Dagblaðið - 20.10.1978, Side 8
8
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 20. OKTÓBER 1978.
Um nokkurt skeiö hefur því verið
haldið fram af mörgum að ekki mætti
blanda flúor í drykkjarvatn vegna þess
að slíkt gæti valdið aukinni' tíðni
krabbameins. 1 bandaríska timaritinu
Consumers Report hefur verið skýrt
frá því að rannsóknirnar og kannanir,
sem krabbameinskenningarnar voru
byggðar á voru falsaðar. Var látið lita
svo út, að hér væri um að ræða
vísindalegar rannsóknir en að sögn
timaritsins var hér aðeins um að ræða
vísvitandi aðgerð til að vinna gegn
notkun flúors til varnar tann-
skemmdum.
Segir að stofnun, sem kölluð er
National Health Federation hafi ráðið
vísindamann til að koma af stað illum
grun á hollustu flúors. Var það gert
með árangri á þann hátt að birtar voru
rangar tölfræðilegar upplýsingar þessu
viðkomandi.
Samkvæmt niðurstöðunum það er
að segja hinum fölsku kom í Ijós, að
þar sem flúori var bætt í drykkjarvatn
jókst tíðni krabbameins. Þessar fölsku
niðurstöður urðu til þess að víða um
heim var hætt að blanda flúori í
drykkjarvatn. En það er talin ein
öruggasta vörn gegn tannskemmdum
sem þekkter.
National Health Federation var
stofnuð í Bandaríkjunum árið 1954.
Var þar að verki maður að nafni Fred
J. Hart. Fékk hann síðar dóm fyrir alls
kyns svindlbrask. Meðal annars bauð
hann fólki upp á þá þjónustu að greina
alla sjúkdóma þess ef það sendi honum
blóðprufu.
Hart lét ekki þar við sitja heldur réð
til sín lífefnafræðing John Yiamou-
yannis að nafni. Fól hann honum að
færa sönnur á skaðsemi flúors. Með
því að draga rangar niðurstöður af
tölfræðilegum samanburði milli land-
svæða þar sem flúor var í drykkjar-
vatni og ekki tókst honum að fá
umbeðnar niðurstöður.
Meðal annars var ekkert tillit tekið
til aldurs og þeirrar staðreyndar að
krabbamein mun vera algengara
meðal eldra fólks en yngra.
Árið 1975 hóf lífefnafræðingurinn
samstarf við annan „vísindamann”
sem framleitt hafði lyf gegn krabba-
meini sem þó mun vera talið algjörlega
gagnslaust. Bætti hann þá við auknum
tölfræðilegum upplýsingum.sem
renndu fleiri stoðum undir þá
kenningu um að flúor væri krabba-
meinsvaldandi.
Er aðrir vísindamenn og tölfræðing-
ar hófu að kanna réttmæti útreikninga
John Yiamouyuannis kom fljótlega í
ljós að hér var farið með staðlausa
stafi. Samkvæmt öllum reglum
tölfræðinnar var ekki hægt á neinn
hátt að sýna fram á tengsl milli flúors í
drykkjarvatni og krabbameins.
Þar með var málið tapað í Banda-
ríkjunum. Reyndu þeir félagar þá að
hefja baráttuna gegn flúori i Englandi
og Hollandi. Þar tókst þeim einnig að
valda hræðslu og óróa meðal stjórn-
málamanna og almennings.
Þegar lagðar voru fram sannanir
gegn þeim og misnotkun þeirra á töl-
fræðilegum gögnum reyndu þeir að
láta líta svo út sem þar væri um að
ræða vísindalegan ágreining. Að sögn
tímaritsins Consumers Report er þó
alls ekki um neitt slíkt að ræða í þessu
tilviki.
Segir að sjö virtar heilbrigðis- og töl-
fræðirannsóknarstofur hafi sannreynt
að fullyrðingar Bandaríkjamannanna
tveggja um flúor og krabbameinstil-
felli séu staðlausir stafir.
REUTER
FRÁSAGNIR UM KRABBA-
MEIN AF FLÚOR í DRYKKJ-
ARVATNITÖLFRÆÐILEGT
SVINDL
— samstarf svikulla lífef naf ræðinga og
falskra bandarískra rannsóknarstofa
virðist hafa tafið f ramfarir
í tannheilbrigðismálum
j
i
Playboy
á Spáni
Hið þekkta timarit Playboy kom
í gær í fyrsta skipti í verzlanir á
Spáni á spænskri tungu. Eru þetta
ein merkin um minnkað eftirlit
með útgáfu bóka og tímarita á
Spáni eftir dauða Francos árið
1975.
Blaðið hefur verið selt í ensku
útgáfunni þar <i landi síðan árið
1976.
Deilureða ekki
deilurí
friðarviðræðum
Talsmaður friðarsamningafund-
arins milli utanríkisráðherra
ísraels og Egyptalands fullyrti i-
gær að enginn fótur væri fyrir því
að miklir erfiðleikar hefðu komið
upp í viðræðunum. Sagði hann
þetta er hann var krafinn skýringa
á hvers vegnaJimmyCarter forseti
Bandaríkjanna hefði gripið inn í
viðræðurnar. Moshe Dayan utan-
ríkisráðherra Ísraels lét hafa eftir
sér í fyrradag að mikill ágreiningur
hefði komið upp milli deiluaðila.
Nýttdagblað
íNewYork
Ástralski blaðakóngurinn
Rupert Murdoch hefur tilkynnt að
hann hyggist stofna nýtt dagblað
sem komi út i New York einhvern
næstu daga. Nafn blaðsins á að
verða The Dáily Sun og mun það
að líkindum helzt keppa við New
York Times og Daily News, sem
hvorugt hefur komið út síðan í
ágúst vegna vinnudeilu.
Gunnar Nilsson
þungt haldinn
af krabbameini
Hinn frægi sænski kappaksturs-
maður Gunnar Nilsson liggur nú
þungt haldinn á Charring Cross
sjúkrahúsinu í Londort. Að sögn
lækna er hann í dái en ástæðan
mun vera krabbamein á mjög háu
stigi. Nilsson ók fyrir Lotus
verksmiðjurnar árið 1977 og varð
þá áttundi í heimskeppninni.
Hann er 29 ára að aldri og oft
nefndur sem framtiðar heims-
meistari.
BRAUTIR &
GLUGGATJÖLD
Ármúla 42
Símar: 83070 82340.
álNUTA
Namibía:
HORFUR A TVENN-
UM KOSNINGUM EN
NIÐURSTAÐAVIÐ-
RÆÐNA ÖLL ÓUÓS
Horfur virðast nú á, að tvennar
kosningar verði á næstunni i Namibiu
eftir einhvers konar samkomulag, sem
náðst hefur milli stjórnar Suður-Afrlku
og utanríkisráðherranna fimm frá
Bandarikjunum, Bretlandi, Frakklandi,
Vestur-Þýzkalandi og Kanada. Niður-
staða viðræðnanna, sem farið hafa fram
í Pretóriu undanfarna daga, er þó mjög
óljós. Þó mun utanrikisráðherrunum
ekki hafa tekizt að fá hinn nýja forsætis-
ráðherra Suður-Afríku, Pieter Botha, til
að hætta við fyrirhugaðar desember-
kosningar í Namibíu. Þó mun hann hafa
gefið þau fyrirheit, að stjórn Suður-
Afríku mundi reyna að sjá til þess að
sigurvegarár kosninganna féllust á lausn
sem yrði alþjóðlega viðurkennd.
Búizt er við skýrslu og álitsgerð Kurts
Waldheim aðalritara Sameinuðu
þjóðanna um Namibíumálið á
mánudaginn. Er búizt við fundi í
öryggisráðinu síðar í vikunni.
Sameinuðu þjóðirnar hafa samþykkt að
þessi gamla þýzka nýlenda, sem Suður-
Afríka hefur stjórnað í sextíu ár, fái
sjálfstæði á næsta ári. Einnig var
samþykkt að þar færu fram kosningar
undir eftirliti samtakanna. Á þetta hafa
Suður-Afríkumerin ekki viljað fallast.
Bent hefur verið á, að mjög sé óljóst
hver staða sigurvegara í desember
kosningum í Namibíu verði. Alveg sé
óljóst hvernig þeir muni taka í að
haldnar verði kosningar síðar undir
eftirliti Sameinuðu þjóðanna. Einnig
hefur verið bent á, að allir flokkar í
Namibiu hafa lýst yfir, því, að þeir muni
ekki taka þátt í kosningum í desember
undir stjórn Suður-Afríku. Þetta gæti í
raun þýtt að fremur hægrisinnaður
flokkur, sem í eru bæði hvitir og svartir,
væri öruggur sigurvegari kosninganna
vegna þess svo virðist sem hann verði
eini stóri stjómmálaflokkurinn, sem
bjóða muni fram.