Dagblaðið - 23.11.1978, Page 8

Dagblaðið - 23.11.1978, Page 8
8 kr.sJM mV) eru það tvöföldu * HÁLSKEÐJURNAR! SENDUM í PÓSTKRÖFU X: ^tUttr LAUGAVEGI 35 — SIMI 20620 Breyttur epnunartlmi OPID KL. 9-9 Amerísku stytturnar frá Lee Borten nýkomnar Naag bilaatasði a.nt.k. á kvöldin |{I<)MÍ\M\TII{ HAFNARSTRÆTI Simi 12717 TRÉSMÍÐAVÉL Tvíblaðasög óskast til kaups. Gamla Kompaníið Sími36500 Deilur kirkjuþingsmanna: „BETRIERU VINAR SÁRIN EN KOSSAR HATURSMANNS” — segir Hermann Þorsteinsson kirkjuþingsmaður og hvetur til opinskárrar umræðu um málefni kirkjunnar DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 23. NÓVEMBER 1978. Hermann Þorsteinsson til hægri. Siðan árið 1967 hefur hann m.a. starfað fyrir kirkjuna sem ólaunaður framkvæmdastjóri Hins islenzka Bibliufélags. Hér er hann i heimsókn hjá brezka og erlenda Bibliufélaginu I London og afhendir bóka- verði þess að gjöf til félagsins frá HÍB ensku útgáfuna af hinni merku bók dr. Selmu Jónsdóttur um Stjórnarhandritið, sem geymir fyrstu þýðingar Ritningar- innar á íslenzku. „Ágreiningur á sér alltaf stað, hvar sem er í mannlífinu. Opinskáar umræður eru oft nauðsynlegar til betri samvinnu og hennar er greinilega þörf hér.” Ég hafði rétt nýlokið við að lesa þessi niðurlagsorð Helga Ólafssonar skákmeistara í einu dagblaðanna 17. þ.m. um ágreining í Skáksamþandinu, er mér barst í hendur DB sama dag, þar sem vinur minn og félagi, sr. Jónas Gislason dósent, vísar brosandi (mynd) á bug gagnrýni er fram kom í viðtali DB við mig 13. þ.m." Þannig fórust Hermanni Þorsteinssyni, kirkjuhingsmanni orð í samtali við DB og hann hélt áfram. Vanstilling ein- kennir oft til- svör prestanna „Um þessa gagnrýni mína segir sr. Jónas: „Ég lýsi furðu minni á að sjá þetta á prenti eftir þær umræður sem við höfum átt og öllum þessum spurningum hefur verið svarað fyrir löngu. Ekkert bros er i þessari Birgir Isleifur Gunnarsson fyrrverandi borgarstjóri. Hann vék að þvi við ýmis tækifæri að það væri þvi líkast sem kirkjan fyndi ekki sinn tón i nútimanum. Hermann sagðist vera viss um að Birgir tsleifur haft talað af heilum og góðum hug til kirkjunnar. furðuyfirlýsingu mins ágæta vinar, heldur gætir einmitt vanstillingar. sem of oft vill einkenna tilsvör presta I orðræðum þeirra við leikmenn um málefni kirkjunnar, rétt eins og þau mál komi þeim harla litið við. Vanstillingartónninn staðfestir einmitt réttlæti þeirrar gagnrýni, sem fram hefurverið sett. Opinskárrar umræðu er þörf i kirkjunni, ekki siður en hjá þeim í Skáksambandinu, þ.e. málefnalegrar umræðu og skoðanaskipta, en ekki bara brottvisunaryfirlýsinga og fullyrðinga um að öllum spurningum hafi verið svarað fyrir löngu. Enginn almennur blaðamanna- fundur Að afstöðnu Kirkjuþingi nú hefði að venju verið ástæða til að boða til almenns fundar með fréttamönnum fjölmiðla til að skýra opinberlega frá umræðum og afgreiðslu mála þar. Það var af einhverri ástæðu ekki gert 13. þ.m. tekur blaðamaður DB frumkvæðið og spyr mig án fyrirvara frétta af málum og viðburðunt síðasta kirkjuþings. Auðvitað hefði ég getað svarað án þess að segja nokkuð eins og diplomata er siður. Slikt er mér ekki að skapi og þvi talaði ég opinskátt eins og ég gerði á þingum kirkjunnar, bæði nú og árið 1976. Sumir. bæði lærðir og leikir, velja að hvislast á um ágreiningsefnin i kirkjunni, vilja ekki taka áhættuna af að tala j heyranda hljóði um það sem að er, og þarf að breytast og lagast. Ég hef valið að tala upphátt um þá hluti i stjórnun og starfsháttum kirkjunnar sem mér sýnast óheilía- vænlegir. Auðvitað hefi ég ekki fengið neinar þakkir fyrir opinskátt tal mitt og við þvi þjóst ég ekki heldur. En það hefur glatt mig að sjá ýmis merki þess að gagnrýni þessi hefur haft sin áhrif til góðs." — En hvað hefur vakað fyrir þér með þessari gagnrýni? „Fyrir ntér hel'ur vakað að kirkjan lagaði sig hið ytra að lífi og þörfum okkar manna nú, þannig að hún fái mikil og góð tengsl við fólkið i landinu í sem flestum greinum, ekki bara á stórhátíðum og öðrum helgum dögum heldur einnig í hinu daglega lífi, bæði í gleði og sorg. Aðfinna sinn tón Hú hefi ég siður en svo verið einn um opinskátt tal um málefni kirkjunnar. Birgir ísleifurGunnarsson vék að þvi við ýmis tækifæri í kirkjum okkar meðan hann var borgarstjóri að það væri þvi likast sem kirkjan fyndi ekki sinn tón i nútimanum. Ég varð var við að þetta tal borgarstjórans okkar fyrrverandi fór nokkuð í taug- arnar á eldri prestum okkar sér- staklega. Þó er ég sannfærður um að Birgir ísleifur talaði af heilum og góðum hug til kirkjunnar. Þetta var og er máski enn hans álit. Blaðamaður talaði við ungan prest á Synodus (prestastefnu) í sumar um kirkjunnar málefni. Ungi presturinn, sem er i mjög miklum tengslum við ungu kynslóðina á höfuðborgarsvæðinu, sagði m.a. að það væri eins og kirkjan hefði orðið eftir i startholunum. Eigum við ekki að ræða um þessi at- riði fyrir opnum tjöldum i náinni framtíð. Væri ekki ágæt tilþreyting fyrir lesendur DB frá hinni endalausu umfjöllun unt verðbólgu og efnahags- öngþveiti að kynnast og hugleiða dá- litið málefni þjóðkirkju okkar? Góðir ráðsmenn Sænski presturinn Helge Brattegaard, dr. theol. hefur skrifað frábæra bók um starf kristinna leikntanna i kirkjunni. Bókina nefnir hann Góða ráðsmenn (Goda för- valtare). Þessa bók hefi ég lesið oftar en einu sinni með athygli. Þar segir á einum stað: „Goda husholdere har ingen stilling at forsvare. De har kun opgaver at udfylde. De hart lært at bede: gör os til herre over os selv, sá at vi kan blive tjenere for andre.” Þetta eru umhugsunarverð orð, ekki bara fyrir leikmenn kirkjunnar. Kær, látinn vinur minn i prestastétt kenndi mér ungum að þekkja þessi orð Ritningarinnar: „Betri eru vinarsárin en kossar hatursmanns.” Þetta eru líka orð sem ég vil biðja sára vini mína i prestastétt um að hafa i huga þegar þeir meta og dæma gagnrýni mína,” sagði Hermann Þorsteinsson að Ríkið ábyrgist örorkudánarbætur og laun ef f y rirtæki f er á hausinn — nýtt f rumvarp f rá Ólafi Ragnari Grímssyni „Með vaxandi tiðni vinnuslysa og þeirri óvissu, sem einkennir rekstrar- grundvöll margra fyrirtækja, geta gölluð lög skert afkomutryggingu, sem þeim er ætlað að veita þeim, sem örorku hljóta af vinnuslysum. Hið sama á við um afkomendur og maka þeirra, sem látast af slysförum við vinnu," sagði Ólafur Ragnar Grimsson, er hann mælti fyrir lagabreytingu á Alþingi. Frumvarp Ólafs Ragnars var lagt fram á Alþingi i fyrradag. Rikissjóður ber ábyrgð á greiðslum launa til starfsmanna við fyrirtæki, sem verða gjaldþrota. Vill flutningsmaður auka þessa ábyrgð þannig, að hún taki til bóta, sem vinnuveitanda er gert að greiða vegna örorku. sem hlýzt af vinnuslysum sem og bótum vegna dauðsfalla. sem þannig ber að. Kvað hann til hörmuleg dæmi um það. að þrátt fyrir launagreiðslur ríkisins samkvæmt áþyrgð i lögum, hefðu ööm eða/ogmakarglataðaðfullu dánarbótum og örorkubótum, sem ógreiddar voru. þegar til gjaldþrots kom. Kvað flutningsmaður nauðsyn bera til lagabreytingar þar sem dómstóíar litu svo á, að tryggingin tæki ekki til áðurnefndra tilvika. -BS.

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.