Dagblaðið - 29.11.1978, Blaðsíða 1
•
áháð
| tfJiau
fdagblað
4. ÁRG. — MIÐVIKUDAGUR 29. NÓVEMBER 197« — 267. TBL.
RITSTJÓRN SÍÐUMÚLA 12. AUGLÝSINGAR OG AFGREIÐSLA ÞVERHOLTI1 l.-AÐALSÍMI 27022.
Wleint sviksemi í fasteignaviðskiptum rannsökuð: _
110 MIUJðNA EIGN
SELD Á 49 MILUÓNIR
Skólavörðustigur 14.
—„Skjólstæðingur minn var beittur brögðum, ” segir lögmaður seljanda
Rannsóknarlögreglu ríkisins barst
nýlega kæra út af meintri sviksemi i fast-
eignaviðskiptum. Var hafin rannsókn i
málinu og taldi rannsóknarlögreglan
nauðsynlegt, að sakaður maður yrði
úrskurðaður í gæzluvarðhald. Beiðni um
þann úrskurð var synjað í Sakadómi
Reykjavíkur í gær. Eigi að síður heldur
rannsókn málsins áfram. Jafnframt
hefur verið beiðzt rökstuðnings saka-
dóms fyrir synjuninni.
♦
í veðmálabókum Reykjavíkur er að
finna afsal fyrir fasteigninni Skólavörðu-
stíg 14. Söluverð er talið kr.
48.750.000.00. Kaupandi er Stjarnan hf.
Það fyrirtæki var skráð i firmaskrá
Reykjavíkur sl. sumar, eða 27. júlí sl.'
Tilgangur þess er meðal annars kaup,
sala og rekstur fasteigna. Hlutafé er 2
milljónir í 50 hlutabréfum,
hverju að upphæð kr. 40 þús.
Lögmaður seljanda kærði þessi
viðskipti til rannsóknarlögreglu ríkisins.
Taldi hann, að skjólstæðingur sinn hefði
verið beittur brögðum. Meðal annars
liggur fyrir mat tveggja viðurkenndra
fasteignasala þar sem segir að umrædd
fasteign sé að verðmæti 105—110
milljónir króna miðað við 70 milljón
króna útborgun.
Hefur rannsókn meðal annars beinzt
að því, hvort forráðamenn kaupanda
hafi notað sér til framdráttar í auðgunar-
skyni heilsufar seljanda. Það sé eða hafi
verið með þeim hætti, að hægt hafi verið
að níðast á því í viðskiptum.
Sem fyrr segir var talið nauðsynlegt
og eðlilegt, að forráðamaður kaupanda
og framkvæmdastjóri yrði úrskurðaður i
gæzluvarðhald i þágu rannsóknarinnar.
Beiðni um það var synjað i gær af
fulltrúa yfirsakadómarans í Reykjavik.
-BS.
Afbflaviðskiptum:
Það varð
metregn
íEyjum
Úrkoman í Eyjum frá kl. 18 á
mánudagskvöld til kl. 6 i gærkvöldi
mældist 193 millimetrar. Er þetta
algjör metúrkoma i Eyjum, að sögn
Markúsar Á. Einarssonar veður-
fræðings, en alllangt frá Islands
metinu. Metregnið sem skráð er
mældist að Vagnsstöðum i Suðursveit
og var tæplega 234 millimetrar á
einum sólarhring.
Af völdum rigningarinnar urðu tals-
verðar skemmdir á malargötum í
Eyjum. Eru í þeim djúpar rásir og
jafnvel skurðir þar sem vatnið hefur
skolað ofaníburði burt. Hvergi er
ófært um götur, en þær eru vara-
samar.
Framhald veðursins eru svo að skil
eru skammt SV af landinu sem búizt
er við að fari yfir landið í dag. í
kjölfarið kólnar aðeins með SV-átt og
skúraveðri. Á föstudag er svo gert ráð
fyrir að djúp lægð taki að valda SA
átt. -ASt.
Strákarnir i Reykjavik höfðu nóg af
stórum og djúpum pollum, en ekki líkt
því einsog Eyjakrakkar. Hér eru börn i
Reykjavfk að ösla i pollunum i gærdag.
DB-mynd Hörður.
74 módelið reyndist
vera árgerð 1969
Ungur maður i Reykjavík keypti sér
notaðan bíl ekki alls fyrir löngu.
Samkvæmt skoðunarvottorði Bifreiða-
eftirlits ríkisins var bíllinn af árgerð
1974.
Skömmu síðar hitti nýi bíleigandinn
bifvélavirkja sem hann tók tali. Kom í
Ijós að viðmælandi hans hafði áður átt
við bílinn og þekkti hann vel. Bar
þeim saman um að þetta væri ágæt-
asta kerra — en bifvélavirkinn fullyrti
að um væri að ræða árgerð 1969, en
ekki 1974.
„Ég náði i manninn sem hafði flutt
bílinn til landsins,” sagði kaupandinn
vonsvikni í samtali við DB í morgun.
„Hann flutti bílinn til landsins 1974
og kann enga skýringu á þessu.
Maðurinn sem ég keypti hann af hafði
aðeins átt bílinn í tvo daga og hafði
tekið hann i skiptum. Bílasalan sem í
hlut á veit ekkert um málið.”
Hann kvaðst nú hafa afráðið að
kæra málið til Rannsóknarlögreglu
ríkisins, enda væri ekki hægt að una
við þessi málalok.
ÓV.
Þessi bill er af árgerð 1969 — en hjá Bifreiðaeftirlitinu er hann skráður árgerð
1974. Enginn virðist nú kunna skýringu á misræminu. — DB-mynd: Ragnar Th.