Dagblaðið - 29.11.1978, Side 10

Dagblaðið - 29.11.1978, Side 10
10 DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 29. NÓVEMBER 1978. iBIAÐW Útgofandi: Dagblaöið hf. Framkvœmdastjórí: Sveinn R. EyjóHason.Rrtstjóri: Jónas Krístjónsson. Fróttastjórí: Jón Birgir Póturason. Rrtstjómorfulltrúi: Haukur Helgason. Skrífstofustjóri rítstjómar Jó- hannes Reykdal. íþróttir: Hallur Simoríarson. Aðstoöarfróttastjórar Atli Stoinarsson og Ómar Valdi- marsson. Menningarmól: Aöalsteinn Ingólfsson. Handrit: Ásgrímur P&lsson. Blaöamenn: Anna Bjamoson, Ásgeir Tómasson, Bragi Sigurösson, Dóra Stefónsdóttir, Elfn Alborts dóttir, Gissur Sigurösson, Gunnlaugur A. Jónsson, Hallur Hallsson, Helgi Pótursson, Jónas Haraldsson, Ólafur Geirsson, Ólafur Jónsson. Hönnun: Guðjón H. Pálsson. Ljósmyndir: Arí Kristinsson, Ámi P6II Jóhannsson, Bjamlorfur Bjamleifsson, Hörður Vilhjólmsson, Ragnar Th. Sigurðsson, Sveinn Þormóðsson. Skrífstofustjórí: Ólafur Eyjótfsson. Gjoldkori: Þtáinn Þorieifsson. Sölustjórí: Ingvar Sveinsson. Dreifing- arstjórí: M6r E.M. Halldórsson. Ritstjóm Sfðumúla 12. Afgreiðsla, óskríftadeild, auglýsingar og skrífstofur Þvorhofti 11. Aðalsimi blaðsins er 27022 (10 Ifnurí. Áskríft 2400 kr. ó mónuði inqanlands. í lausasölu 120 kr. eintakið. Setning og umbrot Dagblaðið hf. Sfðumúla 12. Mynda- og plötugerð: Hiimir hf. Síðumúla 12. Prentun: Árvokur hf. Skeifunni 10. Lét ekki aka yfír sig Fróðlegt hefur verið að fýlgjast með þingmönnum okkar síðustu vikurnar. Þar hafa margir beygt sig í duftið, sem áður þóttust mundu láta sannfæringu sína eina ráða. í samsteypustjórnum þriggja flokka þurfa allir að slá eitthvað af, svo að friður megi haldast. Engin skömm er að því að víkja frá yfirlýstri stefnu, ef það er í hófi. Alþýðuflokkurinn hefur undanfarnar vikur verið helzta fórnardýr stjórnarsamstarfsins. Ákvarðanir ríkis- stjórnarinnar í efnahagsmálum og ríkisfjármálum hafa að flestu leyti gengið í berhögg við yfirlýsta stefnu flokksins. Flestir þeir, sem utan við standa og á horfa, eru sammála um, að meðferð ríkisstjórnarinnar á Alþýðuflokknum hafi keyrt úr hófi fram í efnahagsmála- frumvarpinu. Ráðherrar Alþýðuflokksins og Vilmundur Gylfason létu sér nægja bókun um harm sinn út af niðurstöðu ríkisstjórnarinnar. Jafnframt lýstu þeir yfir, að þeir mundu styðja efnahagsmálafrumvarp ríkisstjórnarinnar, þótt \ont væri. Það kemur ekki á óvart, þótt ráðherrar Alþýðu- flokksins séu linir og geti ekki att kappi við ráðherra hinna stjórnarflokkanna og sízt við bragðarefinn í for- sætisráðherraembættinu. Þessi linka hafði áður komið fram á ýmsum sviðum. Hitt er athyglisverðara, að Vilmundur Gylfason skuli vera kominn í hóp þeirra, sem láta bjóða sér næstum hvað sem er, svo að stjórnarsamstarfið megi haldast. Margir hefðu búizt við meira beini í því nefi. Annar þingmaður Alþýðuflokksins hefur tekið upp merki flokksreisnar og sjálfstæðrar hugsunar. Það er ekki einn af ungu, reiðu mönnunum, heldur einn hinna, sem áður höfðu setið á þingi fyrir flokkinn. Bragi Sigurjónsson, forseti efri deildar alþingis, stóð upp í fyrradag og sagði m.a.: „Ég vil ekki teljast sam- starfstákn í forsetastóli ríkisstjórnarflokka, sem ekki hafa kjark né þrek til að marka og koma sér saman um þannig úrlausnarstefnu í verðbólguvanda þjóðarinnar, að til vafalausra úrbóta horfi, né heldur nýta þann fórnar- og samstarfsvilja, sem ég tel, að nú hafi verið fyrir hendi meðal almennings til að ráðast gegn þeim vágesti.” Einnig sagði hann: „Frumvarp það, sem nú hefur verið ákveðið í ríkisstjórninni að bera fram á alþingi sem vopn gegn verðbólgu,er að mínum dómi bitlaust og auk þess rangsleitið. Það beinist fyrst og fremst að launþegum.....” ' Niðurstaða Braga var þessi: „Ég vil ekki vera sam- starfstákn slíks leiks og slíkra vinnubragða. Því segi ég af mér forsetastarfi þessarar deildar....” Efnislega hefur Bragi alveg á réttu að standa. Efna- hagsmálafrumvarp ríkisstjórnarinnar er helber della. Það vita margir fleiri en Bragi, líka þeir, sem hafa aðstöðu til að láta að sér kveða. En hann einn tók afleiðingunum af skoðun sinni. Að því leyti sýnir hann meiri manndóm en margir aðrir, sem telja frumvarpið fávíslegt, en láta samt reka sig til réttar. Ríkisstjórn, sem má eiga von á slíkum aðgerðum, fer næst varlegar í sakirnar en stjórn, sem telur sig geta beygt alla stjórnarþingmenn í duftið. Sá, sem kennir slíka lexíu í verki, gerir töluvert gagn. Og nú veit alþjóð, að sjálfstæðri hugsun bregður fyrir á þingi. Hugsunin kom ekki úr þeirri átt, sem menn bjuggust við. En þá kom hún bara úr annarri átt. Því ber að fagna. Noregur: Óvissa i skreiðar- málum en ríkis- stjómin hleypur vel undir bagga — helzta vonin talin að hægt verði að losna við skreiðina í vöruskiptum gegnum svissneskt fyrirtæki Leyndardómar hins sósíalíska sæluríkis Lars Forssell heitir maður og er skáld. Hann er sænskur. Hann er tal- inn kjaftfor í meira lagi i sinu heima- landi og hefur oftar en einu sinni sett allt á annan endann, einkum þegar Itann hefur látið eitthvað út úr sér i sjónvarpsviðtölum. Og hann er í sjón- varpinu af og til enda vinsæll eins og þeir fáu kjaftforu sem eftir eru í landi hinnar félagslegu sælu. Forssell er einnig þekktur sem leiklistargagnrýn- andi og skrifaði um tíma i Stokkhólms- blöðin. Hann er stríðinn og hefur gert kollegunt sínum gramt í geði með því að vera almennilega klæddur, skegglaus og ekki í sandölum. Fyrir nokkrunt árum munaði ekki nema hársbreidd að úti væri um kappann. Þegar listasnobbarar Stokkhólmsborg- ar skriðu á fjórunt fótum i kringum óperusöngkonuna Birgit Nilson og venjulegt fólk naut þess að heyra frúna syngja í útvarpi og sjónvarpi, stökk Forssell fram úr fylgsni sinu og kallaði hana „Divu" og sagði hana fulltrúa persónudýrkunar fyrri alda. Tilefnið var að frú Nilson hafði verið klöppuð 10 eða 15 sinnunt fram á sviðið eftir konsert i Stokkhólmsóper- unni og hún mætt i öll skiptin. En nú brást vininum bogalistin. Hann hafði i mörg ár spilað með hinar sósíalísku kenndir landsmanna sinna i anda jafnréttis og bræðralags, þjóð- skipaðrar meðalmennsku og hins r Þau skrípalæti, sem landsmenn hafa orðið vitni að úr stjórnmálunum, inn- an Alþingis sem utan, og raunar allt frá lokum síðustu kosninga, eru ekki til þess fallin að auka trú manna á stjórnmálamönnum þeim, sem ís- lenzka lýðveldið hefur á að skipa um þessar mundir. Fullyrða má, að með stjórnarmynd- unartilraunum þeim, sem hófust að kosningum loknum undir handleiðslu forseta lýðveldisins, og höfðu öll ein- kenni „dreifiglerstilrauna”, hafi skripaleikurinn hafizt. Leikurinn barst síðan inn á Alþingi, strax og það var oþnað að lokinni guðsþjónustu. Inn- byrðis deilur upphófust samstundis i öllum stjórnmálaflokkunum, ef ekki um niðurstöður stjórnarmyndunar- innar, þá um kosningu til nefndar- starfa. Og skrípalætin standa enn, nú um það efnið, sem íslenzkum stjórnmála- mönnum hefur verið hvað hugstæðast að halda í sem lengst, verðbólguna, til þess að firra sig átökum við þau verk- efni, sem óhjákvæmilegt er að takast á við fyrr eðasiðar. Fyrir helgi — eftir helgi Þótt fáum þjóðfélögum sé meiri þörf á að hraða afgreiðslu mála og verkefna, sem lekin eru fyrir hverju sinni en hinu íslenzka vegna þess hve óarðbært það er að binda hóp manna í fámennu þjóðfélagi við lausn langtíma verkefna, þá hafa stjórnmálamenn okkar flestir verið einkar lagnir við að drepa á dreif ákvarðanatöku um hin óliklegustu mál. Hver ntinnist ekki hinna sigildu svara þessara aðila, þegar innt er eftir gangi mála: „Ætli linurnar fari ekki að skýrast fyrir helgina". eða þá: „Það verður varla fyrr en eftir helgina, sem einhverra frétta er að vænta". Oftar en ekki nota þó opinberir aðilar meira orðin „undir helgi" og „upp úr helginni" (eins og til þess að magna skrípaleikinn) i þessu sambandi Kjallarinn GeirR. Andersen og gildir þá einu, hvort slik svör eru gefin á mánudegi, þriðjudegi eða öðrum degi, þvi „helgin” á Islandi er alltaf i nánd. Margur ráðherrann og embættismaðurinn hér á landi hugsar hlýtt til helgarinnar, þegar afgreiðsla mikilvægra mála er í aðsigi — og þá er gott að grípa til þeirrar samhyggju, sem ein stendur fyrir sínu, meðal þorra almennings á Íslandi. þeirrar, að helgin skuli þó alténd vera hvildartimi að lokinni rúmlega fjögurra daga vinnuviku. Og helgin stendur sannarlega fyrir sínu hér á landi, hún varir frá þvt seinni hluta föstudags og til mánu- dagsmorguns a.nt.k. eða frant eftir þeim degi, ef miðað er við hið sigilda orðtak opinberra aðila „einhvern tíma upp úr helginni". Atvinna og afkoma Á meðan frantleiðni- og arðsemi- sjónarmið eru látin vikja fyrir óarð- bærum framkvæmdum á fjárfestingar- sviðinu sakir síaukins félagshyggju- þrýstings. þarf enginn að kvíða þvi, að verðbólga haldi ekki velli með þeim af- leiðingum að lokum, eins og hér er nú orðin raunin, að stjórnvöld, sem þó eru löglega kjörin, fá ekki lengur við neitt ráðið, en við taki öflugir þrýsti- hópar sem gera kröfur til þess að eiga aðild að stjórn landsmála til jafns við ríkjandi stjórnvöld. Og hvernig ættu framleiðni- og arð- semisjónarmið að geta fest rætur i þjóðfélagi. þar sem ræður ríkjum sá hugsunarháttur, að fyrirtæki og fram- leiðslugreinar hvers konar séu stofn- settar einungis til atvinnubóta, annað- hvort fyrir viðkomandi byggðarlageða fyrir ákveðnar starfsstéttir? Og ekki þarf að hafa mörg orð um hvað verið hefur að gerast hér á landi á undanförnum árum, varðandi óarð- bærar fjárfestingar og atvinnubóta- vinnu, svo augljóst sem það er öllum alntenningi og raunar stjórnmála- mönnum líka. Megingallinn er hins vegar sá, að menn sem telja sig hafa sjálfstæðar skoðanir, jafnvel á löggjafarsamkomu þjóðarinnar, Alþingi, eru svo bundnir á klafa ímyndaðrar almannaheillar og samfélagshjálpar, ásamt nteðvitaðri

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.