Dagblaðið - 23.11.1978, Síða 3

Dagblaðið - 23.11.1978, Síða 3
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 23. NÓVEMBER 1978. Bílasölumálin: Ekki allar bflasölur rannsakaðar — f lestar Halldór Snorrason, Aðalbílasölunni við Skúlagötu, hringdi: Mér fannst það fullgrófur uppslátt- ur hjá ykkur á mánudaginn að allar bílasölur yrðu teknar til rannsóknar áður en yfir lyki — jafnvel þótt það hafi verið sett fram i spurningarformi. Spurningarmerkin vilja nefnilega gleymast. Ég er ekki i nokkrum vafa um að flestar bílasölur eiga eftir að lenda I þessari rannsókn en það verða örugg- lega ekki allar. Mér sýnist það gott mál því það er hreinasta skömm að því hve lengi það hefur fengið að damla átölu- laust að hver sem er geti hafið bila- sölu, lausafjárskipti með milljónatugi daglega, á meðan alls konar verzlunar- leyfi þarf til að selja karamellur út um lúgur. Raddir fésenda Sími 27022 Kl. 13—15 virka daga. Bilafloti landsmanna er mjög öflugur og hér á landi hafa bilasölur blómstrað. Nú virðist hins vegar sem viða sc pottur brotinn hjá bilasölum. Halldór Snorrason segir þó að ekki megi draga þá ályktun að ástandið sé alls staðar jafnslæmt og engin ástæða til að ætla að allar bílasölur verði rannsakaðar. Er fríhöf nin á Keflavíkurflugvelli okurstofnun? Frihöfnin á Keflavikurflugvelli hefur verið mjög i fréttum að undanförnu. Hér segir „ferðalangur” stutta sögu af viðskiptum sínum við frihöfnina og þykir honum verðlagið þar anzi hátt. DB-mynd Ragnar Th. Sig. HeimiHs- læknir svarar fíaddir lesenda taka við skilaboðum til umsjónar- manns þáttarins „Heim- ilislæknir svarar" I síma 27022, kl. 13-15 alla virka daga. Ferðalangur hringdi: Mig langar til aðsegja stutta sögu af viðskiptum mínum við frihöfnina á Keflavíkurflugvelli. Þann sautjánda þessa mánaðar skrapp ég út fyrir land- steinana. Ég keypti mér súkkulaði stykki með hnetum i frihöfninni á Keflavíkurflugvelli. Þetta stykki var 370 grömm á þyngd og kostaði 4.50$. Ég tók það á sölugengi sem var þá 314,30. Skv. því reiknast mér til að það hefði átt að kosta 1414,35 kr. Ég borgaði 1420 kr. fyrir þennan pakka. Siðan keypti ég út úr búð i Glasgow sams konar súkkulaði, tvo pakka sem voru hvor um sig 200 grömm á þyngd. Slykkið kostaði 64 penny. Þannig reiknast mér til að ég hafi borgað 896 kr. fyrir 400 grömm i Skotlandi en 1420 kr. fyrir 370 grömm á Kefla víkurflugvelli. Raddir lesenda Annað dæmi: Casio niini vasatölva CL-78 kostar á Keflavikurflugvelli 13.040 kr. en i Glasgow út úr búð 10.176 kr. í umboðinu i Bankastræti kostar hún 14.175 kr. Þvi vaknar sú spurning hvort söluskattur og vöru- gjald sé lagt á vörur i frihöfninni. Þriðja dæmið get ég nefnt. Mc- Intosch dós kostar hér 6,50$ eða 2080 kr. Slik dós kostar tvö pund út úr búð í Glasgow. r Spurning Heldurðuað ríkisstjórnin lifilengi? Emma Ottósdóttir húsmóðir: Ég ætla að vona það. Steinar Júliusson feldskeri: Jesús, það veit ég ekki. en hún verður að standa sig bctur. Halldór Baldursson læknir: Nei, ég hugsa að hún tóri til vors. Sighvatur Jónasson afgreiðslum. hjá Seðlabankanum: Hún er dauð, hahaha. Hún gerir ekkert af viti. Hvað á hún að gera? Því er nú erfitt að svara. Lækka vexti. Stjórna bönkunum betur. Nei, það er engin stjórn á Seðlabankanum. Jóhanna Haraldsdóttir afgreiðshistúlka: Ha? Ha? Það veit ég ekki, ég hef ekkert vit á stjórnmálum. Nei, ekkert. Þuriður Heiðarsdóttir skrifstofustúlka: Já, alla vega út kjörtimabilið. Ég held að hún standi við loforðin sín.

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.