Dagblaðið - 29.11.1978, Side 2

Dagblaðið - 29.11.1978, Side 2
f Opið bréf til menntamálaráðherra: Bömum úthýst í f rímínútunum D6ra Skúladóttir skrifar: Nú er vetur genginn í garö hér á suðvesturhorni landsins og verðum við hans vör i mörgum þáttum hins daglega lífs, ekki hvað sízt sem foreldr- ar barna á grunnskólaaldri. Vart liður svo dagur að ekki komi fram beiðni frá þessum börnum um að foreldrar beini bréflegri ósk til bekkjakennara þeirra, þess efnis_að börnin fái að vera inni í frimínútum. Til þess skulu notuð ýmis skálkaskjól, svo sem maga- eða höfuðverkur, hálsbólga eða kvef, því lasleiki er jú eini lykillinn sem börnin þekkja að þessum marglæstu mennta- niusterum í frímínútum. í þeim skólum, sem ég hef kynnst hér á höfuðborgarsvæðinu,- öðrum en Kvennaskólanum í Reykjavík, er börnunum hreinlega úthýst á 40 mínútna fresti í 10 mínútur í einu oft- ast nær. Útidyrum skólanna er læst og jafnvel skólastofunum líka. Þennan tima leita kennarar athvarfs á kennarastofum. Yfirhafnir barnana eru oftlega regn- eða snjóblautar frá þvi farið var í skólann í misjöfnum veðrum og ná engan veginn að þorna aftur í rakamettuðum fatageymslum eða göngum. Þessar 40 minútur hafa börnin einnig setið i hálfrökum buxum, eða öðrum flíkum, sem ekki hafa notið skjóls yfirhafna og skyldi því engan undra þótt setti að þeim hroll á skólavellinum í frímínútunum eftir dvöl í hlýrri kennslustofu, Hverjir eru þeir foreltjrar, sem ekki minnast þess, að hafa hímt hrollkaldir í morgunskimunni um hávetur og óskað sér þak$ yfir höfuðið og tækifæris til annars en berjast við að halda á sér hita í svokölluðum hvildar- tima sínum, friminútunum. Mig langar að beina þeirri fyrirspurn til menntamálaráðherra, við hvaða lagabókstaf þessi meðferð á börnum á grunnskólastigi styðjist og eins vil ég skora á hann að opna skóla landsins fyrir þessum sömu börnum þegar í stað. Þau eru kölluð í skólana af yfirvöldum og foreldrar þurfa að geta treyst því sem ábyrgðarmenn barnanna, að ekki sé ver að þeim búið en á heimilunum, þ.e. að þau hafi þak yfir höfuðiö, ef þau óska þess sjálf, í frímínútum, svo frimínúturnar nýtist þeim sem bezt til hvíldar og hressingar og þar með undirbúnings fyrir næstu kennslustund, en séu ekki eins og nú hvíldartími kennara og úthýsingartími barna. Ennfremur vil ég spyrja, hver sé há- markskennslustundafjöldi á dag hjá hinum ýmsu árgöngum grunnskólans. Mér er kunnugt um að Danir hafa í sinni skólalöggjöf ákvæði um há- markskennslustundafjölda á viku og á dag og er það i samræmi við starfs- samninga hinna ýmsu stétta landsins, þará meðal kennara. » Þau eru ósköp hress i snjónum börnin á þessari mynd, en bréfritari segir að vart líði svo dagur að ekki komi fram beiðni frá börnunum um að foreldrar beini bréflegri ósk til bekkjarkennara þeirra, þess efnis að börnin fái að vera inni i frimínútunum. DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 29. NÓVEMBER 1978. TORSKILIN ORD Kristján Pétursson skrifar: Tryggvi Kristvinsson, yfirlögreglu- þjónn á Húsavik, skrifaði greinarkorn i Dagblaðið 16. nóv. sl. Aðalinnihald greinarinna.' var að skýra lesendum frá þvi, að hann hafi ekki skilið merk- ingu nokkurra orða í grein sem birtist eftir mig í Dagblaðinu 24. okt. sl. og bar yfirskriftina Stóru orðin á borðið. Ég tel enga nauðsyn lesenda vegna að útskýra umrædd orð nánar, enda þótt auðvelt sé, bara vegna þess, að yfirlögregluþjónninn á Húsavik skilur þau ekki. Takist Tryggva hins vegar ekki að fá viðunandi skýringu á þeim, er honum velkomið að heimsækja mig næst þegar hann verður á ferð hér sunnanlands og skal ég þá skýra fyrir honum merkingu hinna „torskildu orða". Annars gladdi það mig sannarlega að fá þessa kveðju að norðan frá Tryggva, sem gömlum samstarfs- manni i löggæzlunni á Keflavíkurflug- velli. Það væri sannarlega áhugavert að fá að heyra álit jressa gamalkunna og dugmikla löggæzlumanns á með- ferðdómsmálanna í landinu. Þórarínn Eldjárn. Ljóðabók hans Disneyrímur hefur vakið mikla athygli og orðið tilefni nokkurra blaðaskrifa. Travoltafáríð á laugardagskvöldi: Þegar menn fer að kitla í tæmar! Bréf til Þórarins Eldjárns Steingerður Straujárn skrifar: Kæri, kæri Þórarinn Eldjárn. Hjartanlegar hamingjuóskir með þinn glæsilega sigur yfir A.I. í keppni ykkar í besserwisserii (sem rimar á móti pissiríi). Og alúðarþakkir fyrir að upplýsa framburðinn á enska orðinu weapon. Ég hélt alltaf að þessir bílar hétu vípon svona eins og skrillinn segir. Nú þegar ég veit að þeir heita weppon er öllu reddað fyrir mér. Ég var nefnilega komin í strand með höfðingjarímuna mína, vantaði orð sem rímar á móti jeppann, kreppan og seppann. Nú hef ég það WEPPON. Sórhæfum okkur / Seljum í dag: -NOTAÐIR BÍLAR- I SaabGLárg. '76 ekinn 30 þús. km, brúnn, vetrar- og sumardekk, verð 3800 þúsund. Saab 99 árg. '74 ekinn 94 þús. km, rauður, verð 2600 þúsund. góð dekk, útvarp, Saab 99 GLárg. '74 ekinn 74 þús. km, blár, vetrardekk, bíll i sér- flokki, verð 2800 þúsund. Saab 99 GL '78 ekinn 20 þúsund km, 4 dyra, beinskiptur, litur brúnn (dorado), aukahlutir sem fylgja: dráttar- krókur, snjódekk á felgum, cover á sætum, út- varpskassi og heilir hjólkoppar. Verð 5000 þús. Autobianchi '77 ekinn 34 þús. km. Verð 1800 þúsund. —NYIR BILAR----------------------- Saab96 verð4650 þúsund. Saab 99 GL 2ja dyra. Verð 5200 þúsund. Saab 99 GL 4ra dyra. Verð 5450 þúsund. Saab 99 3jadyra. Verð6200 þúsund. Seljifl ekki góflan notaðan Saab undir verfli. Veistu afl þú getur átt von á afl Saab endist 17 ár á íslandi. Saab 99 GL '73 blár, ekinn 80 þúsund km, snjó- og sumardekk fylgja, verð 2100 þúsund. ^BHÖRNSSONAAA BlLDSHÖFÐA 16 SIMI 81530 REYKJAVIK Travolta-æðið svonefnda lýsir sér vist þannig að menn fá stórfellda kippi og kitl i tærnar á laugardagskvöldum og arka í diskótekin til að fá aflétt kippun- um og kitlinu með hraustlegum dansi. Ungur teiknari sendi dálkinum þessa mynd sem hann hafði teiknað áf goðinu Travolta. Teiknarinn ungi heitir Lárus Á. Lárusson.

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.