Dagblaðið - 29.11.1978, Page 9

Dagblaðið - 29.11.1978, Page 9
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 29. NÓVEMBER 1978. ... Ferðakostnaður ríkisbankanna: Ferðalög á vegum ríkisbankanna kostuðu 30 milljónir ífyrra — Helgi Bergs „dýrastur” en Jóhannes Nordal „sigldastur” Ferðalög bankastjóra rikisbank- anna og annarra háttsettra embættis- manna þeirra kostaði ríkið 30.8 milljónir króna i fyrra. Þar af kostuðu ferðir Landsbankans, sem var „dýr- astur" rikisbankanna. liðlega 15 millj- ónir króna. Seðlabankinn fylgdi á eftir með 13.3 milljónir og síðan Útvegs- bankinn með aðeins 2.5 milljónir. „Sigldasti” bankastjóri rikisins í fyrra var Jóhannes Nordal seðla- bankastjóri. Hann fór í alls níu ferðir fyrir 2 milljónir og 350 þúsund. (Jóhannes er þar með ferðalangur ríkisins 1977 því við nánari athugun á fjölrituðu svari fjármálaráðherra á Al- þingi um utanlandsferðir á kostnað ríkisins fannst enn ein ferð seðla- bankastjórans fyrir utan þær átta sem hann fór á vegum bankans: ferð til Elkem Spiegerverket fyrir iðnaðar ráðuneytið). Jóhannes Nordal var samtals 57 daga erlendis á vegum ríkisins 1977. „Dýrasti” bankastjórinn var þóekki Jóhannes, heldur Helgi Bergs, banka- stjóri Landsbanka íslands. Hann fór í fimm ferðir, var samtals i 46 daga og kostaði ríkissjóð 2.5 milljónir. Meðal þessara ferða var 18 daga ferð til banka i Tyrklandi, Grikklandi og ítaliu. Sú ferð ein kostaði 1.028 milljónir. Næstdýrastur var Jónas Haralz. bankastjóri i Landsbankanum. Hann fór sex sinnum utan á kostnað rikisins, var í samtals 46 daga og kostuðu þær ferðir samtals 2.066 milljónir. Af öðrum háttsettum embættis- mönnum Landsbankans, sem sleiktu milljón í ferðakostnaði, má nefna Barða Árnason, forstöðumann er- lendra viðskipta, sem fór í þrjár ferðir í 41 dag og kostaði 1.167 milljónir, og Hauk Heiðar, fyrrurn forstöðumann ábyrgðardeildar, sem fór i þrjár ferðir fyrir samtals 990 þúsund. Þær ferðir tókusamtals26daga. ÓV “ Kaupfélögin fara senn að draga saman seglin —ef verzlunarálagningin hækkar ekki strax Samband íslenzkra samvinnufélaga telur sig þurfa á þvi að halda að verzl- unarálagning verði hækkuð um 5% og það strax, annars sé hætta á því að kaup- félögin úti um land fari að draga saman seglin. Á fundi kaupfélagsstjóra í nóvember- lok kom fram að nær öll kaupfélög i landinu eru rekin með umtalsverðum halla. Verðbólgan hefur reynzt þeim, eins og öðrum, óþægur Ijár í þúfu þar sem kaupfélögin, eins og aðrar verzlanir, þurfa að selja vöru á innkaupsverði en kaupa siðan næstu sendingar á mun hærra verði. Fyrir kaupfélögin í hinum Hver verður forseti efri deildar? Alþýðuflokkurinn telur að hann eigi rétt á nýjum forseta efri deildar Alþingis í stað Braga Sigurjónssonar. Hófust bollaleggingar um mann i starfið á þingflokksfundi i gær en var frestað. Áður en þingmönnum var skipt í deildir var um það rætt að Finnur Torfi Stefánsson tæki sæti i efri deild og yrði þá forseti hennar, samkvæmt skiptareglum rikisstjórnarflokkanna. þetta fór á annan veg sem kunnugt er. Þykir heldur ósennilegt að gripið verði til þess að flytja Finn Torfa úr neðri deild til þess eins að hann verði forseti efri deildar. Annar kostur er sá að Karl Steinar Guðnason verði forseli efri deildar. Hann er þaulvanur fundamaður og ekki ókunnugur þingsköpun. Hins vegar er hann 2. varaforseti sameinaðs þings. Þætti ekki eðlilegt að hann gegndi tveim forsetastörfum þótt ekki sé það bannað. Að þessum mönnum frágengnum á Alþýðuflokkurinn í efri deild þá Braga Nielsson, sem tal inn er hallast á sveif með nafna sinum. Björn Jónsson, sem Ágúst Einarsson situr fyrir á þingi sem varamaður, og Kjartan Jóhannsson ráðherra. Þingflokkurinn mun taka ákvörðun um val nýs forseta nú í vikunni. Þangað til gegnir Þorvaldur Garðar Kristjánsson störfum sem fyrsti vara- forseti deilda’rinnar. Jón Helgason er 2. varaforseti. . BS strjálli byggðum skiptir þetta verulegu máli þar sem þau verða að eiga góðar vörubirgðir sem þýðir mikinn vaxta- kostnað. Valur Arnþórsson stjórnarformaður SÍS sagði að ef ekki yrði strax, þ.e. innan viku til hálfsmánaðar, gripið til fullnægj- andi ráðstafana, drægju þessi kaupfélög saman seglin. Þegar væri í gangi um- ræða í þeim bæjum sem i væri aðeinsein kaupfélagsverzlun að hafa hana aðeins opna hluta úr degi eða annan hvorn dag. Svonefnd 30% regla stjórnvalda, að verzlunum sé aðeins leyft að setja 30% þess sem vöruverð hækkar í krónum talið við gengisfellingu út i verðlagið, hefur gert rekstrarstöðuna alla mun erfiðari. Á þetta ekki bara við um verzl- anir Sambandsins heldur líka aðrar verzlanir. En þeir sambandsmenn álitu að staða Sambandsins væri sérlega baga- leg þar sem það héldi uppi verzlunum i dreifðu byggðunum. Til þess að bæta stöðuna töldu menn að nægilegt 'væri að hækka smásölu álagningu úr 20% í 25%. Um þetta hafa átt sér stað vinsamlegar viðræður við viðskiptaráðherra að sögn Vals. Var hann mjög skilningsgóður á að eitthvað þyrfti að gera en ekkert væri þó enn farið að bóla á aðgerðum. Þyrðu menn ekki að hugsa þá hugsun til enda hvað gerðist ef ekkert yrði gert fyrir áramót. Þótti kaupfélagsmönnum það hart að verzlunin væri meðal annars látin taka þátt i því að styrkja aðra atvinnuvegi á meðan hún sjálf væri i dauðateygjunum eins og einn forvigismaður verzlunar stéttar sagði i viðtali við DB á dögununt. Valur Arnþórsson kaupfélagsstjóri á Akureyri og formaður stjórnar SÍS, Erlcndur Einarsson forstjóri, Hjalti Pálsson fram- kvxmdastjóri innflutningsdeildar og Kjartan B. Kjartansson framkvæmdastjóri skipulags- og fræðsludeildar, útskýra alvar- legt ástand fyrir blaðamönnum. DB-mynd Bjarnleifur Þá auglýstu hann hér í smáauglýsingum Dag- blaðsins og fáðu öll nauðsynleg eyðublöð (þ.á.m. afsalseyðublað) ókeypis í afgreiðslu Dag- blaðsins að Þverholti 2. Þar færð þú einnig skriflegar leiðbeiningar um hvers gæta þarf við frágang sölugagná. Þverholti 2 sími 2 70 22 | DMBÍABSÍMS Bílaviðskipti

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.