Dagblaðið - 20.10.1978, Side 14
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 20. OKTÓBER 1978.
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 20. OKTÓBER 1978.
14
d
Iþróftir
Iþróttir
Iþróttir
Iþróttir
Iþróttir
Iþróttir
Iþróttir
íþróttir
Iþróttir
19
Borðtennis
í Kef lavík
Borðtennisdeild UMFK mun gangast fyrir punkta-
móti I borðtennis, <sem ber nafnið haustmót UMFK) i
Ungmennafélagshúsinu i Keflavik að Hafnargötuó
iaugardaginn 21. október, kl. 2,30 eftir hádegi.
Keppt verður i þrem flokkum karla 1., 2. og 3. fl.
Notaður verður einfaldur útsláttur i 2. fl. og 3. fl. en
allir við alla i 1. fl. Og telst leikurinn unnin þegar
annar hefur unnið 2 hálfleiki.
’Ævar Sigurðsson —
KR i gærkvóldi.
lék sinn 300. leik i meistaraflokkl
KR HLAUT
3JA SÆTIÐ
KR-ingar tryggðu sér þriðja sætið i Reykjavikur-
mótinu, þegar þeir sigruðu Ármann 21—19 i gær-
kvöldi. Bæði liðin hlutu tvö stig en markamunur KR
var betri. Fjögur mörk i minus gegn átta mörkum
Ármenninga.
Þetta var mikill baráttuleikur og framan af voru
Ármenningar ákveðnari. Komust í 3—1 og 5—3 en
KR jafnaði i 6—6. Síðan sáust allar jafnteflistölur upp
i 13—13, sem var staðan í hálfleik. En eftir að hafa
skorað 13 mörk i fyrri hálfleiknum tókst Ár-
menningum ekki að skora mark fyrstu 13 mín. í þeim
siðari. KR-ingar þá þrjú og lögðu þar grunn að sigri
sinum. Að vísu jafnaði Ármann i 17—17 og 18—18.
Siðan sigu KR-ingar framúr á ný og unnu með tveggja
marka mun. Verðskuldaður sigur og i heild virkaði
KR-liðið betra þó svo Símon Unndórsson vantaði
vegna meiðsla. Friðrik Jóhannsson lék ekki með
Ármanni. Greinilegt að jöfn barátta verður milli
þessara liða í 2. deild í vetur. Fyrir leikinn í gær var
Ævari Sigurðssyni (Ólafssonar söngvara) afhentur
blómvöndur frá KR. Hann lék sinn 300. leik með
meistaraflokki KR. Hefur verið fastamaður um langt
árabil í KR-liðinu.
Mörk KR í gær skoruðu Ólafur Lárusson 6 — tvö
víti — Haukur Ottesen 4, Einar Vilhjálmsson 3, Björn
Pétursson 3, Sigurður Páll 2, Jóhannes Stefánsson 2
og Kristinn Ingason 1.
Mörk Árman.ts skoruðu Björn Jóhannesson sjö —
tvö víti — Jón Viðar fjögur, Pétur Ingólfsson þrjú,
Þráinn Ásmundsson og Óskar Ásmundsson tvö hvor,
og Kristinn Ingólfsson eitt.
Lokastaðan i úrslitakeppninni.
Valur
Víkingur
KR
Ármann
íslandsmótið í handknattleik hefst á morgun:
Berjast Valur, FH og Haukar
um íslandsmeistaratitilinn?
Reykjavikurmeistarar Vals 1978 — Formaður handknattleiksdeildar Vals, Þórður Sigurðsson, nádi í bikarinn, því hann var ekki afhentur formlega í gær.
DB-mynd Bjarnleifur.
Markahlutfall réð
og Valur meistari
—SigradiVíking 19-17 á Reykjavíkurmótinu í handknattleik
—Ömurleg dómgæzla setti mest mörk á leikinn
Fram og Haukar i 1. deild kvenna og
síðan sömu félög í 1. deild karla. Kl.
15.00 leika ÍA og ÍBK á Akranesi í 3.
deild karla og kl. 16.00 KA og Leiknir á
Akureyri í 2. deild karla.
Á sunnudag verða þrir leikir. Kl.
14.00 leika Þór og Leiknir í 2. deild
kvenna á Akureyri. Á sama tima leika
UMFN og Grótta i 3. deild karla og
strax á eftir UMFG og UMFN í 2. deild
kvenna.
Eins og áður mun mesta athyglin
beinast að keppninni í 1. deild karla. Þar
leika átta félög, Reykjavíkurfélögin
Fram, Fylkir, ÍR, Valur og Víkingur,
FH og Haukar úr Hafnarfirði og HK úr
Kópavogi. Fylkir og HK komust upp í I.
deild í vor. KR og Armann féllu niður i
2. deild.
Ef að likum lætur kemur keppnin um
íslandsmeistaratitilinn fyrst og fremst
koma til með að standa milli íslands-
meistara Vals og Hafnarfjarðarliðanna
FH og Hauka. Þessi þrjú félög eiga
sterkum liðum á að skipa. Hafa æft
mjög vel. FH undir stjórn póisks
þjálfara, Valur undir stjórn Hilmars
Björnssonar og Haukar undir stjórn Þor-
geirs Haraldssonar. Víkingar hafa einnig
góðu liði á að skipa og hafa æft vel undir
stjórn pólsks þjálfara. Liðið hefur misst
sterka leikmenn til útlanda — en þó
mun verða þyngra á metunum, að
Víkingar munu vart koma til með að
blanda sér í toppbaráttuna eins og þeir
eru lagðir í einelti af flestum þeim
dómurum, sem koma tii með að dæma
leiki þeirra í vetur. Nýliðar Fyikis og
HK munu þurfa að berjast mjög til að
halda sætum sinum i deildinni — en þó
eru þessi lið alls ekki án möguleika. Til
dæmis tapaði Fylkir aðeins með eins
marks mun fyrir meisturum Vals á
Reykjavíkurmótinu á dögunum. HK er
óþekkta stærðin á mótinu—og talsvert
spurningamerki er einnig við Fram og
IR. Fram hefur misst þekkta leikmenn
— og ÍR-ingar virðast ekki eins sterkir
og áður. Þó álltaf lið sem kemur á óvart.
Allar likur eru á að Ármann og KR
reynist sterkust liða í 2. deild, en þar
leika einnig KA, Leiknir, Stjarnan, Þór,
Vestmannaeyjum, sem hefur mörgum
þekktum leikmönnum á að skipa, Þór,
Akureyri og Þróttur, Reykjavík I I.
deild kvenna er lið Fram sigurstrangleg-
ast — Valur og FH gætu þó veitt Fram-
stúlkunum harða keppni.
Valur sigraði Viking 17—15 í gær-
kvöld i Laugardalshöll — en lengi vel á
eftir vissi enginn hvort liðið hafði orðið
Reykjavfkurmeistari. Bæði lið með
fjögur stig i úrsUtakeppninni og sama
markamun. Nýr úrsUtaleikur, sögðu
dómarar leiksins. Aðrir, markahlutfaU
ræður nú, og enn aðrir. Það liðið, sem
skorað hefur fleiri mörk er sigurvegari.
Loks eftir nær klukkutima frá leiks-
lokum náðist i formann HKRR i sima.
Þá féU stóridómur. Á fundi Handknatt-
leiksráðs Reykjavikur var bókað að
markahlutfaU réði úrsUtum ef lið yrðu
jöfn að stigum og markamun. Valur varð
þvi Reykjavikurmeistari. Hafði fengið á
sig færri mörk en Vikingur. Valsmenn
eru mjög vel að þeim sigri komnir.
Sigruðu Víkinga tvivegis á mótinu og
hafa sterku liði á að skipa.
Leikurinn var spennandi en þvi miður
setti ömurleg dómgæzla Gunnars Kjart-
anssonar og Hannesar Þ. Sigurðssonar
mörk sín á leikinn. Lengi vel voru þeir
síflautandi að því er virtist til að sýna
hverjir hefðu völdin. Það kostaði
Vaismenn að minnsta kosti tvö mörk.
Taugaspennan þrúgaði Gunnar
lengstum — og mikið eru taugaveiklaöir
dómarar leiðinleg fyrirbrigði. Leikmenn
reknir af velli fyrir það eitt að hrista
höfuðið. Ekkert orð. . Ýmislegt
gleymdist. Hannes.þessimikli spekingur
dómaramála, gleymdi svo einföldu
atriði, að hann er hluti - lifandi liður
leikvallarins. Þorbjörn Jensson
tvíbókaður án þess að vera vikið af velli.
Sex sinnum var Víkingum vikið af
velli — tveimur Valsmönnum. Sex
sinnum fengu Valsmenn vítaköst —
Víkingur tvisvar.Þar naut Valur mikilla
forréttinda — en Valsliðið er alltof gott
til að vera nokkuð upp á slíkt komið.
Hins vegar var ekki hægt að greina, að
þessi gríðarmunur væri á brotum
leikmanna liðanna.
Lokamínútu leiksins lék Hannes Þ.
Sigurðsson aðalhlutverkið eins og svo
oft áður á fjölum Laugardalshallarinnar.
Fyrst rak hann Pál Björgvinsson af velli
fyrir smávægilegt brot miðað við flest
það, sem sást i leiknum, og svo féll
bomban. Sex sekúndum fyrir leikslok
tók Jón Pétur Jónsson ailtof mörg skref
án þess að stinga knettinum niður áður
en hann rakst á varnarmann Víkings.
Flautað. Flestir bjuggust við að
Víkingur fengi aukakast — og Gunnar
Kjartansson gerði sig líklegan til að
dæma það — en þá benti Hannes á víta-
punktinn eftir nokkurt hik. Dæmdi
vitakast á Víking.Hörðustu Valsmenn
sneru sér undan til að geta hlegiö i
laumi. Þorbjörn Guðmundsson skoraði
úr vítakastinu eftir að leiktima lauk —
og síðar kom í ljós að það mark hafði úr-
jslitaáhrif.
En það verður að segja Hannesi Þ.
Sigurðssyni til málsbóta, að það er ofur
skiljanlegt, að dómara, sem kominn er á
sextugsaldur, verði á mistök einmitt
undir lok leiksins, þegar þreytan smýgur
iinn i merg og bein. Það er erfitt að
idæma og hlaupa í klukkustund, æfingar-
'litill í þokkabót. En þvi þekkja ísl.
dómarar ekki sinn vitjunartíma? Undan-
tekningarlaust leggja enskir dómarar
flautuna á hilluna 47 ára.
Valur lék stórvel í fyrri hálfleiknum.
Ákaflega sterkir í vörn og með snjallan
markvörð, Ólaf Benediktsson. Það kom
á óvart að forusta liðsins í hálfleik var
jekki nema tvö mörk, 8—6. Víkingar
langt frá sínu bezta en Kristján Sig-
mundsson hélt Víking á floti með stór-
jsnjöllum leik í marki. Varði m.a. tvö
vítaköst. í síðari hálfleiknum léku
Víkingar betur og tókst þá að opna Vals-
vörnina. Jöfnuðu í 12—12, siðan 14—
14 og 15—15 en Valur skoraði tvö
'síðustu mörk leiksins.
Stefán Gunnarsson átti mjög góðan
leik í Valsliðinu — og lék ákaflega
taktískt á dómarana. Hann skoraði
Ifimm mörk. Þorbjörn G 4/1, Jón
jKarlsson 3/1, Jón Pétur 2, Steindór 2/1
'og Bjarni 1. Viggó Sigurðsson var Vals-
[mönnum ákaflega erfiður. Orðinn mjög
sterkur leikmaður. Skoraði 8 mörk, Páll
2, Árni 2/2, Ólafur Jónsson.
Skarphéðinn og Steinar eitt hver. -hsim.
Nick Faldo, enski golfleikarinn, sem
aðeins er 21 árs, var 1 fyrsta sæti eftir
fyrsta keppnisdaginn á opna Evrópu-
meistaramótinu i golfi, sem hófst i
Tadworth á Englandi i gær. Verðlaun
'nema 105 þúsund sterlingspundum.
Nick Faldo lék á 68 höggum — fimm
'undir pari vallarins en hann er um 7000
metrar á lengd, í suðurjaðri Lundúna-
Iborgar. Þó þripúttaði hann á loka-
holunni. Næstir komu Lon Hinkle,
Bandaríkjunum, Greg Norman,
Ástraliu og Manuel Calero, Spáni. Þeir
léku allir á 69 höggum. Meðal þeirra,
sem léku á 70 höggum, var Gil Morgan,
sem er annar á listanum yfir tekjuhæstu
leikmenn USA á þessu ári, og Tom
Weiskopf.
Spánverjinn Seriano Ballesteros, sem
flestir spáðu sigri, lék á 75 höggum.
„Við vinnum ekki
án fyrirhafnar”
— sagði Ólaf ur Thorlacius eftir 101-86 tap Vals gegn
eldf jörugum stúdentum
„Liklega var gott fyrir okkur að fá
þetta tap núna og vonandi verður það til
þess að koma Valsliðinu aftur niður á
jörðina,” sagði Ólafur Thorlacius, liðs-
stjóri Vals, eftir leikinn við ÍS 1 úrvals-
deildinni f körfuboltanum i gær.
Honum lauk með sigri ÍS 101—86
eftir að staðan i hálfleik hafði verið 46—
43 stigum.
„Þetta var aðeins framhald af
ástandinu i fyrsta leiknum i mótinu en
þá lékum við gegn Þór. Þá tókst okkur
að visu að vinna. En samt sem áður
vantaði allan baráttuanda í liðið —
hann vantaði einnig að þessu sinni.
Andinn er sá, að sigra á í leiknum án
þess að hafa nokkuð fyrir þvi,” sagði
Ólafur Thorlacius.
„t kvöld gerði góð hittni og barátta
stúdentanna útslagið og betra liðið
vann,” sagöi Ólafur.
Fyrri hálfleikur var mjög jafn en í
síðari hálfleik fóru stúdentar að siga
fram úr. Dirk Dunbar átti stórleik sem
oftar en lék þó töluvert öðruvísi en áður.
Uppbygging heildarleiks liðsins sat nú í
fyrirrúmi hjá honum og gaf það góðan
árangur. Þó átti hann einnig sín „einka-
gegnumbrot” og skoraði hann mikið.
Um miðjan siðari hálfleik var staðan
77—68 fyrir ÍS og eftir það jókst munur-
inn og lauk leiknum eins og áður sagði-
með 101 stig stúdenta gegn 86.
Birgir örn Birgis, þjálfari ÍS, sagðist
vera ánægður með að liðið virtist vera
að smella saman. „Þeir áttu að vísu allir
góðan leik strákarnir en ég vil sérstak-
lega vekja athygli á því að nú lék Dirk
Dunbar eins og í síðustu þrem leikjunum
síðastliðiö vor. Hann hefur verið gagn-
rýndur fyrir einleik en sýndi nú að hann
kann ekki siður að byggja upp leik
liðsins. Einnig er ég mjög ánægður með
Jón Oddsson frá tsafirði sem stóð sig vel
í kvöld en honum fer fram með hverjum
ileik og hverri æfingu.
Aðalatriðið er, að ÍS liðið er orðin
sterk heild. Valur lék kannski eitthvað
úndir getu að þessu sinni en vonandi er
:þetta aðeins forsmekkurinn af því
hvernig baráttan í úrvalsdeildinni
verður í vetur. Ég er sammála þvi að
sigurvegararnir komast ekki í gegn með
færri en þrjá fjóra ósigra á bakinu,”
sagði Birgir örn Birgis að lokum.
Dirk Dunbar var stigahæstur stúdenta
með 38 stig, Steinn Sveinsson var með
22 stig þar af 16 í fyrri hálfleik. Jón
Héðinsson gerði 18 stig. Steinn og Jón
áttu báðir mjög góðan leik. Tim Dwyer
var stigahæstur Valsmanna með 26 stig,
Kristján Ágústsson gerði 23 stig. Tim
Dwyer mun hafa fengið rauða spjaldið
eftir lok leiksins fyrir aðför að dómara.
Á hann þvi yfir höfði sér leikbann.
ÓG.
Fertugasta tslandsmótió 1 handknatt-
leik hefst á morgun — og mótió veröur
sett fyrir leik Handknattleiksfélags
Kópavogs og Vikings, sem veröur i
íþróttahúsinu aö Varmá í Mosfellssveit
Sá leikur hefst kl. 14.00 — en heima-
leikir Kópavogsliðsins verða þar i vetur.
Alls senda 27 félög lið á íslandsmótið
samtals 195 flokka. Keppendur á mótinu
verða þvi á þriðja þúsund. Leikjum i 1.
deild karla er raðað þannig niður að
aðeins er háður einn leikur i einu — ekki
tveir eins og venja var áður. Með
leikjum i 1. deild verða leikir i 1. og 2.
deild kvenna eftir þvi, sem við verður
komið.
Forráðamenn Handknattleikssam-
bands íslands skýrðu frá mótinu á blaða-
mannafundi í gær. Framkvæmd mótsins
er mikið verk. Alls verða leikir 876 svo
þar er af ýmstu aö taka fyrir áhorfendur.
Mótið hefst á morgun eins og áður segir
og lýkur um 20. april. Hlé verður á því
frá 15. febrúar til 6. marz 1979 en þá
tekur ísland þátt í B-keppninni á Spáni.
Að öðru leyti verða litlar frátafir frá
mótinu. Þó hlé 9.-14. janúar, þegar
ísland ieikur við Dani, Þjóðverja og
Pólverja í Baltic-bikarkeppninni. Það er í
fyrsta sinn, sem tsland leikur í þeirri
keppni. Tekur þar sæti Finnlands.
Landsleikir við Dani verða 16. -17.
desember hér heima. Við Bandarikin
milli jóla og nýárs og við Pólverja strax
eftir áramótin. Einnig við Sovétríkin
fyrst i febrúar. Þá mun islenzka lands-
liðið leika á móti i Frakklandi 28.
nóvember til 2. desember í vetur.
Tíu leikir verða á íslandsmótinu nú
um helgina. Sjö á laugardag. Þrír á
sunnudag. HK og Víkingur leika í 1.
deild að Varmá á laugardag. Þá leika
FH og UBK í 1. deild kvenna í íþrótta-
húsinu í Hafnarfirði. Sá leikur hefst kl.
14.00 og strax að honum loknum leika
FH og ÍR í fyrstu deild karla. Kl. 16.00
verða tveir leikir i Laugardalshöll. Fyrst
Leikmenn Slask Wrockaw — en i borginni eru um 600 þús. íbúar. Þaðan höfum við oft fengið góða gesti áður — handknattleiksmenn Slask en Slask er iþrótta-
félag hersins i tiu deildum. Stofnað 1947. Komst i 1. deild 1973. Varö bikarmeistari 1976 og Póllandsmeistari eftir leiktimabilið 1976—1977.
LEIKMENN SLASK HAFA
ALDREILEIKIÐ Á MÖL!
—leikur Vestmannaeyinga og pólska liðsins Slask verður á Mellavelli á laugardag
„Okkur lízt mjög vel á íþrótta-
leikvanginn i Laugardalnum en brá i
brún, þegar við komum á Melavöllinn.
Leikmenn mínir i Slask Wrocklaw hafa
aldrei leikið á malarvelli svo ég get
ekkert sagt um það hvernig okkur tekst
upp i UEFA-leiknum við Vestmanna-
eyinga á laugardag,” sagði Papiewski,
þjálfari Slask, á blaðamanmnafundi, sem
ÍBV efndi til í gær. Vestmannaeyingar
gátu ekki fengið Laugardalsvöllinn eða
grasvöllinn i Kópavogi — og urðu því að
leita á náðir gamla Melavallarins. Fyrir
þremur árum léku Akurnesingar þar i
Evrópubikarnum gegn Dynamo Kiev. Sá
leikur tókst vel — og ekki er ástæða til
að ætla að annað verði uppi á teningnum
á laugardag. Leikur ÍBV og Slask er f 2.
umferð UEFA-keppninnar og það er i
fyrsta sinn, sem islenzkt lið leikur i 2.
umferð þeirrar keppni.
„Viö erum sárir út í forráðamenn.
Evrópusambandsins að fá ekki aö leika í
Vestmannaeyjum. Þeir neituðu okkur
um það i fyrstu umferöinni vegna þess
að viðgætum ekki ábyrgzt lif og limi
írsku ieikmannanna hjá Gientoran. Ég
fullyrði að svo hefði verið — og það
hlýtur að hafa verið köld skvetta á for-
mann og framkvæmdastjóra UEFA
þeir atburðir, sem áttu sér staö þegar viö
lékum við Glentoran á írlandi. Þar tókst
ekki að hemja fólkið og einn leikmanna
okkar var sleginn í rot,” sagði Jóhann
Ólafsson, varaformaður knatt-
spyrnuráðs Vestmannaeyja.
En hvað um það. Vestmannaeyingar
munu fjölmenna á leikinn á Melavelli á
laugardag. Herjólfur fer aukaferð — og
kl. 18.00 aftur til Eyja, og Flugfélag
lslands ætlar að koma á loftbrú milli
Eyja og lands. Sú loftbrú verður þó veðri
háð. En leikurinn á laugardag er áhuga-
verður fyrir knattspyrnuunnendur fleiri
en Vestmannaeyinga. ÍBV mætir sterku
pólsku liði — liði, sem náð hefur góðum
árangri í Evrópukeppni. Meðal annars
komizt í átta-liða úrslit i bikarkeppni,
bikarhafa. Var þá slegið út af Napoli,
0—0 og 0—2. Það var 1977 og árið áður
komst liðið í átta-liða úrslit í UEFA-
keppninni. Tapaði þá fyrir Liverpool 1—
2 og 0—3.
Þetta er í fjórða sinn, sem Vest-
mannaeyingar leika i Evrópukeppni og i
fyrsta sinn, sem þeir komast i aðra
umferð. Unnu Glentoran i þeirri fyrstu
en i sömu umferð vann Slask
Pezoporikos Larnaca frá Kýpur 5—1 og;
2—2. Melavöllurinn verður varla;
erfiðari fyrir þá en völlurinn á Kýpur.
Vestmannaeyingar fóru i sumarfrí
eftir að þeir slógu Glentoran út. Æfðu,
þá vel á Spáni og eftir að þeir komu heim
hafa þeir æft mjög vel undir stjórn Sig-
mars Pálmarssonar. Skinner þjálfari
hefur ekki sézt eftir síðari leikinn við
Glentoran þó hann ætti að ljúka'
keppnistímabilinu — og engar fréttir
hafa borizt frá honum. Reiknað er með
að allir beztu ieikmenn tBV taki þátt í
leiknum á laugardag — en þrír hafa þó
átt við lasleika að stríða nú í vikunni.
Það er mikið fjárhagslegt atriði fyrir
Vestmannaeyinga að leikurinn á laugar-
dag verði fjölsóttur — þeir þurfa 2500—
300 áhorfendur til að sleppa skaðlaust
frá leiknum. Mikið tap varð á leiknum
við Glentoran í Kópavogi. Fáir áhorf-
endur — en ýmsir hafa reynt að bæta
ÍBV skaðann. Meðal annars var safnaö
um hálfri milljón í þremur fyrirtækjum í
Eyjum.
Margir kunnir leikmenn eru í liði
Slask — þó aðeins einn, sem leikið hefur
i pólska landsliðinu i ár. Það er
Wladyslaw Zmuda, sem leikið hefur 45
landsleiki. Lék á HM i sumar og einnig
1974. Varð ólympíumeistari 1972 og i
öðru sæti 1976. Fjórir aðrir ieikmenn
liðsins hafa leikið í landsliði.
Markvörðurinn Zygmunt Kalinowski,
sem leikið hfur sjö landsleiki,
framherjinn Pawcowski, sem leikið
hefur sex landsleiki. Miðherjinn Janusz
Sybis, sem einnig hefur leikið sex lands-
leiki og Jozef Kwiatkowski með sjö
landsieiki.
Valur—
Refstad
Valsmenn náðu sínum langbezta
leik i haust gegn Viking i gærkvöld
— og ef þeir leika jafnvel gegn
Refstad i Evrópukeppni meistara-
liða á sunnudag ættu þeir örugg-
lega að komast i aðra umferð
Evrópukeppninnar. Ólafur
Benediktsson, sem lék sinn fyrsta
leik með Val eftir Svíþjóðardvölina
í gær og Stefán Gunnarsson, léku
báðir mjög vel. Þeir voru ekki með
í fyrri leiknum gegn Refstad i
Osló. Refstad sigraði þá með
tvcggja marka mun, 16—14, eftir
að Valur hafði um tima þrjú mörk
yfir. Ólafur og Stefán verða leyni-
vopn Vals á sunnudag — leikurinn
hefst kl. 15.00 — og Valur þarf að
sigra i þeim leik með minnst
þriggja marka mun til að komast
áfram.