Dagblaðið - 23.11.1978, Qupperneq 23
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 23. NÓVEMBER 1978.
23
a
Útvarp
Sjónvarp
9
HIN RÉTTLATU — útvarp íkvöld kl. 20.15:
EIGA POUTISK MORD RETT A SER?
Útvarpsleikritið í kvöld greinir frá
hópi stjórnleysingja í Rússlandi í byrjun
þessarar aldar. Þessir menn höfðu það
meðal annars á stefnuskrá sinni að
myrða þjóðhöfðingja og aðra valda-
menn. Boris Annenkoff eða Boria, eins
og hann er kallaður, fær það verkefni
ásamt hóp manna að ráða stórhertogann
af dögum. Allt er vandlega undirbúið en
það er haegara sagt en gert að myrða
mann með köldu blóði.
valdsson, Steinunn Jóhannesdóttir,
Arnar Jónsson, Róbert Arnfinnsson og
Aðalsteinn Bergdal fara með stærstu
hlutverkin. Leikritið er tveggja tima
langt og hefst klukkan 20.13.
I Hinum réttlátu þykir eftirtektarvert
hversu vel kemur fram mismunandi
afstaða einstaklinga sem þó tilheyra.
sama hópi. Sumir hafa svæft samvizku
sína og þykir ekkert að því að drepa
mann á meðan aðrir finna til sektar-
kenndar og heyja mikið sálarstríð.
Dregin er upp mynd af þeim sem drepa
af hugsjón og hinum sem ekki hafa
lengur hugsjón en drepa samt, drápsins
vegna. Einnig er sýrit inn í hugarheim
þeirra sem eru of „góðir” til þess að eiga
heima i slíkum félagsskap. Höfundur
spyr: Eiga pólitísk morð rétt á sér?
DS.
Arnar Jónsson og Róbert Arnfinnsson.
Leikritið nefnist Hin réttlátu og er
eftir Albert Camus. Þýðinguna gerði
Ásmundur Jónsson. Leikstjóri er
Hallmar Sigurðsson sem er nýr í leik-
stjórastétt hér á landi. Hjalti Rögn-
Höfundur leikritsins í
kvöld Albert Camus
Dauðinn
varð jafn
fárán-
legur og
skrifin
Höfundur Hinna réttlátu, Albert
Camus, er einn af forvígismönnum
heimspekistefnu sem nefnd hefur verið
existensíalismi. Hann var fæddur árið
1913 í Alsír þar sem hann lærði heim-
speki sem ungur maður. Hann var
heilsuveill og treysti sér þvi ekki út í eins
langan lærdóm og hann langaði til en
fór þess í stað að leika. Seinna varð hann
kennari en fluttist að lokum til Parísar
þar sem harin hóf að skrifa leikrit og
skrifaði þáeinnig í blöð.
Camus vaj mjög virkur í frönsku and-
spyrnuhreyfingunni i seinna stríði og tók
þá meðal annars að sér ritstjórn vinstri
sinnaðra blaða. 1948 hætti hann þó
öllum skrifum um stjómmál en þá þegar
hafði hann unnið sér heimsfrægð með
skáldsögunni L’Etranger (Útlendingur-
inn) sem skrifuð er i nihílskum stil um
hinn fáránlega mann í hinum fáránlega
heimi.
Camus setti sér það að gefa mannin-
um gildi til að lifa eftir i öllu tilgangsleysi
heimsins. Um það skrifaði hann ritgerð-
ina Goðsögnina um Sisyfos. Sisyfos
þessi varð fyrir þeim þungu örlögum að
verða að velta steini upp á fjall. Jafn-
skjótt og steinninn var kominn upp valt
hann beint niður aftur. Þetta er það sem
á islenzku hefur verið nefnt kleppsvinna.
Uppreisnarmaðurinn kom út 1951 og
Plágan 1947.
Þekktustu leikrit Camus eru Misskiln-
ingur, Umsátursástand og Hin réttlátu.
Camus fékk bókmenntaverðlaun Nóbels
árið 1957 en lézt skömmu seinna í bíls-
iysi. Dauði hans var jafnfáránlegur og lif
hans og skrif. Þar sem hann stóð og beið
eftir lestinni sem hann fór ævinlega með
ók kunningi hans hjá og bauð honum
far sem hann þáði. En bíltúrinn varð
ekki langur, endaði á tré við veginn.
DS/EJ
• V w- *
Sveltur sitiandi kráka, en íijúgandi
fær fjögur þásund kall
Sértflboö
í sex mánuöi4.000.-
króna spamaður
Viö bjóðum nú nýja og stækkaða VIKU (64 bls.)
fyrir aðeins kr. 2.160 á mánuöi í sex mánuði.
Veró hvers blaðs er þá aóeins kr. 498.
Á þessum 26 eintökum sparar þú þér kr.
4.000,— miðað við lausasöluverð. — Og þú
færð VIKUNA senda heim til þín þér að kostn-
aðarlausu!
VIKAN flytur efni fyrir alla fjölskylduna:
Forsíðuviðtölin frægu, framhaldssögur, smá-
sögur eftir íslenska sem erlenda höfunda,
myndasögur fyrir börnin, bílaþætti, poppþætti,
getraunir, heilabrot, draumaráðningarog margt,
margt fleira.
Sem nýja þætti nú má nefna:
ÆVAR KVARAN ritar um „Undarleg atvik“
Klúbbur íslenskra matreiðslumeistara kennir
matreiðslu nýstárlegra rétta. Nákvæmar leið-
beiningar í máli og myndum. Alít hráefni fæst í
verslunum hérlendis.
Og VIKAN birtir litmyndir úr Sumarmyndaget-
raun DB og VIKUNNAR.
Framundan eru svo PALLADÓMAR UM ALLA
ALÞINGISMENNINA
VIKAN er sífellt á neytendamarkaði með DAG-
BLAÐINU, glaðvakandi, glögg og gagnrýnin. Af
því njóta allir iesendur góðs.
Hugsaðu þér bara:
26 eintök framundan og 4.000.-
aöur!
króna sparn-
Gríptu símann, hringdu í 2 70 22 oq hafðu samband við
áskrifendaþjónustu VIKUNNAR, og pantaðu hálfs árs áskrift.
Áskriftarsími: 27022. Opið til kl. 10 öll kvöld nema laugardagskvöld
er stækkuð