Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 23.11.1978, Qupperneq 2

Dagblaðið - 23.11.1978, Qupperneq 2
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 23. NÓVEMBER 1978. 2 Landssamband íslenzkra útvegsmanna: Áferðarfallegur vitsmunalýður Landssamband islenzkra útvegs- manna heldur aðalfund sinn um þessar mundir, þar eru maettir að vanda allir helztu útgerðarmenn landsins eða umboðsmenn þeirra. Höfuðpaurinn, Kristján Ragnarsson, hélt sína árlegu trúboðsræðu um hið árvissa tap fiskiflotans islenzka og kritaði liðugt með tilheyrandi verð- bólguálagi. Á siðustu 20 árum hefur, að sögn hans, útgerðarflotinn tapað milljörðum króna og hefur tapið farið vaxandi með hverju einasta ári. Og hver er svo niðurstaðan? Jú, lands- menn eiga eftir þessi ógnarár ein- hvern fullkomnasta fiskiflota í Evrópu, afburða sjómenn, enda fisk- veiðar undirstöðuatvinnuvegur Islend- inga. Kristján vitnaði grátklökkur í raunasögu lítils sjávarþorps norður i landi og fór þar með tölur upp í 900 milljónir króna. Var sá málflutningur hans studdur þeim sama heiðarleika og milljarðatapið á útgerðinni öll undanfarin ár. Þesssi kjaftaskur setu- liðs útgerðarmanna í Reykjavik var svo ánægður með sjálfan sig að fundarmenn höfðu við orð að rétt væri að taka hann í dýrlingatölu þvi svona kraftaverk gerðust nú fátið um heimsbyggðina. Útgerðin hefði sannanlega tapað milljörðum króna á undanförnum árum, samt hefði skipa stóllinn verið endumýjaður og tugii umsókna um að fá að kaupa fiskiskip lægju fyrir hjá sjávarútvegsráðu- neytinu. En fjandinn var ekki lengi i paradís, eitthvað hafði þetta þvælzt fyrir i hugskoti sumra fundarmanna, og eftir nokkra eftirgrennslan kom í Ijós að samlagningarvél formannsins hafði verið nýkeypt frá einu tölvuumboðinu og í gleði sinni yfir þessu nýja undra- tæki hafði hann lagt saman allar hand- bærar tölur og fengið þokkalega út- komu, 900 milljónir. Minnti þetta á kaupmanninn forðum daga sem tapaði ósköpin öll á verzlun sinni það árið en gat þó á engan hátt gert sér grein fyrir því hvernig í því lægi og lét þess getið á framtalsskýrslu sinni að dýrtíðin hefði valdið þessu tapi, annars hefði verzlunin gengið vel. Skattstjóranum fannst þetta nokkuð tork.ennilegt og lét athuga bókhaldið. Kom þá í Ijós að kaupmaðurinn hafði lagt saman allar hugsanlegar tölur, svo sem ártöl, fylgiskjalanúmer, dagsetn- ingar og nótunúmer og fengið loks stórtap út á umsvifunum. Þegar hann var inntur eftir því hvernig stæði á þessum ósköpum viðurkenndi hann að hafa fengið sér nýja samlagningar- vél og hann því í gleði sinni yfir þessu undratæki lagt saman allar tölur sem hendi voru næstar. Kristján hélt nú áfram ræðu sinni og fullyrti að vaxtahækkun væri hrein uppgjöf fyrir verðbólgunni. Sparifjár- eigendur væru fúsir til að lána fé til skipakaupa þó þeir fengju ekki nema 1/3 af lánsfénu til baka. Engu svaraði hann þó þegar fundarmaður bað hann um lista yfir þá sparifjáreigendur sem vildu lána á þeim kjörum. Sagði hann að skrýtið væri af mönnum að rengja sig því ekki ómerkari maður en Lúðvik Jósefsson alþingismaður hefði sagt honum þetta. Þetta þótti Þjóðviljan- um svo vísindalega rökstutt að birt var mynd af Kristjáni og forsíðugrein, enda maðurinn fundinn sem Lúðvík var að leita að til stuðnings því hjartans máli sínu að með þvi að féfletta sparifjár- eigendur væri lausnin fundin á verð- bólguvandanum. Sparifjáreigendur höfðu fengið 18 milljónir fyrir eignina sem metin var i dag á 300 milljónir, þarna í norðlenzka sjávarþorpinu. Svona skulu hlutföllin verða áfram til handa þeim ráðdeildarsömu lands- mönnum, gamla fólkinu og unga fólkinu. Það var áferðarfallegur vitsmuna- lýður sem hélt til veizluhalda að loknum aðalfundi LÍÚ 1978. Fundannaður. VERSLUNIN VERSLUNIN KASTALINN BERGSTAÐASTRÆTI 4A VERSLUNIN FEYKIR LAUGAVEGI 27 VERSLUNIN DALBÆR HVERFISGÖTU 32 [§I PARTNER ER NÝTT VÖRUMERKI FYRIR VANDAÐAN OG ÞÆGILEGAN FATNAÐ Nokkurorð til dómsmála ráðherra UÓS í KIRKJU- GÖRÐUNUM —jól hjá f ramliðnum Signý Sveinsdóttir hringdi: Mig langar til að segja fáein orð í sambandi við frétt sem birtist í Dag- blaðinu sl. þriðjudag þess efnis að kirkjugarðamir verði ekki lýstir í ár frekar en undanfarin ár.Þarsegir Frið- rik Sigfússon forstöðumaður garðanna að fyrir nokkrum árum hafi komið upp deilur vegna þess að hætt var að lýsa garðana upp en nú séu þær alveg hljóðnaðar. Ég held að það sé alls ekki vegna þess að fólk vilji ekki Ijós í garð- ana heldur vegna hins að það gefst upp þegar það fær ekki vilja sinum framgengt. Ég vann einu sinni á Borgarpsáitalanum um jól og þar fannst öllum það ákaflega jólalegt og skemmtilegt að sjá ljósin í kirkjugarð- inum. Það er langt því frá að þessi fimm Ijós, sem nú eru í garðinum, geri sama gagn. Mér fannst alltaf að það væru komin jól hjá hinum framliðnu líka þegar ég sá ljósin í kirkjugarðinum og ég veit að það er einlæg ósk fjöl- margra að þessum ljósum verði komið upp á nýjan leik í kirkjugörðunum. Jóhann Þórólfsson skrifar: Það er hægt að draga úr umferðar- slysum ef dómsmálaráðherra tæki þessi mál föstum tökum, til dæmis með þvi að svipta bifreiðarstjóra öku- leyfi ævilangt, a.m.k. þá sem keyra fullir. Ef það væri gert mundu þeir ekki þora að keyra undir áhrifum- áfengis. Einnig á spursmálslaust að stórhækka sektir og ég vil einnig láta lengja fangelsisdóminn. Þetta sem hér er bent á myndi áreiðanlega draga úr slysum og ég vona að Steingrímur taki þessa ábendingu til athugunar. Ég hef svo þessi orð ekki fleiri. Allir eru sammála um að slysin I umferðinni séu allt of mörg. Bréfritari telur sig vera með lausn á þessu vanda- máli. Bréfritari heldur því fram að það sé almennur vilji fólks að Ijósum verði komið upp f kirkjugörðunum yfir jólahátiðina. DB-mynd Ragnar Th. Sig.

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.