Dagblaðið - 05.12.1978, Side 3

Dagblaðið - 05.12.1978, Side 3
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 5. DESEMBER 1978. 15 SJÁVARÚTVEGURINN VAR GRUNDVÖLLURINN —undir hinum öra vexti bæjarins Myndirnar hér aö ofan eru teknar frá svipuðu sjónar- horni með rúmlega 90 ára millibili. Efri myndin er tekin um 1885 og sú neðri er tekin 1978 af Herði Ijós- myndara Dagblaðsins. Höfnin í Hafnarfirði hefur frá fyrstu tíð verið talin ein sú bezta i landinu en landið var talið óbyggilegt með öllu nema lítil ræma með sjónum og mikil byggð því talin útilokuð. Það er ekki fyrr en innlend þilskipaút- gerð fer að vaxa mjög ört, síðustu ára- tugi 19. aldar að fólk tekur að flytjast í stórum stíl til bæjarins. íbúatalan stóð svo að segja í stað frá miðri 19. öld og fram und'r 1880. Ibúamir voru 3—400 þegar allt var talið, en uppúr 1880 tekur að fjölga verulega, svo að um 1890 er íbúatalan komin upp í um 600 manns. Um alda- mótin fækkar nokkuð aftur, en þegar bærinn fær kaupstaðarréttindi er íbúa- talan komin upp í 13—1400. Síðan hefur fjölgun íbúa í bænum verið nokkuð jöfn. 1920 er íbúatalan um 2400 og 1930 um 3500. Á kreppuárunum 1930—40 stóð íbúatalan nokkurn veginn í stað en eftir það tekur hún aftur að vaxa og er árið 1950 komin upp í um 5000. 1958 er hún um 6000 og hefur tvöfaldazt á síðustu tuttugu árum og er nú um 12000. Grundvöllur hins öra vaxtar Hafnar- fjarðar eftir 1880 er vitaskuld sjávarút- vegurinn, sem þaðan var rekinn og fer ört vaxandi á þessum árum. Veiðar á opnum bátum höfðu verið stundaðar frá Hafnarfirði um aldir. En breytingin sem verður um þetta leyti er sú, að þá eru teknar upp veiðar á þilskip- um. Þessar veiðar hafa síðan smám saman þróazt í það horf sem þær eru nú. Fyrst komu seglskipin, skúturnar, síðan togarar og vélbátar. Samtímis hafa tækin i landi til úr- vinnslu aflans stöðugt verið að batna, svo að segja má að nú sé allt hagnýtt sem úr fiskinum er hægt að fá. • GAJ BIAÐffl frjálst,aháð riaqhlaH Póstsendum v'ó Kynnið ykkur okkar verð gæði

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.