Dagblaðið - 23.11.1978, Side 24
/
%
VERZLUN AISLANDIER
í DAUÐATEYGIUNUM
— segir einn af stærri heildsölum landsins
„Verzlun á lslandi er í dauðateygj-
unum um þessar mundir,” sagði einn
af stærri heildsölum landsins i viðtali
við DB í gær. „Hvar sem borið er
niður er fjárskortur i verzlun svo gífur-
legur að jafnvel stærstu og traustustu
fyrirtæki risa ekki undir nauðsynleg-
ustu útgjöldum og geta ekki leyst út
vörur sinar úr tolli nema kaupandi
sem á peninga sé fundinn.”
Versti „óvinur” heildsala og kaup-
manna er íslenzka ríkið. Dæmi eru um
að ríkisstofnanir panti og „plati” heild-
sala til að leysa út vörusendingu með
loforðum um greiðslu innan fárra
daga frá afhendingu. en þegar reikn-
ingurinn er siðan sýndur geta liðið
vikur og mánuðir þar til hann fæst
greiddur.
Heildsölufyrirtæki hér i borg leysti
t.d. út vörur fyrir ríkisstofnun í júní-
mánuði siðastliðnum og átti greiðsla
að fylgja fáum dögum siðar. Greiðslan
er ókomin ennþá og erlendir seljendur
geta með engu móti skilið þennan
seinagang.
Annað fyrirtæki, sem telst smátt i
sniðum, veit blaðið um sem leysti út
vörur fyrir rikisstofnun 17. október sl.
og lagði út fyrir stofnunina upphæð
sem þykir smá eða með öðrum orðum
rétt innan við milljón króna. Greiðslu
var lofað innan tveggja daga þegar
varan var plötuð út úr heildsalanum.
Hún er ókomin ennþá og i gær fengust
þau svör að hún yrði ekki greidd i þess-
ari viku og er það sjötta vikan frá af-
hendingu.
Verst og sárast þykir heildsölum og
kaupmönnum að íslenzka ríkið krefst
söluskatts af seldri vöru 25. hvers
mánaðar. Sé söluskattur ekki greiddur
á þeim tíma, hvort sem kaupmenn
hafa fengið vöruna greidda eða ekki,
er umsvifalaust lokað hjá þeim með
innsigli. Til greiðslu söluskatts gilda
alls ekki ógreiddir reikningar íslenzka
ríkisins — slíkar nótur telur tollstjóri
og innheimtumenn ríkisins alls ekki
gildar.
Alveg til sóma!
Ofan gefur snjó á snjó þessa dagana. Glöggir menn segja að aðrir eins snjóar hafi
ekki komið í Reykjavik i 16 ár. Og ekki virðist neitt lát á snjónum. Sífellt verður
þyngra færi á götum borgarinnar.
Mikilvægt er að ökumenn tryggi sér gott útsýni út úr bifreiðum sínum, eins og
stúlkurnar á myndinni. Ljósmyndarinn hitti þær i Siðumúlanum, eða Blaðsiðumúlan-
um, eins og hann er oft kallaður. Þær eru báðar starfandi hjá dagblöðum við götuna,
Ásta Valmundsdóttir, nær á myndinni, hjá Visi og Sólveig Jónsdóttir á Timanum.
DB-mynd Bjamleifur
Alþýðuflokkurinn svarar tillögum Ólafs:
Ráðstafanir til lengri
tima
„Við teljum, að ekki verði unnt að
halda stjómarsamstarfmu áfram nema
mörkuð verði ákveðin stefna rikis-
stjórnarinnar um baráttu gegn verð-
bólgu, sem taki til næsta árs,” sagði
einn þingmaður Alþýðuflokksins í
morgun í viðtali við DB.
Hann sagði, að botninn vantaði i til-
lögurnar, sem Ólafur Jóhannesson for-
sætisráðherra bar fram i gær til að
leysa desembervandann. Tillögurnar
ella hættum við
boðuðu eina skammtimalausnina enn.
„Það er ekki nóg að leysa þetta eina
tiltekna viðfangsefni,” sagði þing-
maðurinn. „Málið snýst um baráttu
gegn verðbólgunni. Hjá okkur er sú
barátta númer citt, tvö og þrjú.”
„Stjómin er öruggari í sessi I dag
heldur en hún var í gær,” sagði einn
stjórnarliðinn úr forystu verkalýðs-
samtakanna i viðtali við DB í morgun.
Ólafur Jóhannesson, forsætisráð-
herra, boðaöi forystumenn ASÍ á sinn
fund í gær. Þær könnunarviðræöur
leiddu meðal annars til þess, að hann
lagði fram tillögur i gær á ríkis-
stjórnarfundi, sem hófst kl. 11.
Tillögur Ólafs eru I megindráttum
þær, að laun skuli hækka um 6,1%
hinn 1. desember næstkomandi. t stað
þeirra 8% til viðbótar sem verðbóta-
vísitalan gerir ráð fyrir í launahækkun
komi aðrar aðgerðir launþegum til
góða, aðallega i þrennu lagi: Niður-,
greiðslur 3%, félagslegar umbætur
3% og lækkun skatta 2%.
Umræður um tekjuöflun til launa-
hækkunarinnar eru enn skammt á veg'
komnar. Mögulegt er að þær fáist
meðal annars i veltuskatti og skyldu-
sparnaði á hátekjur. Skattalækkunin
gæti verið fólgin i lækkun eða afnámi
sjúkratryggingargjaldsins.
HHBS
FIMMTUDAGUR 23, NÓV. 1978,
ÓLAFUR
KOMÁ
ÓVART
Ólafur Jóhannesson kom flokks-
bræðrum sínum sem öðrum mjög á
óvart með tillögum sinum í vísitölu-
málinu. Þingflokkur Framsóknar hafði
áður samþykkt tillögur, sem gerðu ráð
fyrir, að kauphækkun í desember yrði
3,6%. Þeir, sem hæst vildu fara, nefndu
um 5%, en 3,6 prósentin urðu ofan á.
Tillögur Ólafs eru mjög nálægt
tillögum, sem Alþýðubandalagið hafði
lagt fram. Útborguð kauphækkun er hin
sama. Niðurgreiðslurnar nema 3% i
stað 3,5% hjá Alþýðubandalaginu.
Skattalækkunin er hin sama hjá báðum.
Ólafur vill hins vegar ekki, að land-
búnaðurinn leggi fram 0,5% eins og
segir í tillögum Alþýðubandalagsins.
Þess vegna á hinn félagslegi „pakki” að
nema 3% hjá Ólafi en 2% hjá Alþýðu-
bandalaginu. -HH
Hvítblettaveikin:
Sigurður Þórðarson stöðvarstjóri með
plastpoka með seiðum.
Hvergi
nema í
Kolla-
firðinum
— segir sérf ræðingurinn
á Keldum
„Ég hef ekki orðið var við hvítbletta-
veikina i hrognum í öðrum fiskeldis-
stöðvum en í Koilafirði,” sagði dr.
Sigurður Helgason fisksjúkdómafræð-
ingur að Keldum í viðtali við DB. Veiði-
málastjóri tjáði blaðinu á þriðjudaginn
að þessi veiki í hrognum væri algeng og
fyrirfyndist í öllum fiskeldisstöðvum
hérlendis og erlendis.
Dr. Sigurður tók fram aö hann hefði
enn stutta reynslu af fisksjúkdómakönn-
un hér á landi, en hann fjallaði ekki
núna um hvítblettaveiki í hrognum
nema frá Kollafjarðarstöðinni.
Sigurður sagði að þessi árstími væri
viðkvæmasti tíminn fyrir hrognin.
Rannsóknir á hrognum i Kollafjarðar-
stöðinni koma heim og saman við
reynslu manna erlendis, að hér sé ekki
um smitsjúkdóm að ræða. Trú manna er
að sjúkdómurinn geti vart stafað af öðru
en hnjaski eða af völdum efna í vatni.
Beinast rannsóknir nú að vatninu fyrst
ogfremst. -ASt.
Þad AN
S* Kaupio ®
TÖLVUR: ‘
BANKASTRÆTI8