frclsis og lýðræðis.
en snýr heini aftur einlæglega
sannfærður um að það eina sem gæti
gefið lífi hans gildi sé að halda áfrant
verki föður sins: að sjá til þess að
þorpsbúar gangi á almennilega
sóluðum skóm.
„Þú hefur farið langa leið til að
komast þennan stutta spöl." segir
æskuunnustan, löngu gift lyfsalanum
og hætt að hafa gaman af nokkru
ncma sitja á leiði í kirkjugarðinum og
sauma skyrtur.
En hann afsakar sig: „Sumt er svo
nálægt þér að þú nærð þangað ekki
nema fara i öfuga átt."
Þriggja ára
með naglbít
En sumir eru gáfaðri en aðrir. Uppi
i Austurveri er 18 ára gömul skóar-
dóttir, Jónina Soffia. sem ekki þurfti
að fara langt út í lönd til að finna út úr
þvi hvað hún vildi gera. heldur sncri
sér strax að þvi sem nærtækast var.
Lykt bernskunnar getur maður
aldrei gleymt. segja skáldin. og lyktin
af bernskunni henna Jóninu var
sannarlega leðurlykt. Pabbi hennar.
Sigurbjörn Þorgeirsson. hefur alla tið
rekið skósmíðavinnustofu, og mamma
hennar, Þórunn Pálsdóttir. oftast
vcrið þar að hjálpa honum. Jónina er
einkabarn svo það var enginn til að
passa hana heima og hún var þá bara
þarna hjá pabba og mömmu og
skónum.
„Mamma segir, að pinulítil budda
hafi ég setið með ónýtan skó og
naglbít á gólfinu og þóst vera að gera
við." segir Jónína. „Ellefu tólf ára var
ég oft að hjálpa pabba við léttari
viðgerðir. þegar ég kom heinr úr
skólanum, rífa undan ónýta hæla eða
gera við litlar saumsprettur. Sautján
ára ákvað ég að læra iðnina. og gera
hana að framtiðarstarfi. Ég er líka i
Verzlunarskólanum og ætla að taka
þar stúdentspróf — rnaður verður að
kunna eitthvað i bókhaldi til að geta
rekið fyrirtæki ”
Fyrsta stúlkan á Islandi, Jónina Soffia, sem lærír skósmiði. Bak við hana er unnustinn, Gunnar Rúnar: „Mér finnst
reglulega sniðugt hjá henni að drífa sig i þetta.” DB-mynd Bjarnleifur
% ■nwBamelf' ímí J 1; B 1 iii iy
Vi