Dagblaðið - 10.11.1978, Blaðsíða 7
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 10. NÓVEMBER 1978.
7
Blaðamenn voru í fyrradag i ferð um
Suðurland í boði Mjólkurdagsnefndar.
Var [jeim m.a. sýnd ný og fullkomin
nautauppeldisstöð Búnaðarfélags
íslands i Þorleifskoti í Árnessýslu. Hlut-
verk þessarar nýju nautauppeídisstöðvar
er annars vegar að ala upp naut til notk-
unar á Nautastöð Búnaðarfélags íslands
og hins vegar að vera einangrunarstöð
gagnvart ákveðnum sjúkdómum —
aðallega gamaveiki — sem falla undir
Sauðfjárveikivarnir, en af þeirra hálfu
hefur verið krafizt 6 mánaða einangr-
unar nautkálfa áður en þeir eru fluttir á
sæðingarstöð. Sú einangrunarstöð hefur
undanfarið verið að Gröf á Höfðaströnd
en hún verður nú lögð niður.
Á þessari uppeldisstöð eru í aðalfjósi
básar fyrir 48 nautkálfa á mismunandi
aldri auk sóttvarnardeildar, þar sem
kálfarnir verða fyrstu vikurnar.
Með þessari byggingu skapast i fyrsta
sinn góð aðstaða til að fylgjast með vexti
ungnautanna og ýmsum öðrum mikil-
vægum atriðum. Þá verður i fyrsta sinn
hægt að fylgjast með fóðumýtingu naut-
kálfanna, sem er vissulega atriði i kyn-
bótastarfseminni. Stefnt verður að því
að taka nautkálfana á stöðina 1—3
vikna gamla. ef flutningsaðstaða leyfir.
Um 20—25 kálfar af þeim sem aldir
verða upp þama árlega næstu árin verða
valdir á ári hverju til notkunar á Nauta-
stöðinni að Hvanneyri sem nú er orðin
eina sæðingarstöð landsins.
Nautin eru tekin þangað rösklega árs-
gömul. Úr þeim er safnað sæði sem
nægir til sæðingar á um 7—8 þús. kúm.
Þetta tekur venjulega eitthvað á annað
ár, þannig að nautin eru orðin um 2 I '2
árs þegar sæðistöku lýkur og eru þau
þá felld. Kynbótagildi nautanna er
tundið með því að nota hluta af sæðinu
úr hverju þeirra eins fljótt og hægt er og
eru þá settar á nægilegar margar kvigur
undan hverju, sem afurðaskýrslur eru
haldnar yfir og skoðaðar með tilliti til
byggingar. Eftir fyrsta mjólkurskeið
dætra hvers nauts er svo ákvarðað hvort
nautið er talið hafa næga kosti til þess að
vera notað áfram. Sé svo er sæði úr þvi
sent til dreifingarstöðva um landið, en ef
það þykir ekki nógu mikill kynbóla-
gripur er sæðinu sem safnað hefur verið
saman úr því fleygt.
Síðan 1974 eru allar afurðaskýrslur
gerðar upp i tölvu og flýtir það mjög
dómi um kynbótagildi nauta og einnig
kúa. Beztu kýrnar eru notaðar sem
nautsmæður. Bezlu 3—4 nautin eru
notuð sem nautsfeður og ásamt
öðrum góðum nautum sem kýrfeður ár
hvert.
Skipulegar kynbætur i nautgriparækt
hefjast hér á landi með stofnun fyrstu
nautgriparæktarfélaganna árið 1903. Á
þessu ári er þvi þessi starfsemi 75 ára.
Tilgangur félaganna hefur alla tið.
framar öðru, verið að kynbæta islenzka
kúakynið með tilliti til aukinnar afurða-
semi. þ.e. nythæðar og mjólkurfitu. en
almennt má segja. að með því að auka
Mjólkurdagsnefnd og olaoamenn svipast um 1 fjósinu að Læk i Hraungeróishreppi. A myndinni er kálfur sem á aö fara f nautauppeldisstöðina i Þorleifskoti.
Kynbótastarfið ífullum gangi:
NÝ NAUTAUPPELDIS-
STÖD TEKIN í NOTKUN
mjólkurfitu vaxi einnig eggjahvituefni
mjólkurinnar. Þetta er sama stefna og
alls staðar hefur verið rikjandi, þar sem
unnið er að kynbótum mjólkurkúa.
Mjólkuriðnaðurinn
Blaðamenn skoðuðu einnig Mjólkur-
bú Flóamanna en móttökusvæði þess
nær yfir Árnes-, Rangárvalla og V-
Skaftafellssýslur. Voru þar m.a. rædd
vandamál mjólkuriðnaðarins í dag og
kom fram, að frumvandamál mjólkur-
iðnaðarins i dag eru þrjú. í fyrsta lagi er
mjólkurframleiðslan i landinu nú 20—
25% umfram innanlandsþarfir. í öðru
lagi fæst mjög lágt verð fyrir útfluttar
mjólkurafurðir eða 10—30% af innan-
landsverði. þó með þeirri undantekningu
að fyrir óðalsost fást 40—50%. 1 þriðja
lagi vantar afkastagetu hjá mjólkur-
santlögunum til framleiðslu á ostum,
þannig að hægt verði að draga úr smjör-
framleiðslu.
Afleiðingar þessa eru m.a. þær að nú
eru gífurlegar smjörbirgðir i landinu, eða
rúmlega 1400 tonn hinn I. okt. sl. Verð-
mæti þessa smjörs er um 3,7 milljarðar
króna.
Ástæður fyrir aukinni umfram-
framleiðslu mjólkur eru tvær. í fyrsta
lagi rúmlega 9% aukning í mjólkurfram-
leiðslunni á sl. tveimur árum og i öðru
lagi rúmlega 7% samdráttur i heildar-
sölu mjólkurafurða innanlands á sama
tima.
Það kom fram i máli þeirra Mjólkur
dagsmanna. að það sem helzt væri til
ráða væri að auka ostagerð eins og
möeulegt væri. Voru menn bjartsýnir á
að afkastageta i ostagerð ætti eftir að
aukast verulega á næstu 2—4 árunt. þar
sem miklar framkvæmdir eru nú i gangi
hjá fjórum mjólkursamlögum, þ.e. á
Fgilsstöðum, Akureyri, Hvammstanga
ng i Borgarnesi. -GAJ
Aukið
atvinnuleysi
— sérstaklega í smærri þorpum
Atvinnulausum á landinu hefur
fjölgað nokkuð. Um síðustu mánaða-
mót voru 370 manns skráðir atvinnu-
lausir á landinu en voru 159 næstu
mánaðamót á undan. Fjölgunin er
langmest í litlum kauptúnum með inn-
an við eitt þúsund íbúa, en þar fjölgar
atvinnulausum úr 61 i 187. Atvinnu-
lausum í kaupstöðum hefur aftur á
móti fækkað úr 181 í 98 og atvinnu-
lausir í kauptúnum með yfir 1000 íbúa
eru 2 en þar var enginn atvinnulaus
áður. Atvinnuleysisdögum í október
hefur fjölgaí i 4346 úr 4305 i sept-
ember.
Flestir eru atvinnulausir í Reykja-
vík, eða 76, en þeir voru 42 i septeni-
ber. Þar á eftir koma Sauðárkrókur
með 29 atvinnulausa og Siglufjörður
28. Af litlum kauptúnum eru fleslir at-
vinnulausir á Bildudal, eða 46, en 28 á
Hofsósi og 24 á Skagaströnd.
Atvinnuleysi er mest meðal vcrka-
manna og verkakvenna, auk sjó-
nianna.
- JH
Austurvöllur
en ekki stræti
Prentviilupúkinn er enn að hrekkja
okkur. í blaðinu á þriðjudaginn breytti
hann orðinu Austurvöllur i Austur-
stræti. Þetta lét hann sig hafa í fyrír-
sögn um svæði það sem á að vera autt
í kringum Kópavogskirkju. Rétt er að
það er eins og Austurvöllur á stærð á
alla kanta.
Með ntynd er siðan texti sem er
einnig vitlaus. Þar segir að Mennta-
skóli Kópavogs eigi að rísa þar sem nú
er bensínstöð. En eins og bærilega sést
á þeim myndum sem eru af skipulag-
inu er þetta ekki rétt. Skólinn verður
sunnar og austar í landinu. Er beðiðzt
velvirðingar á þessu. - DS
Litla
Dollara
grínið!
Verðið á Lancia A112 er hálfgert grín.
Þar sem það er bundið skráðu gengi
Bandaríkjadollars sem hefurfallið og fallið
á heimsmarkaði, þá stendur það í stað
gagnvart íslenskri flotkrónu — og verð
sem stendur í stað hér á landi,
— það lækkar,— það höfum við lært
á síðustu árum. Kaupið því Lancia A112
í dag, á morgun er það kannski of seint
á þessu verði.
)uem^
B3ÖRNSSON
& co.
BÍLDSHÖFÐA 16 SÍMI81530 REYKJAVÍK
Lancia A112