Dagblaðið - 10.11.1978, Blaðsíða 27

Dagblaðið - 10.11.1978, Blaðsíða 27
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 10. NÓVEMBER 1978. I Utvarp Sjónvarp SJÓNVARPSKVIKMYNDIN - í kvöld kl. 22,10: Vér göngum svo léttir i lundu Vér göngum svo léttir 1 lundu nefnist frönsk bíómynd frá árinu 1975 sem sjón- varplð sýnir í kvöld klukkan 22.10. Myndin heitir á frummáli „La meilleure facon de marcher”. Leikstjóri er Claude Miller og er þetta fyrsta kvikmyndin sem hann leikstýrir. Claude Miller fékk mjög góða dóma fyrir þessa kvikmynd sína og vakti hún mikla athygli. Með aðalhlutverk fara Patrick Dewaere og Patrick Bouchitey. Sagan gerist í sumarbúðum fyrir unga drengi. Sumir þeirra eiga við vandamál að stríða, og sama er að segja um kennarana. Að sögn þýðanda er myndin skemmtileg. Hún lýsir mannlegum samskiptum milli drengjanna og eftirlits- manna sumarbúðanna. Á yfirborðinu er myndin saklaus, en undir niðri er hún ádeila á samskipti mannanna. Drengirnir sem eru í sumarbúðunum eru á aldrinum 7—10 ára en eftirlits- mennirnir um tvítugt. Eins og vera ber gerist ýmislegt skemmtilegt á milli þeirra. Myndin er i tæplega einn og hálfan tíma og þýðandi er Ernir Snorra- son. -ELA. Tveir leikaranna úr kvikmyndinni Vér göngum svo léttir l lundu. V___________________________________/ t—;---------------------------------\ KASTUÓS—sjónvarp kl. 21.10: Kastljós, þáttur um innlend málefni, verður á dagskrá sjónvarpsins i kvöld kl. 21.10. Að þessu sinni er það Helgi E. Helgason sem er umsjónarmaður þáttar- ins en honum til aðstoðar er Elías Snæland Jónsson blaðamaður. Tvö mál verða til umfjöllunar i Kast- Ijósi í kvöld. Annað málið er útflutn- ingur á ferskum fiski til Bandaríkjanna. Verður fjallað um sölu og vinnslu á út- fluttum fiski þar vestra. Verður í því sambandi rætt við for- svarsmenn Coldwater Seafood Corpo- ration, og má þar nefna Þorstein Gisla- son. Annað mál á dagskrá Kastljóss í kvöld verður kjaramálin. Meðal efnis 1 Kastljósi 1 kvöld er sala og vinnsla á ferskum fiski. i sambandi við kjaramálin verður athugað hvers sé að vænta í þeim efnum á næstu vikum. Verður rætt við aðila vinnumarkaðarins út af því máli. Kast- Ijós í kvöld er klukkustundar langt. • ELA V J Föstudagur 10. nóvember 12.25 Veðurfregnir. Fréttir.Tilkynningar. 12.25 Veðurfregnir. Fréttir. Tilkynningar. Vlð vinnuna: Tónleikar. 14.30 Miðdegissagan: „Blessuð skepnan” eftir James Herriot Bryndís Víglundsdóttir les þýðingu sína (3). 15.00 Miðdegistónleikar. Sinfóniuhljómsveitin i Prag leikur Sinfóniu nr. 2 i B-dúr op. 4 eftir Antonin Dvorák; Václav Neumann stj. 15.45 Lesin dagskrá næstu viku. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). 16.30 Popphom: Dóra Jónsdóttir kynnir. 17.20 Sagan: „Ódisselfur snýr heim” úr safni Alans Bouchers „Við sagnabrunninn”. Helgi Hálfdánarson islenzkaði. Þorbjöm Sigurðsson les. 17.40 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvökisins. 19.00 Fréttir. Fréttaaukl Tilkynningar. 19.35 „Ég er fortímamaður”. Pétur Pétursson talar við Jón Helgason prófessor i Kaupmannahöfn. 20.00 Vivaldi, Bach og Mozart a. Konsert i A- dúr fyrir tvær kammersveitir eftir Antonio Vivaldi. Einleikarasveitirnar i Mílanó og Brússel leika. Franco Fantini leikur einleik á fiðlu og Kamiel D’Hooghe á orgel. Angelo Ephrikian stjómar. b. Konsert i C-dúr fyrir tvö pianó og hljómsveit eftir Johann Sebastian Bach. Clara Haskii og Geza Anda leika með hljómsveitinni Filharmoníu i Lundúnum; Alceo Galliera stj. c. Homkonsert nr. 2 í Es- dúr eftir Wolfgang Amadeus Mozart. Hermann Baumann og Concerto Amsterdam hljómsveitin leika; Jaap Schröder stj. 20.45 Sjókonur fyrr og nú. Þórunn Magnús- dóttir skólastjóri tók saman. í þessum þriðja og siðasta þætti verður fjallað um konur, sem stundað hafa útgerð. Rætt við Þóru Kristjáns- dóttur útgerðarstjóra á Búöum við Fáskrúðs- fjörð. Lesari: Guðrún Helgadóttir. ' 21.30 Flaututónlist. James Galway flautuleikari leikur þrjú verk með Konunglegu hljómsveit- inni i Lundúnum. Stjórnandi: Charles Dutoit. a. Konsert eftir Jacques Ibert. b. Sónata eftir • Francois Poulenc i hljómsveitargerð Lennox Berkeleys. c. Fantasía eftir Gabriel Fauré i hljómsveitargerð James Galways. 22.05 Kvöldsagan: Saga Snæbjamar f Hergilsey rituð af honum sjálfum. Ágúst Vigfússon les (6). 22.30 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgun- dagsins. 22.50 Bókmenntir. Anna Ólafsdóttir Bjömsson tekursaman þáttinn. 23.05 Kvöldstund með Sveini Einarssyni. 23.50 Fréttir. Dagskrárlok. Sjónvarp Föstudagur 10. nóvember 20.00 Fréttir og veður. 20.30 Auglýsingar og dagskrá. 20.40 Karl J. Sighvatsson. Karl J. Sighvatsson leikur af fingmm fram ásamt félögum sinum, en þeir eru Eyþór Gunnarsson, Friðrik Karls- son, Pálmi Gunnarsson og Pétur Hallgrims- son. Ellen Kristjánsdóttir syngur. Stjórn upp- töku Egill Eðvarðsson. 21.10 Kastljós. Þáttur um innlend málefni. Um- sjónarmaður Helgi E. Helgason. 22.10 „Vér göngum svo léttir I lundu”- (La meilleure facon de marcher). Frönsk bíómynd frá árinu 1975. Leikstjóri Claude Miller. Aöal- hlutverk Patrick Dewaere og Patrick Bouchi- tey. Ságan gerist í sumarbúðum fyrir drengi. Sumir þeirra eiga við vandamál aö stríöa, og sama er aö segja um kennarana. Þýðandi Emir Snorrason. 23.30 Dagskráriok. Norrœn glerlist í sýningarsölunum opin í dag kl. 14 —19 á morgun kl. 14— 22 síöustu sýningardagar. verið vELKOMim. NORRÆNA HÍJSIO Breyttur opnunartimi OPID KL. 9-9 Amerísku stytturnar fró Lee Borten nýkomnar Noeg bllastco&i a.m.k. é kvöldln Itl()\UA\I\TIIÍ HAFNARSTRÆTI Simi 12717 IUII riOI/ Nú er sterka ryksug80 ^ nllLrlOlX ennþá sterkari... sogorka í sérflokki Afborgunarskilmálar. S8 rrsmc~ H H H H H Traust þjónusta. £& H II FYRSTA FLOKKS FRÁ MÆ HHHH B HH# % Hátúni — Sími 24420 Ofantaldar og fleiri nýjungar auka enn hina sigildu verðleika Niifisk: efnisgœði, markvisst byggingarlag og afbragðs fylgihkiti. Hvert smá- atriði stuðlar að soggetu i sörflokki, fullkominni orkunýtingu, dsema- lausri endingu og fyllsta notagildi. Já, svona er Nilfisk: Vönduð og tœknilega ósvikin, gerð til að vinna sitt verk fljótt og vel, ár eftir ár, með lágmarks truflunum og tilkostn- aði; varanleg: til lengdar ódýrust. NILFISK IW Súper' /f NÝR SÚPER-MÓTOR: Áður óþekktur sogkraftur. NÝ SLÖNGUFESTING: Samboðin nýju kraftaukandi keiluslöngunni. stöðugri, liprari, auðlosaður f stigum. NÝ SOGSTILLING: Auðvolt að tempra kraftinn. NÝR PAPPÍRSPOKI MEÐ HRAÐFESTINGU, ennþá stœrri og þjálli.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.