Dagblaðið - 05.12.1978, Blaðsíða 5

Dagblaðið - 05.12.1978, Blaðsíða 5
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 5. DESEMBER 1978. 17 Geir Hallsteinsson er þekktasti handknattleiksmaður Hafnarfjarðar, en handknattleikurinn er eins konar „þjóðariþrótt” Hafnarfjarðar. Hallsteinn Hinriksson faðir Geirs hefur verið nefndur faðir handknattleiksins i Hafnarfirði en fyrst barst fþróttin þangað árið 1925 á fþróttanámskeiði sem Valdimar Svcinbjörnsson stóð fyrir. Þá héldu stúkurnar uppi fundum einu sinni i viku. Fyrsta stúkan var stofnuð árið 1885 og var það Morgunstjarnan og önnur þrem árum síðar, Danielsher. Magnús Th. S. Blöndal stofnaði báðar þessar stúkur. Dansleikir voru haldnir i Gúttó, Suðurgötu 7. Það hús byggði Magnús Th. S. Blöndal. Þarna var dansað undir harmóníkuleik en mestir harmóníkusnillingar i þá daga voru Ólöf Jónsdóttir i Undirhamri og Sigríður Guðmundsdóttir i Byggðarenda. Einu sinni fór fram keppni milli þeirra. Mátti lengi vel ekki á milli sjá hvor væri fremri en þegar Ólöf sveiflaði harmónikunni aftur fyrir bak og spilaði engu lakar en áður þótti útséð um hver væri mesti har- móníkusnillingur I bænum. Systir Ólafar þessarar var Guðrún nokkur, móðir Sigfúsar Einarssonar tón- skálds og organista. Þá var Niels Þor- steinsson líka mjög mikilvirkur harmón- ikuleikari og lék á böllum, sérstaklega hjá stúkunum. Mjög litið var um drykkjuskap á þessum áruni enda áróðurinn gríðarlegur gegn honum. Þó var seld súrsaft I Firðinum og menn gátu orðið kenndir af henni. Þá voru oft haldnar skemmtanir með prógrammi. Hófst skemmtunin gjarnan með stuttum fyrirlestri, þá var oft leik- sýning en leikstarfsemi fluttist til bæjar- ins með Magnúsi Blöndal. Oft voru lika fluttar gamanvísur eða bæjarbragir og skemmtuninni lauk svo alltaf með þvi að dans varstiginn við harmónikuleik. Bíósýningar koma fljótlega til sögunnar en Hafnarfjarðarbíó var stofnaöi 1913 og sýndi Árni Þorsteins- son þar þöglu myndirnar. Þessar sýn ingar voru að jafnaði um helgar. Kringum 1910 kom Hjálpræðisherinn með sina staífsemi til bæjarins en litið var á starfsemi hans scm cins konar sprell og spaugsamkomur. Urðu þannig töluverð leiðindi i sambandi við sanv komur þess félags. ■ GAJ í byrjun þessarar aldar voru margs konar barnaleikir komnir til sögunnar í Hafnarfirði. Ástæðunnar var einkum að leita í því að Knud Zimsen hafði pantað barnaleikjabók frá Svíþjóð handa börnum sínum. Þannig urðu til ýmsir leikir sem þekktir hafa verið á íslandi allar götur siðan. Má þar nefna þakbolta, slagbolta, paradís, feluleik, úti- legumannaleik, „sto” og 110. Síðast- nefndi leikurinn fór fram við pakkhúsið og byggðist upp á því að kasta bolta i stólpann sem stóð út úr húsinu og reyna 1925 á íþróttanámskeiði sem Valdimar Sveinbjörnsson stóð fyrir. Hallsteinn Hinriksson, sem nefndur hefur verið faðir handknattleiksins i Hafnarfirði, flyzt til bæjarins árið 1929 og verður strax mikil driffjöður í iþrótlalífi bæjar- ins. KFUM var með vikulega fundi fyrir stráka frá 7—14 ára og samkomur fyrir fullorðna á kvöldin. Hreyfingin barst til Fjarðarins 1911 með sr. Þorsteini Briem en sr. Friðrik Friðriksson varð strax aðalfrumkvöðullinn. Leikir og fé- lagslíf um og eftir 1910 Niels Þorsteinsson var mikilvirkur harmónikuleikari og lék lengi á böllum, sérstaklega hjá stúkunum. Hann var verkamaður, mikill trúmaður og bjó i Kletti. Hann var ætíð kallaður Nilli í Kletti. í bókinni hundrað Hafnfirðingar eftir Magnús Jónsson kennara er að finna þessa vísu um hann. Niels, laus við háð og hrekk, hljómlist nokkuð unni. Var í kirkju á vissum bekk, vers og guðspjall kunni. síðan að grípa boltann og var gefin ákveðin tala fyrir það. Þá var líka mikið spilað svokallað „klink" sem var nokkurs konar fjárhættuspil. Leikurinn „sto” er ennþá vinsæll meðal barna. Friðrik Bjarnason kennari i Hafnarfirði vildi þýða nafnið á leiknum og nefndi hann kyrr, en það náði aldrei útbreiðslu. En þrátt fyrir miklar vinsældir þess- ara barnaleikja þá heillaði veiðiskapur- inn við bryggjurnar ekki minna. Þar stóðu strákarnir i bænum tímunum saman og veiddu kola en fengu einnig stundum þyrskling og smáufsa. Um 1911 voru alls sjö bryggjur i Firðinum: Booklesbryggja, Edinborgarbryggja, Knudtzonsbryggja, Ágústarbryggja, Linnetsbryggja, bryggja Einars Þorgils- sonar og tvær brvggjur á Mölinni fram- undan verzlunarhúsum Þorsteins Egils- sonar. Allar þessar bryggjur voru undir- lagðar undir kolaveiðina. Fótbolti kemur tilsögunnar 1910með Júlíusi V. Nyborg en hann hafði kynnzt íþróttinni vestur á ísafirði. Hann stofnaði knattspyrnufélagið Kára í Hafnarfirði. Sú íþrótt sem Hafnfirðingar eru þekktastir fyrir, þ.e. handboltinn, kemur mikið seinna til Hafnarfjarðar eða árið bokhú/kl Strandgötu — Sfmi 50075 Hafnarfirði

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.