Dagblaðið - 29.11.1978, Side 24

Dagblaðið - 29.11.1978, Side 24
Er sfldin að verða „ skítf iskur” aftur Talsvert af henni brætt i skepnufóður nú á vertíðinni —fyrir slíkar af urðir fæst aðeins brot af verði „1 þeim sýnum, sem okkur hafa borizt hefur verið svo mikið af smásild að það kemur mér ekki á óvart þótt talsvertaf síld hafi farið i bræðslu nú á vertíðinni,” sagði Jakob Jakobsson, fiskifræðingur í viðtali við DB i morgun. Hringnótabátum er heimilt að koma með hámark 25% aflans af stærðarflokknum undir 27 sentimetrum, en í áðurnefndum sýnum var algengt að 40 til 50 prósent og jafnvel upp í 65 prósent væru undir þeirri stærð. Mikið af þessari smásild er ekki vinnsluhæft til manneldisaf- urða og kemur þá bræðslan ein til greina, eða vinnsla í dýrafóður, sem mun minna verð fæst fyrir. Þess má geta að Hafrannsókna- stofnunin spáði fyrir rúmu ári að mikið af smásíld kynni að verða á miðunum í ár og lagði því til að kvóti hringnótabáta yrði alls ekki aukinn, en skv. ákvörðun sjávarútvegsráðumeytis var hann samt aukinn. Þess má að lokum geta að í fyrra á- kvað Verðlagsráð sjávarútvegsins ekkert verð fyrir sild innan við 27 cm þannig að aðeins hefði fengizt bræðsluverð fyrir þá síld nú, ef ráðið hefði ekki nú ákveðið verð fyrir þann flokk, talsvert hærra en bræðsluverð. Þetta leiðir af sér að ekki er eins mikil fjárhagsleg áhætta fyrir sjómenn að koma með smásíld að landi nú og í fyrra. -G.S. Seldu 15 þúsund Dagblöð DB-mynd Ragnar. Unnu sér fyrir Spánarferð „Við seldum á hverjum degi í sumar svona 180 til 190 blöð,” sögðu þessi duglegu systkini á afgreiðslu DB í gær. Fyrir peninga sem þau unnu sér inn með sölu á Dag- blaðinu i sumar fóru þau til Spánar ásamt pabba og mömmu, og borguðu meira að segja gjaldeyrinn sjálf. Systkinin heita Konráð, 13 ára, Bryndls 12 ára, Svavar 10 ára Til þess að vinna sér fyrir ferðinni hafa þau systkinin að öllum líkindum orðið að selja ein 15 þúsund blöð í sumar. Konráð borgaði fullt fargjald og fullan gjaldeyris- skammt en hin systkinin hálft af hvoru tveggja. Guðlaug Rúna hafði ekki selt alveg nóg til að eiga fyrir sínum hluta svo systkinin lánuðu henni það sem á vantaði. og Guðlaug Rúna, 9 ára, öll Guðmundarbörn. „Við fórum til Benidorm 31. júli og vorum i hálfan mánuð, komum aftur 14. ágúst. Það var ofsa gaman og hægt að kaupa mikið af ódýru dóti, miklu ódýrara en hér,” segja þau. „Ja-há. Við gerðum þetta sko örugglega aftur ef við gætum,” sögðu þau aðspurð. Þau halda áfram að selja blöð I vetur með skólanum, þó ekki alla daga. -DS Alþýðubandalagsmenn deila á utanríkisráðherra Sprenging” í stjóm- ariiðmu KJARTAN ráðherra. gerði harða hrfð að Töluverð „sprenging” varð í stjórnar- liðinu á Alþingi í gær, eins og einn þing- maðurinn komst að orði. Deiluefnið var „vallarvinnan” og aögerðir Benedikts Gröndal utanríkisráðherra í þeim efnum. Kjartan Ólafsson (AB) kvaddi sér hljóðs utan dagskrár og gerði harða hríð að Benedikt. Utanríkisráðherra hafði óskað eftir því við bandaríska sendiherr- ann, að ekki kæmi til framkvæmda hér á landi ákvörðun bandarískra stjórnvalda um fækkun starfsfólks á vegum hersins i hlutfallinu 5:1. Síðar í umræðunum sagði Kjartan, að ráðherrann hefði gengið við betlistaf á fund sendiherrans. Alþýðubandalagsmenn mótmæltu því athæfi harðlega. Hjörleifur Guttorms- son iðnaðarráðherra tók undir mótmæli Kjartans og greindi frá, að ráðherrar Alþýðubandalagsins hefðu látið bóka mótmæli á ríkisstjórnarfundi fyrir hádegi í gær. Benedikt Gröndal utan- ríkisráðherra sagði, að nærri 1000 manns ynnu á Keflavíkurflugvelli og væri mikið í húfi, að fólkið héldi atvinn- unni. Karl Steinar Guðnason (A) sagði, að verkafólk á Suðurnesjum styddi aðgerðir Benedikts í þessu. -HH. BENEDIKT — mikiö I húfi. Irfálst, úháð dagblað MIÐVIKUDAGUR 29. NÓV. 1978. í gærdag. DB-mynd Sv. Þorm. Féllaf fjórðu hæðog beið bana Tveggja ára drengur beið bana í gær af afleiðingum slyss er varð í Selja- hverfi í Breiðholti um miðjan dag. Litli drengurinn féll út um glugga á efstu hæð hússins en það er fjórar hæðir á hálfniðurgröfnum kjallara. Litli drengurinn var í skyndi fluttur í sjúkrahús þar sem hann gekkst þegar undir höfuðaðgerð, en ekki tókst að bjarga lífi drengsins. Rannsóknarlögreglan annast rannsókn málsins. -ASt. Rauðu hunda faraldur Rauðu hunda faraldur gengur nú yfir hér á landi. Landlæknisembættið hvetur því eindregið allar þungaðar konur á fyrstu mánuðum meðgöngu sem.enn hafa ekki komið til mæöra skoðunar að koma sem fyrst til skoðunar. Það er hægt að mæla mót- efni gegn rauðum hundum á heilsugæzlustöðvum og heilsuverndar- stöövum. Ólafur Ólafsson landlæknir sagði í viðtali við DB í morgun að hætta væri á fósturskemmdum af völdum þessar- ar veiru á þremur fyrstu meögöngu- mánuðunum. Skemmdir geta orðið á taugavefjum og valdið t.d. heymar- leysi og skemmdum á sjón. Eftir þriggja mánaða meðgöngu eru þessir vefir orðnir fullþroska og því ekki hætta skemmdum. Þungaðar konur koma venjulega u.þ.b. sjö sinnum til skoðunar á meðgöngutíma, en á fyrstu mánuðunum er hætta á því að heimsóknir verði stopular. Verði sýking á þremur fyrstu mánuðum meðgöngu er venjulegasta aðgerð fóstureyðing. Undanfarin fjögur ár hafa 12—13 ára stúlkur um allt land verið sprautaðar með mótefni gegn rauðum hundum og á þann hátt er reynt að koma rauðum hundum úr landinu. Landlæknir sagði þó að ekki væri vitað hve lengi ónæmið varir. -JH. XðTaðN. (y KaupioVj ,5 TÖLVUR' í I* OGTÖI BANKASTRÆTI8 127*^

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.