Dagblaðið - 29.11.1978, Page 15
DAGBLAÐIÐ. MIDVIKUDAGUR 29. NÓVEMBER 1978.
Cirkus hæ ttir sem húshljóms veit íKlúbbnum
„Björgum móralnum”
Ahugi fyrirhendi að gefa útlöghljómsveitarinnar
„Ástæðan fyrir því að við hættum
sem húshljómsveit í Klúbbnum er
fyrst og fremst sú að við viljum
forðast þreytuna sem slikri spila-
mennsku fylgir.” sögðu þeir Davið
Karlsson og Þorvarður Hjálmars-
son, liðsmenn hljómsveitarinnar
Cirkus i samtali við DB. Til stendur
að Cirkus færi sig i auknum mæli út
á hinn almenna markað í framtíð-
inni — án þess þó að endanlega
verði sagt skilið við sviðið i Klúbbn-
um.
„Það verður óskaplega leiðinlegt
til lengdar að leika sífellt á sama
staðnum,” sagði Þorvarður. „Við
höfum sömu andlitin sifellt fyrir
augunum og þurfum alltaf að vera
að leika sömu tónlistina, — jafnvel
lög sem við teljum að séu fyrir löngu
búin að ganga sér til þúðar. Þetta
skapar fyrst og fremst þann leiða og
þreytu sem við ætlum að forðast.”
Rétt er að rifja það upp að hljóm-
sveitin Poker, sem starfaði sem hús-
hljómsveit Klúbbsins á undan
Cirkusi, hætti einmitt af svipuðum
ástæðum.
En hvað tekur við hjá Cirkus-
mönnum eftir að fastri vinnu sleppir
og óvissan tekur við. — Davið
Karlsson:
„Við ætlum nú að fara að æfa i
auknum mæli okkar eigið efni. Við
eigum talsvert af frumsömdum
lögum sem sífellt bætist við. Ein
hljómplötuútgáfan hefur sýnt áhuga
á að gefa eitthvað af þessu efni út.
Við förum því í Hljóðrita í næsta
mánuði og tökum upp sýnishorn —
demó svokallaðan — fyrir út-
gáfuna.”
Og Þorvarður bætir við:
„Þó að deyfðin í dansleikjahaldi i
kringum Reykjavík hafi verið gifur-
leg að undanförnu, þá erum við
bjartsýnir á betri tíð. Það er alltaf
dálítið um að við séum pantaðir út á
land til að leika í skólum. Við notum
þá tækifærið og bætum öðru kvöldi
við, svo að ferðin nýtist betur.
Þannig verður það til dæmis um
næstu helgi, er við förum til
Akureyrar.
Nú. það gefur lika sæmilegt í aðra
hönd ef maður nær einu góðu balli í
viku. Skólaböllin bæta það líka
upp, þau halda hljómsveitunum
raunar gangandi yfir veturinn. Við
höfum verið nokkuð heppnir með
þau hingað til. Til dæmis erum við
pantaðir fimm sinnum i næsta
mánuði.
Auðvitað má búast við ein-
hverjum tekjumissi að sleppa
Klúbbnum,” sagði Þorvarður
Hjálmarsson ennfremur. „Við
teljum þó að við verðum að velja
þann kostinn til að bjarga
móralnum innan hljómsveitarinnar.
Nú. og þá höfum við líka tækifæri
til að leika fjölbreyttari tónlist en við
höfum gert að undanförnu.
-ÁT.
CIRKUS — Þeir búast við tekjumissi þegar þeir hætta að leika i Klúbbnum. En með þvi móti ætti timabundinni stöðnun
hljómsveitarinnar að vera lokið. DB-mynd Kristinsson.
Nýplata, Þegarmamma varung
Gömul revíulög með
urum
„Það er Pétur Pétursson útvarps-
þulur sem á hugmyndina að plöt-
unni Þegar rnarnma var ung. Ætli
það hafi ekki verið á miðju ári i
fyrra. sem hann spurði mig hvort ég
væri ekki til i að gefa út plötu sern
þessa, og nú er ntálið komið i höfn,"
sagði Steinar Berg plötuútgefandi er
Dagblaðið innti hann eftir tildrögum
að reviuplötu, sem út kom hjá
honum á mánudag.
Steinar sagði að vinnsla plötunnar
hefði að miklu leyti verið á herðum
Valgeirs Guðjónssonar Spilverks-
manns. Hann naut meðal annars
aðstoðar Péturs, sem er fróður um
gullöld revíunnar, og Auróru
Halldórsdóttur leikkonu, sem meðal
annars söng öll þrettán lög plöt-
unnar inn á þand til að hægt yrði að
gera þau sem likust upprunalegu út-
gáfunum.
Alls eru á plötunni Þegar mamma
var ung þrettán lög úr sex revíum.
Þær gengu allar á gullöld reviunnar,
en svo hefur tímabilið 1938—46
verið nefnt. Sigrún Hjálmtýsdóttir
söngkona Spilverks þjóðanna og
Egill Ólafsson Þursadróttinn sjá um
allan söng á plötunni. Hljóðfæraleik-
arar eru Árni Elvar, sem leikur á
píanó, Grettir Björnsson harmóniku-
leikari, Guðmundur R. Einarsson
- .
. » , í
•: c .
..T
■
* $ § , s S
EGILL OG DIDDÍJ — Þessir gömlu samstarfsmenn i Spilverki þjóðanna
taka nú lagið saman að nýju og kirja að þessu sinni ein þrettánlög frá gullöld
revíanna. Ljósm. Effect.
trommari, Sigurður Rúnar Jónsson
fiðluleikari og Helgi Kristjánsson
bassaleikari.
Að sögn Steinars Berg var platan
Þegar mamma var ung tilbúin i
ágúst sl. en beðið með að senda
hana á markað þar til nú. „Eftir að
ákveðið. var að gefa þessa plötu út
lágu allar framkvæmdir niðri þar til í
vor,” sagði Steinar. „Síðan var hún í
vinnslu í mestallt sumar. Með því að
fá Sigrúnu og Egil til að syngja
revíulögin gömlu erum við að reyna
að gera þau aðgengilegri fyrir unga
fólkið. Þarna er oft á tíðum á ferð-
inni merkilegur skáldskapur og
bráðskemmtilegur í þokkabót, sem
ætti að geta höfðað til allra.” -AT.
EMERSON, LAKE OG PALMER — Nýjasta plata þeirra, Love Beach,
var tekin upp á Bahamaeyjum siðasta sumar. Litil plata með lagi af þeirri
stóru er komin út.
Nýplata með Emerson, Lake og Palmer
Astarströnd
Emerson, Lake og Palmcr sendu á
föstudaginn frá sér nýja breiðskífu,
Love Beacb. Plata þessi var hljóð-
rituð í Nassau á Bahamaeyjum
síðastliðið sumar. Hljómsveitin sjálf
annaðiststjórn upptöku.
Eitt lag af Love Beach kom út á
lítilli plötu fyrir nokkrum dögum.
Það nefnist All I Want Is You.
Hinum megin er að finna gamlan
kunningja af Tarkus — annarri
plötu ELP — lagiö Are You Ready
Eddie?
Á hlið eitt á nýju plötunni eru
fimm lög en hinum megin er lieil-
steypt verk er ncfnisl An Offi er
And Gentleman. Þvi er siðan skipt
niður i fjóra kafla. Ekkert hefur
komið út af lögum Emerson, Lake
og Palmer siðan i fyrra. Þá sendi
hljómsveitin frá sér tvær LP plötur.
Workslogll. OrMELODY MAKER
LedZeppelin hljóðritar
nýjaplötuhjá
ABBA íStokkhólmi
Timaritið Melody Maker telur sig
hafa áreiðanlegar heimildir fyrir þvi að
næsta plata hljómsveitarinnar Led
Zeppelin verði hljóðrituð i Svíþjóð.
Nánar tiltekið á hljómsveitin að hafa
fengið inni í stúdiói ABBA í Stokkhólmi.
Að upptökum loknum á hljómsveitin,
samkvæmt heimildum blaðsins, að fara í
hljómleikaferð.
Undanfarna mánuði hefur Led
Zeppelin verið við æfingar víða í
Englandi. Stöðugur orðrómur hefur
verið uppi um að hljómsveitin væri að
æfa undir hljómleikaferð. Liðsmenn
Zeppelin, þeir Robert Plant, Jimmy
Page, John Paul Jones og John Bonham,
NinaSimone
Jazzsöngkonan heimsfræga
Nina Simone á y fir höfði sér allt að
eins árs fangelsi og þriggja milljón
króna sekt fyrir að h5fa trassað að
telja fram til skatts árið 1971.
Simone, sem er nú 45 ára gömul,
játaði sekt sína. Dómur verður
kveðinn upp yfir henni þann 15.
desember.
Ákærandinn i máli Ninu
Simone segir að árið 1971 hafi
söngkonan haft tekjur sem nema
11,5 milljónum islenzkra króna.
hafa ekki komið saman á sviði siðan í
fyrra er þeir voru á ferð um Ameriku. Sú
hljómleikaferð leystist upp cr sonur
Plants lézt.
Útgáfufyrirtæki Led Zeppelin hefur
hvorki viljað staðfesta né neita þeint
upplýsingum sem Melody Maker telur
sig hafa áreiðanlegar heintildir fyrir.
Yfirleitt hefur það tekið hljómsvcitina
mánuði að hljóðrita plötur sinar. en nú á
að ljúka upptökum á þreinur vikum. Þó
verða upptökurnar væntanlega teknar
til endurvinnslu i Englandi, þar sem
bætt verður við hljóðfærum og hljóð-
blöndun fer fram.
Þessi plata er ekki sú eina sem Led
Zeppelin cr með i takinu um þessar
mundir. Jimmy Page hefur undanfarið
ár verið að safna saman Sögu Led
Zeppclin — tvöfaldri plötu með öllu því
bezta sem hann fann af hljómleikaupp-
tökum Led Zeppelin.
Þá hefur Page, gítarleikari hljóm-
sveitarinnar, sömuleiðis verið að gera
sólóplötu. sagnfræðilegs eðlis að þvi er
heimildir herrna.
Fngar tipplýNin<»ar lissja fvrjr um
hvenær þessar plötur verða út gefnar né
heldur hvenær Les Zeppclin heldur
hljómleika næst.
Úr MF.LODY MAKER