Dagblaðið - 29.11.1978, Blaðsíða 11
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 29. NÓVEMBER 1978.
tókst að gera beint við Nigeriu á þessu
ári. Er það 160 dollarar fyrir tonnið
hjá svissneska fyrirtækinu en var áður
200dollarar.
Þar sem Nigeriustjórn berst enn við
alvarleg gjaldeyrisvandræði reiknar
fiskimálaráðuneytið norska ekki með
þvi að leiðir opnist aftur á næstunni
fyrir beinar sölur á skreið til Nigeríu.
Einnig telur ráðuneytið að það verð
sem hinu svissneska fyrirtæki hefur
tekizt að ná á Nígeriumarkaði sé hið
bezta sem hægt sé að gera sér vonir
um. Hitt er aftur á móti Ijóst að veru-
legt taper á skreiðarframleiðslunni við
160 dollara söluverð. Reyndar mun
200 dollara söluverð einnig hafa tap í
för með sér.
1 blaðinu Fiskaren er tekið fram að
þó venjulegir sölumöguleikar fyrir
skreið séu taldir lokaðir þá hafi það
mikla þýðingu að nýta aðrar leiðir til
sölu á skreiðinni. Er þá væntanlega átt
við sölufyrirkomulag eins og í gegnum
hið svissneska fyrirtæki. Ráðuneytið
mun því leggja til áð sú skreið sem
rikið hefur keypt af framleiðendum
verði afhent útflytjendum til sölu.
Að mati fiskimálaráðuneytisins eru
horfur á sölu skreiðar mjög óvissar og
lausn á vanda atvinnugreinarinnar
einnig mjög óljós. 1 umsögn sinni og
tillögum telur ráðuneytið að sá
Norðmenn reikna með því að verða
búnir að flytja átta til níu þúsund tonn
af skreið til Nígeriu á fyrri hluta næsta
árs. Þá er talið að búið verði að losna
við nær allar skreiðarbirgðir í Noregi
og framleiðendur og útflytjendur
lausir við mesta vandann.
Fyrirhugaðar sölur á skreiðinni til
Nígeríu fara fram í samræmi við
samning sem gerður var milli
Útflutningsráðsins norska og sviss-
nesks fyrirtækis, UTEX S.A. í Genf.
Það fyrirtæki rekur að sögn norska
blaðsins Fiskaren viðtæka vöruskipta-
verzlun við Nígeríu. Er salan á norsku
skreiðinni þannig komin til að
svissneska fyrirtækið tekur aðrar
vöruruppífráNígeriu.
Verðið er aftur á móti enn lægra en
í þeim samningum sem Norðmönnum
stuðningur sem rikisvaldið hefur veitt
skreiðarframleiðendum muni minpka
birgðir skreiðar i landinu þannig að
þær verði eðlilegar. Á þann hátt megi
koma atvinnugreininni út úr verstu
erfiðleikunum.
Ef allt fer sem norska fiskimála-
ráðuneytið áætlar varðandi skreiðar-
sölu og framleiðslu á næsta ári þá
mundi losna um þau lán sem veitt
hafa verið til fyrirtækjanna til að
halda rekstrinum áfram. Einnig
mundu falla niður þær útflutnings
ábyrgðir sem rikisvaldið hefur veitt út-
flytjendum skreiðar. Fari allt sem
horfir þá þyrfti ekki að veita út
flytjendum né framleiðendum nein
slík lán á næsta ári.
heimsfræga sænska „solidaritets”, sem
enginn utan Svíþjóðar skilur.
Frú Nilson lýsti því yfir í New York
að hún væri hætt að syngja í Svíþjóð,
náði ekki uppí nefið á sér fyrir bræði
og fullyrti að Forssell væri illa uppal-
inn durgur — oghananú. Og nú varð
uppi fótur og fit. Almenningur, sem
áður hafði gaman af Forssell, leit nú á
hann sem ótindan kapítalista, ómögu-
legt skáld og glæpamann, fyrir að hafa
svipt Svíþjóð þeirri ánægju að njóta
hæfileika þess sem skarar framúr og er
hafinn yfir sósíalísk meðalafköst til
hugar og handa. En með árunum
gleymdist þessi grikkur og nú syngur
Birgit Nilson eflaust oft á ári í heima-
landi sínu og vonandi er Lars Forssell
enn í fullu fjöri.
En þessi saga segir sitt um Svia.
Þótt margir séu þeirrar skoðunar að
sósíalísk meðalmennska sé að fara
með allt til andskotans í Svíþjóð, eru
fleiri sem vita betur, þar á meðal stór
hópur Svía sjálfra. Meðalmennsku-
dýrkun er ákveðið takmark sett, en á
meðan hún fer ekki fram úr þeim
mörkum líta Svíar á hana sem
skemmtilega dægradvöl, þótt vissulega
komi fyrir leiðinlegir kaflar af og til.
En Sviar hafa efni á svona rassaköst-
um, þeir eru meðal ríkustu þjóða
heims og þykir ekkert sjálfsagðara en
að þeir taki að sér að fremja sósíalískar
tilraunir um manninn og samfélagið.
Fyrir bragðið eru þeir í brennidepli og
það finnst þeim skemmtilegast af öllu
og gera þá ekki uppá milli þeirra sem
hneykslast á villimannlegu frelsi i kyn-
ferðismálum eða þeirra sem lepja upp
eftir þeim hverja delluna á fætur anp-
arri.
Annar fjölmiðlamaður, Áke
Ortmark, gerði þá stórskyssu fyrir
nokkrum árum að fara að grafast fyrir
um það hver ætti hvað i Svíþjóð.
Hann gaf út bók með niðurstöðum
rannsókna sinna. Þar kom fram, það
sem raunar allir Svíar vissu en töldu
enga ástæðu til að benda öðrum
þjóðum á, að 17 fjölskyldur áttu meiri-
hlutann í 80% iðnfyrirtækja i Svíþjóð.
Þar kom einnig fram að Wallenberg
ættin var ekki sú stærsta heldur
númer 2. Þetta fannst meðalsvennan-
um meira en lítil hnýsni, já bölvuð af-
skiptasemi sem óþarfi væri að benda
útlendingum á — útlendingum sem
ættu ekki eitt einasta orð yfir þá dá-
samlegu sósíalisku velferð, sem S íar
hefðu komið á laggirnar allri hcints-
byggðinni til eftirbreytni, meira að
segja svo mikilli velferð að flokks-
bundnirR issar þrifust ekki í sendiráði
Sovétrikjanna í Stokkhólmi og ein
harðasta refsing rússneskra diplómata
varútlegðíSvíþjóð.
Þarna var takmarkinu náð einu
sinni enn. I stað þess að þakka Ort-
mark fyrir upplýsingarnar fannst Sví-
um firinn varhugaverður. Hver meðal-
svenni veit að sósialísk velferð er ekki
framkvæmanleg nema með einu móti
og það er leyndarmál sem Sviar hafa
ekki hugsað sér að láta leka út í bráð.
Þeim er virkilega skemmt þegar heims-
pressan segir frá þvi, að eitt af stærstu
félagslegum vandamálum i Svíþjóð
séu atvinnulausir félagsfræðingar.
Þeir eru mjög stoltir af svo háþróuð-
um sósíalisma. Þeim er einnig skemmt
þegar erlendir fjölmiðlar segja frá því
að þeir láti einn af sínum betri rithöf-
undum greiða 110% skatta og það
kitlar þá þegar skattalögreglan ber-
háttar Ingmar Bergman og rekur
hann á flótta úr sælunni — „gott
áann”, segja þeir. Um leið vita þeir að
hann kemur aftur þvi hvergi er auð-
veldara að leika hálfvitlaust fólk og
hvergi eru önnur eins uppgrip af
komplexum til þess að filma og án
námunnar er Bergman úrleik.Svíum
er ekki lítið skemmt þegar sagt cr Fá
því um allan heim að þrjú af hverjum
fimm sænskum fyrirtækjum séu :kin
með tapi og þeir hlæja sig máuiausa
þegar útlendingar ranghvolfa í sér
augunum og spyrja hvernig i fjandan-
um þetta sé hægt.
Hinsvegar fer af þeim brosið þegar
talið berst að bókinni hans Ortmarks
og þeir vilja sem minnst um það segja
hvernig standi á þessum ofboðslega
kapítalisma sem grasseri mitt i allri
sósíalísku sælunni. Meðalsvenninn
segir ekki múkk. hann gloprar ekki
einu sinni út úr sér fullur þessu þjóðar-
leyndarmáli. En ef einhver nennir að
lesa bókina um það hver á hvað i Sví-
þjóð þá blasir leyndarmálið við augum
og dæmið um hinn fullkomna sósial-
isma gengur endanlega upp. Stað-
reyndin er nefnilega sú, að Svíar hafa
fyrir löngu gert sér grein fyrir því að
dulbúinn kapíalismi er grundvöllur
sósíalískrar velferðar og sælu. Vel-
ferðin er svo dýr i rekstri að hún væri
UPPHflF AÐ HARMLEIK
eða ómeðvitaðri lotningu fyrir boð-
skap vinstri aflanna, að þeir fyrirverða
sig fyrir að mæla upphátt, þegar á
hólminn er komið, en uppskera ein-
ungis fyrirlitningu samfélagsins að
launum.
Og svo er þá loks komið í árslok
1978, rúmum þrjátiu árum eftir lýð-
veldistöku, að kommúnistum, ásamt
lotningarfullum andstæðingum þeirra,
hefur tekizt að leika leikinn til enda,
og lokaatriðið er raunalegt eins og í
flestum harmleikjum.
Sú vofa, sem stöðugt fylgir fá-
mennri og afskekktri þjóð, atvinnu-
leysi eða nálægð þess, hefur nú sézt
berum augum og á þeim stað á land-
inu, þar sem áður hafði verið upp-
spretta umsvifa og framkvæmda. 1
Keflavik eru nú skráðir á þriðja tug at-
vinnulausra, i þetta skipti ekki hús-
mæðra eða annarra sem ef til vill
vinna einungis hluta úr degi, til þess
að bjarga verðmætum, eins og það
er kallað, heldur vinnufærra manna,
sem áður voru i fullu starfi.
Það er kannski táknrænt. að at-
vinnuleysisvofan tekur land í Kefla-
vík, sem hefur verið bitbein kommún
ista, svokallaðra hernámsandstæðinga
og annarra vinstri afla um áratuga
skeið, vegna nálægðar varnarstöðvar
Atlantshafsbandalagsins hér á landi
og eina millilandaflugvallarins, sem
landsmenn eiga aðgang að, en
byggður af Bandarikjamönnum.
Og vegna eindreginna tilmæla
kommúnista og samþykkis andstæð-
inga þeirra i „lýðræðisflokkunum”
hefur Bandarikjamönnum nú verið
meinað að brydda upp á hvers konar
viðbótarframkvæmdum, sem þó væru
nauðsynlegar til viðhalds þessari
varnarstöð, og þar með lokað fyrir
þann möguleika, að íbúar nálægra
svæða mættu njóta góðs af þeirri at-
vinnu, sem vegna slíkra framkvæmda
skapast.
Sannleikurinn er þó sá, að í þetta
sinn myndi slikt sennilega vera
skammgóður vermir. Staðan i at-
vinnumálum og staða fyrirtækja
landsmanna er nú á þann veg komin,
að slik tímabundin atvinna, sem oft
hefur skapazt á Keflavíkurflugvelli,
nægir ekki til þess að bægja atvinnu-
leysisvofunni úr landi.
Svo markvisst hefur verið unnið að
afnámi frjáls atvinnurekstrarog frjáls-
um samskiptum við önnur riki i
Vestur-Evrópu og Bandarikjunum, að
fyrr eða siðar hlaut að koma að þvi, að
árangur næðist.
Hefðu lýðræðislegu stjórnmála-
flokkarnir islenzku hins vegar þekkt
sinn vitjunartíma og barizt gegn yfir-
gangi og einangrunartilraunum
kommúnista, eins og stefna þeirra
segir fyrir um, værum við i hópi þeirra
þjóða, sem búa við þolanlegt efnahags-
öryggi og nútímalegar aðstæður í
tæknilegu tilliti, t.d. varðandi vega-
kerfi, fullvinnslu á helzta hráefni
okkar, fjarskipta- og talsamband við
umheiminn, ásamt þvi að eiga gjald-
miðil, sem virtur væri meðal þjóða.
Að sjálfsögðu
Á þessu stigi er ef til vill eins og
verið sé að krafsa i hálmstrá að tína
upp þau atriði, sem hefði átt að vera
búið að gera, ekki sizt þar sem mikill
meirihluti þjóðarinnar var og er fylgj-
andi þeirri einu meginstefnu að fram-
farir og lífsskilyrði hér haldist nokkurn
veginn í hendur við þær þjóðir, sem
við höfum bezt samskipti við.
En maður freistast til þess að lita til
baka, þegar svo er komið sem nú og
spyrja, hversvegna meirihluti stjórn-
málamanna þeirra sem eru hlynntir
uppbyggingu á vestræna visu snerist
öndverður gegn þeirri þróun og tók
þann kost að ganga í lið með einangr-
unarsinnum og vinstri öflum, sem fóru
fet fyrir fet en markvisst aftur á bak
með Kremlstjörnuna að leiðarljósi.
Auðvitað fást engin viðhlitandi svör
við slíkri spurningu, allra sízt frá
stjórnmálamönnunum sjálfum. og
margir þeirra eru ekki lengur til frá-
sagnar. En nokkur atriði eru þau, sem
hefðu bundið enda á þann vanda, sem
við höfum lengst af glímt við, efna-
hagslegan og tæknilegan.
Að sjálfsögðu hefðurri við i fyrsta
lagi átt að koma hér á fót þegnskyldu-
vinnu ungs fólks. í einhverju þvi
formi, sem stuðlaði að meiri sam-
heldni og til þess, að sérhver þegn,
hefði einhvern tíma ævi sinnar haft
skyldum að gegna við land og þjóð. Af
nógu er að taka i slíkum efnum og
hefði á engan hátt þurft að beinast að
hernaðarlegum þáttum, enda vart til
þess ætlazt af svo fámennri þjóð.
Að sjálfsögðu hefðum við fyrir
löngu átt að vera búin að leggja fyrir
róða þann gjaldmiðil, sem sífellt hbfur
verið hindrun í eðlilegri þróun pen-
ingamála hér á landi og siðar i sam-
skiptum okkar við aðrar þjóðir. Hér
hefði byggzt upp traustara peninga-
kerfi með öðrum gjaldmiðli, enda er
krónan ekki annað cn leifar þeirrar
dönsku krónu, sem hér var notuð,
meðan íslendingar lutu erlendu kon-
ungsvaldi. íslenzkur dollar eða ís-
lenzkt mark væri sýnu betra og meir
traustvekjandi ekki sízt með tilliti til
millirikjaviðskipta, en engu siður
manna í milli innanlands. Slikur gjald-
miðill myndi þá að öllum líkindum
geta fylgt skráðu gengi annars hvors
áðurnefndra gjaldmiðla. Aðrar þjóðir
hafa ekki skirrzt við að taka upp slika
háttu, svo sem Ástralíumenn (ástr-
alskur dollar), Skotar (skozkt pund).
Luxemborgarar (luxemborgar-franki),
Kanadamenn (dollar). og eru þessar
þjóðir þó ekki alveg lausar við þjóð-
ernistilfinningu, fremur en íslend-
ingar.
Að sjálfsögðu hefðum við átt að
leggja miklu meiri áherzlu á samskipti
við Bandarikjamenn i sambandi við
tækniþróun ýmiss konar, og sem
Kjallarinn
Leö M. Jónsson
með öllu óframkvæmanleg ef ekki
væru Wallenbergar og aðrir kapitalist-
ar pungsveittir við tckjuöflunina á bak
við tjöldin.
LeóM. Jónsson
tæknifræðingur
okkur skortir svo mjög. Vegakerfi
okkar ber þar hæst (fimm ára, tiu ára,
hvað þá fimmtán ára vegaáætlun í
augum almennings er einskis virði), i
vegamálum er það einungis núiíminn
en ekki einhver tími í framtíðinni, sem
gildir, og vegakerfi hvers lands er
undirstaða fyrirgreiðum samskiptum i
atvinnulegu og viðskiptalegu tilliti.
Hér má einnig minnast á tæknilega
aðstoð í sambandi við sjónvarpsútsend
ingar og „stereo" sendingar hljóð-
varps. fjarskipta- og talsamband við
umheimninn. sem cnn er í niolunt, og
höfum oftar en einu sinni orðið að
njóta góðs af tækjum þeini. sem
varnarlið Bandaríkjámanna Itefur hér
á landi. þegar santband við útnheim-
inn hefur rofnað.
Og að sjálfsögðu hefðunt við átt að
draga að erlent fjárfestingarfé lil upp
byggingar fjölhæfari atvinnuháttum.
Hér eru engin þau vandkvæði til
staðar sem gera okkur crfiðara l'yrir cn
öðrum þeim smáþjóðurit, sem hafa
notiðgóðsaf veru erlendra fyrirtækja í
sínunt löndum. Má þar nefna lönd
einsogSviss, Luxemburg. Belgiu. Hol
land og Norðurlöndin þrjú.
Það er stundum talað uni, að tvær
siðustu ríkisstjórnir hafi verið hvor
annarri lík, að þvi er varðar óstjórn
efnahagsmála, en þær höfðu þó báðar
eitt mál á stefnuskrá sinni ofar ööru.
að halda uppi fullri atvinnu. Sú ríkis-
stjórn sem nú situr ætlar sér aug-
sýnilega ekki að bæta úr efnahagsmál
ununi, nema siður sé, en i ofanálag
hefur hún það beinlínis á stefnuskrá
sinni að leiða atvinnuleysisvofuna við
Itönd sér.og láta hana leika lokaatriðið
i þeint harmleik, sem nú er hafinn.
Geir R. Andersen