Dagblaðið - 10.11.1978, Blaðsíða 8

Dagblaðið - 10.11.1978, Blaðsíða 8
8 DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 10. NÓVEMBER 1978. Kirkju- garðs- ijós áleiði ástvinanna Ráðleggjum fólkiað vera ífyrra lagi Sendum í póstkröfu hvert á land sem er Raftækja- verziun Kópavogs h/f Hamraborg 11 Kópav. - Sími43480 íran: Andstæð- ingarkeis- aransáfram i verkfalli K.arim Sanjabi helzti leiðtogi and- stæðinga keisarans i Iran er væntan- legur til landsins aftur í dag eftir að hafa rætt við aðra lciðtoga, scnt eru útlægir. Var fundur þessara aðila i Paris og þar voru bæði andlegir leiðtogar ntúhameðs- trúarmanna og pólitiskir frammámenn. Kröfðust fundarmenn að keisarinn segði af sér og herlög yrðu felld úr gildi í landinu. Skorað var á andslæðinga keisarans, að halda áfram verkfalli þar til mynduð hefði vcrið lögleg stjórn borgaralegra afla. Sagt var að það hátta- lag, að beita her landsins gegn fólkinu i landinu væri glæpur , sent að lokum ntundi kljúfa írönsku þjóðina i tvætand- stæðar fylkingar. REUTER Miðausturlönd: ALGIORT STOPPI SAMNINGUM MILU ÍSRAEL 0G EGYPTA Enn virðist allt vera stopp í friðar- viðræðum Egypta og ísraelsmanna og er höfuðdeilumálið hvernig ganga skuli frá samkomulaginu varðandi Palestínuaraba á Gazasvæðinu og vesturbakka árinnar Jórdan. Vilja Egyptar að búið verði svo um hnútana, að Ijóst verði i meginatriðum hvernig framtíð þessara landshluta og fólks þar verði áður en samningar verði undirritaðir. lsraelsmenn vilja aftur á móti láta það liggja milli hluta þar til eftir undirritun samninga og þá jafnvel að ekki verði tekin lokaá- kvörðun um þetta fyrr en eftir fimm ár. Ágreiningurinn um þessi mál kom upp þegar Bandarikjastjórn var einmitt að lýsa þvi yfir að hún teldi vonir standa til þess að þessi fjögurra vikna langi samningskafli yrði brátt á enda runninn. Jimmy Carter Banda- rikjaforseti sagði í gær að hann hefði eytt hundruðum klukkustunda í að greiða fyrir samningum milli Egypta og israelsmanna og hann vonaði að þjóðirnar færu að komast að lokasam- komulagi. Sú von virðist nú hafa brugðizt illilega. ísraelskar heimildir i Washington sögðu að líklega hefði höfuðástæðan fyrir því að ísraelska rikisstjórnin féllst ekki á siðustu samningsdrög verið sú að Menachem Begin forsætisráðherra var ekki viðstaddur, þegar tillögurnar voru ræddar. Hann væri sá eini, sem gæti kveðið harðlínumennina innan ríkisstjórnar sinnar i kútinn. 7» Mexíkó: Erfingja áfengis- auðs rænt og kraf- izt fimm milljóna dollara Tilkynnt var í Mexíkóborg i gær- kvöldi að dóttur auðugs áfengisframleið- anda hefði verið rænt af vinstri sinnuðum öfgamönnum. Krefjast þeir jafnvirðist fimm milljóna bandaríkja- dala. Áfengisframleiðandanunt sem er orðinn sjötíu og sex ára gamall mun hafa brugðið mjög illa við atburð þennan og hefur verið lagður inn á sjúkrahús vegna hjartaáfalls að sögn en \ læknar vildu þó ekki segja neitt unt liðan hans eða sjúkleika í gærkvöldi. Orðrómur er á lofti i Mexíkóborg um að aðstandendur konunnar. sem er þrjátiu og sex ára hafi þegar greitt ræningjunum hina umtöluðu upphæð það hefur þó ekki verið staðfest og i morgun var ekki búið að sleppa henni lausri. Kýpur: ALLT ERLENT HERLIÐ KALLAÐ HEIM — samþykkt allsherjarþings Utanríkisráðherra Kýpur Nicos Rolandis lýsti yfir ánægju sinni með samþykkt allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna um að allur erlendur her yrði samstundis kallaður á brott frá Kýpur. Samkvæmt samþykktinni er gert ráð fyrir að Öryggisráð sam- takanna geri frekari ráðstafanir til endursameiningar eyjarinnar. Rauf Denktash leiðtogi Kýpur Tyrkja sagði i gær að ekki kænii tii greina að kalla tyrkneskt herlið á brott frá norðurhluta eyjarinnar en þar hefur það verið síðan 1974, er Tyrkir hernámu þann hluta Kýpur. Var það eftir byltingartilraun griskumælandi Kýpurbúat Sagði Denktash, að brott- köllun herliðsins mundi aðeins þýða að tyrkneska þjóðfélagið á Kýpur mundi verða útmáð. Taldi hann sam- þykkt Sameinuðu þjóðanna á engan hátt bindandi fyrir Tyrki enda mundu þeir ekki fara eftir henni.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.