Dagblaðið - 20.10.1978, Síða 5
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 20. OKTÓBER 1978.
5
HEIMILISLÆKNIR SVARAR @(T)
Alveg ósannað að C-vítamín
veiti nokkra vöm gegn kvef i
HJ spyr:
1. Hvaða vörn veitir mikil inntaka
C-vitamíns gegn kvefi?
2. Getur C vítamín læknað kvef
eftir að það hefur grafið um sig?
3. Hefur mikil inntaka C-vítamins
einhverjar hliðarverkanir?
Svan
1. Um þetta eru enn miklar deilur
og stangast niðurstöður Vísinda-
athugana mjög á. Álita verður enn
með öllu ósannað að C-vítamín
(askorbínsýra) veiti nokkra vörn gegn
kvefi. Fjölmargir eru vissir um kosti
C-vítamins í þessu tilliti, en fyrir þeim
hefur vafizt að sanna sitt mál. Sjálfur
át ég C-vítamín eins og mat í rúmt ár
án þess að mín kveftíðni breyttist hið
minnsta. E.t.v. var ég ekki nógu
trúaður á læknismáttinn...
2. Nei. Sé vítamínið gagnlegt, þá
telja flestir að sú gagnsemi sé tak-
mörkuð við töku þess í stórum
skömmtum í byrjun kvefsýkingar.
3. Óverulegar og sennilega engar
hættulegar. Sumir fá niðurgang en
einnig hefur verið rætt um auknar
likur á steinamyndun í þvagfærum við
töku stórra skammta í langan tíma.
TRANCOPAL OG SKYLD LYF
SKAÐLÍTIL OG GAGNSLAUS
Guðlaug Pétursdóttir spyr:
Hvað er lyfið trancopal og við
hverju er það gefið?
Svar:
Lyfið klórmezazón fæst hérlendis
undir nafninu trancopal. Það er notað
til vöðvaslökunar, t.d. við
vöðvabólgum, tognunum og ýmsum
giktarkvillum þar sem vöðvakrampar
valda óþægindum. Náskyld lyf eru t.d.
somadril og norgesic (sem einnig
inniheldur verkjalyf). Séu lyf þessi
gefin í æð verka þau vöðvaslakandi,
en í töfluformi er verkunin hverfandi.
Gagnleg áhrif þessara lyfja eru því
sennilega fyrst og fremst vegna róandi
verkunar, sem þau öll hafa. Telja
margir að því séu róandi lyf, t.d.
diazepam (valium/slesolicl) rökréttari,
sé þörf vöðvaslökunar.
Ég leyfi mér að halda þvi fram að
trancopal og skyld lyf séu í bezta falli
skaðlítil og gagnslaus og að þeim sé
ávísað allt of oft hérlendis. Margir
munu sjálfsagt telja sig hafa fengið
bata af þeim, en ég tel að flestum
þeirra hefðu sykur- eða salttöflur dug-
að jafnvel, hefðu þær verið kallaðar
t.d. „gigtaril” eða „burtverkan”.
Skrrfið:
Heimilislæknir
svarar
Dagblaðið
Síðumúla 12
Reykjavík
eða hringið:
Raddir lesenda
Sími 27022
Kl. 13—15 virka
daga.
KEMST EKKI
TIL BOTNS í
ERFIÐUM
SJÚKDÓMS-
SÖGUM
GKJ skrifar:
Ég er 30 ára gamall og hef átt við
vandamál að stríða sl. fimm ár. Fyrir
fimm árum fór ég að finna fyrir dofa,
spennu og 'svima yfir höfði. Leitaði ég
þá til sérfræðings í vefrænum tauga-
sjúkdómum til að fá rannsókn.
Tekið var heilarit sem sýndi væga
miðtaugatruflun. Ekki taldi læknirinn
þessa truflun skipta neinu máli. Fékk
ég enga úrlausn á vandamáli mínu hjá
honum. Vísaði hann mér á tauga-
lækni sem gat ekki gert neitt mér til
hjálpar. Sagði taugalæknirinn mér að
leita eitthvað annað því þetta væri of
erfitt vandamál fyrir sig.
Síðan eru liðin fimm ár og hafa
einkennin ágerzt með árunum, einnig
komu fram fleiri spennueinkenni. Ég
fékk einnig hjartsláttarköst, tak fyrir
brjóstið. Oft fylgdi köfnunartil-
finning og hræösluköst. Ég hef sem
sagt enga úrlausn fengið við
v.eikindum mínum enn.
Mér var sagt af einum taugalækni
hér i borg, að þetta væri oftast
ólæknandi og yrði ég að taka þessu
eins og hver annar píslavottur. Er
þetta rétt? Hann sagði þetta vera
kvíðanervósu, hvað sem það nú er,
eða þýðir.
Þessi líkamlegu spennueinkenni
hafa gert mig óöruggan og hræddan.
Ég hef alltaf á tilfinningunni að þetta
séu líkamleg einkenni sem fari út í
taugakerfið, en ekki öfugt. Ég hef
fengið almepnar rannsóknir en læknar
finna ekki líkamlega skýringu á þessu.
Hvað er hæft í öllu þessu? Eru þetta
ólæknandi einkenni? Hvað get ég gert
í þessu vandamáli?
Svan
Ekki lái ég þér að vera orðinn,
hvekktur, hræddur og leiður á þessari
vanliðan allan þennan tima. Ég vona
að á endanum takist þér að komast til
botns í þessu en slíkt gerist þó varla á
meðan þú ferð frá einum lækni til
annars, æskilegra er að einn aðili sjái
um að reyna að greiða flækju þessa.
Ég get ekki leyst úr spurningum
þínum. Læknar sem þekkja þig og
hafa skoðað þig virðast ekki hafa get-
að liðsinnt þér mikið og þrátt fyrir
bezta vilja get ég ekkert til málanna
lagt á grundvelli eins bréfs.
Sama verður að gilda um önnur
svipuð bréf, er borizt hafa, en verða
ekki birt hér. Þau fjalla um flókna
sjúkdómssögu þar sem fjöldi lækna
hefur komið við sögu og gætir mis-
mikillar óánægju með þeirra
frammistöðu. Slík vandamál verða
augljóslega ekki leyst i þætti sem
þessum og þvi tilgangslítið að birta
bréfin. Sem sagt, vinsamlegast ætlið
mér ekki að komast til botns í erfiðum
sjúkdómssögum, þar sem öðrum
læknum hefur ekki tekizt aö hjálpa.