Dagblaðið - 10.11.1978, Blaðsíða 3

Dagblaðið - 10.11.1978, Blaðsíða 3
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 10. NÓVEMBER 1978. „Of mikil hálfmenntun” Stokkhólmi 2/11 1978 Tveir aðdáendur Walt Disneys, þeir Aðalsteinn Ingólfsson og Einn undrandi hafa birt ritsmíðar í Dag- blaðinu 16. og 28. október sl. um Disneyrímur mínar sem nýlega voru gefnar út hjá bókaforlaginu Iðunni. Ekki sé ég ástæðu til að fjölyrða um skoðanir þeirra, þeim er að sjálfsögðu frjálst að segja hvað þeim finnst um verkið án þess að ég sé að skipta mér af því. Eitt atriði í máli þeirra langar mig þó að leiðrétta. Gagnrýnendurnir hnjóta báðir um það tiltæki mitt að ríma lýsingarorðið „röskan” við staðarnafnið „Tuscon”. Slíkt gangi auðvitað ekki, segja þeir drýgindalega, og tala um vankunnáttu i framburði erlendra mála. Hér er á ferðinni hjá hinum ágætu gagnrýnendum fyrirbæri sem gæti kallast „of mikil hálfmenntun” eða „lærdómshroki af vanefnum”. Alþekkt fyrirbæri og birtist t.d. hjá þeim íslendingum sem fyrstir gáfu bifreiðategundinni Dodge Weapon (frb weppon) það nafn sem síðan hefur haldizt á íslandi og kölluðu „vípon”. Þeir Aðalsteinn og Einn undrandi halda nefnilega að með Tuscon sé átt við borgina Tucson i Arisóna, (frb. tjúson, eins og þeir félagar vita og hafa undanskilið í texta sínum bólgnir af menntahroka og besserwisseríi). Svoer þó ekki. Tuscon er ekki Tucson. Tuscon er Tuscon, örlitið bæli i Kalíforníu, þar sem Roy Disney dvaldist á berklahæli um skeið. Tuscon er svo sannarlega borið fram Þórarinn Eldjárn. töskon, eða þarumbil, og má þvi ríma við „röskan". Með þakklæti fyrir birtinguna. Þórarinn Eldjárn Mér þykir góðskáldið Þórarinn Eldjárn hörundsár varðandi athuga- semdir mínar um þetta bæjarheiti og framburð þess í annars jákvæðri gagn- rýni — svo mjög að hann þarf að tína til stórar lýsingar á „hálfmenntun” og „lærdómshroka”. Nú, nú, það er bezt að viðurkenna að Þórarinn hefur greinilega yfirburðina í þessu „besserwisseríi” sem hér er um að ræða : framburðurinn „töskon ” er að sjálfsögðu réttur í þessu tilfelli og rímar því „þarumbil” við röskan. Við skulum láta einn sérhljóða liggja milli hluta. 1 leiðinni vil ég frábiðja mér aðdáun á Walt Disney sem persónu, en ég er alveg á móti þvi að afskrifa allt það sem framleitt var í verksmiðjum hans. -A.I. JÓNASAR ALUtA LANDA SAIWIRYGGIZr En nú tjóar ekki að æðrast. Oss ber að sýna hinum drenglunduðu öldungum okkar í æðsta-ráðinu trúnað og traust og veita þeim styrk í nafni Júpíters til að sigrast á óvinum rikisins. Nú þýðir ekkert að tala um eitthvert misrétti, við lifum á náð Júpiters og fáum hans traust til að skipta ailsnægtunum á milli okkar. Gratius Maxiums frjálst og óháð dagblað. Nú kann einhver að spyrja: Var þetta ekki eftir hann Jónas Dagblaðs- ritstjóra? Þá segir annar: Hvernig spyrðu fá- bjáni, gæti ritstjóri dagblaðs á íslandi á seinni hluta 20. aidar líka verið Rómverji einhvern tíma frá seytján- hundruð og súrkáli?” Hinn fyrri segði: I fyrsta lagi var Rómaveldi ekki við lýði á einhverju 17súrkáli, heldur í fomöld, nú og svo • getur þetta alveg hafa verið Jónas, sagan endurtekur sig jú 2svar, er það ekki? Nú yrði sagt með stillilegum settlegum róm af enn öðrum aðila: Þetta þykir mér nú heldur kynleg söguskoðun. Hinir tveir litu hvumsa við: Það gat nú verið, þú sérð nú vallast þá söguskilningur rauða mannsins, því einu að sagan endur- taki sig ekki tvisvar? Jú, einmitt, þvi þar liggur hundurinn grafinn. Jónasar allra tíma sanna það nefnilega. Hvert stéttaþjóðfélag krefst manna eins og Jónasar, meira að segja margra Jónasa. Og það eru Jónasarnir, sem eru undirstaða rikjandi þjóðfélags- ástands. Þvi þeir sýna fólkinu fram á tilgang lífsins, eður réttara móta tilgang lífsins samkvæmt markaðslög- málunum. Þvi höfum vér komizt að því að í rauninni áttu þeir samleið, rauði efnishyggjusinninn og endur- holdgunardýrkandinn. Því allir finna sig i kjarna málsins, og hver er hann í þessu tilviki? Jú, samfélagslegt hlut- verk Jónasanna, persónugervinga sefjunarinnar, máttarstólpa stétta- þjóðfélagsins, það væri æskjandi að þeir félagar fyndu hver annan, einhvern daginn, í raunsæinu. En hvað sem hugrenningum hrjáðs öreigalýðs iðnvæddrar vesturálfu líður er blásið í sömu herlúðra dag hvern og sömu hvatningarorðin óma í ómengunarvörðum frelsisblænum: Jónasar allra landa, samtryggizt. Lýðræðið er i hættu. yður er boðið á Innréttingahúsið hefur tekið til starfa. Verslunin býður alla velkomna á sýningu sem haldin er í tiiefni opnunar að Háteigsvegi 3. Við sýnum og seljum hinar þekktu nors.ku Norema innréttingar. Höfum sett upp fjölmargar gerðir af eldhús- og baðinnréttingum í 200 fermetra sýningarsal okkar. Komið og skoðið. Opið föstudag 17-22, laugardag 13-22, sunnudag 13-22. Síðan alla virka daga 9-18. ekkert nema rautt, við þurfum að vera hlutlaus, það tekur enginn lengur mark á staurblindu neikvæðu fólki.” Hvað ályktum við óbreytta fólkið af þessum skoðanaskipum? Erum við sammála manninum, sem heldur því fram að sagan endurtaki sig tvisvar? Hvað á hann við, að Jónas ritstjóri Gladitorins hafi endurholdgazt í Jónasi ritstjóra Dagblaðsins? Hver veit, það verður Jónas að eiga við sjálfan sig. Hvers kyns andaflutningar koma nefnilega sögulegri efnishyggju ekkert við og það hefur hann vinur okkar rauði vitað. En á hverju grund- Kristinn J. Guðmundsson skrifar: Hugsum okkur þjóðfélagsástand. Þjóðfélagsástand sem heimilar blaðaútgáfu, og þá frjálsa og óháða blaðaútgáfu. Hugsum okkur einnig að blaðið hafi skrifstofur sinar í Róm, — á þeim dögum, sem hlutirnir voru og hétu jafnt i Róm sem annars staðar. Blaðið heitir „Gladitorinn”, við það starfar ritstjóri, sver sem hafa þykir. Hann lætur sér mjög fyrir brjósti brenna spursmálin um velferð „þjóðarinnar”. Við skulum koma niður einn dag, fletta blaðinu hans og lesa leiðara dagsins: Er Júpíter dauður? i 1 Nú, undanfarin misseri hafa verið ýmsar blikur á lofti um framvindu mála i Róm og raunar Rómar- heimsbyggð allri. Sýnist þar sitt hverjum og jafnvel svo að tekið er að grafa undan virðingu sjálfs æðsta- ráðsins. Er þetta ekki forkastanlegt! Þetta er auðvitað óþolandi ástand. Ýmsir þrælslundaðir Spartverjar, sem oft hafa jafnvel gjörzt svo djarfir að ögra guðunum með aðdróttunum um að ekki væri allt eins og það ætti að vera í hinni helgu borg hinnar eilífu eilífðar. T.d. talað um að fánýtilegt væri að fást við byggingar hinna glæsilegu hringleikhúsa, heldur væri nær að leggja endalausar þjóðgötur um öll lönd. Við heilan Júpiter, á að gera fjandmönnum okkar auðveldara að herja á land okkar með því að leggja fyrir þá vegi. Hver ætlar að taka ábyrgðina á því? Ekki við, ekki þú, ekki einu sinni guðirnir. Nema þá kannski nokkrir verkamanns- þrýstihópar tækju sig nú til og björguðu heiðri keisarans þeir sem eru sífellt að hrina um þjóðfélagsmisrétti og hverja aðra slíka fordild. Þeim ætti nú ekki að verða skotaskuld úr því, þeir sem þykjast vera upp á sjálfa sig komnir, án náðar Júpiters. innréttinga- húsiö Háteigsvegi 3 105 Reykjavik Verslun sími 27344 Skrifstofa sími 27475 SNDREMA Spurnin dagsint Hvað finnst þér um hina nýju verðhækkun allra dagblaðanna? Jón Karlsson læknir: Ég veit það ekki. Það er ekki of mikið að borga 125 krónur fyrir Dagblaðið og Þjóðviljann. En það er of mikið fyrir Visi og Timann. Ég læt Moggann liggja milli hluta. Sigríður Magnúsdóttir hjúkrunarkona: Mér finnst ógurleg dýrtið á öllum hlut- um. Kannski eru dagblöðin ekki dýr miðað við annað. Guðrún Jónsdóttir sjúkraliðanemi: Hækkar ekki allt, hvort sem það eru blöð eða eitthvað annað? Mér finnst 125 kall ekki of mikið ef eitthvaðer i blöðun- um. Edith Johnsen hjúkrunarfræðingur: Ég veit ekki. Hækkanir eru aldrei skemmti- legar. Mér finnst blöðin ekki of dýr ef eitthvaðgott eríþeim. Ingunn Bergþórsdóttir sjúkraliðanemi: Ég veit ekki. Mér finnst allt í lagi að kaupa eitt dagblað til að fylgjast með þvi sem er að gerast og ég geri það alltaf. þó þau hækki. Jón A. Jóhannsson læknir: Ætli það verði ekki svo að vera i verðbólguþjóð- félagi. Ég held að blöðin séu ekki dýr miðað við margt annað.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.