Dagblaðið - 29.11.1978, Side 5
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 29. NÓVEMBER 1978.
5
— en ekki jólasveinar og Grýla
Jólaskreytingar i Regent-stræti eru med mesta móti nú en hafa verið litlar undanfarin ár vegna orkukreppu. I Oxfordstræti
eru hins vegar rauöir og grænir lasergeislar. DB-mynd JH
Jólaösin skoðuð íLondon:
PRINSESSA í
GULUMKJÓL
Jólaös í stórverzlunum Lundúna er
hafin fyrir nokkru og þyrpast útlend-
ingar til borgarinnar til þess að gera
jólainnkaupin. Helztu verzlunargötur
eru Ijósum og trjám skreyttar og er nú
aftur að lifna yfir skreytingum borgar-
innar éftir sparnaðartímabilið er fylgdi
i kjölfar olíukreppunnar.
Ljósaskraut er yfir endilöngu
Regent-stræti og ný tækni hefur verið
nýtt í Oxford-stræti. Þar lýsa rauðir og
grænir lasergeislar upp dimman him-
ininn. Hægt er að senda þessa geisla
eftir endilöngu strætinu eða beint upp
i loftið. Geislamir eru örmjóir og
dreifa sér ekki og eru þessi örmjóu
strik falleg, sérstaklega ef örlítið rignir.
Þá eru regndroparnir til að sjá sem
litlar perlur i skini geislans. Nokkrar
deilur voru um lasergeislana áður en
leyft var að nota þá við hina fjölförnu
verzlunargötu. Sumir telja þessa geisla
hættulega heilsu manna. Aðdáendur
geislanna urðu þó ofan á og því fá íbú-
ar og gestir heimsborgarinnar að njóta
þeirra nú fyrir jólin.
Mörlandanum finnst þó ekki tiltak-
anlega jólalegt I London þessa dagana
þrátt fyrir jólaljós. Þar hefur veður
verið með bezta móti undanfarið,
kyrrt og hiti 14— 15 stig. Lauf eru víða
enn á trjám og veitingar á gangstétt-
um. Það vantar jólasnjóinn til að full-
komna myndina.
t hita og blíðviðri vantar jólasnjóinn tilfinnanlega til að kóróna sköpunarverkið.
Er undirritaður var á rápi um stræti
London á dögunum, genginn upp að
hnjám eftir búða- og magasinskoðun,
sá hann hvar mannfjöldi safnaðist
saman á Leicester-torgi. Börn voru á
öxlum feðra sinna og reyndi hver sem
betur gat að troða sér og sjá, þrátt fyrir
rómaða biðraðamenningu borgarbúa.
Hér hlaujteitthvað merkilegt að vera á
seyði og kont helzt í hugann að jóla-
sveinar væru komnir af fjöllum enda
farið að styttast til jólanna.
Ekki man ég eftir svipuðum mann-
söfnuði á Fróni, nema ef vera skyldi
þegar jólasveinar safnast saman á
Austurvelli. Það var þvi forvitnilegt
að sjá brezka jólasveina, svo ekki sé
minnzt á skötuhjúin Grýlu og Leppa-
lúða. Ég olnbogaði mig þvi gegnum
mannþröngina til þess að sjá Grýlu.
Svæðið var afgirt og innan skamms
bar að virðulegan svartan bíl. Það
þótti mér frábrugðið þvi sem gerist
með þá Grýlu sem ég þekki svo nú
sóttu aðefasemdir.
Efasemdirnar voru ekki ástæðulaus-
ar þvi út úr bílnum steig engin önnur
en Anna prinsessa, dóttir Betu og
Pusa sem sitja búið Bretland. Þótt
brezka kóngafólkið sé e.t.v. ekki jafn-
frítt og Karólina og móðir hennar
Grace i Mónakó fer þvi þó fjarri að
það líkist hérlendri Grýlu og Lcppa
lúða. Prinsessan var klædd gulum kjól
og veifaði alþýðlega til mannfjöldans.
Fjölmargir ljósmyndarar mynduðu
hennar hátign sem reyndist vera
komin til þess að horfa á frumsýningu
kvikmyndar á staðnum.
Jólasveina sá ég þvi ekki og þvi
siður Grýlu. En Önnu prinsessu hafði
ég barið augum og mátti vel við una.
Og þegnum hennar hátignar þótti aug
sýnilega fengur i að sjá meðlim hinnar
tignu fjölskyldu sem að öðru jöfnu sést
aðeins vaxborin á safni frúar T ussaud.
- JH
eiHa
Háskólabíó sunnudag ki 22:00
OLAKONSERT
Hljómplötuútgáfunnar h.f.
og fíeiri til styrktargeð-
veikum (einhverfum) börnum
• Brunaliðið
• Halli og Laddi
• Ruth Reginalds
• Björgvin
Halldórsson
• Pálmi Gunnars-
son
• Magnús Sig-
mundsson
• Ragnhildur Gísla-
dóttir
• Kór Öldutúns-
skóla
• Félagar úr Karla-
kór Reykjavíkur
Allur ágóði rennur
til stofnsjóðs með-
ferðarheimilis fyrir
geðveik börn.
Forsala aðgöngu-
miða:
SKÍFAN,
Laugavegi 33, R.
SKÍFAN,
Strandgötu 37,
Hafnarfirði
KARNABÆR
VÍKURBÆR,
Keflavík
Kynnir: Þorgeir
Ástvaldsson
Vé