Dagblaðið - 20.10.1978, Síða 10
10
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 20. OKTÓBER 1978.
BLAÐIÐ
Útgefar/ ':.- Dagblaöifl hf.
Framkvœmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsaon. Ritst)órí: Jónas Kristjónsaon.
Fróttastjórí. Jón Birgir Pótursson. Rhstjómarfulttrúi: Haukur Helgason. Skrífstofustjórí rhstjómar Jó-
hannoe kdol. íþróttir: Hallur Simonarson. Aöstoflarfróttastjórar Atli Steinarsson og Ómar Valdi-
marsscn Menningarmól: Aflalsteinn Ingótfsson. Handrit Ásgrímur Pólsson.
Blaflamenr Anna Bjamason, Ásgeir Tómasson, Bragi Sigurflsson, Dóra Stefónsdóttir, EUn Alberts-
dóttir, Gissur Sigurflsson, Gunnlaugur A. Jónsson, Hallur Hallsson, Helgi Pótursson, Jónas Haraldsson,
Ólafur Geirsson, Ólafur Jónsson. Hönnun: Gufljón H. Pólsson.
Ljósmyndir: Arí Krístinsson, Ámi Póll Jóhannsson, Bjamleifur Bjamleifsson, Hörflur Vilhjólmsson,
Ragnar 7h. Sigurflsson, Sveinn Pormóflsson.
Skrífstofuatjóri: Ólafur Eyjólfsson. Gjaldkeri: Þróinn Þorierfsson. Sökistjórí: Ingvar Sveinsson. Dreifing
arstjórí: Mór E.M. Halldórsson.
Ritstjóm Siflumúla 12. Afgreiflsla, óskríftadeild, auglýsingar og skrífstofur Þverhofti 11.
Aflalsimi blaflsins er 27022 (10 linur). Áskríft 2400 kr. ó mónuöi inrpnlands. i lausasölu 120 kr. eintakifl.
Setning og umbrot Dagblaflifl hf. Síflumúla 12. Mynda- og plötugerfl: Hilmir hf. Siflumúla 12. Prentun:
Árvakur hf. Skeifunni 10.
Japan að ná
Bretum í hem-
Iðngarðar á alþingi
í flestum nágrannalöndum okkar
reyna stjórnvöld eftir mætti að skjóta
rótum undir iðnað af ýmsu tagi. Þau
útvega ódýrt leiguhúsnæði og skattfríð-
indi, auk þess sem þau bjóða lán í hlut-
falli við þann fjölda atvinnutækifæra,
sem iðnfyrirtækið veitir.
Þingmennirnir Eggert Haukdal og Guðmundur Karls-
son hafa lagt til á alþingi, að ríkisstjórnin undirbúi lög
um iðngarða, er einstaklingar, félög og sveitarstjórnir
byggi með stuðningi ríkisins. Vitna þeir til reynslu ná-
grannaþjóðanna af slíku frumkvæði.
Töluvert hefur verið fjallað um iðngarða hér á landi á
undanförnum árum. Kristján Friðriksson iðnrekandi
hefur lagt til auðlindaskatt, sem sumpart verði notaður
til byggingar iðngarða um land allt. í ritstjórnargreinum
Dagblaðsins hefur verið lagt til, að hluti núverandi land-
búnaðarstyrkja verði notaður í sama skyni.
Að baki allra þessara hugmynda liggur skilningur á
mikilvægi þess, að íslendingum framtíðarinnar verði
útveguð atvinnutækifæri við hæfi. Hingað til hefur ekki
farið mikið fyrir slíkum skilningi á hinu háa þingi. En
sem betur fer koma nýir siðir með nýjum þingmönnum.
Augljóst er, að ört hnignandi fiskstofnar og ört
gróðureyddar afréttir gefa ekki mikinn kost á fjölgun at-
vinnutækifæra í sjávarútvegi og landbúnaði. Ef börnin,
sem senn fara að vaxa úr grasi, eiga ekki að þurfa að
flýja til útlanda í atvinnuleit, verður að byggja upp
arðbæran iðnað í landinu.
Hingað til hefur húsbyggingarkostnaður verið einn af
fyrirferðarmestu þröskuldunum í vegi uppbyggingar
ungra iðnfyrirtækja. Baráttan við þennan vanda hefur
kostað marga iðnrekendur svo mikinn tíma, fé og fyrir-
höfn, að þeir hafa ekki haft neitt aflögu til sjálfs
iðnaðarins.
Auðvelt er að sjá fyrir sér, hvílíkt gildi iðngarðar
mundu hafa, ekki sízt ef húsaleigu yrði í hóf stillt. Marg-
víslegar iðnaðarhugmyndir mundu verða að veruleika.
Sumar mundu mistakast og aðrar heppnast. Heildarút-
koman yrði mun örari iðnþróun en við búum við um
þessar mundir.
Flytjendur tillögunnar á alþingi benda á margvísleg
önnur atriði til stuðnings iðngörðum. Þar á meðal er hin
augljósa hagkvæmni við hönnun, útboð, smíði og fjár-
mögnun staðlaðs húsnæðis fyrir iðnað.
Þingmennirnir benda á fleiri atriði: „Þar sem fleiri en
eitt fyrirtæki eru saman komin á þar til skipulögðu at-
hafnasvæði, hefur reynslan sýnt, bæði hér og erlendis,
að fyrirtækin geta haft margvíslegan stuðning hvert af
öðru. Þau geta haft samstarf um skrifstofu-, sölu- og
margháttaða aðra þjónustu. Þau geta haft nánara
samstarf um framleiðslu og nýtingu tiltekinna sér-
hæfðra véla. Loks má nefna sameiginlegt mötuneyti og
félagslega aðstöðu starfsfólks.”
Þeir benda réttilega á, að iðngarðar eigi ekki aðeins
við í meiri háttar kaupstöðum, heldur einnig á smærri
stöðum, í minni sjávarplássum og meira að segja í
sveitum landsins.
Hið eina, sem er athugavert við hugmyndir Eggerts
Haukdals og Guðmundar Karlssonar er, að þær fjalla
ekkert um, hvernig fjármagna megi framtak hins
opinbera við smíði iðngarða. Á því sviði hafa Kristján
Friðriksson og leiðarahöfundur Dagblaðsins gert betur.
Eigi að síður er frumvarp þeirra félaga hið lofs-
verðasta. Það er verulega ánægjuleg tilbreytni að heyra
skynsamlegar hugmyndir í atvinnumálum frá fulltrúum
þjóðarinnar á alþingi.
aðarmætti
—tólf daga f lotaæf ingar standa yf ir þar sem „verjast”
á sovézkri íhlutun
Á undanfömum árum hafa Japanir
aukið mjög herskipaflota sinn og
munu þeir nú vera komnir á svipað
stig og Bretar, hið forna sjóveldi. Þetta
vekur athygli um þessar mundir því
núna standa yfir miklar flotaæfingar
við Japansstrendur. Nær öll hin
eitt hundrað og niutíu skip sem til
japanska flotans teljast taka þátt i
æfingum og þar eru tuttugu og átta
þúsund af þeim fjörutíu og tvö þúsund
sjóliðum sem í liðinu eru.
Tilgangur æfinganna, sem standa
eiga i tólf daga, er að ganga úr skugga
um getu liðsins til aö verja
aðflutningsleiðir verzlunarskipa til
Japans. Á þvi byggist efnahagslíf
landsins mjög mikið og því mikilvægt
að verja megi siglingaleiðirnar.
Herskip af ýmsu tagi munu verða á
öllu hafsvæðinu norðan frá Hokkaido
og suður að Okinawa. Æfingin er
hugsuð þannig að mjög alvarlegt
ástand skapist. Er það kurteislegt orð
yfir styrjöld. Gert er ráð fyrir að skip
erlends veldis grípi inn i. Ekki er neitt
sagt um hvaða ríki hér gæti verið að
ræða en hvert bam veit að Sovétríkin
eru hér höfð í huga.
Stjórnarskrá Japans, sem sett var
eftir siðari heimsstyrjöldina, hefur
mjög skýr ákvæði um að landið megi
aldrei koma sér upp herliði að neinu
tagi til stríðsreksturs. Þess vegna eru
herskipin kölluð verndarskip
verzlunarflotans eða fylgdarskip.
Ráðandi öfl í Japan eru þó í óðaönn að
finna leiðir til að sigla fram hjá þessum
ákvæðum i stjórnarskránni. Unnið er
kappsamlega að þvi að drepa niður
friðarhreyfingar og áhrif þeirra meðal
almennings í Japan. Aukin áherzla
hefur verið lögð á að beina athyglinni
að þeirri hættu sem Japan stafar af
hemaðarmætti Sovétríkjanna.
í hvitri bók, sem gefin var út í ár, er
hættan af Sovétríkjunum undirstrikuð
og i blöðum í Japan hefur hún einnig
verið talin mjög mikil.
Samkvæmt rannsóknum al-
þjóðlegra aöila hefur framlag til
hernaðarbúnaðar fjórfaldazt þar í
landi á fjórum síðustu árum. Munu
framkvæmdir þeirra á hernaðar-
sviðinu næsta ár verða á bilinu frá
níundu til sjöttu mestu í heiminum.
Á næstu árum mun japanskur
iðnaður afgreiða mikið af alls konar
hernaðartækjum fyrir flota landsins
og brátt munu þeir hafa náð Bretlandi
hvað varðar heildarhernaðarútgjöld.
Er þetta mörgum Japönum gleðiefni
því þeir vilja veg landsins sem mestan
á þessu sviði sem öðrum. Hefur núver-
andi forsætisráðherra, Takeo Fukuda,
verið iðinn við að byggja upp meiri
virðingu fyrir her landsins. Hefur
hann meðal annars beitt sér mjög fyrir
að auka pantanir hersins og með því
auka framleiðslu og atvinnu í iðnaði
landsins sem á erfitt uppdráttar um
þessar mundir.
Aukinn hernaöarandi í Japan hefur
notið stuðnings úr heldur óvæntri átt
að undanförnu. Kinverjar hafa hvatt
Japani til að auka hernaðarmátt sinn.
Hafa þeir þá í huga að byggja upp
sterka andstöðu gegn höfuðand-
stæðingnum, Sovétrikjunum.
Hafa þeir nokkrum sinnum sent
hernaðarsendinefndir til Japans í
þessu skyni.
Nýlega var nefnd í Tokyo frá
Pekingstjórninni undir forustu hátt-
setts hershöfðingja. Var höfuðverk-
efni hennar að kanna hvað Japanir
gætu boðið af vopnum og öðrum
hernaðarbúnaði.
Að sjálfsögðu eru Sovétmenn lítt
hrifnir af þessum aðförum Japana og
Kínverja. Telja þetta reyndar ekkert
annað en fyrstu merki náinnar sam-
vinnu milli stjómarinnar i Tokyo og
Peking.