Dagblaðið - 23.11.1978, Page 7

Dagblaðið - 23.11.1978, Page 7
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 23. NÓVEMBER 1978. 7 Efnahagsbandalag: TEKST AÐ SEMJA UM FISK FYRIR ÁRAMÓT? Erlendar fréttir Ráðherrar Efnahagsbandalagsrikj- anna munu koma saman til fundar í dag og ræða hugsanlegar leiðir til að ganga frá samningum um sameigin- lega fiskveiðistefnu ríkja bandalagsins. Þykir nú nokkur von til að takast megi að komast að samkomulagi eftir tveggja ára samningaþóf. Sagt er að James Callaghan forsætisráðherra Breta hafi gefið fiski- málaráðherra sínum, John Silkin, fyrirmæli um að gera allt sem í hans Samningur ísraels og Egyptalands: SADAT SEGIST VIUA TRYGGINGU FYRIR HEILDARFRKH —göngum f rá f ramtíð Palestínuaraba áður en við undirritum Fregnir frá Kairo herma að Anwar Sadat Egyptalandsforseti hafi í simtali við Jimmy Carter Bandaríkjaforseta verið mjög áfram um að heildarsam- komulag tækist um frið milli araba og Israelsmanna áður en friðarsamningur milli landanna tveggja yrði formlega undirritaður. Símtal þetta var i fyrrakvöld og að sögn sagði Sadat að hann vildi ná sam- komulagi um framtið Palestínuaraba á vesturbakka árinnar Jórdan og Gaza svæðinu áður en nokkrar undirskriftir færu fram. Sadat sagðist ekki aðallega vera að leita eftir sérstökum friðarsamn- ingi Egypta við Ísraelsmenn heldur væri höfuðmarkmið hans friður í þessum heimshluta. Webb Chiles frá San Diego i Bandarikjunum ætlar að sigla kringum knöttinn á þessu litla fieyi, sem hann situr i á mvndinni. Revndar hefur piltur brugðið sér hringinn áður, en þá var það i stærri bát en þessum, sem ekki er nema rétt sex metrar á lengd. EGYPTAR UNDIR- RITIEÐA ALLT BÚIÐ segir Moshe Dayan utanríkisráðherra ísraels Moshe Dayan utanrikisráðherra Isra- el sagði í gær að ísrael mundi ekki sam- þykkja neinar frekari breytingar Egypta á þeim tillögum, sem israelska þingið hefur samþykkt. Haft er eftir utanrikis- ráðherranum, að annaðhvort undirriti Egyptar þá útgáfu samningsins eða hafni henni. Engin millileið væri nú fyrir hendi. Talið er að Dayan utanrikisráðherra og Weizman varnarmálaráðherra Israel séu sáttari við stefnu Egypta en Begin og meirihluti ráðherra i ráðuneyti hans. Fyrrnefndu tvimenningarnir eru aðal- samningamenn Israel í friðarviðræðun- um við Egypta sem fram fara í Washing- ton. Moshe Dayan utanrikisráðherra ísra- el. færi er til að ganga frá samningum fyrir næstu áramót. Hingað til hafa Bretar ekki fallizt á tillögur annarra Efnahagsbandalagsríkja um veiði- kvóta og fiskverndarsjónarmið. Silkin sagði eftir fund með dönskum og vestur-þýzkum ráðamönnum á mánu- daginn var, að samningar yrðu líklega tilbúnir fyrir árslok. Ljóst er þó að ekki eru öll vandamál þessu máli viðvíkj- andi leyst. í tillögum embættismanna bandalagsins er til dæmis ekkert minnzt á leyfilegt veiðimagn. Nú er rétti tíminn aó endurryóverja bílinh fyrlr veturinn. Verklýsing á endurryóvörn. ÞVOTTUR: Óhreinindi á undirvagni og annarsstaðar eru þvegin burt með upplausnarefni og heitu vatni (sem hefur þrýsting allt aö 130 kg/cm2). Kemur það í veg fyrir aö óhreinindi geti leynst í undirvagni eöa hjól- hlífum. ÞURRKUN: Eftir nákvaeman þvott, er bifreiðinni ekiö í lyftu inn í þurrkskáp og þurrkuð með 60—70° heitum loft- blæstri. Þetta er eitt af þeim grundvallaratriðum, sem nauösynlegt er að framkvæma, til aö ná sem bestum árangri gegn ryöi og tæringu, þ. e. að bif- reiðin sé bæöi hrein og þurr þegar ryövarnarefni er borið á. BORUN: Þegar bifreiðin er orðin þurr, er henni ekið úr þurrkskápnum. Síðan eru boruö 8 mm göt til að koma ryðvarnarefninu Tectyl í öll holrúm og á þá staði, sem nauðsynlegt reynist með hliðsjón af þar til geröu plani, sem til er yfir flestar tegundir bif- reiða. — öllum slíkum götum, sem boruö hafa verið, verður lokaö eftir sprautun á snyrtilegan hátt með sérstökum plasttöppum. 1. SPRAUTUN: Fyrst er þunnu ryövarnarefni (Tectyl 153B) spraut- að í öll samskeyti, brot og suður, en það hefur mjög góöa eiginleika til aö smjúga inn í staði þar sem mest hætta er á ryöskemmdum. Þetta efni er einnig sett inn í huröir, lokuö rúm, vélarhús o.fl. 2. SPRAUTUN: Eftir aö sprautun 1 er lokið, er sprautaö þykkara ryðvarnarefni (Tectyl 125) á staöi, þar sem meira mæðir á, svo sem allan undirvagn og bretti. 3. SPRAUTUN: Að lokum er sprautað gúmmímassa innan í bretti og á alla viðkvæma staöi undir bllnum til frekari hlíföar ryðvarnarefninu og til einangrunar. ÞURRKUN: Aö sprautun lokinni heldur bifreiðin áfram á lyftunni inn í þurrkskáp, en þar er ryövarnarefniö á bif- reiöinni þurrkað með heitum loftblæstri. ÞVOTTUR:. Aö lokum er bifreiöin þrifin aö utan jafnt sem innan. Fyrst er hún úðuð með hreinsiefni og síöan spraut- uð með vatni, þannig aö Tectyl og önnur óhreinindi á lakki skolast burt. Ryövörn sem aöeins tekur um tvo daga. Ryóvarnarskálinn W vióSigtún Sími 19400 - Pósthólf 220 |BCT|fll IL^ptSaoc^ lit^ M Betri líðan Alsírforseta Liðan Houari Boumedienne forseta Alsír var sögð nokkru betri i morgun en undanfarna daga. Hann hefur verið rænulaus siðustu fimm sólarhringa. For- setinn, sem er 51 árs, mun þjást af lifrar- sjúkdómi. Læknar frá Sovétrikjui.um, Bandaríkjunum og Frakklandi gæta nú heilsu hans.

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.